Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Þriðjudagur 29. desember 1998 Rólegtumjólin Jólahátíðin fór vel fram í Vest- mannaeyjum að sögn lögreglu. Á tímabilinu frá aðfangadegi fram á sunnudag voru 74 færslur í dagbók lögreglunnar eða um 18 færslur á dag að meðaltali og telst það ekki ínikið. 27kærðir Sá málaflokkur, sem var hvað fyrirferðarmestur fyrir jól hjá lögreglu, var í umferðinni. Alls voru 27 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot á tímabilinu frá 17. desember til 28. desember. Af einstökum málum má nefna að einn ökumaður var stöðvaður á að- fangudag, grunaður um ölvun við akstur og hafði sá haft ökuréttindi í þrjár vikur. Þrír voru sektaðir vegna hraðaksturs, fjórtán fyrir að leggja ólöglega og einn vegna framúraksturs við gangbraut. Þrjár líkamsárásír Á þessu tímabili voru þrjár lík- amsárásir kærðar en hvergi var þar um alvarleg meiðsl að ræða. Ein kæra barst vegna eignaspjalla og var þar um rúðubrot að ræða. Er það mál upplýst. Beltin björguðu Þrjú umferðaróhöpp urðu um jólin en engin alvarleg meiðsl í þeim. Alvarlegasta óhappið átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar bifreið lenti á ljósastaur við gatnamót Höfðavegar og Illugagötu. Þeir sem í bifreiðinni vom sluppu nánast ómeiddir og er það þakkað því að allir voru mcð beltin spennt. iinnbruni Einn bruni var tilkynntur lögreglu og var það á Þorláksmessu. Kviknað hafði í þurrkara í íbúð við Foldahraun. Ekki var um mikinn eld að ræða cn nokkrar skemmdir urðu vegna reyks. Sýniðaðgátum áramót Framundan eru áramót og hvetur lögregla bæjarbúa til að ganga hægt um gleðinnar dyr á þessum tímamótum og fara varlega með skotelda. Það fer ekki saman að vera undir áhrifum áfengis og að kveikja á skoteldum því að dómgreind brenglast þegar fólk er undir áhrifum áfengis. Þá vill lögregla minna á 32. grein vopnalaga þar sem segir: „Bannað er að selja eða afhenda skotclda barni yngra en 16 ára, sé þess getið í leiðbeiningum með skot- eldum. Öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára er óheimil.“ Lögreglan hvetur foreldra til að fylgjast með því að böm þeirra séu ekki að fikta við að útbúa sprengjur. Það er hættulegur leikur eins og dæmin sanna og getur leitt til örkumla og dauða. Þá vill lögreglan þakka bæjarbúum árið sem er að líða og óskar þeim farsældar á komandi ári. Menningarsjóður Sparisjóðsins: Athafnaverið, Björgunarfélagið og Ottó Björgirin fengu styrkina í ár Frá afhendíngunni. F.v. Arnar, Benedikt Adolf, Sigurður Þ. Jónsson og Davíð Friðgeirsson frá B jörgunarf élaginu, Páll Marvin, Hilmar Stefánsson, Ríchard Dungal og Héðinn Þorkelsson frá Athafnaverinu og Ottó Björgvin. Að venju var á Þorláksmessu úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja. Styrk- irnir komu í hlut þrigga aðila að þessu sinni, Björgunarfélags Vest- mannaeyja, Athafnaversins og Ott- ós Björgvins Óskarssonar. Sjóður- inn var stofnaður til minningar um Þorstein Víglundsson fyrrum spari- sjóðsstjóra og er þetta í ellefta skiptið sem styrkir og viðurkenn- ingar eru veittar úr sjóðnum. Amar Sigurmundsson, stjómarfor- maður Sparisjóðsins, gerði grein fyrir forsendum styrkveitinganna. Byrjaði hann á Björgunarfélaginu sem varð 80 ára á þessu ári. „Starf félagsins á undanfömum mánuðum hefur skipt miklu fyrir slysavarnir í landinu. Hin einstaka framsýni og djörfung sem Björgunarfélagið sýndi á fyrstu starfsárum sínum með fjársöfnun til kaupa á fyrsta björgunar- og varðskipi fslendinga, vs. Þór og rekstri skipsins í nokkur ár mun seint gleymast. Með þessu starfi var lagður gmnnurinn að stofnun Landhelgisgæslunnar nokkr- um ámm síðar. Það var mikill styrkur fyrir Björgunarfélag Vestmannaeyja þegar það og Hjálparsveit skáta í Vest- mannaeyjum sameinuðu krafta sína undir nafni Björgunarfélagsins," sagði Amar. Athafnaver fyrir ungt fólk tók til starfa á þessu ári og um það sagði Arnar: „Frumkvæði að stofnun At- hafnaversins má rekja til samþykktar í bæjarstjórn Vestmannaeyja og var Þróunarfélaginu falið að kom á fót starfsemi fyrir ungt fólk þar sem lögð yrði áhersla á upplýsinga- og tölvutækni. Félagið festi kaup á húsnæði að Skólavegi 1 undir starf- semina og keypti tölvubúnað af fullkomnustu gerð.“ Að lokum var komið að Ottó Björgvin Oskarssyni sem fékk styrk- inn fyrir góðan árangur í íslensku á stúdentsprófi. „Stjórn Sparisjóðsins samþykkti í síðasta mánuði að veita framvegis viðurkenningar úr Menn- ingarsjóðnum fyrir góðan námsárang- ur í íslensku í Framhaldsskólanunt og 10. bekk Bamaskólans og Hamars- skóla. Þessi viðurkenning er nú veitt í fyrsta skipti og kemur í hlut Ottós Björgvins, nemanda í Framhalds- skólanum. sem lauk stúdentsprófí sl. laugardag," sagði Amar. Benedikt Ragnarsson, sparisjóðs- stjóri, afhenti styrkina og tóku Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins og Páll Marvin Jónsson forstöðu- rnaður Athafnaversins við þeim fyrir hönd sinna stofnana og Ottó Björgvin var mættur í eigin persónu. Kolaportsklúbbur Eyjamanna Á hverjum laugardegi kl. 11 hittast nokkrir ganilir Eyjamenn í Kolaportinu en það er Kolaportsklúbburinn svonefndi. Stofnendur hans voru Friðrik Á Hjörleifsson, frá Skálholti, Jón Gunnarsson, á Horninu, Guðmundur Guðlaugsson, frá Lundi, (Gvendur Eyja) og Hannes Tómasson frá Höfn en hann er aldursforseti klúbbsins. Á myndinni, sem var tekin nýlega, eru í efri röð frá vinstri: Friðrik Hjörleifsson frá Skálaholti, Magnús Jónsson frá Hólmi, Sverrir Símonarson frá Eyri, Guðmundur (Eyja) Guðlaugsson, Birgir frá Gjábakka, Stefán Stefánsson frá Gerði, Einar frá Berjanesi, Einar Torfason frá Áshól, Sigurður Tryggvason frá Geirlandi, Jón Gunnarsson á Hominu, Erlendur Magnússon frá Flötum, Hannes Tómasson frá Höfn, Hörður Ágústsson frá Sólvangi, Sævar Jóhannesson frá London. Sitjandi, frá vinstri: Hermann Helgason frá Hamri, Emil Sigurðsson, Jón Bondó Pálsson, Sævar Jóhannesson frá Kirkjulandi, Þór Ástþórsson frá Sóla og Oskar Þórarinsson frá Háeyri sem var gestkomandi á fundinum. Eins og sjá má, var vel mætt á þessum fundi og flestir félagarnir mæta alltaf. Á þessa mynd vantar þó nokkra klúbbfélaga. Þakkir Ég þakka bömum mínum, tengdabömum, barnabörn- um, ættingjum og vinum. Hugheilar þakkir fyrir að gera 75 ára afmælisdag minn 20. des. sl. ógleymanlegan með heimsóknum, gjöfum, skeytum og vinarhug. Lifið heil um ókomin ár Margrét (Maggý) Sigurjónsdóttir. Innilegt þakklæti Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og kveðjum á 80 ára afmælinu. Guð blessi ykkur öll. Kveðja Ragnheiður Valdórsdóttir FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 52. tölublað (29.12.1998)
https://timarit.is/issue/375365

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

52. tölublað (29.12.1998)

Aðgerðir: