Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. desember 1998 Fréttir 13 Farskóli Félags íslenskra safnmanna á Suðurlandi starfaði í Eyjum og var Jóhann Friðfinnsson skólastjóri hans. hann endurheimti franskan yndis- þokka á íjórum hjólum. Gúð reynsla af rafbíl Jóhann Jónsson, listó, fékk danskan rafbíl til prufu. Helstu kostir hans þóttu þeir að hann er ódýr í rekstri, rafmagnsreikningur fyrir árið var áætlaður 12 þúsund krónur. Aftur á móti þótti kaupverð hans of hátt eða tæp milljón fyrir nýjan bíl. Þá þótti hann þungur í stýri og hægfara upp brekkur. Þrátt fyrir þá annmarka töldu kunnáttumenn að slíkir bflar myndu henta vel fyrir minni rekstur en mæltu ekki með þeim til langferða. MÚTMÆLTU HROSSABEIT íbúar við Höfðaveg og Stapaveg sendu bæjarráði undirskriftalista þar sem þeir mótmæltu hrossabeit á svæði sunnan þessara gatna. Bentu íbúamir á að þarna hefði áður verið leiksvæði barna í hverfmu og einnig töldu þeir mófuglalífi á svæðinu stafa hætta af ágangi hrossanna. Metár í lundaveidi Árið 1997 var eitthvert lélegasta ár sem menn mundu eftir í lundaveiði og varla að næðist að skrapa saman nógum fugli til að halda lundaball um haustið. En að þessu sinni var allt annað uppi á teningnum. Lundaveiði var rnjög góð og töldu sumir að þetta væri besta árið fyrr og síðar. Ekki eru þó til ábyggilegar tölur til að byggja á í samanburði og er því um getgátur að ræða. Sem fyrr var veiðin langmest í Ystakletti en þeir veiddu 238 kippur yftr sumarið. Árið áður var veiðin hins vegar 140 kippur þannig að þar var um að ræða aukningu um nær helming. Bíbí hannaði verðlaunabíl Nemendur Myndlista og handíðaskóla íslands hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppni listaskóla sem fram fór í Stokkhólmi. Var verk þeirra einkar vistvænn húsbfll. I hópi hönnuðanna var Vestmannaeyingurinn Sigríður (Bíbí) Hjaltdal Pálsdóttir (Zóphónías- sonar). Jún Ingikaupir Lundann Vignir Guðmundsson, veitingamaður, sem hafði haft veitingahúsið Lundann á leigu, hætti rekstri staðarins. Sparisjóður Vestmannaeyja, eigandi hússins, seldi Jóni Inga Guðjónssyni, útgerðarmanni, húsið og hugðist hann hætta í útgerð og snúa sér alfarið að veitingarekstri. September Tal med loftnet á Hánni Símafyrirtækið Tal sótti um leyfi til að setja upp fjarskiptaloftnet á Helgafelli en fékk synjun. Þá sótti fyrirtækið um að fá að setja upp lágt loftnet á Hánni og var leyft veitt fyrir því. Ekki voru allir ásáttir um þá leyfisveitingu. ÍÍIL EKKIUERA DúN KíKÚTI Sigurgeir Scheving, fulltrúi V-listans í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, sagði sig úr nefndinni vegna óánægju með afgreiðslu á loftnetsmáli Tals. Sagðist hann ekki nenna að taka þátt í slíkum skrípaleik og afbað sér hlutverk Don Kíkóta að berjast við vindmyllur í þessu máli og öðmm. Skólar hefjast Skólastarf hefst í flestum skólum í september. 1 Vestmannaeyjum er talið að u.þ.b. þúsund manns setjist á skólabekk að þessu sinni. Golfið 60 ÁRA Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnaði því með veglegri afmælishátíð að 60 ár em liðin frá stofnun hans. Þá var og efnt til sérstaks afmælismóts í tilefni afmælisins. Safnamenn í Eyjum Farskóli Félags íslenskra safnmanna var starfræktur í Vestmannaeyjum í byrjun september. Mættu um 70 safnmenn til leiks en skólastjóri farskólans er Jóhann Friðfinnsson, safnvörður í Eyjum. KEIKÚMÆnUR Líkast til hefur enginn atburður á árinu vakið önnur eins viðbrögð í Eyjum og koma háhyrningsins Keikós. Allt sumarið var meira og minna undirlagt vegna háhymingsins, fyrst vegna óvissu um staðarval og svo vegna alls undirbúnings. Fjöldi manns var í fullri vinnu við að útbúa kví í Klettsvík svo og í öðmm undirbúningi fyrir komu þessa nýjasta íbúa Vestmannaeyja. Alls konar vandamál komu upp, m.a. bámst hótanir um að drepa skepnuna. Bærinn fylltist af Qölmiðlafólki vegna þessa atburðar. Flugvélinni, sem flutti hvalinn hingað, hlekktist á í lendingu þannig að hún sat föst á flugbrautinni og lokaði fyrir alla flugumferð um nokkurt skeið. En farþeganum tigna varð ekki meint af og flutningur hans frá flugvelli, niður á bryggju og þaðan út í Klettsvík gekk að óskum. Til marks um það hvflíkur atburður hér var að gerast má geta þess að sérstakt blað var útgefið af Fréttum vegna komu Keikós en slikt hefur ekki gerst nema við stórviðburði. Annars var það mál manna að lífið í Vest- mannaeyjum hefði gengið sinn vanagang þrátt fyrir komu hvalsins. Aðalhamagangurinn og stressið hefði verið uppi á fastalandinu og í íjölmiðlum. RAGNAR STÖDUADUR Flugvélin sem flutti Keikó hingað, sat föst á flugvellinum nokkra daga og þótti heldur bagalegt þar sem flug- samgöngur lágu niðri á meðan. Vopnaður vörður var við vélina dag og nótt enda um hemaðartæki að ræða. Ragnar Oskarsson, kennari og bæjarfulltrúi, kunni því illa þegar hann var stöðvaður af einum varðanna og snúið til baka er hann hugðist ganga yfir flugvöllinn. Taldi Ragnar að bandarískir hermenn hefðu ekki lögsögu í Vestmannaeyjum. Inguaráblaðamannafundi Free Willy Keikó samtökin boðuðu til blaðamannafundar í Kiwanishúsinu. Þessi fundur fór fram á ensku þar sem mikill meirihluti blaðamannanna var frá erlendum fjölmiðlunt. Meðal viðstaddra var Ingvar Siguijónsson frá Skógum og fylgdist hann vandlega með því sem fram fór. Undir lok fundarins vaipaði Ingvar fram spum- ingu til Guðlaugs Sigurgeirssonar, blaðafulltrúa samtakanna, og spurði hann hversu lengi llugvélin myndi standa á krossinum á flugvellinum. Ingvar krafðist þess að svarað yrði á íslensku. Ekki svaraði Guðlaugur spurningunni en sagði Ingvari að hér væri um blaðamannafund að ræða og aðeins þeir sem gætu framvísað slíkum passa ættu að vera á fundinum. Fulltrúi samtakanna, Robert Ratliffe, sem stjórnaði fundinum, fékk hins vegar spuminguna þýdda á ensku og svaraði henni á sama tungumáli. Keikú atvinnuskapandi Eilt af því sem menn horfðu til, vegna komu háhyrningsins, var að hún yrði atvinnuskapandi og kæmi til með að laða að ferðamenn. Fyrsti áþreifanlegi votturinn um hið fyrra kom fijótlega í ljós þegar ráðnir voru öryggisverðir fyrir hvalinn. Smári Harðarson, kraftakarl, hefur yfirumsjón með því og auk hans vom fjórir aðrir ráðnir í öryggisvörsluna. Læknaskobtur Báðir læknar sjúkrahússins sögðu upp störfum sínum, eins og áður hefur komið fram. Fljótlega var ráðinn skurðlæknir í stað Björns Karlssonar en verr gekk að ráða lyflækni í stað Einars Vals og eins var enginn svæfingalæknir til staðar. Mál lyf- læknisins var til bráðabirgða leyst þannig að tíu læknar úr Reykjavík skiptu með sér stöðunni. Sluppu útrúlega vel Flugmaður og tveir farþegar sluppu hreint ótrúlega vel þegar eins hreyfils flugvél frá Flugfélagi Vestmannaeyja brotlenti skömmu eftir tlugtak á Bakkaflugvelli. Mennirnir þrír sluppu með minniháttar meiðsl en fiugvélin var gjörónýt eftir. Barinn niður í Þýskalandi Birgir Magnús Sveinsson, skipverji á Breka VE, varð fyrir því að ráðist var á hann úti í Bremerhaven og hann barinn fólskulega í höfuðið með kylfu. Birgir slasaðist mjög alvarlega og var haldið sofandi í öndunarvél í rúmar tvær vikur áður en unnt var að hefjast handa um aðgerð á honum. Sjúkrahúsið sem Birgir var á, er í fremstu röð sjúkrahúsa í Þýskalandi í meðferð höfuðáverka og fékk hann því þar þá bestu meðhöndlun sem völ var á og náði sér ótrúlega fljótt. Tuð SKIP Á SÍLD VIÐ NOREG Tvö skip frá Eyjum. Sigurður og Sighvatur Bjarnason, fengu leyfi til síldveiða innan norskrar lögsögu á þessu hausti. Máttu þau hvort um sig landa einum fullfermistúr eða nálægt 1500 lonnum. ENGIN DÖNSKUKENNSLA Skólarnir í Vestmannaeyjum fóiu ekki varhluta af kennaraskoiti sem reyndist núkill á þessu hausti. Enginn dönskukennari fékkst til starfa í efstu bekkjum Barnaskólans og horfði til vandræða. Málið leystist þó þegar tveir kennarar við Framhaldsskólann, þeir Einar Friðþjófsson og Ragnar Óskarsson, tóku kennsluna að sér. Margfaldir meistarar Þó svo að ekki sé fjallað um íþróttir í þessum annál er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á frammistöðu meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá IBV. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla þá titla sem mögulegt var að vinna. Þeir urðu íslandsmeistarar, bikarmeistarar og meistarar meistar- anna og er ekki unnt að ná öllu lengra á knattspyrnusviðinu. Hestamannafélag stofnad Hrossaeigendum fer sífjölgandi í Eyjum og nokkrir hestamenn stofnuðu hestamannafélagið Gáska. Sögðu stofnendurnir að Róbert Sigurmunds- son væri guðfaðir félagsins en hann var einn þeirra sem kvartaði yfir hrossabeit í landi sunnan Höfðavegar. Október Áhúfn skrad a Grundarfirdi Nokkur kurr varð þegar upplýst varð að áhöfnin á Ófeigi VE var ekki lengur lögskráð í Vestmannaeyjum heldur á Gmndarfirði. Fulltmi útgerð- arinnar sagði að þarna væri verið að framfylgja lögum þar sem afii væri lagður upp á Grundarfirði. Þá taldi skipstjórinn á Ófeigi að allt væri þetta lögum og reglunt samkvæmt og í fullu samráði við áhöfn. En forsvarsmenn sjómannafélaganna í Eyjum voru þessu ekki sammála og sögðu þetta klárt samningsbrot gegn áhöfn. Rekstur Herjúlfs bodinn útP Á aðalfundi Herjólfs hf. var upplýst að Eyjakvöldum var komið á að nýju á veitingastaðnum Fjörunni og þóttu takast vel. Háhyrningurinn Keikó kom hingað og var mikið uppistand vegna þess. í Eyjum voru þó flestir rólegir og rólegastur allra var sá sem allt snerist um, sjálfur háhyrningurinn. Hann svamlaði rólegur í kvínni sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.