Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 16
16
Ekgfctir
Fimmtudagur 21. janúar 1999
Nýlt skipurit hjá Vestmannaeyjabæ:
Stjórnsýslu skípt upp í fjögur svið
Bæjarstjórn hel'ur hefur samþykkt
nýtt skipurit fyrir Vestmannaeyja-
bæ og stofnanir hans og tók það
gildi l'rá og með 1. janúar á þessu
ári.
Páll Einarsson bæjarritari segir að
ekki hafi verið fenginn neinn sér-
fræðingur til þess að leggja drög að
þessari útfærslu skipuritsins. „Þetta
var samþykkt einhuga af meiri-
hlutanum, en minnihlutinn sat hjá við
atkvæðagreiðslu málsins. Við höfum
byggt þetta upp á svipaðan hátt og
önnur sveitarfélög hafa verið að gera
hjá sér. Ég get nefnt Garðabæ og
Mosfellsbæ sem dæmi um það.“
Skipuritinu er skipt í fjögur svið
(málailokka) ásamt því að stofnanir
með sjálfstæðan fjárhag em utan
þessara sviða ( málaflokka). Sviðin
eru I. Fjármál- og stjórnsýsla. Undir
það svið heyra meðal annars almenn
stjóm og hagsýsla, bókhald, tölvur og
starl'smannamál og er bæjarritari
sviðsstjóri þar. 2. Félagsþjónusta sem
hefur með málefni fatlaðra að gera,
heilbrigðismál, íþrótta- og jafnréttis-
mál, svo eitthvað sé nefnt og
sviðsstjóri er félagsmálastjóri. 3.
Fræðslu- og menningarmál, hvar
undir eru meðal annars skólarnir og
safnamál, sviðsstjóri er skóla- og
menningamálafulltrúi. 4. Tækni- og
umhverfissvið, en undir það svið
heyra meðal annars bæjarskipulag,
umhverftsmál og hreinlætismál, sviðs-
stjóri þar er bæjartæknifræðingur.
Utan þessara sviða eru svo stofnanir
með sjálfstæðan fjárhag eins og
Bæjarveitur, Hafnarsjóður og féiags-
legar íbúðir. Yfir öllu þessu er svo
bæjarstjórn og bæjarstjóri. Hliðar-
greinar kerfisins em svo bæjarráð hvar
undir em hinar ýmsu nefndir og ráð. samþykkti ráðið að bæjarstjóra verði með tillögur að innra skipulagi hvers þar um fyrir 15. febrúar næstkomandi
Við afgreiðslu málsins í bæjarráði falið í samráði við sviðsstjóra að koma sviðs fyrir sig og beri að skila tillögum
Aðventsöfnuðurinn í Vestmanna-
eyjum 75 ára þann 26. janúar
Þann 26. janúar n.k. verða 75 ár frá
stofnun Aðventsafnaðarins í Vest-
mannaeyjum. Söfnuðurinn er í litlu
kirkjunni við Brekastíg. Við miðbik
aldarinnar voru safnaðarmeðlimir vel
á annað hundrað.
Má nú muna fífil sinn fegri
Er söfnuðurinn nú að líða undir lok?
Mikil breytingvarð eftir gos. Afturför
átti sér stað eftir þennan viðburð þar
eð margir safnaðarmeðlimir komu
ekki aftur.
Þróttmikið starf
Boðun á vegum safnaðarins hófst um
1922 og við lok ársins 1924 vom
safnaðarmeðlimimir orðnir um 60
talsins. Tveimur árum síðar, árið
1926, hafði söfnuðurinn komið upp
kirjubyggingunni sem nú stendur við
Brekastíginn. Aftur tveimur áram
síðar, eða 1928, hóf söfnuðurinn
rekstur bamaskóla sem var starfræktur
í um hálfa öld.
Bamaskólinn sem rekinn var frá
1928 hætti fljótlega eftir gos því
bamafjöldi safnaðarins hafði dregist
töluvert saman. Þó að töluverður Ijöldi
nemenda skólans haft ætíð verið frá
fjölskyldum utan safnaðarins var það
samt megintilgangur skólans að sjá
bömum safnaðarfólks fyrir kristilegri
menntun. Eftir þetta rak söfnuðurinn
skóladagheimili í húsakynnum sínum
í samvinnu við bæjarstjóm Vest-
mannaeyja. Sá rekstur er nú alfarið í
höndum ítæjarins.
Sumir bæjarbúar gætu ímyndað sér
að bráðlega muni þessi söfnuður í litlu
kirkjunni á Brekastíg hafa mnnið sitt
skeið og sé að líða undir lok. Ekki
afgreiða hann of fljótt! Hann stendur
á traustbyggðum gmnni. Stofninn er
sterkur!
Það er eitthvað sérstakt við þennan
söfnuð!
Hann er hluti heimskirkju Aðventista
sem er ein þeirra mótmælendakirkna
sem vaxa örast á heimsmælikvarða.
Búa yfir ntiklum þrótti. Hvers vegna
skyldi þetta vera?
Tilgangur safnaðarins
Hver er leyndardómurinn að baki
þessum þrótti? Hlutverk safnaðarins
og trúmennska við hann. Boðskap-
urinn er nútímalegur: Persónulegt
samfélag við Jesú Krist sem tekur til
alls lífs einstaklingsins. Hann lætur
gott af sér leiða. Hann helgar líf sitt
Drottni með því að fara vel með
líkama sinn hvað snertir mataræði og
annað sem að góðri heilsu snýr. Hann
fómar af tíma sínum og tjármunum til
þess að riki Drottins megi dafna.
Eitt meginmarkmið er að láta gott
af sér leiða
Baðhúsið sem stóð við Bámgötuna,
og fáir muna núorðið nema þeir elstu,
var byggt í tvennum tilgangi. Til að
vera fyrsta samkomuhús safnaðarins
og til þess að hýsa nuddstofu sem var
rekin um árabil af danskri konu, Heidi
Hinriksen, og öðmm.
Systrafélagið Alfa leitaðist við að
hjálpa þar sem neyðin var stærst.
Bnrnaskólinn og Skóladagheimilið
Hjálparstarf aðventista sem í sam-
vinnu við ADRA Intemational
(Adventist Development and Relief
Agency - Alþjóða þróunar og
líknarstofnun aðventista) veitir fé til
þróunar- og líknarstarfs í þriðja
heiminum.
Hjálparstarf aðventista
Gegnum árin hefur söfnuðurinn
gengist fyrir söfnun til hjálpar
bágstöddum í þriðja heiminum og
ætíð notið einmuna undirtekta af hálfu
Vestmannaeyinga. Þrátt fyrir að
söfnuðurin sé nú fámennur tókst að
gera átak í söfuninni í ár og vill
söfnuðurinn koma á framfæri inni-
legum þökkum til þeira bæjarbúa sem
sáu sér fært að leggja söfnuninni lið að
þessu sinni með framlögum sínum.
Söfnuðurinn hefur allt frá fyrstu tíð
notið hlýhugar og velvilja frá for-
ráðamönnum svo og almennum
þegnum þessa bæjarfélags. Stuðnings
við söfnunarstarfið, rekstur skólans og
skóladagheimilisins.
Talað um kreddur þessa safnaðar.
Samt mætt skilningi og hlýhug
Söfnuðurinn er orðinn fámennur
núna, en sama óskin er enn megin-
uppistaða safnaðarhaldsins; þrá eftir
að láta gott af sér leiða og að geta
verið mannbætandi afl í byggðar-
laginu. Gera fólk að betri þjóðfé-
lagsþegnum. Og svo beina sjónum
þeirra til enn betra samfélags en þess
sem við njótum hér á þessari jörð.
Þessi jörð er ekki endanleg heim-
kynni mannsins. Hann á eitthvað
betra í vændurn. Gemmst reiðubúin
að verða þegnar þess ríkis.
Ævarandi vinátta við Guð
Um þessar mundir vinnur söfnuður-
inn að því að þýða og texta mynd-
bönd með sérstöku efni fyrir ungt fólk
Frétt frá Aðventistum.