Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 10. desember 1998 Svipaður erill og síðast Nokkur erill var hjá lögreglu um síðustu helgi. Alls voru skráðar færslur í dagbók 156 talsins yfir vikuna og er það sami Ijöldi og í síðustu viku. Enn fínnast fíkniefní Því rniður virðist sá Örðrómur, sem uppi hefur verið um aukna fíkni- efnaneyslu í bænum, hafa við rök að styðjast. Á mánudag vom fimm ungmenni færð á lögreglustöðina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit í bifreið, sem þau voru í, fundust áhöld til neyslu slíkra efna og eitt gramm af hassi. Eitt ung- mennanna viðurkenndi að eiga efnið og áhöldin og telst málið því upplýst. Happabrennumstolið Svo virðist sem óheiðarleiki manna þessa dagana beinist einkum að ýmiss konar happdrættum. 1 síð- asta blaði sögðum við frá því að brotinn var upp spilakassi og hann tæmdur. í síðustu viku var kært lil lögreglu að stolið hefði verið happaþrennum úr versluninni Tuminum. Ekki er vitað hver þama var að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum frá þeim sem eilthvað vita um þjófnaðinn. Tuöskemmdarverk Lögreglu bárust í vikunni tvær kærur vegna skemmdarverka. Til- kynnt var um skemmdir í kyndi- klefa Félagsheimilisins á miðviku- dag í síðustu viku og sl. mánudag var tilkynnt um skemmdir á bifreið sem stóð austur við Skans. Óskað er eftir upplýsinguin um bæði þessi skemmdarverk. Brotakippuríumferðmni 11 ökumenn vom kærðir í vikunni vegna brota á umferðarlögum og eru það mun fleiri kærur en á undanfömum vikum. Einn þessara ökumanna er grunaður um ölvun við akstur, Ijórir voru kærðir vegna hraðaksturs, fjórir fyrir að hafa ekki belti spennt við akstur, einn fyrir að leggja bíl ólöglega og einn sem ekki hafði Ijósabúnað í lagi. Tíummjónir Á fundi bæjarráðs á mánudag lögðu bæjarfulltmar Sjálfstæðis- tlokksins til að Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar legði fram tíu milljónir króna sem hlutafé í hið fyrirhugaða Fjárfest- ingafélag Vestmannaeyja en það hefur það markmið að auka fjölbreytni atvinnuíffs. Yrði þetta gert samkvæmt nánara samkomu- lagi við stjómendur hins nýja félags. Tillagan var samþykkt en Ragnar Óskarsson lét bóka að hann væri hlynntur hugmyndinni en enginn fundur hefði verið haldinn í stjóin Lífeyrissjóðsins um málið. Únotað pláss á leíkskóla Fyrir sama fundi bæjarráðs lá fyrir bréf frá skólamálaráði þar sem lagt er til að endurskoða þurfi viss atriði í samningi bæjarins við Hvíta- sunnusöfnuðinn vegna reksturs leikskólans Betel. Ragn;ir Óskars- son lét bóka að samkvæmt bréfinu væri talsvert af ónotuðu plássi á leikskólanum sem hentað gæti eins árs börnum eða bömum á skólaaldri. Sparisjóðurínn tekur ínotkun nýtt tölvukerfi: Notkun pappírs í lágmarkí -Eflirleiðis verða allir reikningar bókalausir Á mánudaginn tekur Sparisjóður- inn í nntkun nýtt tölvu- og af- greiðslukerfi sem á að fiýta allri afgreiðslu og gera hana öruggari. Notkun pappírs verður í lágmarki og allir rcikningar verða bóka- lausir. Benedikt Ragnarsson, sparisjóðs- stjóri, segir að undirbúningur breyt- inganna hafi staðið í nokkurn tíma og hefur starfsfólkið sótt námskeið í Reykjavík til að búa sig undir að vinna með nýja kerfinu. „Það sem viðskiptavinurinn verður helst var við er, að innleggs- og úttektarmiðar hverfa alveg. Þess í stað kvittar við- skiptavinurinn fyrir viðskiptin á rafrænan hátt á þar til gerða skrifplötu. Að því loknu fær hann strimil með undirskriftinni og þeim viðskiptum sem hann átti við okkur,“ segir Bene- dikt. Afgreiðslukerfið er hannað af Tölvumiðstöð sparisjóðanna og er þegar komin nokkur reynsla á það. „Sparisjóður Reykjavíkur hefur tekið kerfið í notkun á nokkmm stöðum og sama er að segja um sparisjóðina á Bolungarvík og Höfn. Þá hefur Landsbankinn ákveðið að kaupa kerlið og verður það sett upp í öllum afgreiðslum bankans." Benedikt segir að forráðamenn sparisjóðanna séu mjög stoltir yfir því hvernig til hefur tekist. „Kerfið spannar allt sviðið frá a til þ eins og þeir segja en það stendur fyrir afgreiðslu til þjónustu. En aðalatriðið er að kerfið býður upp á fljótlegri, einfaldari, betri og ömggari þjónustu." Nánari skilgreining á kerfinu er að unnið er út frá kennitölu hvers og eins. Engin prentun verður og engin stimplun á skjölum. Öll útprentun verður í lágmarki, allir reikningar verða bókarlausir og viðskipta- vinurinn staðfestir afgreiðslu með undirskrift sinni á skrifplötuna. Við lok hverrar afgreiðslu fær við- Guðbjörg Guömundsdóttir sýnir hvernig kvittað verður fyrir þjönustuna í Sparisjóðnum í Reykjavík. Sjálf segist Guðbjörg hafa kynnst bessum afgreiðslumáta í Reykjavfk og líkað vel. skiptavinurinn samantekt og yfirlit yfir sem gert var á hans kennitölu, þ.e. viðskiptakvittun. „Við emm bjartsýn á að með þessu sé verið að bæta þjón- ustuna og viðskiptavinurinn verður áfram í öndvegi," sagði Benedikt að lokum. Hækkun og lækkun Á fundi skólamálaráðs í síðustu viku var saniþykkt að hækka daggjöld á leikskólum í samræmi við launavísitölu, um 1.38%. Eftir hækkunina verður almennt tímagjald 1843 kr. en gjald ein- stæðra foreldra 1290 kr. Þá voru lagðar til breytingar á fæðis- kostnaði og innheimtu hans. Helstu breytingamar em að afsláttur á fæðiskostnaði vegna systkina verður felldur niður, ný gjaldskrá tekur gildi sem felur í sér lækkun frá því sem verið hefur, fæðiskostnaður verður innheimtur eftir á og reglur um niðurfellingu fæðisgjalda, vegna tímabundinnar fjarveru leikskólabarna, verða rýmkaðar. Tónlíst og töluumál í leikskólana Ýnisir aðilar virðast hafa hug á að gcra lcikskólafólki h'fið lcttara. T.d. hefur skólastjóri tónlistar- deildar Listaskólans boðið að börn úr tónlistardeildinni kæmu á leikskólana nú fyrir jólin og lékju þar jólalög. Skólamálaráð tók þessu boði fagnandi. Þá hefur Athafnaverið boðið aðstöðu fyrir leikskólaböm í tölvumálum. Því fylgir að vísu ein- hver kostnaður en hugmyndin mun vera að bæjaryfirvöld greiði hann niður að hluta en foreldrar að einhveiju leyti. Að þessu sinni fengu allir nemendur skólanna bæklinginn Lifandi ljós, lifandi hætta en hann fjallar, eins og nafnið bendir til, um þá hættu sem fylgir allri meðferð með óvarinn eld. Nemendur 3. bekkjar fengu auk þess verkefni varðandi brunavamir heimilisins til að leysa heima. Að launum fá þau nýja rafhlöðu í reykskynjarann. Nemendur heimsóttu slökkvistöðina þar sem farið var yfir brunavamir heimilisins, kveiktur eldur í potti. reykskynjarinn prófaður og kennd handbrögð við notkun eldvamateppis. Áður en bömin yfirgáfu stöðina voru þau leyst út með smágjöfum frá Brunavarðafélagi Vestmannaeyja, slökkvistöðinni og Landssambandinu. Á myndinni em tveir félagar úr Bmnavarðafélagi Vestmannaeyja, þeir Stefán Jónsson og Sigurður Georgsson að útdeila gjöfum til nemendanna. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar. Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Klecti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á ReykjavíkurflugvelIi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.