Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 29. desember 1998 • 52. tölublað * Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293
Snjórinn lét ekki sjá sig fyrr en á jóladag þegar þunnt snjólag lagðist yfir. Jólasnjórinn
náði því að lýsa upp jólin og Andrea og Eva voru meðal fjölda barna sem nýttu sér
tækifærið og tóku fram sleða og annan búnað til að renna sér á.
Aðeins ein
alvörubrenna
„Eftir því sem ég best veit verður
aðeins ein stór brenna í Eyjum um
þessi áramót en eitthvað talsvert af
minni gerðinni,“ sagði Elías
Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, þeg-
ar rætt var við hann í gær.
„Skátamir og ÍBV-íþróttafélag verða
með stóra og veglega brennu inni í
Hásteinsgryfju en allmargir aðilar
hafa haft samband við mig og beðið
um leyfi fyrir smærri bálköstum. Þar
hafa fullorðnir verið í forsvari og því
ekkert til fyrirstöðu að veita slík leyfi.
En ég vil eindregið hvetja alla þá, sem
sjá um áramótabrennur, að hugsa vel
um náttúruna og gæta þess að spilla
ekki gróðri, ekki eigum við of mikið
af honum. Og svo að sjálfsögðu að
þrífa vel svæðið á eftir,“ sagði Elías.
Þá vildi Elías einnig koma því á
framfæri að þeir Sorpumenn,
Guðmundur og Gísli Geir, hefðu að
undanfömu safnað saman eldvænum
brettum og væri það þeim að
meinalausu þótt einhverjir myndu
taka sig til og „stela“ þeim í brennu.
Rafmagnsleysið á sunnudagskvöldið:
/Uagsrofi sprakk
Á sunnudagskvöldið fór rafmagn af
Eyjum í tvígang. I fyrra skiptið kl.
21.43 og í seinna skiptið kl. 21.56.
Ástæða þess var að álagsrofi fyrir
sæstreng tvö sprakk í háspennuvirki
við Rimakot í Landeyjum. Guðni
Grímsson yfirvélstjóri hjá Bæjarveit-
um segir að rofinn sem sprakk hafí
verið fyrir sæstreng tvö, svo að nú sé
strengur eitt bara inni. „Kerfinu er
fjarstýrt frá Hvolsvelli, en þegar ekki
tókst að setja inn rofann aftur varð að
fara niður á sand til að athuga nánar
hvað olli biluninni og kom þá í ljós að
nefndur rofi hafði sprungið. Við
keyrðum því díselvélamar frá kl 22.20
til kl. 23.32, en þá var strengur eitt
settur inn.“
Guðni segir að nokkum tíma taki að
gera við bilunina. „Þetta ætti að vera
komið í lag upp úr áramótunum, en
það tekur alltaf einhvem tíma að fá
varahluti. En við önnum alveg
eftirspuminni núna og getum farið í 8
megawött, þannig að áramótasteikinni
ætti ekki að vera neina hætta búin í
ofninum," sagði Guðni að lokunt.
Sprengja
Rétt fyrir miðnætti í gær var komið
fyrir sprengju í ruslakassa við
verslun KA á Tanganum.
Sprengjan sprakk með þeim af-
leiðingum að ytra byrði rúðu brotnaði
í versiuninni, auk þess sem skemmdir
urðu á mslakassanum. Að sögn
lögreglu setur hún þetta skemmd-
arverk í samhengi við flugeldasölu
sem hófst í Eyjum á mánudaginn.
„Trúlega er hér um heimatilbúna
sprengju að ræða, en um leið og sala
flugelda hefst virðast alltaf til ein-
staklingar sem hafa þá þörf að rífa þá
í sundur og búa til sprengjur."
Vildi lögregla koma því á framfæri
við fólk að hugsa sig um tvisvar áður
en það leggur út í slíka sprengjugerð,
enda um stórhættulegan leik að ræða.
Nýr Huginn í mars árið 2000:
Ber átján hundruð tonn í kælitönkum
Föstudaginn 18. desember sl. skrifuðu full-
trúar útgerðar Hugins VE undir samninga
við skipasmíðastöðina Asmar í Chile um
smíði á nýju skipi fyrir útgerðina.
Svo skemmtilega vildi til að einmitt þennan
dag voru liðin 25 ár síðan skrifað var undir
samning um smíði á núverandi Hugin.
Samkvæmt upplýsingum frá útgerð Hugins er
í þessari skipasmíðastöð verið að smíða hið nýja
hafrannsóknaskip íslendinga og einnig verður
þar smíðað nýtt skip fyrir Harald Böðvarsson
hf. á Akranesi. Þá kom einnig fram að nýja
skipið yrði 68,3 m á lengd og 14 m á breidd.
Burðargeta þess yrði 1800 tonn í kælitönkum.
Það yrði búið öllum besta hugsanlegum búnaði,
m.a. til flottrollsveiða og hannað þannig að unnt
er að breyta því í frysti- og vinnsluskip; Gert er
ráð fyrir 15 manna áhöfn urn borð. Áætlaður
smíðatími er 14 mánuðir og ætti skipið því að
verða afhent í mars árið 2000.
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉWNGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 ■ sími 4813Z
Mán - lau Sunnudaga Frá Eyjum Frá Þorl.höfn kl. 08.15 kl. 12.00 kl. 14.00 kl. 18.00
Heriólfur /míawbi/ið Sími 481 2800 Fax 481 2991