Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 27. apríl 2000 BókvitiðT 11. askana Nýfæddfyr estmannaeyingar ? * Gekk ég yfir sjó og land Ég vil þakka Sigrúnu áskorunina. Sjálfur er ég ekki alæta á bækur eins og flestir sem skrifa þennan þátt, þar sem ég er afar lítið fyrir skáldsögur. Undanfarin ár hef ég mest grúskað í ættfræðibókum og bókum um þjóð- legan fróðleik, en stend ekki eins vel að vfgi og Sigrún að geta sótt bækur á Bókasafnið, því flestar þessarra bóka em ekki lánaðar út, jafnvel þó að þær séu gefnar út árið 2000. Það getur verið erfítt að lesa jafnvel margra bóka verk á lesstofu eftir vinnu, ekki síst þegar vinnutíminn er óreglulegur. A borðinu hjá mér núna er ég með Landsyfirréttardóma frá 19. öld, sem er spaugileg lesning ofl á tíðum út af smáum málum sem hafa komið fyrir rétt. Þar eru einnig Sandgreifamir eftir Bjöm Th. Bjömsson sem ættu að vera skyldulesning fyrir alla sem eru aldir upp í Eyjum. Bókin er vægt til orða tekið stórkostleg. Hún lýsir samfélagi strákanna í Eyjum á árunum milli stríða og margvíslegum uppátækjum þeirra, en ekki síður ágengni „hins stóra heims“, kreppu, stríðsógn og miklum umbrotum. Önnur bók, sem ég held mikið upp á, er Gekk ég yfir sjó og land eftir séra Kristján Róbertsson, sem reyndar skírði dóttur mína. I þesstui skemmti- legu og fróðlegu bók segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lífi fólks í Vestmannaeyjum á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót þegar íslenskir mormónatrúboðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi sem ekki hafði heyrst hér á landi áður. Ótrúlega margir létu skírast og fluttust til hins fyrirheitna lands, en miðstöð þess er í Utah. Hér er sagt frá ferðum þessa fólks og ótrúlegri þrautseigju við að komast til „himnaríkis á jörðu,“ hvernig því farnaðisl í fyrirheitna landinu í nýlendu íslendinga þar vestra, og hvers vegna sumir fluttust vonsviknir aftur heim til íslands. Þetta er bæði furðuleg og fróðleg saga. Þess má geta að í sumar verður afhjúpaður minnisvarði vestur á Torfmýri til minningar um þetta fólk. Næst vil ég skora á frænda minn Harald Sverrisson á mb. Suðurey og sjá hvað hann les á sjónunt. Írgspor /6* Á síðasta aðalfundi Sparisjóðsins urðu þau tíðindi að formaður stjórnar, sem gegnt hafði því embætti um átta ára skeið, Arnar Sigurmundsson, varð undir í kosningu um formannssætið og gegnir Þór f. Vilhjálmsson því embætti núna. En kosning í varastjórn varð einnig söguleg. íljóskom að þeir Magnús Kristinsson og Stefán Jónasson fengu jafnmörg atkvæði sem fulltrúar í varastjórn. Var þá tekið til þess ráðs að varpa hlutkesti um hvor þeirra skyldi hreppa hnossið. Sem útgerðarmaður og kvótaeigandi valdi Magnús að sjálfsögðu fiskinn á peningnum. En nú brást kvótinn því að landvættahliðin kom upp og er því Stefán varamaður I stjórn Sparistjóðsins eitt ár að minnsta kosti. Munu þess fá dæmi að menn veljist til slíkra ábyrgðarstarfa með hlutkesti. - Almennt fögnuðu bæjarbúar þv( þegar peningalyktin loksins hvarf eftirað loðnubræðslurnarvoru búnar viðeigandi hreinsi- búnaði. En nú um páskana gaus upp hinn versti fnykur víðs vegar á Heimaey og þótti hálfu verri en sá sem fylgdi bræðslunum forðum daga. Bændur í Vestmannaeyjum voru þessa daga að dreifa áburði á tún sín, að þessu sinni ekki tilbúnum áburði heldur einhverri blöndu af hænsnaskít og öðrum efnum og lyktaði heldur ókræsilega. Ekki voru þó allir með á hreinu hvaðan lyktin kom. Góðkunningi okkar á Fréttum, Óskar á Háeyri, kom af fjöllum þegar honum var sagt að lyktin væri af áðurnefndum hænsnaskít. „Hvað eruð þið að segja,“ sagði Óskar og bætti við: „Æ, æ ég hefði þá ekki þurft að skipta svona oft um nærbuxur yfir páskana." Eg veit hvað ég vil Þann 8. apríl sl. voru sex skátar frá Vestmannaeyjum sæmdir forseta- merkinu en það er æðsta viðurkenning sem dróttskátar geta fengið. Einn úrhópi sexmenninganna er Eyjamaður vikunnar afþessu tilefni. Fullt nafn? Herdís Hermannsdóttir. Fæóingardagur og ár? 27. október 1983. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum. Menntun og starf? Nemi í FÍV. Laun? Fara eftir þörfum. Bifreið? Engin. Helsti galli? Ég er frekja. Vil fá minu framgengt. Helsti kostur? Ég er glaðlynd og veit alltafhvað ég vil. Uppáhaldsmatur? Nautafille. Versti matur? Forníslenskur matur. Uppáhaldsdrykkur? Pepsi og vatn. Uppáhaldstónlist? Allt nema sinfóniur. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að ferðast. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Man ekki eftir neinu leiðinlegu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Leggja hana I hjálparstarf I Asíu og svoleiðis. Nei, annars, ætli ég myndi ekki bara eyða henni sjálf. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég er voða lítið inni í íþróttum. Samt held ég með Arsenal en held ekki upp á neinn sérstakan. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Skáta- félaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Glæstar vonir. Uppáhaldsbók? Engin sem ég man eftir, þessa dagana eru það skólabækurnar sem eru nú ekki i sérstöku uppáhaldi. Hvað metur þú mest i fari annarra? Glaðværð. Hvað fer mest í taugarnar á þérífari annarra? Óstundvísi. Fallegasti staður sem þú hefur komió á? Vestmanna- eyjar og Skaftafell. Hve lengi ertþú búin að vera í skátunum? Ég byrjaði sjö ára. Hvað er skemmtilegast við skátastarfið? Ferðalögin. Er skátastarf líflegt í Vest- mannaeyjum? Já, virkirskátar í Vestmannaeyjum eru yfir hundrað talsins. Hættir fólk í skátunum við einhvern ákveðinn aldur? Þeir sem hætta á annað borð, gera það flestir um fermingar- aldurinn. En ég er ekkert að hætta. Eitthvað að lokum? Gleðilegt sumar. Þann 6. apríl eignuðust Hrund Gísladóttir og Guðmundur Óli Sveinsson son. Hann vó 14 merkur og var 52 cm að lengd. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir Á dófinni 4* 27. apríl Félagsfundur GV ld. 20.00 29. apríl Hjólreiðadagur Eykyndils og ^Kiwanis 29. apríl tíll . maí Nemendasýnig Steinunnar Einarsdóttur í Gallerí Áhaldahúsinu Opið 14.00- 18.00 2. maí Félagsfundur Sveinafélags Jómiðnarmanna Id. 20.00 2. maí og 4. maí Frumnómskeið Vinnueftírlits ríkisins 6. maí Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2000. Opnun Samsýningar Birgis Andréssonar, Olafs Lórus sonar og Kristjóns Guðmundssonar í Gallerí Áhaldahúsinu. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir 6. maí Stórtónleikar Samkórs Vestmanna eyja í Digraneskirkju í Reykjavík, kl. 17.00 7. maí Þjóðlagamessa í Landakirkju 27. apríl Aðalfundur Verslunarmannafélags Vestmannaeyja kl. 20.30 28. 29. og 30. maí Sundmót í lauginni 19. -20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.