Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. desember 1998
Fréttir
9
að honum þótti slíkt óþarfi. Hann
gerði sér lítið fyrir og stal tveimur
flöskum af barnum í Kaffi Turninum
og hélt með þær í samkvæmið.
Verknaðurinn komst þó upp og sótti
lögreglan mjöðinn, eða það sem eftir
var af honum, í samkvæmið.
Sakaðurumilla
MEÐFERÐ Á BÚFÉ
Forðagæslunefnd Vestmannaeyja
sakaði Gunnar Ámason, frístunda-
bónda, um að eiga ekki nóg fóður íyrir
búpening sinn. Því undi Gunnar ekki
og sýndi fram á að farið væri með
rangt mál á hendur sér. Sagðist
Gunnar telja að hann bæri ágætt skyn-
bragð á fóðurþörf og líðan sinna dýra.
VlLL ENDURBYGGJA SkAFTFELUNG
Sigrún Jónsdóttir, kirkjulistarkona, var
á ferð í Eyjum í febrúar. Tilgangur
þeirrar ferðar var að fá fólk í lið til að
bjarga Skaftfellingi VE sem um árabil
hefur legið í slippnum og er að grotna
niður. Sigrún sagði að skipið ætti að
vera farið úr slippnum fyrir 1. júlí og
þyrfti því að hafa snör handtök. Hún
sagðist hafa rætt við ýmsa máls-
metandi menn í bæjarstjóm og á þingi
m.a. og væri því ekki í vafa um að sér
tækist þetta með glæsibrag. Eitthvað
hefur þó á það skort því að enn liggur
Skaftfellingur á sínum gamla stað og
ekkert fararsnið á honum að sjá.
Dauft yfir loðnunni
Menn vom uggandi yfir hegðun
loðnunnar. Komið fram yfir miðjan
febrúar og enginn kraftur í veiðunum.
Þó lifnaði yfir þegar Isleifur VE,
nýkominn úr stórklössun í Færeyjum,
kom á miðin og fékk 300 tonn í fyrsta
kasti, fyrsta nótaskipið sem fékk loðnu
á vertiðinni.
Faxi 60 ÁRA
Skátafélagið Faxi fagnaði 60 ára
afmæli sínu í febrúar. Var mikið um
dýrðir á afmælinu en hátíðahöldin
tengdust að miklu leyti hinum nýja og
glæsilega skála félagsins sem stendur
í landi Ofanleitis í krikanum milli
flugbrauta.
Úlf KEYPTI BREKA
Stofnað var nýtt hlutafélag í Vest-
mannaeyjum, Utgerðarfélag Vest-
mannaeyja, til að bæta atvinnumál í
Vestmannaeyjum. Félagið festi strax
í upphafi kaup á togaranum Breka af
Vinnslustöðinni og fljótlega var öðru
skipi bætt við, Garðari frá Homafirði
sem fékk nafnið Eyjaberg. Fram-
kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis var
ráðinn Sigurmundur Einarsson.
Mars
LlTLIR LÆRISVEINAR MEÐ
GEISLADISK
Hjónin Helga Jónsdóttir og Amór
Hermannsson hafa séð um bama-
kórinn Litla lærisveina þau tvö ár sem
kórinn hefur starfað. Nú kom út
geisladiskur með söng kórsins. Á
honum em 13 lög, öll eftir Helgu.
Breytingar hja
VlNNSLUSTÖÐINNI
Öll bolfiskvinnsla Vinnslustöðvar-
innar var endurskipulögð, bæði í
Eyjum og í Þorlákshöfn. Breyt-
ingamar eiga að lækka rekstrarkostnað
og auka framlegð. Þá var gert ráð
fyrir að efla saltfiskvinnsluna enn
frekar.
Skaut út um eldhúsgluggann
Ibúum í gamalgrónu hverfi í bænum
Georg Kr. Lárusson, sýslumaður, fékk nýtt starf í Reykjavík og flutti héðan ásamt fjölskyldu.
Prestar og sýslu-
MAÐURÁFÖRUM
varð ekki um sel einn laugardag þegar
skothríð kvað við í nágrenninu. I ljós
kom að þar var húsbóndinn að skjóta
fugla út um eldhúsgluggann. Lög-
regla var kvödd til og gaf byssu-
maðurinn þær skýringar að hann hefði
verið að skjóta á mjög sjaldgæft
afbrigði af fugli sem sest hefði á
blettinn hjá sér. Þá sagði hann að
engin hætta hefði verið samfara
þessari byssunotkun þar sem skotin
væm af veikustu gerð.
Gúð afkoma Sparisjúðsins
Á aðalfundi Sparisjóðs Vestmanna-
eyja kom fram að afkoman á síðasta
ári var mjög góð. Hagnaður var upp á
27,7 milljónir og innlánaaukning nam
10%. Eigið fé hafði aukist um 14,2%
og nam nú 263 milljónum.
Loðnansmærrienádur
Loks fóm hjólin að snúast í loðnu-
vinnslunni, mun seinna en venjulega.
Helsta vandamálið var hve loðnan var
smá og olli það erfiðleikum í flokkun
og vinnslu auk þess sem verðmætið
varð minna fyrir vikið. Þá var og
brætt á fullu í báðum verksmiðjum og
þar var stærð loðnunnar ekkert
vandamál.
Gúng milli lands og EyjaP
Ámi Johnsen bar fram þingsá-
lyktunartillögu um að kanna gerð
jarðganga milli Eyja og lands.
Kannaðir yrðu tæknilegir möguleikar,
hagkvæmni og fjárhagsleg arðsemi.
Ámi flutti samsvarandi tillögu á þingi
fyrir tíu ámm en þá náði hún ekki
fram að ganga.
Sérstæðafmæusveisla
Iris Guðmundsdóttir, söngkona, hélt
upp á þrítugsafmælið sitt með nokkuð
sérstökum hætti. í stað hefðbundinnar
veislu bauð hún til tónlistarveislu í
Hvítasunnukirkjunni þar sem hún
söng gospellög með hljómsveit. Þessi
veisla var öllum opin og aðgangur ó-
keypis.
Tilfærslur í veitingarekstri
Rannveig Hreinsdóttir og Lýður Ás-
geirsson hættu rekstri vetingahússins
Café María og seldu hann þeim
Stefáni Ólafssyni og Helenu Áma-
dóttur. Þau höfðu áður rekið Amigó
við Heiðarveg en nú tók þar við Jón
Ólafur Daníelsson sem áður hafði
rekið Mánabar. Jón Ólafur skipti um
nafn og nefndi nýja staðinn Toppinn.
Þá tók Sigursveinn Þórðarson við
Mánabar af Jóni Ólafi.
13 ÁRA GAMALT MÁL
KEMUR UPP Á YFIRB0RÐIÐ
Ámi Johnsen lét sér ekki nægja að
leggja fram tillögu um göng milli
lands og Eyja. Hann lagði einnig fram
frumvarp um breytingu á lögum um
stjóm fiskveiða. Þama var um að
ræða að fá viðurkenr.'ngu á kvóta
Sæbjargar VE, sem strandaði við
Stokksnes 1984. Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, lagðist gegn
þessu frumvarpi.
ÖrnogHrefna
HÆTT í FERDAMÁLUM
Þau Öm Ólafsson og Hrefna Hilmis-
dóttir, sem um mörg ár hafa rekið
ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir-
Landsýn og einnig Upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn, seldu Sigríði
Sigmarsdóttur (í Vömval) húsnæðið
og yfirtók Sigríður reksturinn. Sig-
ríður sagðist ekki fyrirhuga miklar
breytingar á rekstrinum.
Munadi litlu að illa færi
Hann var heppinn að halda Kfi, öku-
maður lyftarans sem fór niður um gólf
í Skipalyftunni og hafnaði í sjónum.
Honum tókst að brjóta sér leið út úr
lyftaranum og synda í land og var
nokkuð þrekaður þegar hann hafði
loks komist á þurrt.
Nauðungarsala
Hótel Bræðraborg, HB pöbb og
Höfðinn vom seld á nauðungar-
uppboði. Var uppboðið í fimm hlut-
um og keypti Ferðamálasjóður tvo
hluti, Páll Helgason tvo og Páll
Pálsson einn.
Snjúlfur á vegum FÍV
A 0PINNIVIKU
Leikhópur Framhaldsskólans sýndi
leikritið Þetta er allt vitleysa Snjólfur,
í leikstjóm Guðmundar L. Þorvalds-
sonar. Fékk sýningin góða dóma.
Þetta var hluti af opinni viku skólans
en auk þessa unnu nemendur við
ýmiss konar verkefni sem ekki
tengjast á beinan hátt skólastarfinu.
PállZúpkrossaður
Páll Zóphóníasson, sem verið hefur
ræðismaður Svíþjóðar í Vestmanna-
eyjum, í mörg ár, var útnefndur af
Svfakonungi til riddara af íyrstu gráðu
með Konunglegu Norðurstjömunni.
Orðan var afhent við athöfn í sænska
sendiráðinu.
Aurúra ferðamálarádgjafi
Páll Marvin Jónsson, sem verið hafði
ferðamálafulltrúi bæjarins, lét af því er
hann tók við starfi forstöðumanns
Athafnaversins. I stað hans var ráðin
Auróra Friðriksdóttir sem ferðamála-
ráðgjafi Þróunarfélagsins en það er
50% starf.
Prestamir í Eyjum, þau Bjami Karls-
son og Jóna Hrönn Bolladóttir, sögðu
störfum sínum lausum en þau fluttu til
Reykjavíkur þar sem þau tóku til
starfa á nýjum vettvangi. Þá losnaði
embætti sýslumanns þegar Georg Kr.
Lámsson var skipaður varalögreglu-
stjóri í Reykjavrk.
Lög a sjúmenn
Launadeila sjómanna og útgerðar-
manna, sem frestað var fyrr á árinu,
var enn í hörðum hnút. Sá varð
endirinn, sem margir höfðu búist við,
að ríkisstjórnin ákvað að lögfesta
miðlunartillögu sáttasemjara.
80%viuaGudjúnáfram
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Gallup gerði fyrir Fréttir, kom í ljós að
tæp 80% aðspurðra vildu hafa Guðjón
Hjörleifsson áfram sem bæjarstjóra í
Vestmannaeyjum.
Stalaurabauknum
Á seinni tímum telur fólk öllu
öruggara að geyma fjármuni sína í
bankastofnunum en í heimahúsum.
Þó finnast þar undantekningar á. Einn
góður bæjarbúi hefur haft til siðs að
láta smámynt úr vösum sínum í
sérstakan aurabauk. Nú hélt sá hinn
sami samkvæmi heima hjá sér en
uppgötvaði daginn eftir að einhver
samkvæmisgesta hafði haft baukinn
góða á brott með sér. Taldi
baukeigandinn að í honum hefðu verið
um 40 þúsund krónur.
Apríl
Dagurtúnlistarinnar
I Iok mars var haldinn tónlistardagur
Vestmannaeyja eins og undanfarin ár.
Þar komu fram Samkórinn, Kór
Landakirkju, Lúðrasveit Vestmanna-
eyja og Harmonikufélagið, ásamt
Samkór Trésmiðafélags Reykjavrkur
sem hér var á ferð. Þóttu tónleikar
þessara aðila takast með ágætum.
SlökktíFES
Það voru tímamót í Fiskimjöls-
verksmiðju ísfélagsins (FES) um
mánaðamótin þegar slökkt var á
gömlu þurrkurunum í sfðasta sinn. Ný
og fullkomin verksmiðja mun Ieysa
gömlu verksmiðjuna af hólmi á hausti
og voru framkvæmdir þegar hafnar
við hana.
V-LISTINN LAGÐUR FRAM
Vinstri menn ákváðu að bjóða
sameiginlega fram við bæjarstjómar-
kosningamar og stofnuðu Bæjarmála-
félag Vestmannaeyjalistans til að
ganga frá stefnuskrá og setja saman
lista. Fyrirhugað var að efna til
prófkjörs en vegna slakrar þátttöku var
horfið frá því ráði og stillt upp á
Iistann. Efstu sæti hans skipuðu
Þorgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Osk-
arsson, Guðrún Erlingsdóttir, Lára
Skæringsdóttir og Bjöm Elíasson.
Nokkra athygli vakti að sjá nafn
Ragnars Oskarssonar á listanum en
hann hafði tilkynnt að hann yrði ekki
framar í framboði. Á síðustu stundu
ákvað hann þó að vera með.
Krakkarfundu
SPRAUTUNÁLAR í GÁM
Nokkrir krakkar, sem höfðu verið að
leik við Sorpeyðingarstöðina, fundu í
gámi þar nokkrar sprautunálar undan
ýmsum lyfjum. Lögregla kannaði
málið, m.a. hvort nálamar gætu verið
frá Heilbrigðisstofnunni en þar á bæ
vísuðu menn því alfarið á bug. Mjög
stíft eftirlit væri með því hvemig
slíkum úrgangi væri fargað hjá þeim.
Börn fundu sprautunálar í gámi og bárust böndin m.a. að
heilsugæslunni. Því var þó snarlega neitað á þeim bæ og
staðhæft að allur úrgangur frá stöðinni færi í viðeigandi
umbúðir og strangt eftirlit með að allt færi réttar leiðir.