Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Page 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 21. janúar 1999
Þetta
er hug-
sj ónastarf
-Hlíf Sigurjónsdóttir nemi í mann-
fræði skráir muni á Byggðasafninu
Hlíf segir að starfið sé fólgið í skráningu á munum safnsins og þetta sé suona hálfgert happa og glappa dæmi.
Hlíf Gylfadóttir er að ljúka BA
prófi í mannfræði við Háskóla
íslands og vinnur nú í fullu
starfi í fjóra mánuði í k jallara
Byggðasafnsins við skráningu á
munum safnsins. Hlíf er
Vestmannaeyingur, dóttir Lilju
Þorsteinsdóttur og Gylfa
Sigurjónssonar fyrrverandi
bankastarfsmanns í
Islandsbanka og hefur verið á
flakki milli lands og Eyja frá því
að hún hóf menntaskólanám í
Reykjavík og varð stúdent 1986
frá Fjölbrautaskólanum við
Armúla af viðskiptabraut, en
einnig á meðan hún var við nám
í Háskólanum. Hlíf grúfir sig
yflr ýmsa pappíra og bækur og
yfir mig kemur baðstofufílingur
að sjá hana þarna, ef ekki væri
fyrir rafmagnsljósin í loftinu,
lítið útvarpstæki og síma.
Hlíf segir að hún hafí tekið sér
nokkurn tíma til að komast að hvaða
nám hana langaði í eftir að hún lauk
stúdentspróli. „Þegar ég fór að hugsa
um þetta endaði ég í félagsvís-
indadeildinni. Ég ætlaði að læra
félagsfræði, en tók einn kúrs í
mannfræði og féll fyrir því fagi og
sneri mér alfarið að því. Þetta er bara
eitthvað sem hefur verið einhvers
staðar í undirmeðvitundinni frá því ég
var krakki. Þegar ég liugsa til baka þá
eru það margar mannfræðitengdar
bækur sem Itafa verið uppáhalds-
bækurnar mínar í gegnum líðina.
Þetta er því ekkert skrítið, það tók bara
dálítinn tíma að upgötva það.“
Saga mannsins frá upphafí
Um hvað fjallar mannfræðin?
„Það er kannski dálítið erfitt að
segja það í stuttu máli, en mannfræðin
er saga mannsins frá upphafi. Hún
fjallar bæði um þróunar- og menn-
ingarsögu hans. Þannig má segja að
mannfræðingar skoði allt sem
viðkemur manninum, samfélagið sem
hann býr í og þróun hans í því
samfélagi. Mannfræðin, finnst mér, er
blanda af félagsvísindununt og svo-
lítið meira. Formlega er hægt að segja
að mannfræðin fjalli um sögu
mannsins sem lífveru í tengslum við
aðrar tegundir, umhverfí og
menningu, og hvað maðurinn sem
lífvera tekur sér fyrir hendur í því
umhverfi sem hann lifír í. Mann-
fræðin skarast því oft við önnur fög og
mannfræðingar nota oft bæði aðferðir
og hugtök sem tíðkast í öðrum
greinunt innan félagsvísindanna."
Hlíf segir að þetta starf sem hún
hefur nú með höndum á Byggða-
safninu tengist kannski sagnfræðinni
meira en mannfræðinni. „Mér hefur
alltaf þótt sagnfræði skemmtileg og
þegar maður blandar saman sagnfræði
og mannlegri hegðun, verður þetta
ennþá skemmtilegra. Það er hægt að
skoða svo marga hluti í tengslum við
samskipti fólks, hvernig það hagar sér
og hvers vegna. Þetta byggist kannski
mest á almennri forvitni og það er oft
hægt að segja að þó ntannfræðin hafí
ekki komið fram sem formleg
vísindagrein fyrr en um miðja síðustu
öld hafí fyrsti mannfræðingurinn verið
forvitinn ferðalangur, sem skráði
lýsingar á því samfélagi sem hann
heimsótti. Kaupmenn sem sigldu til
fjarlægra landa og skráðu lýsingar á
fólkinu sem þeir hittu og lifn-
aðarháttum þess, það er hægt að segja
að þeir hafi verið fyrri tíma mann-
fræðingar. I því tilliti hefur mann-
fræðin fylgt okkur frá upphafi þó hún
hafi ekki verið flokkuð sem
vísindagrein fyrr en mörgum öldum
síðar.“
Eyjamenn áhugaverðir út frá
mannfræðinni
Eru Vestmannaeyingar áhugaverðir út
frá mannfræðinni?
„Já, það er ekki spurning. Það eru
margir áhugasamir um rannsóknir
sem tengjast sjó, sjávarútvegi, lífí
fólks í sjávarsamfélögum og þær
breytingar sem hafa orðið á lífi fólks
og tilveru á síðustu áratugum. Það eru
mannfræðingar sem hafa áhuga á
efnum tengdum sjávarútvegi og ég
man eftir í fljótu bragði Gísla Pálssyni
sem er Vestmannaeyingur og hefur
stundað mikið af rannsóknum
tengdum sjávarútvegi og Unni Dís
Skaptadóttur sem einnig hefur stundað
rannsóknir í tengslum við fólk í
sjávarplássum.“
Nú ertu að byrja að skrifa BA
ritgerð þína þessa dagana og viða að
þér heimildum. Unt hvað ætlar þú að
skrifa?
„Já, það er rétt. Mig langar til að
kynna ntér siði og venjur sent tengjast
sjómennsku. Ritgerðin er hins vegar
rétt á byrjunarstigi núna og ég að
hefjast handa við að safna að mér
gögnum. Ég ætla nú að leyfa efninu
að stjóma því sjálft hvaða póll verður
tekinn í hæðina, vegna þess að siðir og
venjur geta verið mismunandi eftir
bátum og einstaklingum. Það má
tengja þetta við allt mögulegt til
dæmis hvaðan menn em ættaðir, hvort
þeir hafa vanist á ákveðna siði þar sem
þeir hafa verið til sjós, fjölskyldan, því
að hér eru menn sem em af ættum
sem hafa stundað sjómennsku í
margar kynslóðir. Verklag sem menn
koma sér upp og siðir sem spretta af
því og svo framvegis."
Getur þetta tengst hjátrú?
, Já alveg eins. Hún getur verið hluti
af svona rannsókn. Siðir og venjur em
svo breitt hugtak að það gefur kannski
möguleika á fleiri flötum. En eins og
ég segi er þetta allt á vinnslustigi."
Snúum okkur aðeins að Byggða-
safninu og vinnu þinni sem snýr að
því. Þú situr hér dúðuð í þykkar
peysur, skrifar í einhverjar kompur og
flettir bókurn og spjöldum. I hverju er
starfíð fólgið og hvemig kom það til?
„Starfið er fólgið í skráningu á
munum safnsins og þetta var svona
hálfgert happa og glappa dæmi. Ég
frétti það utan af mér að einhver
hugmynd væri í gangi um að koma
skráningu muna safnsins á skipulagt
form. Ég lét í ljós áhuga á að fá að
taka þátt í þessu, ef fjárveiting fengist
til verksins, vegna þess að mér þótti
þetta spennandi. Það gekk upp og ég
vaið mjög ánægð. Ég er búin að vera
í eina viku við þetta og rétt að komast
inn í starfið, en þetta er fjögurra
mánaða verkefni í fullu starfí. Hvort
tekst að klára þetta á þeim tíma verður
bara að koma í Ijós. Það er kannski
ekki auðhlaupið að vinna þetta verk,
því hér er fullt af hlutum sem em
ónúmeraðir, svo að ég verð að byija á
að fínna söguna á bak við þá og setja
þá inn í kerfið.“
Nútímaleg skráning
Hvernig er ástandið á skráningu ntuna
safnsins frá þínum sjónarhóli eftir
vikustarf?
„Það er ekki hægt að tala um neina
nútíma skráningu (tölvuskráningu) á
munum safnsins. En til þess var ég
ráðin, að bæta úr því.“
Hlíf segir að Ragnhildur Vig-
fúsdóttir sagnfræðingur og safnfræð-
ingur hafí geil úttekt á safninu árið
1992 að beiðni Menningarmála-
nefndar. „Ég kem bara að skrán-
ingarpartinum í þessari lotu. En í
þessari úttekt sem gerð var á safninu
em settar fram ýmsar hugmyndir um
hvað mætti gera í sambandi við
sýningar, auglýsingar á því og sér-
hæfingu þannig að safnið yrði meira
einkennandi fyrir Vestmannaeyjar, því
að þetta er sjávarpláss með mjög langa
sögu tengda sjónum og sjósókn, en
það er stungið upp á sérhæfðari
sýningum tengdum sjónum og að fólk
sem heimsækir safnið geti gengið í
gegnum söguna og haft gagn og
gaman af því um leið. Safnið hefur
hins vegar mjög takmarkað pláss. En
vegna þess mætti setja upp smærri
sýningar, eins og bent er á í úttekt
Ragnhildar í tengsluin við Pósthúsið,
Heilbrigðisstofnunina, Flugstöðina
eða Herjólf. Það mætti hæglega setja
upp sýningarskápa á þessum stöðum
sem tengjast sögu jxiira. Það yrði líka
auglýsing fyrir Byggðasafnið í leið-
inni. I dag tekur fólk ekki eftir nema
hlutimir séu auglýstir. Mér dettur ekki
í hug að leita uppi byggðasafn sem ég
veit ekki af. Þeir sem eru að koma
hingað verða að vita af því sem hér er í
boði um leið og þeir koma á
flugvöllinn eða á afgreiðslu Herjólfs.
Þetta er spuming urn að sem flestir sjái
strax hvað er í boði.“
Fannstúenaóuinnandi
Hvemig vinnur þú þessa skráningu?
„Fyrsta daginn settist ég nú bara
niður og hugsaði: „O, guð minn
góður, þetta er óvinnandi,“ segir Hlíf
og hlær. „Svo fór ég að skoða hvað
væri til skráð. Þau gögn sem ég hef úr
að vinna em minjaskrá. ársskýrslur og
dagbækur safnsins. Ég byrjaði á að
fara í minjaskránna og bera hana
saman við spjaldskrá sem er til og
glöggva mig á henni því að þama eru
mjög miklar og gagnlegar upplýs-
ingar. Svo er ég búin að ganga um
safnið til þess að átta mig á þeirn
hlutum sem þar eru og fá einhverja
mynd af skipulaginu, þannig að ég
geti gengið að því hvar hlutimir em.
Einnig hef ég skoðað spjaldskrána,
sem inniheldur upplýsingar um hluti
sem hafa komið inn í safnið frá 1986,
en þá er maður kominn með nokkuð
heillega mynd, en þetta em allt hlutir
sem þurfa að fá númer og svo þarf ég
að finna hvar þeir em, því að margir
hlutir em ekki í salnum heldur í
geymslu. Þetta er því ekki sjálfgefið.
Ég skoða því spjaldskrá, dagbækur og
ársskýrslur, þar ættu að koma fram
allar upplýsingar sem ég þarf að nota
unt gjafir til safnsins. Þetta nóta ég
svo hjá mér og reyni að koma í eina
heild. Þetta er því dálítið pappírsflóð."
Hlíf segir að vinna við þetta starf sé
Rokkarnir eru Hagnaðir en sóma sér uel á safninu.