Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Page 11
Fimmtudagur 28. október 1999
Fréttir
11
^kóla Vestmannaeyja:
íámsárangur bama saman?
Þriðji bekkur HG dansar „agadú“ hjá Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttu.
'U ' • í '' : I
! ■ (
'
Hlébarðaefnið
vinsælast
Eftir danstímann líta blaðamenn
Frétta við í náttúrufræðitíma hjá 2.
bekk GM þar sem kennarinn
þeirra, Guðbjörg Matthíasdóttir,
leiðbeinir þeim við gerð svokall-
aðrar efnabókar. Þarna má sjá
marglit efni af ýmsum gerðum;
flísefni, munstrað Iéreft, loðið
hlébarðaefni, sem virðist vera einna
vinsælast hjá krökkunum, og svo
mætti lengi telja. Þeir foreldrar,
sem lagt hafa leið sína í bekkinn,
aðstoða við að klippa, líma og semja
nákvæmar lýsingar á efnunum.
Sigríður Bragadóttir var önnum kafin
við að hjálpa dóttur sinni, Elínu
Sólborgu Eyjólfsdóttur, við verkefnið.
„Mér fmnst þetta alveg meiriháttar
sniðugt," segir Sigríður um opnu
vikuna. „Það er gaman að þessu og
yndislegt að koma hingað og sjá það
sem þau eru að starfa við.“ Elín tekur
undir og segir gaman að fá mömmu í
skólann.
Sigríður segir muna miklu að fá
innsýn í skólastarfið á þennan hátt og
finnst framtakið mjög gott. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem hún kemur á
opna viku: „Eg kom náttúmlega þegar
elsta stelpan var í skólanum. Svo þarf
ég að fara aftur með litlu skottuna sem
er ári yngri en Elín. Þannig að það er
nóg að gera, við fömm þá á
miðvikudaginn aftur í skólann. Þetta
er voða skemmtilegt.“
Þær mæðgur segja frá því sem þær
hafa verið að gera um morguninn -
auk verkefnisins í náttúmfræðinni er
Elín búin að sippa í frímínútum með
skólafélögum og á dagskránni er að
Sigríður fari með henni í sund seinna
um daginn. Sigríður segir Elínu búna
að vera mjög spennta yfir heim-
sókninni og að hún hafi talað mikið
um þetta um helgina. Hún dregur ekki
dul á hversu mikilvægar slíkar
heimsóknir em og segir þær bæta
samskipti skóla og foreldra: „Maður
tengist betur skólanum ef maður
kemur hingað. Það skiptir máli að tala
við kennarann, fylgjast með hvað
bömin em að gera og reyna að vera
með.“
Guðbjörg kennari tekur undir þetta
og segir það frábært að fá foreldrana
inn í skólann: „Foreldrar eiga fullan
rétt á að fylgjast með. Fólk sér hvað
hér er að gerast og kynnist kennur-
unum.“ Hún er ánægð með undirtektir
foreldra: „Mér hefur alltaf fundist
þetta vera ágætlega sótt. Eg veit að
foreldrar eru í vinnu en fólk reynir
samt að komast.“
Guðbjörg segir heimsóknimar ekki
hafa tmflandi áhrif á sig í kennslunni:
„Nei, það er kannski af því að maður
er orðinn vanur, ég er búin að kenna
það lengi að ég fmn ekki fyrir þessu.
Enda er maður búinn að undirbúa sig
fyrir þetta og veit hvað maður ætlar að
gera.“
Aður en blaðamenn Frétta ljúka
heimsókn sinni líta þeir við í
sérkennslustofum. I vel útbúinni
matreiðslustofunni býður lítill snáði
upp á nýbakaðar bollur sem smakkast
sérdeilis vel. I smíðastofunni eru
strákamir í 7. bekk GAG önnum
kafnir við að smíða sér ferjur sem í
hönnun virðast ekkert gefa sjálfum
Herjólfí eftir. Valgeir Jónasson
kennari sýnir muni sem handlagnir
nemendur skólans hafa smíðað, m.a.
dósapressur, rafmagnsbáta, póstbíla,
hillur, skútur úr treíjaplasti, Hummer-
jeppa, lyklahús og svo mætti lengi
telja. Það er augljóst að hér vantar
ekkert upp á metnaðinn.
Að lokum er litið við í matsal
unglingadeildar en krakkamir máluðu
salinn sjálfir á svokallaðri þemaviku
síðastliðið vor. Það er augljóst að hér
hefur frjótt ímyndunarafl listamann-
anna fengið að njóta sín þar sem
veggimir skarta stórborgarlegum
skýjakljúfum sem ber við stjömu-
bjartan himinn.
Höfundar eru nemendur í hagnýtri
fjölmiðlun: Kolbrún Þorsteinsdóttir
og Bergþóra Njála Guðmunds-
dóttir
Theodór Ófeigsson íbygginn á svip í náttúrufræðitíma hjá
Guðbjörgu Matthíasdóttur.
Frískur hópur drengja í 7. GÁG í smíðatíma. Valgeir Jónasson
kennari er stoltur af strákunum.
Og dansinn var stiginn af mikilli hrifningu.
Nemendur í 10.BE. Kristrún, Agnar og Erla í hádegismat í matsal
eldri nemenda.