Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 14.janúar 1999 Tvöinnbrot Mestur tími lögreglu fór um þessa helgi í margumrætt hassmál sem tjallað er um annars staðíir í blaðinu. Sé það frátalið vom bæjarbúar fremur löghlýðnir um helgina, t.d. engar kærur vegna Ifkamsárása. Þó var brotist inn á tveimur stöðum um helgina. Annað innbrotið var í Geisla við Flatir. Þar var brotin upp hurð og farið inn en engu stolið enda mun viðvörunarkerfi, sem fór í gang, hafa fælt þjófana á braut. Svo var brotist inn í Turninn aðfaranótt sunnudags og þar stolið sígarettum og myndbandsspólum. Spólurnar em allar merktar Turninum og væri rétt að foreldrar athuguðu í hirslum afkvæma sinna hvort slíkar spólur lcynast þar. En lögreglan óskar eftir upplýsingum unt bæði þessi innbrot. Sparisjóöurinn sér uminnheimtuna Á fundi bæjarráðs sl. mánudag lágu fyrir drög að samningi við Sparisjóð Vestmannaeyja um innheimtu og greiðslu fasteigna- gjalda 1999. Áður var þessi innheimta á höndurn bæjarsjóðs en í haust var Inin boðin út og ntun Sparisjóðurinn sjá um hana í ár. Þá samþykkti bæjarráð að gjalddagar fasteignagjalda yrðu 20. hvers ntánaðar í stað 15. og einnig að staðgreiðsluafsláttur verði 7% í stað 5% ef fasleignagjöld em að fullu greidd fyrir 15. febrúar. flrnesingar atkvæðamiklirí prófkjöri sjálfstæðismanna Nú fer að styttast í prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurlands- kjördæmi. Tíu manns hafa geiið kost á sér í prófkjörið og vekur athygli að flestir koma frá Selfossi og úr Árnessýlu. Aðeins einn kemur úr Eyjum og tveir úr Rangárvallasýslu. Eftirtaldir gefa kost á sér í prófkjörinu sem fer l'ram 6. febrúar: 1. Þórunn Dríl'a Oddsdóttir, Stein- grímsstöð, Grímsn. og Grafn. hrl., 2. Kjartan Þ Ólafsson, Hlöðutúni. Ölfusi, 3. Ámi Johnsen. Höfðabóli, Vestmannaeyjum, 4. Kjartan Björnsson, Jómtúni 3, Selfossi, 5. Kristín S Þórarinsdóttir, Básahrauni 47, Þorlákshöfn, 6. Ólafur Bjöms- son, Starengi I, Selfossi, 7. Víglundur Krisljánsson, Ártúni 2, Hellu, 8. Óli Rúnar Ástþórsson, Hafnartúni I. Selfossi, 9. Drífa Hjartardóttir, Kcldum, Rangár- vallahreppi og 10. Jón Hólin Stefánsson, Gljúfri, Ölfusi. Frá Vestmannaeyjum kemur Ámi Johnsen og Drífa Hjartardóttir og Víglundur Kristjánsson koma úr Rangárvallasýslu. Aðrir eru frá Selfossi og úr Árnessýslu. Núvilég Athygli vakti að um leið og ríkisstjómin kynnti hugmyndir sínar um menningarhús á lands- byggðinni rifjaðist upp fyrir Selfyssingum að þeir hafa í 15 ár átt ófullgerðan bíósal. Vilja þeir nú fá sneið af mcnningarhúsakökunni og Ijúka við salinn. Ekki virðist þörftn samt vera mikil miðað þann tíma sem salurinn hefur verið í smíðum Lífeyrissjóðirnir á landsbyggðinni snúa bökum saman: Samningar haffnir um samruna Qög- urra sjóða að frumkvæði Eyjamanna Magnús Kristinsson við undirritun samnings um samrunaviðræður lífevrissjóðanna fjögurra. Á föstudaginn undirrituðu stjórnir Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Líf- eyrissjóðs Austurlands, Lífeyris- sjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og Lífeyrissjóðs Norðurlands undir viljayfirlýsingu um að könn- uð verði hagræðing af samruna þessara sjóða. Er þetta gert í Ijósi þeirrar staðreyndar að á síðustu árum hafa margir lífeyrissjóðir verið að sameinast og hefur hvatinn verið að koma upp styrkari og stærri sjóðum með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. í frétt af fundinum, sem fram fór í Vestmannaeyjum með þátttöku stjómarmanna í öllum sjóðunum, segir að verði sameining ofangreindra sjóða að veruleika verði til einn öflugasti lífeyrissjóður landsins með eignir upp á 35 milljarða króna. í sömu frétt segir að með tilkomu laga frá árinu 1997 um starfsemi lífeyrissjóða og vegna breytinga á lögum um tekjuskatt vegna viðbótarlífeyrisspamaðar verði umtalsverðar breytingar á starfsum- hveríi sjóðanna. „Þessar breytingar munu m.a. leiða til vemlega aukinnar samkeppni, bæði milli lífeyrissjóða og við nýja aðila sem bjóða lífeyrisspamað, s.s. banka og fjármálafyrirtækja. Gera má ráð fyrir að á komandi árum aukist mjög úrval þeirra valkosta sem boðnir verða í lífeyrismálum á sviði lífeyristrygg- inga og spamaðar. Gerir þetta auknar kröfur til lífeyrissjóðanna og þeirrar vöm sem þeir bjóða. Innlendur fjármálamarkaður hefur þróast mjög hratt á undanförnum ámm og með heimildum til fjárfestinga erlendis hefur allt fjármálaumhverfið tekið miklum breytingum. Sjóðimir fjárfesta nú í mörgum tegundum innlendra og erlendra verðbréfa sem eykur möguleika á bættri ávöxtun þeirra en gerir umhverfið jafnframt llóknara og áhættusamara en áður var og eykur kröfur um sérfræðiþekkingu á sviði fjárfestinga. Það er í ljósi þessara breyttu aðstæðna sem stjómir sjóðanna vilja kanna samruna þeirra. Stórir og öflugir lífeyrissjóðir hafa mun betri forsendur til að mæta þessum nýju aðstæðum og tryggja sjóðsfélögum sínum ávallt bestu þjónustu og góða ávöxtun," segir í fréttinni. Mikil vinna er framundan og á næstunni munu sjóðimir gera ítarlega könnun á hagkvæmni sameiningar. Stefnt er að því að málið verði rækilega kynnt fyrir sjóðsfélögum og aðildarfélögum sjóðsins á næstunni. Það kemur svo í hlut ársfunda lífeyrissjóðanna að ákveða endanlega hvort af þátttöku þeirra verður og er stefnt að ákvörðun fyrir mitt ár. Á fundinum kom fram að mikil- vægt sé fyrir byggðarlög á lands- byggðinni að eiga sér öfluga lífeyris- sjóði sem geta keppt við það sem best gerist á þessum markaði. Eins og kemur fram hér að framan starfa þessir lífeyrissjóðir allir á landsbyggð- inni og telja þeir það hlutverk sitt að styðja við uppruna sinn jafnframt því að veita sjóðsfélögum sínum bestu mögulegu tryggingarvemd og þjónustu. Það er því ljóst að samþykki ársfundir sjóðanna sammna mun. nýr öflugur lífeyrissjóður heija starfsemi í upphafi nýrrar aldar. Sjóvá-Almennar flytjast í Geysi við Skólaveg í síðustu viku opnaði trygginga- félagið Sjóvá-Almennar nýja umboðsskrifstofu sem Aðalsteinn Sigurjónsson, fyrrum útibússtjóri íslandsbanka í Eyjum, veitir for- stöðu. Aðalsteinn tekur við umboðinu af Richard Þorgeirssyni sem hefur haft það á hendi í áratugi. Richard var með aðstöðu heima hjá sér fyrir starfsemina en nú hefur umboðið flutt að Skólavegi 21, í Geysishúsið, sem fengið hefur vemlega andlitslyftingu. Með Aðalsteini starfar Þómnn Jónsdóttir sem áður var hjá Richard. „Við munum bjóða upp á allar venjulegar tryggingar eins og verið hefur hjá Sjóvá-Almennum hér í Eyjum,“ sagði Aðalsteinn. „Til að byrja með verða engar stórar breytingar á starfseminni en það er gaman að geta boðið viðskiptavinum upp á að koma til okkar í nýstandsett húsnæði sem myndar skemmtilegan ramma um starfsemina. Hvað sjálfan mig snertir þá er ég að fara inn á nýjan starfsvettvang en óttast þó ekki neitt og sé fram á ánægjulegt starf.“ Aðalsteinn og Þórunn, starfsfólk Sjóuá í Eyjum. FRAMHALDSSKÓLINN ÖLDUNGADEILD Innritun í öldungadeild FÍV er haftn á skrifstofu skólans, símar 481 -1079 og 481 -2499. Skráð er í eftirtaldar greinar: Spænsku (SPÆ 103 og 203), Siðfræði (SIÐ 102), Mannkynssögu(SAG233), Myndlist(MYN102), Tölvunámskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kjamagreinar (ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði), áfangar ráðast af aðsókn. MEISTARASKÓLI: Auglýst er eftir iðnsveinum sem áhuga hefðu á að taka hluta af meistaraskóla í öldungadeildinni. Innritunargjald í öldungadeild er 9000 kr. fyrir hvern áfanga, nema tölvunámskeiðin sem verða eitthvað dýrari (nánar auglýst seinna). Innritunarfrestur er til þriðjudagsins 19. janúar. Skólameistari Söngnámskeið IngveldurÝr Jónsdóttir, messóssópransöngkona, heldurannað söngnámskeið vetrarins í Listaskólanum dagana 13,- 21. janúar. Ennþá er hægt að komast að og þurfa væntanlegir þátttakendur að skrá sig sem fyrst hjá Guðmundi H. Guðjónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans eða umsjónarmanni Listaskólans í síma 481- 1841 og veita þau jafnframt allar nánari upplýsingar. Skólamálafulltrúi FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: hrtp//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.