Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Qupperneq 16
16 Fréttir Fimmtudagur I4.janúar 1999 Ferðahappdrætti Flugfélags Islands 2. útdráttur af sex Taktu fram flugáætlun okkar, sem þú fékkst með Morgunblaðinu 6. desember, og kannaðu hvort númerið á henni er meðal lukkunúmera mánaðarins. Lukkunúmer janúarmánaðar eru: 5.281 21.843 30.365 20.481 25.810 47.777 Við óskum vinningshöfum til hamingju og óskum peim góðrar ferðar. Hver vinningur felur ísér ferð fyrir tvo,fram og til baka, til hvaða áfangastaðar Flugfélags íslands sem er - innanlands. Vinninga skal vitjað í síma 570 3600. Næst verður dregið í lokfebrúar. V/SA FLUGFELAG ISLANDS - fyrir fólk eins og þig Lesendabréf -Þorsteinn Olafsson Nýr valkost- íslenskum ur i stjórnmálum Dagana 4. og 5. desember kom saman hópur fólks úr ýmsum starfs- greinum hvaðan- æva að af landinu. Það er sammerkt með þessu fólki að því finnst vanta trúverðugan valkost í íslenskum stjómmálum.Valkost sem hefur manneskjuna og umhverfi henn- ar í fyrirrúmi. Það má spyrja hvort þeir stjóm- málaflokkar, sem okkur verður boðið upp á að kjósa í vor, bjóði ekki þessa valkosti. Því miður teljum við að reynslan sýni að svo sé ekki. Þeir hafa ekki sýnt það á undanfömum ámm þegar þeir hafa haft tækifæri til þess í stjómarsetu. Fátækum hefur íjölgað í góðærinu og þeir ríku leggja stöðugt minna af gróðanum til samneyslunn- ar. Þeim em hinsvegar færðar eignir ríkisins á silfurfati í formi hlutabréfa, sem greinilega eru seld langt undir markaðsverði. Ennþá er fólki boðið að vinna fyrir launum sem em langt undir framfærslumörkum. Stöðugt er tekið af þeim sem fá tryggingabætur, bætumar em skertar og ekki látnar fylgja verðlagi, hvað þá launaskriði þeirra betur launuðu. Þríflokkurinn er samsekur um skerta heilbrigðisþjón- ustu og upptöku þjónustugjalda. 1 umhverfismálum tekur þríflokk- urinn ekki skýra afstöðu gegn stóriðju og stórvirkjun. í utanríkismálum leitar hann leiða að Evrópusambandinu. Formaður Framsóknarflokksins tók undir með nýjum raddboða nýlega. Kratarnir bíða aðeins fram yfir kosningar áður en þeirra rödd kemur aftur inn, með styrk ffá sambræddum Alþýðubanda- lagsmönnum. íhaldið æfir sína Evrópubandalgsrödd í peningamust- emm fijálshyggjunnar. í þríflokknum er einnig meirihluti fyrir áframhaldandi hersetu og virkri þáttöku í dátaleikjum Nató með því að leggja til landið og miðin sem heræfingasvæði fyrir „friðarbanda- lagið“. Því miður er svo komið í íslenskum stjómmálum að hér bítast þrír flokkar um völd. Það er misskilningur að þessir flokkar séu miðjuflokkar, því innan þeirra allra starfa áhrifamenn sem em hreinræktaðir hægri menn og væm gjaldgengir í hvaða íhaldsflokki sem er í Evrópu. Raddir félagshyggju og samhjálpar, sem þó hafa heyrst þar áður, verða æ veikari. Hópurinn sem hittist um daginn ætlar að bjóða fram valkost sem beitir sér fyrir róttækum þjóðfélagsum- bótum almenningi til hagsbóta. Vill útrýma kynjamisrétti og hefja vemd náttúm og umhvefis til vegs á íslandi. Hann ætlar að standa vörð um sjálfstæði lands og lýðs og rétt okkar til að setja okkur reglur á eigin forsendum og semja við hverja þá þjóð sem við æskjum. Við köllum okkur Vinstrihreyf- inguna, grænt framboð og áformum að stofna stjómmálaflokk í byrjun febrúar. Við köllum eftir liðveislu og umræðum við alla þá sem ofbýður aðförin að velferðarkerfinu, náttúr- unni, byggðarlögunum og sjálfstæði þjóðarinnar. Höfundur er dýralœknir á Selfossi Námskeiö Slysavarnaskólans í Eyjum ttytjast alfarið til Reykjavíknr -leggist skipstjórnarnám afí Vestmannaeyjum, segir skólastjóri skólans Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa bjargað mörgum sjómanninum úr háska og er buí nauðsynlegt fyrir bá að kunna rétt handtök. í síðustu viku var Slysavarnaskóli sjómanna starfandi í Eyjum jafnt fyrir starfandi sjómenn og þá sem eru á skipstjórnar- og vélfræði- braut Framhaldsskólans, en alls munu 36 nemendur hafa verið á þessu námskeiði sem stóð í fimm daga, en þetta er þrettánda starfsár skólans. Um áramótin ‘97/’98 gekk í gildi ný reglugerð sem kveður á um að allir sjómenn sem eru á skráningarskyldum skipum verði að hafa lokið nántskeið- um frá skólanum. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans og slysavarnafrömuður, segir að það sé alltaf jafn gaman að koma til Eyja, en skólinn hafi starfað reglulega í janúannánuði í Eyjum. „Hins vegar er það áhyggjuefni ef fer sem horfir og kennsla á skipstjómarbraut hættir hér í Eyjum, auk þess sent talað hefur verið um að auka kröfur til þeirra sem vilja komast inn í skólann og vilja bæta við réttindi sín í skipstjómamáminu. Ef svo fer verða þessi námskeið Slysa- vamaskólans bara haldin í Reykjavík í framtíðinni." Það var mikið um að vera þegar blaðamaður leit á námskeiðið. Allir þátttakendur komnir í flotgalla og stóðu á bryggjunni og fylgdust með Þráni Skúlasyni útskýra gildi Markús- ametsins og sambærilegs búnaðar. Að því loknu stökk einn mannanna í sjóinn og stuttu síðar annar maður á eftir honum með björgunamet með sér sem hann kom félaga sínum í. Var hann svo dreginn að landi og gekk vel að ná honum upp á bryggjuna í netinu. Þráinn segir það mikið atriði að menn geti komist í nána snertingu við þau björgunartæki sem eiga að vera um borð í hverju skipi. „Menn verða að þekkja inn á björgunarbúnaðinn og vita hvemig hann virkar og hvar hann er staðsettur. Námskeiðið miðar að því að gera menn hæfari til þess að mæta háska sem alltaf er til staðar á sjó. Hins vegar er það von allra að aldrei þurfi að koma til þess að nota búnaðinn." En ekki var öllu lokið enn því björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar rauf kyrrðina. Það átti að lofa mönnum að finna hvemig það væri að láta hífa sig um borð í þyrlu af sjó og frá skipi. Tókst það allt hið besta og menn reynslunni ríkari eftir daginn. Var svo formleg útskrift síðar um daginn hvar menn tóku við skírteinum árituðum á íslensku og ensku þar sem vottað var að viðkomandi hefði lokið téðu námskeiði. Við það tækifæri sagði Hilmar Snorrason að menn skyldu ætíð halda vöku sinni því aðal atriðið væri að koma í veg fyrir slys og menn mættu ekki gleyma því að stærsta og besta öryggistæki sjó- mannsins væri skipið sem hann væri á. „Eg vona að eitthvað sitji eftir af því efni sem við höfum farið yfir og menn reyni að tileinka sér skipulagðan hugsunarhátt þegar um öryggi áhafnarinnar er að ræða og menn standa hugsanlega frammi fyrir því óvænta. Menn skyldu ekki gleyma því að öryggismál eru mál allrar áhafnarinnar," sagði Hilmar að lokum. Meðierð Markúsarnetsins kennd.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.