Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Page 18
18 Fimmtudagur 16. mars 2000 Frcttir Sigurður Önnuson. Eyjamaður f Mozambique við hjálparstörf: Þar sem fólkið á ekki neitt Sigurður Önnuson er tuttugu og þriggja ára Vestmannaeyingur, sonur Önnu Eggertsdóttur, starfs- manns Islandspósts í Eyjum. Sigurður flutti frá Eyjum fyrir tveimur árum, en áður en hann fór frá Eyjum hafði hann unnið í fiski. Sigurður hefur dvalið í Mozam- bique undanfarna mánuði við hjálparstörf á vegum ADPP sam- takanna í héraðinu Mabuto, en þar búa um 1.5 til 2 milljónir manna. Mozambique er á suðausturströnd Afríku en íbúar eru á milli 17 og 18 milljónir. Portúgalska er aðaltungu- málið en mállýskur innfæddra eru íjölamargar. Gjaldmiðill landsins heitir medicas, en 1000 medicas er um 5 krónur íslenskar, en laun verka- manna í Mabuto eru i kringum 600.000 - 1.000.000 medicas a mán- uði. I Mozambique hafa verið mikilar rigningar og flóð, og mikil neyð samfara því, þó Maputo héraðið hafi ekki orðið eins illa úti og héruðin norður af Mabuto. Sigurður sá auglýsingu í Mogg- anum á sínum tíma, þar sem hjálparsamtökin ADPP auglýstu eftir sjáfboðaliðum til starfa í Afríku, ákvað að sækja um og hefur verið erlendis í nærri því ár, sex mánuði í Danmörku og sex mánuði í Afriku. Sigurður fær um 10.000 íslenskar krónur á mánuði til þess að kaupa mat og kemst kannski í bíó einstaka sinnum. Sigurður segir að hann hafi sótt um af hreinni ævintýraþrá og löngun til þess að ferðast og komast frá Islandi í einhvem tíma. „Mig hefur alltaf lang- að til þess að fara til Afríku og lét það eftir mér. ADPP eru samtök sem em með hjálparstörf í Mozambique, Zambíu, Zimbabve, Angóla og einnig við hjálparstörf í Malawi, Suður- Ameríku og nýlega byrjuð með hjálparstarf í Indlandi. Aðstoð ADPP felst í því að reka skóla í Afríku en starfsemin er fjármögnuð með fata- söfnun, aðallega í Skandinavíu og Þýskalandi, þau föt eru síðan seld í búðum til styrktar starfinu. Núna er ég að vinna í skóla fyrir götuböm í Mozambique.“ Sigurður segist hafa fengið undir- búning í skóla í Danmörku sem ADPP rekur þar. „Eg var í þessum skóla í sex mánuði og fór síðan til Mozam- biqe, þar sem ég kenni krökkunum ensku. Flestir krakkanna búa í skólanum sem lýkur klukkan eitt á daginn, tíminn eftir skólann fer því mikið í að hafa ofan af fyrir þeim, svo þeir fari ekki aftur á götuna.“ Ekki á verstu svæðunum Sigurður segir að ástandið vegna flóðanna sé ekki svo slæmt í Mabuto. „Það hefur reyndar rignt mikið síðustu daga, en það er ekkert hættuástand hérna. Þetta er verst um 200 km norðan við Mabuto, en ADPP er með hjálparstarf þar, sem felst í að gefa heimilislausu fólki föt. Eg átti að fara til þessara starfa á flóðasvæðunum í síðustu viku, en það hafði rignt svo mikið að vegurinn á milli Mabuto og Machava, þangað sem ég átti að fara, fór í sundur. Kannski fer ég í næstu viku, ef vegurinn verður kominn í lag. En vissulega verðum við í Mabuto mjög vör við ástandið vegna þess að allar samgöngur eru í lamasessi og fólk kemst hvorki lönd né strönd. Það er lítið annað rætt en einmitt flóðið og að Mozambique sé aftur komið á byijunarreit að mörgu leyti, eftir því sem kennaramir hér í skólanum segja, hversu mikið er til í þessu með byrjunarreitinn er erfitt að segja, en peningaleysi er mikið í landinu núna og margir verkamenn hafa ekki fengið launin sín i langan tíma. Það er því lítið um flóttafólk frá flóða- svæðunum, heldur er reynt að veita því aðstoð á svæðunum sem eru undir vatni. Einnig er lítið um fréttir, það er helst að ég frétti eitthvað þaðan á tölvupósti frá mömmu, eða vinum mínum úti í heimi, en héma emm við mjög einangruð hvað fréttir varðar af flóðasvæðunum. Það er ekkert sjón- varp hér vegna þess að því var stolið fyrir nokkmm vikum af nokkmm af nemendum skólans, en útvarpsfréttir em á portúgölsku og ég er ekki mjög góður í henni.“ Hrikaleg fátækt Sigurður segir að ekki sé hægt að líkja Mozambique við neitt það land sem hann þekkir. „Þetta er eins og svart og hvítt og miklar andstæður í landinu sjálfu. Héma er hrikaleg fátækt og fólk sem á hreinlega ekki neitt, en svo em aðrir sem em mjög efnaðir. Það er hægt að ganga niður götu hér í Mabuto og sjá flotta bfla og fólk í dýmm fötum öðmm megin við götuna, hinum megin er svo fólk sem klæðist plastpokum og á ekkert annað. Ég get sagt eitt lítið dæmi um fátæktina. Ég var í einu af sam- göngutækjunum hér sem kallað er chappa, en það er svona hálfgerður strætó nema þetta em litlir tólf manna Toyota sendiferðabílar sem er hrein martröð að taka því þeir troða allt að 30 manns inn í bflinn í hverri ferð. Þegar við keyrðum framhjá einu af chappa stoppunum sá ég konu standandi upp við vegg klædda í kartöflupoka sem pils og plastpoka sem topp. Ég hélt fyrst að hún væri á leið á grímuball en mundi svo eftir því að eg var staddur í Mozambique og fólk klætt svona er ekkert einsdaemi. Mabuto er nálægt ströndinni og í þorpum niðri við ströndina lifir fólk mildð á fiskveiðum, sem em hins vegar ekkert líkar íslenskum fisk- veiðum. Bátarnir eru litlir og veiðin ekki mikil, en hún er seld á ströndinni þegar sjómennimir koma í land. Annars er fólkið duglegt að bjarga sér og reynir að gera peninga úr öllu. Eins og núna þegar vegir hafa farið í sundur, þá koma kannski einhveijir og leggja litla brú, þar sem vegurinn er í sundur og mkka svo fólk, sem vill komast yfir um brúartoll." Spilling embættismanna Sigurði finnst mjög erfitt að vera í landinu, sérstaklega vegna þeirrar neyðar sem ríkir þar. „Aðstaðan héma er allt öðm vísi en ég hef nokkum tíma búið við. Þar sem ég bý er til dæmis ekkert rennandi vatn, hins vegar kemur vatnsbfll til okkar einu sinni til tvisvar í viku, en núna hefur vatns- bfllinn ekki komið í tvo mánuði og við verið vatnslaus síðan. Við höfum getað safnað rigningarvatni og hér em lika þrír bmnnar, en vatnið í þeim er brúnt og viðbjóðslegt. Krakkamir hafa verið að drekka bmnnvatnið og því fylgir mikil magaveiki og svo er malaría landlæg héma á þessu svæði og margir krakkar í skólanum hafa fengið hana undanfama mánuði." Hvemig er stjómarfarið þama? „Það er mikil spilling meðal emb- ættismanna og tvisvar sinnum hef ég verið rændur af lögreglunni, en í lög- reglunni er hrikaleg spilling, eiginlega alveg ótrúlegt. Það liggur við að lögreglan sé hættulegri en glæpa- mennimir. Mosambique á að teljast lýðræðisríki með forseta. Það vom forsetakosningar hér fyrir um tveimur mánuðum og Joaqin A Chissanov forseti var endurkjörinn annað skiptið í röð. í kringum það var mikið vesen því hinn flokkurinn, sem var næstum því búinn að vinna, sakaði flokk Chissanov um kosningasvindl, sem kom svo í ljós að átti við rök að AÐSTAÐAN hérna er allt öðru vísi en ég hef nokkurn tíma búið við. Þar sem ég bý er til dæmis ekkert rennandi vatn, styðjast." Sigurður hefur nú dvalið nærri í sex mánuði í Afríku og hefur tækifæri til þess að vera lengur, en hann segir að hann muni sennilega ekki halda áfram störfum fyrir ADPP. ,,Ég á þijár vikur eftir af mínum tíma og geri ekki ráð fyrirað veralenguráþessusvæði. Ég mun fara aftur til Danmerkur í tvo mánuði og sinna upplýsingastarfi og segja frá starfsemi ADPP í Afríku og einnig til þess að hjálpa til í skólanum í Danmörku og undirbúa nýja sjálfboðaliða. En ég get alveg hugsað mér að starfa við hjálparstörf hjá einhveijum öðmm, eða vera áfram hjá ADPP og fara til Suður-Ameríku." Annars segir Sigurður að framtíðin sé nokkuð í lausu lofti, eins og er. „Ég mun koma til íslands í hálfan mánuð eða svo og taka mér frí. En úr því ég er úti, þvf þá ekki að nota tækifærið og ferðast meira um. Það sem er efst á lista af því sem ég mun gera þegar þetta er allt búið er að fara til Sviss, ég kynntist stelpu sem er þaðan í skólanum í Danmörku en hún er núna í Zambíu að vinna með eyðnismituðu fólki og ég fer sennilega með henni til Sviss þegar hún kemur aftur til Evrópu í ágúst,“ sagði Sigurður að lokum. Benedikt Gestsson Herrakvöld fótboltans í Reykjavík: Landbúnaðarráð- herrann fór á kostum Síðastliðið föstudagskvöld var herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV haldið í Fram- heimilinu í Reykjavík. Herrakvöldið er árlegur viðburður en þetta er í þriðja skipti sem það er haldið í Reykjavík og ævinlega vel til þess vandað. Að þessu sinni rann allur ágóði af herrakvöldinu í ferðasjóð leikmanna til æfingaferðar til Kýpur og Portúgal. Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspymudeildar ÍBV, sagði að herrakvöldið hefði heppnast ljómandi vel. „Það mættu hátt í hundrað manns og skemmtu sér mjög vel. Lúðvík Bergvinsson var veislustjóri og Guðni Agústsson fór á kostum sem ræðumaður kvöldsins. Davíð Þór Jónsson radíusbróðir lét gamminn geisa með gamanmálum. Einnig var haldið málverkauppboð. Boðnar voru upp myndir eftir listamenn úr Eyjum sem gáfu myndir á uppboðið. Það var mikið fjör á uppboðinu, en dýrasta myndin var eftir Bjama Olaf Magnússon og seldist hún á 65 þúsund krónur.“ Þorsteinn sagði að boðið hefði verið upp á sjávaréttahlaðborð, með fjölbreyttum réttum sem smökkuðust hver öðmm betur og að menn hefðu skemmt sér hið besta. „Það var ekta Eyjastemmning eins og hún gerist best. Það kemur líka alltaf betur og betur í ljós hversu öfiuga stuðningsmenn við eigum á höfuð- borgarsvæðinu og verður seint þakkaður til fulls þeirra frábæri stuðningur. Þess má geta að í vor stefnum við að því að hafa herrakvöld fyrir okkar öflugu stuðningsmenn í Eyjum og verður það að öllum líkindum rétt fyrir fyrsta leik Islandsmótsins en veislan hefst fimmtudaginn 18. maí með heimaleik gegn Fylki.“ ELLI Bjössi, formaður Stuðningsmannafélags ÍBV á Reykjavíkursvæðinu, er fremst á myndinni en á bak við hann má þekkja nokkur kunn Eyjaandlit. Myndir Rasi. GUNNAR Guðna og Einar Gylfi svara oftast kallinu þegar ÍBV er annars vegar. SVERÐIN slíðruð, Guðni og Lúlli náðu vel saman á herrakvöldinu þó vík sé milli vina í pólitíkinni. ÞORBERGUR, rakari og Arnar Einars voru mættir á herrakvöldið. KIDDI þjálfari og Beggó aðstoðuðu í bögglauppboðinu. I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.