Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. mars 2000 Fréttir 17 Agnes Ósk Þorsteinsdóttir meðal þátttakenda í Ungfrú ísland.is: Claudia Schiffer krýnir sigurvegarann Þann 25. mars næstkoniandi mun fara fram fegurðarsamkeppnin ungfrú Island.is í Perlunni, en það er Linda Pétursdóttir fegurðar- drotting heimsins „ever,“ sem stendur fyrir keppninni. Ungfrú Island.is keppnin táknar tímamót í fegurðarsamkeppnum á íslandi. Breytt viðhorf til fegurðar mun móta keppnina. Stúlkurnar eru ekki aðeins valdar eftir fegurð heldur einnig eftir metnaði og sjálfstæði. Samfara keppninni mun fara fram landssöfnun fyrir Ævintýraklúbbinn sem starfrækir félagsstarf fyrir þroska- hefta, einhverfa og tjölfatlaða. Starfið er í formi hópa sem hittast einu sinni til tvisvar í viku til að gera eitthvað skemmtilegt. I félagsheimili klúbbsins er látið reyna á sköpunargáfuna, málað, skrifað og farið í leiki. Það sem nú stendur starfinu fyrir þrifum er plássleysi og því mun ágóði lands- söfnunar, í samvinnu við Ungfrú Island fegurðarsamkeppnina, renna til húsakaupa og bættrar aðstöðu. Þeir sem sækja Ævintýraklúbbinn koma alls staðar af höfuðborgarsvæðinu og eru frá sextán ára upp í áttrætt. Klúbburinn stendur líka íyrir listahátíð þroskaheftra og verður hún haldin í annað sinn í mars árið 2000. Sú hátíð er styrkt að hluta af Reykjavík Menn- ingaborg og er unni í samvinnu við menningarborgina. Sigurvegari kvöldsins hlýtur mjög veglega vinn- inga, háskólastyrkur að verðmæti 500.000 kr„ Ibook tölvu frá Aco, hugbúnaðarnámskeið frá Land- steinum, Bryan Tracy námskeið frá Vegsauka, fataúttekt frá Gallerí Sautján, gsm sími frá TAL og árskort í líkamsrækt og dekurdagur frá Baðhúsinu. Eyjastúlkan Agnes Ósk Þorsteins- dóttir mun taka þátt í keppninni, en Agnes er á fyrsta ári í hárgreiðslunámi í Iðnskólanum í Reykjavík. Agnes Ósk er ekki alveg ókunnug þátttöku í fegurðarsamkeppni, því hún v;u" kjörin sumarstúlka Vestmannaeyja sem haldin var á vegum Bylgjunnar, Eski- momoels og Séð og Heyrt síðastliðið sumar. Hún fór síðan í úrslita- keppnina um sumarstúlkuna 1999 sem haldin var á Akureyri. „Þó ég hafi ekki unnið til verðlauna þar var mjög gaman að taka þátt í þeirri keppni,“ sagði Agnes Ósk í spjalli við Fréttir. Sextán stúlkur taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú Island.is og verður henni sjónvarpað beint á Stöð 2. Agnes Ósk sagði að haft hefði verið samband við sig stuttu eftir jól og spurt hvort hún vildi ekki taka þátt. „Það var hringt í mig frá Eskimo- models. Ég tók mér nú dálítinn umhugsunartíma, því ég sá ekki alveg hvemig ég ætti að koma þessu fyrir. Það er mikið að gera í skólanum, en svo ákvað ég að drífa mig því þetta er skemmtilegt og góður mórall.“ Agnes Ósk segir að undirbúningur fyrir keppnina sé nokkuð hefð- bundinn, þó séu aðrar áherslur í keppninni um ungfrú Island.is. „Þetta er vistvæn keppni, þar sem miðað er að því að hafa allt sem náttúrulegast og svo mun súpermódelið Claudia Schiffer koma til landsins og krýna sigurvegarann," sagði Agnes Ösk. AGNES Ósk er meðal 16 stúlkna sem taka þátt í Ungfrú ísland.is Ungfrú Suðurland: Eyjastúlkur komust ekki áfram: Skemmtileg og lærdómsrík reynsla Aðalbjörg Jóhanna Þorláksdóttir var ein þriggja Eyjastúlkna sem tók þátt í fegurðarsamkeppninni um titilinn ungfrú Suðurland, 4. mars síðast- liðinn. Hún sagði að þó engin þeirra hafi náð verðlaunasæti, þá hafi verið meiriháttar gaman að taka þátt í keppninni. „Þetta var nú aðallega til gamans gert og spuming um að vera maður sjálfur. Maður kynntist fullt af fólki og var vel tekið. En þó gaman hafi verið að taka þátt í keppninni og undirbúningi hennar, þá var þetta erfitt síðustu dagana. Það var dálítið stress í byrjun en þegar ég var komin inn á sviðið fór það alveg. Það komu um 30 manns frá Eyjum og studdu okkur þvilíkt mikið og mikill styrkur að þeim,“ sagði Aðalbjörg. Sjöfn Ólafsdóttir sem einnig tók þátt í keppninni um titilinn ungfrú Suðurland sagði að stemmningin hefði verið frábær og keppnin heppnast vel í alla staði, auk þess sem við lærðum mikið á þessu. „Ég var reyndar að drepast úr stressi, en svo hvarf það, því það var tekið svo vel á móti okkur. Þvílíkur léttir sem fylgdi því. Svo má ekki gleyma Vestmannaeyingunum sem mættu á keppnina og studdu okkur þvílíkt. Ég held að það hafi heyrst meira í þeim, heldur en öllum öðrum í salnum og það var meiri háttar. Ég held að eftirminnilegast við keppnina hafi verið þessi frábæri stuðningur Eyjamanna á staðnum.“ Sjöfn sagði að allur undirbúningur vegna keppninnar hafi gengið mjög vel og verið aðstandendum til sóma. „Þetta var allt mjög glæsilegt og mikið í lagt. Ég er mjög ánægð með þær stelpur sem unnu og í maí þegar úrslitakeppnin fer fram ætlum við að ÞÓREY og Sjöfn brostu sínu fegursta eftir keppnina þó enginn ynnist titillinn. reyna að komast á keppnina og styðja stelpumar. Það verður gaman að fá að vera áhorfandi í aðalkeppninni." Aðalbjörg og Sjöfn vildu koma á framfæri þökkúm til þeirra sem studdu þær til þátttöku í keppninni. En einnig vildu þær þakka Éindu Hannesar í Betri línum, Dagmar Skúladóttur, sem var þeim innan handar í Eyjum, Hressó og Herjólfi hf. „En að öllum öðrum ólöstuðum var Dagmar alveg frábær. Hún var einn allsheijarreddari og eins og umboðsmaður fyrir okkur. Frábær stelpa,“ sögðu Aðalheiður og Sjöfn. AÐALBJÖRG ásamt sveininum sem leiddi hana inn á sviðið. Spurt er???? Hvor er betri, Lúðvík eða Össur? Nú hefur Ossur Skarhéðinsson opinberað framboð sitt til formanns samfylkingarinnar og Lúðvík Bergvinsson liugsar málið, en framboðsfrestur rennur út í kvöld. Hvort viltu heldur Lúðvik Bergvinsson eða Össur Skarphéðinsson sem formann Samfylkingarinnar? Kagnar Óskarsson: Ég er nú ekki búinn að hugsa þetta, en ef Lúðvík býður sig fram þá fer ég að hugsa málið í alvöru. Annars eru þeir báðir góðir strákar, en Lúðvík myndi ekki veikja stöðu Vestmannaeyja. Við skulum samt fyrst sjá hverjir verða í framboði Sólveig Adólfsdóttir: Lúðvík. Mér finnst það eigi að koma j algerlega nýtt andlit í framvarðasveitina. V'1 H ' f/Á 4 Þorgerður Jóhannsdóttir: Framboðsfrestur rennur nú ekki út fyrr en í kvöld svo mér finnst ótímabært að gefa út einhverja yfirlýsingu. Það liggur ekki enn fyrir hvort Lúðvík býður sig fram, eða tleiri. En óneitanelga yrði skemmtilegt ef formaður Sam- fylkingarinnar væri úr Vest- mannaeyjum. Ármann Höskuldsson: Þú segir nokkuð. Verð ég ekki að segja Lúlla úr þvf hann er Vestmanna- eyjamaður. Annars finnst mér Lúðvík allt of ungur, en myndi samt styðja hann til dáða úr því hann er Eyjamaður. Bonne rout, Lúðvík! Páll Einarsson: Mér Ifst betur á Össur, þó að mér sé illa við að segja það, en Össur hefur meiri útgeislun, svo ég bregði fyrir mig tískuorði. En það er nú eins og það er að halda með sínum heimamönnum. Sigurður Einarsson forstjóri Isfélags Vestmannaeyja: Ég hef engaskoðun á því. Ég er ekki í Samfylkingunni og er alveg sama . — hverjir gegna þar formannsembætti. Ævar Þórisson: Jahá. Sem fram- kvæmdastjóri golf- klúbbsins vil ég frekar að Össur verði formaður, því ef Lúðvík verður for- maður kemst liann aldrei í golf hjá okkur sökum anna. Ef Lúðvík kemst ekki á golfmót, þá yrði það skaði fyrir klúbbinn. Annars eru þeir báðir mjög liæfir nienn til formennsku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.