Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Side 11
Fimmtudagur 10. desember 1998 Fréttir 19 Lengi lifir í gömlum glæðum hjá Elíasi Bjamhéðinssyni sem kominn er hátt á fertugsaldurinn: Gerir það gott í sænskum handbolta Elías Bjarnhéðinsson hefur ekki farið troðnar slóðir í lífínu. Var fyrirferðarniikill unglingur seni ekki mætti alltaf skilningi og reyndar fannst sumum nóg um fyrirferðina í pilti. Á sfnum tíma valdi hann handboltann sem sína íþrótt og náði m.a. að komast upp í 1. deild með félögum sínum í Þór og hélt áfram eftir að Þór og Týr sameinuðu handholtann undir merki IBV. Ekki var ferillinn alveg hnökralaus því alltaf átti Elías í töluverðri baráttu við sjálfan sig og í þeirri baráttu skaut E1 Puerco upp kollinum og hann hafði sko engan áhuga á handbolta eða öðru sem krafðist líkamlegrar áreynslu. Fyrir átta árum lá Elíasar til Svíþjóðar og auðvitað var E1 Puerco með í för. Fyrir ári gáfu þeir út disk sem þeir fylgdu eftir með tónlistarfíutningi hér á landi. Þar með skildu leiðir, Elías er kominn á fullt í sænskum handbolta með níu til tíu mörkum í leik. Þar með er ekki öll sagan sögð því þegar rætt var við hann á föstudagsmorguninn var hann nýbúinn að fá í hendur prófskírteini sem tölvutæknir með tölvusam- skipti sem sérsvið. „Ég var að fá plaggið í hendumar og starfsheitið er netverktekniker á sænsku sem ég veit ekki hvað hægt er að kalla á íslensku. Starfíð felst í að setja upp tölvur, tölvunet og að stilla og samhæfa tölvur," sagði Elías þegar rætt var við hann árla dags á föstudaginn. Til SiríMoðar á eftlr kærustunni Elías fór til Sviþjóðar fyrir átta ámm eftir að hann hafði kynnst kærustunni, Ericu Nilsson sem kom til Eyja frá Svíþjóð til að vinna í fiski. Erica, sem er öryggisvörður, stundar nú nám í íjölmiðlafræði með margmiðlun sem sérsvið. „Núna búunt við í sitt hvorri borginni, Erica býr í Skellefdeá þar sem hún stundar sitt nám og ég í Eskilstuna þar sem ég er í skóla og spila handbolta með HK Eskil.“ Framganga Elíasar í handboltanum í vetur hefur vakið mikla athygli en allt frá því hann kom til Svíþjóðar hefur hann verið viðloðandi hand- boltann utan síðasta vetur þegar tím- inn fór í að kynna hljómdiskinn góða. „Fyrsta veturinn byrjaði ég að spila með SHB en sá klúbbur var þá í 2. deild norður. Árið eftir fór ég til Guif, sem er góðtemplaraklúbbur sem hefur fóstrað menn eins og Thomas Svens- son sem flestir handknattleiks- unnendur á Islandi þekkja. Þar var ég í tvö ár og seinna árið var ég lánaður sem spilandi þjálfari til Farma- kluppsins EHK. Það er svona hliðar- klúbbur sem Svíamir nota til að halda mönnum í leikæfmgu en úr þeim er hægt að skipta yfir í aðalklúbbinn með tveggja vikna fyrirvara. Við komumst upp og töpuðum aðeins einu stigi. Sjálfur var ég markahæstur þannig að þetta var helvíti hressandi vetur hjá mér. Þaðan fór ég til Uppsala þar sem ég lék með HK 71 næstu tvö árin. Eftir það var ég klúbblaus í eitt ár og ætlaði að hætta. Spilaði ég fótbolta með 6. deildarliði og var í þrjá mánuði í trúbadorastandi á Islandi." Leggur sig 100uo frani Þama tókst blaðamanni skjóta inn spumingu um hvemig salan á hljómdiskinum hefði gengið. „Mér skilst að hann hafi gengið þokkalega," svaraði Elías og hélt áfram að rekja ferilinn í handboltanum. „Nú síðast hef ég svo verið að spila með HK Eskil og hefur okkur gengið framar öllum vonum. Ég hef lagt mig 100% fram í öllum leikjunum og það kostar sitt þegar maður er fæddur 1964 og því kominn vel á fertugsaldurinn,“ segir Elías og hlær. Þegar Elías er að alast upp í Vestmannaeyjum er heimurinn grænn og blár. Grænt stóð fyrir Knatt- spyrnufélagið Tý og blátt fyrir Iþróttafélagið Þór. Elías var fæddur inn í Þór þar sem hann lék handbolta í meistaraflokki þar sem var að finna einstaklinga sem settu svip á um- hverfið og gera enn. „Með mér vom m.a. Palli Scheving, Eyþór Harðarson, Sigmar Þröstur, Baui, Þór Valtýs, Ási Friðriks að ógleymdum Þorbergi Aðalsteins sem kom eins og stormsveipur inn í handboltann í Eyj- um. Hann kom okkur upp í I. deild þar sem við vomm í einn vetur. Síðar voru Týr og Þór sameinaðir í hand- boltanum og komumst við upp annað árið sem Eyjólfur Bragason þjálfaði okkur. Þar var ég með strákum eins og Jóni Braga, Steina Vitta, Sigga Friðriks, Oskari Frey og Jóa Péturs. Allt fínir peyjar sem stóðu sig þá og gera enn.“ Átímamótum Elías stendur á ákveðnum tímamótum. Hann er með prófskírteini í höndunum frá góðum skóla sem á að tryggja honum vinnu bæði hér á landi og í Þama er íslendingurínn Kristján Andrésson að gefa á stórskyttuna Elías sem að sjálfsögðu skoraði og var markahæstur. Mvnd: FolkeiMorgontidningen. Svíþjóð. Hugurinn leitar heim og hann gæti hugsað sér að koma heim og enda ferilinn með ÍBV. „Eskil er í 3. deild og á hraðri leið upp í 2. deild. Það eru að verða ákveðin kyn- slóðaskipti í liðinu og af tólf manna hóp eru sjö strákar úr öðrum flokki. Þar er fremstur í flokki íslendingurinn Kristján Andrésson, sonur Andrésar Kristjánssonar sem lék hér áður með FH og Haukum og var á línunni í landsliðinu. Núna erum við í öðru sæti og og eigum einn leik eftir fram að jólum. Ég er þokkalega ánægður með minn hlut, er yfirleitt með átta til níu mörk í leik þrátt fyrir að vera yfirleitt tekinn úr umferð. Ég veit að strákamir eiga eftir að klára þetta þó ég verði ekki með. Ég er tilþúinn til að koma heim og byija með IBV eftir áramótin. Ég kem heim fyrir jól til að hjálpa mömmu í Blómabúðinni. Ég kem til með að nota tímann til að skoða mín mál. Ég er með gott próf frá góðum skóla. Skólinn er einkaskóli í eigu WM-Data sem er stærsta tölvu- fyrirtæki í Svíþjóð. Skólinn er bæði fyrir starfsfólkið og aðra sem vilja afla sér menntunar á þessu sviði. Skilyrði fyrir inngöngu er stúdentspróf þannig að námið er á háskólastigi. Það verður spuming urn vinnu hvar ég kem til með að setja mig niður. Ég sé enga ástæðu til að hætta í handboltanum og held því áfram, enda er maðurinn ennþá unglamb,“ segir Elías Bjamhéðinsson að lokum. Rauði liturinn er áberandi núna Það er orðið næsta árvisst að verslunin Oddurinn opnar í nýju húsnæði fyrir jólin. Að þcssu sinni hefur verið opnuð verslun að Bárustíg 9, í Hólshúsi eða Kreml. „Það er rétt,“ sagði Sigurgeir, kaupmaður í Oddinum. „Þó svo að búðin við Strandveginn sé drjúg þá annar hún þessu ekki í desember. Það em aðallega leikföngin sem valda því en bæði em þau fyrir- ferðarmikil og eins er magnið mikið þar sem við kappkostum að bjóða upp á hið sama og er á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er 6. staðurinn sem við prófum að setja upp aukaverslun á. Við fömm að verða vel æfð í slíku, spuming hvort maður getur ekki tekið að sér uppsetningu og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa að standa í slíku. En þetta er góður staður þótt hann sé ekki stór. Við emm þarna nær eingöngu með leikföng og um 90% af þeim eru ný á markaðnum. Mjög mikið af þeim leikföngum er úr jólalistanum sem við látum dreifa á hverju ári og nýtur sívaxandi Harpa Kolbeins við afgreiðslustörf í Oddinum í Kreml. vinsælda. Verðið á leikföngunum er líka hið sama og í Reykjavík og við emm ánægð með að vera sam- keppnisfær á jtessum markaði. Að sjálfsögðu er rauði liturinn mjög áberandi á nýja staðnum, annað væri óeðlilegt og svo er nú rautt Ifka litur jólanna,“ sagði Sigurgeir að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.