Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 11
Fimmtudagur 26. nóvember 1998 gurlínu á óvart með Lundúnaferð: ar í Buckinghamhöll Sigurlína grét begar úrslitin lágu fyrir. hönd og allra annarra er maður bara feginn að hafa unnið alla þessa titla. Eg bara mátti ekki bregðast þeim og svo er þetta líka góð auglýsing fyrir Hressó og sýnir að fólk sem hingað kemur á ekki að fara í sundlaugina til að æfa.“ Nú er að baki margra vikna meinlætalíf hjá Smáraog máhann borða að vild. Þegar rætt var við Smára var hann á leið í morgunverð sem átti að verða enskur morgunverður með öllu tilheyrandi. Ferðin til London er trúlofunargjöf Keikó-sjóðsins til Sntára og Sigurlínu og vissi Sigurlína ekkert um ferðina fyrr en þau komu út á flugvöll. „Eg lét Nolan hringja í mig á sunnu- dagsmorguninn og segja að ég þyrfti að ná í pakka út á flugvöll. An þess að Sigurlína tæki eftir henti ég einhverjum fötum í tösku og tók hana með út á völl. Þegar þangað kom fór ég í brottfararsalinn en hún sagði að ég væri að villast því pakkar væru afgreiddir annars staðar. Þá varð ég að segja henni hvað væri unt að vera. Það var svo á ntánudagskvöldið í Buckinghamhöll að ég bað hana að trúlofast mér. „Sagði hún já? „Auðvitað. Hún hefði aldrei sagt nei við íslandsmeistarann í vaxtan'ækt." son. Þó er ljóst að dómarar eiga oft ekki auðvelt verk fyrir höndum þegar dæma þarf á milli tveggja álíka góðra keppenda. Þennan vanda þurftu þeir þó ekki að eiga við í +90 kg. flokknum, flokki Smára Harðarsonar. Smári dansaði inn á sviðið eins og sá sem valdið hefur. Atti strax salinn, rútínan frábær eins og alltaf, og sjálfur gat hann ekki verið í betra formi. Samræmið er að verða óaðfinnanlegt. Massinn þremur til fjórum kílóum meiri en í fyrra, komið fyrir á réttum stöðum. Skurðurinn ótrúlegur. Hver æð sjáanleg og trefjarnar í vöðvunum skinu í gegnum næfurþunna, fitulausa húðina. Hann var fyrstur inn í sínum þyngdarflokki en það gat aldrei verið neinn vaft. Hann átti titilinn. Vilhjálmur kom næstur og loks annar Eyjamaður, Hermann Har- aldsson. Hermann hefur bætt á sig ótrúlegum massa síðastliðið ár en nokkuð vantaði upp á skurðinn. Smári vann flokkinn að sjálfsögðu með glæsibrag. Eftir keppni í flokkunum hófst keppni meðal þeirra bestu í hverjum flokki, heildarkeppnin. Smári, Jón Gunnarsson, og Guðmundur Bragason voru sigurstranglegastir og spenningurinn í salnum ótrúlegur þegar fyrst var lesið upp nafn Jóns í þriðja sætið. Næst átti að lesa upp nafn þess sem næði öðru sæti og það kom í hlut Guðmundar. Salurinn trylltist, Smári trylltist og fögnuðurinn var gífurlegur. Bikarinn til Eyja hljómaði um salinn. Loksins hafði Smári erindi sem erfiði. Hann hafði nú unnið tvo bikara af þremur mögulegum. Eftir var að til- kynna sigurvegara í rútínunni. Loksins, sem síðasta atriði var sigurvegarinn tilkynntur, enginn annar en, Smári Harðarson. Hann hafði unnið þrjá bik- ara af þremur mögulegum. Betur var ekki hægt að gera. Smári Harðarson er ekki aðeins Islandsmeistari, hann er þrefaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt 1998. Guðniundur Eyjólfsson Kristján Sigurðsson, lengst til hægri, varð í 2. sæti í sínum hvngdarf lokki. Er hann einn fjögurra Eyjamanna sem bátt tóku í mótinu. Aðrir voru Hermann Haraldsson en hann náði ekki verðlaunasæti. Þeir eru Bunercup. Frá irinstri, Símon bassaleikari, Dauíð Þór Hlínason gítarleikari, Valur Heiðar sönguari og Heiðar Kristinsson trommuleikari. Valur Heiðar Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar Buttercup: Hóf söngferilínn í Framhaldsskólamim Valur Heiðar Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar Buttercup, hefur í mörg horn að líta þessa dagana því fyrsti diskur sveitarinnar er að fara í dreifingu. Valur steig sín fyrstu skref á á sviði í kareókí á HB- Pub og þá kviknaði sá áhugi sem leiddi hann þangað þar sem hann er í dag. En það var ekki fyrr en hann kom fram í uppfærslu Fram- haldsskólans á Litlu hryllings- búðinni að hann sló eftirminnilega í gegn. Eftir það varð ekki aftur snúið og nú fá landsmenn allir tækifæri til að heyra hvað pilturinn hefur upp á að bjóða. Diskur Buttercup heitir Meira og á að koma úl á morgun gangi allt að óskum. En á föstudaginn voru þeir með teiti fyrir vini og vandamenn og blaðamenn og útvarpsmenn á veit- ingastaðnum Astró í Reykjavík. Frétúr tóku hús á piltunum og ræddu við Val um veru hans f Eyjum, gleði og sorgir á tónlistarbrautinni, Buttercup og diskinn þeirra. Valur fluttist ungur til Eyja með móður sinni Steinunni Guð- mundsdóttur sem rak m.a. tísku- vöruverslunina Flott og flippað. Hann stundaði hér nám við Framhalds- skólann þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1994. „Fyrsta tilraun mín með raddböndin var þegar ég var að djamma með Ingólfi Amasyni sem nú er hljóðhönnuður á útvarpsstöðinni Mono. Ingólfur er að gera það gott í gerð stefja og auglýsinga fyrir Mono. Hann var á hljómborðinu og ég söng í þessu létta djammi okkar,“ segir Valur. Næsta skref var að taka þátt í Kareókí-keppnumá vegum Fram- haldsskólans sem þá voru vinsælar A HB-Pöbb. „Þama komst ég í fyrsta skipti á svið sem söngvari en næstu reynslu hefði ég helst viljað gleyma,“ segir Valur hlær og á þar við Söngvarakeppni framhaldsskólanna. „Þetta bar brátt að og ég valdi lagið með þriggja daga fyrirvara. Eftir á að hyggja var þetta ágætis reynsla því þama lærði maður hvað á að gera og hvað ekki. Svo er það í tónlistinni eins og öðra; maður verður að reka sig á.“ Þrátt fyrir að vera ekki að springa af ánægju með frammistöðuna í Söngv- arakeppninni lét Valur ekki deigan síga og sló til þegar honum stóð til boða að taka þátt í uppfærslu Fram- haldsskólans á söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni. Reyndar sást hann ekkert því hann lagði mann- ætublóminu ógurlega til rödd. Vakli frammistaða hans verðskuldaða athygli. „Eg varð svo frægur aðyerða Eyjamaður vikunnar í Fréttum. Eg var ágætlega sáttur við minn hlut í þessari uppfærslu. Ég reyndi að gera blómið ógurlega enn hryllilegra en venja er og það held ég hafi tekist ágætlega. Þáttlaka í Hryllingsbúðinni var góð reynsla enda vora góðir tónlistarmenn með okkur, Sigurgeir Sigmunds og fleiri. Maður fékk jákvæða dóma sem byggði upp sjálfstraustið.“ Fyrir tæpum þremur áram lá leiðin til Reykjavíkur og var Valur ákveðinn í að reyna nú fyrir alvöru sem söngvari. Fyrsta árið í Reykjavík fór í að leita fyrir sér. „Tíminn fór í að afla sér reynslu og sjá hvað hentaði mér. Fyrir tveimur áram gekk ég dl liðs við gífurlega góða stráka. Stráka með reynslu í tónlistargeiranum og hljóm- sveitin Buttercup varð tíl,“ segir Valur Þegar Valur er beðinn um að staðsetja Buttercup í tónlistarflóranni segir hann að þeir leiki poppað rokk með heldur meiri áherslu á rokkið. „Við eram kraftmeiri en þessar dæmigerðu poppsveitir sem virðast ganga vel í landann. Má segja að við séum rokkmegin við poppið.“ Síðan hafa hjólin farið að snúast hjá þeim félögum og nú er svo komið að Valur segir að þeir geti ekki kvartað yfir því að hafa ekki nóg að gera. „Sfðasta árið hafa aðeins þrjár helgar dottið úr hjá okkur í spilamennskunni. Allir vilja fá okkur þannig að við fáum næg tækifæri til að útbreiða fagn- aðarerindið. Það er kannski helst að við verðum að passa að fólk verði ekki leitt á okkur." A böllum er Buttercup mest með lög eftir aðra en inn á rnilli skjóta þeir lögum eftir sig sjálfa. Þar á meðal er smellurinn frá í sumar, Meira dót sem kom út á safndiskinum, Svona var sumarið 1998. „Það er gaman þegar okkar eigin lög era farin að toppa í dagskránni. En maður getur orðið svo- lítið leiður á þeim eftir að hafa spilað þau fjórum til fimm sinnum á balli," segir Valur en hvort syngja þeir um meira dót eða meira dóp? „Við segjum meira dót en hver útkoman er fer eftir hugarfari hvers og eins en ég viðurkenni að þetta er á gráu svæði.“ Eins og áður hefur komið fram heitir nýi diskurinn Meira sem gefur fyrirheit um að Buttercup láti ekki staðar numið með þessari frumraun sinni. Valur segir að diskurinn hafi verið í vinnslu í tvö ár og er hann að öllu leyti verk hljómsveitarmeðlima. „Já, við gerðum allt sjálfir en Skífan mun sjá um dreifinguna. Við erum allir í fastri vinnu og urðum því að vinna við diskinn á nóttinni. Auðvitað hefðum við viljað fá meiri tíma í hljóðveri en við eram sáttir við útkomuna.“ Öll lögin á diskinum eru eftir meðlimi Buttercup og segir Valur að þau séu mjög ólfk. „A diskinum er að fmna vals, sænsk áhrif og róleg og kröftugri lög. Það er leitað til allra átta en þrátt fyrir það er útkoman heildstæð. Við höfðum úr nógu að velja því við eigum efni á þrjá til fjóra diska.“ Vonir standa til að diskurinn komi í verslanir á morgun og þá á eftir að fylgja honum eftir. Það verður gert með auglýsingum og Valur gerir ráð fyrir stífri spilamennsku fram að jólum. „Utgáfutónleikar verða á Gauknum 2. desember og svo er meiningin að drífa sig til Eyja fyrir jól,“ sagði Valur sem að lokum bað um kveðjur til Eyja. Jólarásin í tólfta sinn Eins og undanfarin ár fer útvarpsstöðin Jólarásin FM 104,7 í loftið um iniðjan des- ember í tólfta sinn. Jólarásin er því orðin fastur punktur í jóla- haldi Vestmannaeyinga. Rekstur þessarar útvarpstöðvar hefur verið í höndum unglinga í Eyjum og í nánum tengslum við Féló. Rekstur útvarpsstöðvarinnar er að sjálfsögðu nokkuð fjárfrekur og hefði aldrei orðið að veruleika ef fyrirtæki og einstaklingar í bænum hefðu ekki stutt framtakið með ráðum og dáð.. Eins og áður segir mun Jóalarásin fara í loftið um miðjan desember og verða útvarpað 24 tíma á sólarhring, ef undanskilið er hlé á útsendingum frá hádegi aðfangadags og allan jóladaginn. Símanúmer Jólarásarainnar 104,7 era: 481-1980,481-2280 og faxið: 481-2680

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.