Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Þriðjudagur 29. desember 1998 fékkst á Selvogsbanka. Til dæmis landaði Drangavík VE alls 460 tonnum á 24 dögum. Sérstædur sumarfagnadur Andvari leigdur Eistlendingum Rækjuskipið Andvari var leigt út- gerðarfyrirtæki í Eistlandi. Jóhann Halldórsson, útgerðarmaður, sagði að skipið hefði verið búið með kvóta sinn og mun hagstæðara liefði verið að leigja það en að kaupa eða leigja kvóta fyrir það. Skipið mun verða mannað útlendingum að undanskildum yfir- mönnum sem verða íslenskir. Túnleikar í minningu Guðna Kvartett Ólafs Stolzenwald kom og hélt tónleika í Akógeshúsinu í Eyjum í minningu þess að Guðni Hermansen hefði orðið sjötugur hinn 28. mars. Voru tónleikamir vel sóttir og góð stemmning á þeim. Nýir umrodsmenn Feðginin Friðbjöm Valtýsson og Þór- ey dóttir hans tóku við umboði fyrir ferðaskrifstofuna Heimsferðir. Heimsferðir, sem er þriðja stærsta ferðaskrifstofa á íslandi, hefur ekki áður haft umboðsmann í Eyjum. Listi sjálfstædis- MANNA RIRTUR Sjálfstæðismenn birtu lista sinn um miðjan apríl en hann var samkvæmt tillögu uppstillingamefndar. Efstu sæti listans skipuðu Sigurður Ein- arsson, Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Guðjón Hjör- leifsson, Andrea Atladóttir og Helgi Bragason. Það vakti hvað helst at- hygli að Sigurður Einarsson skyldi mættur til leiks á ný og eins að Guðjón bæjarstjóri skyldi setjast í baráttusætið. Reyntviðkolmunna Þrjú Eyjaskip reyndu fyrir sér við Jasstónlistarmenn minntust þess að Guðni Hermansen hefði orðið sjötugur og efndu til tónleika í Akóges. Fjölskylda Guðna heitins var að sjálfsögðu á staðnum. Turninum lokað Verslunin Tuminn og veitingastaður með sama nafni voru innsiglaðir af fulltrúa sýslumanns. Var stöðunum lokað vegna vangoldinna greiðslna til sýslumanns. kolmunnaveiðar, Kap, Sighvatur Bjamason og Huginn. Árangur þeirra var misjafn og töldu sjómenn að kröftugri búnað þyrfti til veiðanna ef viðunandi árangur ætti að nást. En þrátt fyrir misjafnt gengi íslensku Keikú til EyjaP í apríl hófst mikið sjónarspil um það hvort háhymingurinn Keikó yrði vistaður í Vestmannaeyjum eða á VlLDU HALDA ÁFRAM Þó svo að skemmtistaðir séu alla jafna opnir til kl. 2.30 um helgar reynist það ekki í öllum tilfellum nóg fyrir skemmtanaþyrst fólk. Tveir úr þeim hópi höfðu ekki fengið nægju sína laugardagsnótt eina þegar lokað var og þyrsti í áframhaldandi skemmtan. Gerðu þeir sig heimakomna í húsi einu í bænum og hugðust halda þar áfram iðju sinni. Ekki var þó þessi óboðni gestagangur húráðendum að skapi og náðu þeir að koma gestunum út eftir nokkur átök. Fer ekki fleiri sögum af húsbrotum þeirra þá nótt. Hræringaríverslun Niðurdýfingarskírn Á páskadag átti sér stað sá sérstæði atburður að séra Bjami Karlsson. sóknarprestur, skírði tólf ára pilt niðurdýfingarskím í kirkju aðventista í Vestmannaeyjum. Séra Bjami sagði að þetta hefði verið eindregin ósk drengsins og foreldra hans og auðsótt hefði verið að fá leyft aðventista fyrir athöfninni. En sennilega er þetta í fyrsta sinn á Islandi sem lútherskur prestur framkvæmir slíka athöfn, sagði séra Bjami. Þröstur kaupir Drífanda Miklar hræringar voru í verslun og nokkrar nýjar sem voru stofnaöar. Þar á meðal var Helga Dís Gísladóttir sem opnaði verslunina Róma við Heiðarveg. skipanna við kolmunnaveiðar vom þó aðrir sem höfðu árangur sem erfiði, t.a.m. lönduðu tvö írsk kolmunna- veiðiskip afla sínum í Vestmanna- eyjum. Rölegir páskar Veður var gott um páskahelgina og lrklega hefur það átt sinn þátt í því að lögregla taldi þetta með rólegustu páskum sem menn myndu eftir þar á bæ. En einhverjir fundu þó hjá sér þörf fyrir að halda upp á upprisuhátíð Frelsarans með því að brjóta 14 rúður í Bamaskólanum og flokkast slfkt ekki undir kristilegt athæfi. Eskifirði. Fulltrúar ífá Keikósjóðnum þeystust milli Bandaríkjanna og ís- lands og Eskifjarðar og Vest- mannaeyja til að ná áttum í þessu mikla þjóðþrifamáli. Svo sem flestum mun kunnugt urðu Vestmannaeyjar að lokum ofan á í staðarvali. Góður afli í apríl Togbátar fengu mjög góðan afla í apríl. Megnið af aflanum var ýsa sem Það telst vart til tíðinda þótt verslanir hætti eða séu stofnaðar í Eyjum, slík er tíðni þeirra atburða. Þrjár verslanir hættu, Ninja, billiardstofan Nova og Leðurlínan auk þess sem Turninum var lokað um tíma. En aðrar tóku við. Húsgagnaverslunin Exit, gjafavöra- verslanimar Róma og Kúltúra og tískuverslunin Jazz. Þá flutti verslunin 66 Norður sig um set upp á Vest- mannabraut og nefndist einfaldlega 66. Hrúkeringar á fúlki í kjölfar boðaðra breytinga í rekstri Vinnslustöðvarinnar var nokkram starfsmönnum í stjómunarstöðum tilkynnt um breytingar á störfum Þröstur Bjarnhéðinsson festi kaup á húseigninni Drífanda við Bárustíg. Þröstur sagðist hafa keypt húsið af nokkrum aðilum sem hefðu átt það. Tvær verslanir era í húsinu en Þröstur sagði enn óráðið hvað gert yrði við það. Ekki hefur alltaf andað svona hlýju milli þessara tveggja, oftar hafa þeir verið á öndverðum meiði. í bæjarstjórnarkosningum tókust þeir á enn einu sinni og hafði Guðjón sigur með talsverðum mun. Nokkuð er misjafnt hvemig fólk fagnar sumarkomu og flestir fagna sumri án þess að það trafli aðra. En að morgni sumardagsins fyrsta fékk lögregla tilkynningu um að bil hefði verið stolið frá netagerðinni Net, inni á Eiði og stuttu síðar var tilkynnt um innbrot í Hótel Bræðraborg. Þá var og tilkynnt að brotist hefði verið inn í Net og þar hefði lyftara verið ekið til og frá. Fljótlega bárast böndin að fjóram mönnum úr áhöfn skips sem lá við bryggju við netaverkstæðið. Eftir yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa brotist inn á netaverkstæðið og verið þar í lyftaraleik um stund, tekið síðan bil þar fyrir utan og ekið að Hótel Bræðraborg þar sem þeir bratust inn. Með því létu þeir lokið hinum sérkennilega sumarfagnaði sínum. SlGUR í Hugvísiskeppni Þrjú ungmenni frá Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum, þau Bjarki Traustason. Davíð Egilsson og Freydís Vigfúsdóttir, hlutu 1. verðlaun í Hugvísiskeppninni en verkefhi þeirra laut að stofnstærð og lifnaðarháttum lundans. Maí FyrstaEyjakdnan RÚFRÆÐINGUR Sigríður Elka Guðmundsdóttir frá Vestmannaeyjum lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum af hrossaræktarbraut. Hún sagði þetta hafa blundað lengi í sér og hún sæi ekki eftir því. þeirra. í öllum tilvikum var um launalækkun eða skerta vinnu að ræða. Sumir starfsmannanna sættu sig við breytingamar en aðrir ekki. Viðar Elíasson, ffamleiðslustjóri, sagði upp í framhaldi af þessu en vildi ekki tjá sig ffekar um málið. Þá vora og fleiri sem ákváðu að hætta. Gúðryrjunáhumarvertíð Humarvertíðin, sem hófst upp úr miðjum maí, lofaði góðu. Afli síðustu tveggja ára var einstaklega dapur en nú var allt annað uppi á teningnum. Var aflinn um tvöfalt meiri nú en í fyrra eða eins og í venjulegu ári. Rarnaskúlinn fékk verðlaun Bamaskóli Vestmannaeyja fékk for- eldraverðlaun samtakanna Heimili og skóli fyrirárið 1998. Verðlaunin vora veitt vegna verkefnis sem skólinn og foreldrar stóðu að til að koma í veg fyrir einelti og var kallað Vinahringir. Þótti þetta verkefni skila mjög góðum árangri. Nýbygging upp á 60 miluúnir Fiskmarkaður Vestmannaeyja leitaði eftir tilboðum vegna nýbyggingar fyrirtækisins. Tvö tílboð bárast, bæði nærri 60 milljónum króna. Tekið var tilboði frá 2 Þ. Nýr sýslumadur Alls lágu átta umsóknir fyrir um sýslumannsembættið í Vestmannaeyj- um. Dómsmálaráðherra skipaði Karl Gauta Hjaltason í stöðuna en hann var áður lulltrúi sýslumanns á Selfossi. Geir færir út kvíarnar Geir Sigurlásson, bólstrari og kaup- maður á Reynistað, færði rækilega út kvíamar og opnaði nýja húsgagna- verslun á Selfossi. Að sjálfsögðu bar nýja verslunin nafnið Reynistaður. Sigursjálfstædismanna Fögnuður sjálfstæðismanna í Eyjum var mikill að afloknum bæjarstjóm- arkosningum. Þeir héldu meirihlut- anum og fengu 1593 atkvæði eða 58,89% en V-listinn hlaut 1112 at- kvæði eða41,ll%. Læknar hætta Báðir læknar Sjúkrahússins í Eyjum, þeir Bjöm ívar Karlsson og Einar Valur Bjamason, sögðu upp störfum sínum. Báðir sögðu þeir að þetta væra persónulegar ákvarðanir þeirra og vildu ekki annað segja um málið. VdrtúnleikarSamkúrs Samkór Vestmannaeyja hélt vortón- leika í lok maí. Fjórtán lög vora á efnisskránni og dugðu þau ekki þar sem áheyrendur kröfðust þess að sungin yrðu aukalög. Unnur Tómasdóttir, formaður menningar- málanefndar færði stjómandanum, Báru Grímsdóttur, blómvönd í þakkarskyni í lok tónleikanna. Skúlaslit Maímánuður er mánuður skólaslita. Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum var slitið og útskrifuðust alls 48 nemendur að þessu sinni. Þar af vora 15 stúdentar og átta úr 2. stigi skipstjómamáms en skipstjómar- námið heyrir nú undir Framhalds- skólann eftir að Stýrimannaskólinn var lagður niður. Frádærárangur Vestmannaeyingurinn Margrét Þórar- insdóttir (ættuð frá Túni) náði frábæram árangri þegar hún útskrif- aðist með BA próf í sálfræði frá Califomia State University í Banda- rikjunum. Þetta er Ijögurra ára nám en

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.