Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Page 15
Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Fréttir 15 Vlnnslustöðin með heimasíðu www.vsv.is Vinnslustöðin hf. hefur opnað heimasíðu með slóðina www.vsv.is. Viðtökur hafa verið mjög góðar enda er hér um vandaða og öfluga heimasíðu að ræða sem leggur áherslu á að vera með ferskar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, m.a. af aflabrögðum. Þess má geta að fréttir af aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar hf. birtust á heima- síðunni aðeins klukkustund eftir að fundinum lauk! Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa, er að finna nýjar fréttir af starfseminni og aflabrögð- um, sögu Vinnslustöðvarinnar er að finna í máli og myndum, kynn- ingarefni um starfsemi fyrirtækisins í dag, hægt er að lesa fréttabréfið Vinnsluna, ársskýrsluna, sækja um atvinnu auk annars sem ætti að auðvelda hluthöfum, starfsfólki og öðrum áhugasömum að fylgjast með gangi mála í Vinnslustöðinni. Nemendur í 7.EB í Bamaskóla Vestmannaeyja aðstoðuðu við gerð þessarar heimasíðu undir stjóm Eyglóar Bjömsdóttur kennara en bekkurinn tekur þátt í svokölluðu Comeliusverkefni sem hægt er að kynnast á heimasíðunni. Þá veitti Tryggvi Gunnarsson í Tölvun sérfræðiaðstoð. Allar ábendingar unt heimasíðuna er vel þegnar. Sendið línu til vsv@vsv.is. Að sögn Þorsteins er unnið að útgáfu heimasíðunnar á ensku og verður hún tilbúin á næstunni. LESENDABREF - Aldís Tryggv/adóttir skrifar: Styrkur Ástrala felst / tordóma- leysi þeirra og umburðarlyndi Halldór Waagfjörð sagði ekki mikið um Astralíu í viðtali við Fréttir í ágúst 98. Það hryggði mig þó og vakti reiði hversu neikvæður hann var. Það er alltaf sorglegt að sjá þar sem menn ráðast á þá sem minnimáttar eru. Halldór vitnar í stjómmálamanninn Pauline Hanson og hversu vel flokki hennar gekk í fylkiskosningunum. Hér í Astralíu em búnar að vera þjóðarkosningar síðan viðtal Frétta við Halldór fór fram. Og viti menn utanríkisráðherrann hafði rétt fyrir sér. „Bólan“ sprakk og Pauline, og kynþáttamisrétti hennar sprakk líka. Flokkur hennar „One nation" kom engum ntanni á þing og hún missti sitt eigið sæti. Halldór talar um að Asíumenn vinni fyrir nokkra dollara á dag og taki vinnu frá öðm fólki. Kannski ætti hann frekar að benda á þá sem misnota sér aðstæður innflytjenda og borga þeim ekki sanngjamt kaup. Hvemig svo hver og einn eyðir kaupi sínu kemur kannski engum við nema þeim sent kaupið fær. Eg er ekki viss um að Asíumaðurinn sem Halldór ásakar unt að lifa á bolla af hrís- grjónum á dag sé sammála því hvem- ig Halldór eyðir sínum peningum. Ein af ástæðum fyrir reiði minni er sú að ég á einmitt velgengni mína í þessu landi Asíumanni að þakka. Eg hef alltaf talið styrk Ástrah'umanna hversu fordómalausir og umburðar- lyndir þeir eru. Var það ein af aðal ástæðum mínum að verða ein af þeim Sigurður Jónsson, frístundabóndi hefur ýmislegt að athuga við frétt í síðasta blaði þar sem sagt er frá dauðu lambi sem sett hafði verið innan við girðingu í Sorp- eyðingarstöðinni. Fyrir það fyrsta segir Sigurður að þama hafi verið um að ræða lamb frá í vor en ekki kind eins og haldið var fram í umræddri frétt. „Lambið hefur sennilega drepist úr bráðapest og var mér tilkynnt um að það lægi í krikanum suður á Breiðabakka," segir Sigurður. Hann segist hafa tekið lambið og keyrt því upp í Sorpu þar sem hann kom að lokuðum hliðinu. „Þá voru góð ráð dýr en ég dröslaði lambinu út úr bflnum. Kom ég því fyrir upp við hleðsluvegg en setti það alls ekki á og taka upp ástralskan ríkisborgara- rétt, eins og svo margir Asíubúar hafa einmitt gert. berangur. Tók ég vinstra eyrað af sem hafði markið stýft. Á því var einnig gult merki með tölum á sem ég tók með heim til að fullvissa mig um hvaða lamb væri að ræða. Hægra eyrað, sem hefur margfalt meira gildi en það vinstra, skildi ég eftir. Það var með markinu sneiðrifað framan hægra og hefur verið innan íjölskyldunnar í yfir 80 ár. Það er enginn með þetta mark hér nema ég. Svo er ýjað að hugleysi hjá mér og að ég hafí ætlað að fela slóðina með því að skera vinstra eyrað af. Þeir eru meira en lítið viðkvæmir Sorpumenn að þola ekki að sjá dautt lamb. Svona skrif eru einungis til þess fallin að tæta mannorðið af þeim sem fyrir þeim verður og að endingu; hver sýndi skepnuskap íþessu máli?“ Með þökk fyrir birtinguna Aldís Tryggyadóttir Sidney Ástralíu. HversyndiskepnuskapP tuu «22« 2 «UII Snemma í ágústtók Eimskip í Vestmannaeyjum í notkun færanlegt löndunarskýlí til flokkunar og plöstunar á frystum f iskafurðum sem landaúerúr frystiskipum á vegum Eimskips. Að sögn Braga Júlíussonar verkstióra hjá Eimskip í Eyjum, hefur hetta gefist mjög vel, en sambærileg skýli hafa verið í notkun um nokkurt skeið hjá Eimskip í Hafnarfirði og á næstunni mun svona löndunarskvli verða tekið í notkun á Akureyri. „Þetta er mjög pægilegt í misjöfnum veðrum, hvort heldur í úrkomu eða mikilli sól og er liður í hví markmiði Eimskips að vanda vörumeðferðina og aðbúnað starfsfólksins um leið." Bragi segir að áður hafi frystivörunni verið keyrt upp í vöruskála Eimskips á lyfturum og varan flokkuð og plöstuð har inn á gólfi. „Nú getum við ekið skýlinu að skipshlið, flokkað og plastað, og ekið vörunni beint í frystígáma. Einnig er betta mjög til bæginda að geta lokað skýlinu, begar starfsmenn fara í mat og kaffi í stað bess að vera með vöruna dreifða um alla bryggju, eins og áður var," sagði Bragi Júlísson verkstjóri ánægður meðaðstöðuna. Jólaföndur á Kirkjugerði Foreldrafélagið á Kirkjugerði stendur fyrir jólaföndri á leikskólanum næst- komandi laugardag 28. nóvember kl.l 1 - 13. Föndurefni verðurtil sölu á kostnaðarverði ásamt léttum veit- ingum. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta með bömum sínum og njóta þess að koma saman á fyrstu helginni í aðventu. Foreldrafélagið á Kirkjugerði var stofnað haustið 1995. Það hefur að meginmarkmiði að tryggja velferð og hagsmuni bamanna í góðri samvinnu við starfsfólk leikskólans. Einnig hefur félagið tekið virkan þátt í ýmiss konar starfsemi leikskólans og staðið fyrir árlegum uppákomum s.s. jóla- föndri og vorgleði. Síðast en ekki síst hefur félagið beitt sér fyrir úrbótum þar sem þeirra hefur verið þörf. Má þar neína vel heppnaðar breytingar og úrbætur á baklóð leikskólans sem var tekin í notkun í október sl. En félagið átti drjúgan þátt í að þrýsta á um sannarlega aðkallandi lagfæringar. Vill stjóm foreldrafélagsins af því tilefni lýsa yfír ánægju sinni með endurhönnun baklóðar og þakkar skjót viðbrögð og gott samstarf við bæjaiyfirvöld. Stjórn Foreldrafélagsins á Kirkjugerði LESENDABREF - OddurJúlíusson skrifar: Af stjórnsýslu I umræðum í bæjarstjóm þann 12. nóvember barst svohljóðandi tillaga: „Bœjarstjórn Vestmannaeyja satn- þykkir að svör bœjarins, er varða fyrirspumir bœjarbúa um stjómsýslu og rekstur bœjaifélagsins, verði lögð fram í bœjarráði áðuren þau em send út. “ Þorgerður Jóhannsdóttir Ragnar Oskarsson Guðrún Erlingsdóttir Beðið var um fundarhlé og var það veitt. Svohljóðandi breytingartillaga barst: „Svör við fyrirspum verði lögðfram í samræmi við sveitarstjómarlög og samþykktir Vestmannaeyjabœjar." Sigurður Einarsson Elsa Valgeirsdóttir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Guðjón Hjörleifsson Hér er Sigurður Einarsson, löglærður maður, efstur á blaði og fer greinilega fyrir því liði sem telur þörf á tillöguflutningi um að málum sé hagað í samræmi við sveitar- stjórnarlög og samþykktir Vest- mannaeyjabæjar. Ég vek athygli á ofangreindri staðreynd og spyr; er þess að vænta að bæjarstjórn geri fleiri samþykktir um að virða lög og fundarsköp? Höfundur starfar hjá Vestmannaeyjabæ. Talsvert mlnni afli í árenífyrra Nýkomnar eru tölur frá Fiskistofu um landaöan afla innanlands á þcssu ári, frá 1. janúar til 31. október. Einnig er yfirlit yflr iandaðan afla í október. Þá fylgja til samanburðar samsvarandi tölur frá síðasta ári. Landaður atli í Vestmannaeyjum í október 1998: þorskur ýsa ufsi karfi sfld Alls 345 97 226 362 678 3.302 Október 1997: 779 302 446 362 2.030 4.887 Eins og sjá má er minni afh í októbermánuði á þessu ári í nær öllum þessum tegundum og í heildina er rúmlega 1500 tonnum minni afli nú en í fyrra. Langmest munar þar um minni síldarafla. Rétt er að alhuga að aðeins em hér birtar tölur um þær tegundir þttr sem mestur aíli er en sleppt tegundum á borð við steinbít, lúðu, skarkola o.fl. Landaður afli í Vestmannaeyjum l.jan,- 31. okt. 1998: þorskur ýsa ufsi karfi sfld ioöna Alls: 10.299 2.374 4.114 3.386 1.557 80.667 117.304 1. jan.-1. okt. 1997: 9.695 3.496 5.130 3.259 6.966 134.531 169.134 Hér munar miklu í afla milli ára eða rúmum 50 þúsund tonnum. Langmest munar þar um minni loðnuafla á vertíðinni sl. vetur en einnig munar miklu í sfldarafla. Afli milli ára eykst aðeins í þorski og karfa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.