Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. apríl 2000 Fréttir 9 rirliði - Hún hefur sjaldan verið betri en í vetur og átti hún sinn þátt f íslandsmeistaratitlinum INGIBJÖRG í slagnum á línunni. FYRIRLIÐINN kemur skilaboðum til sinna manna. leikurinn hafi farið tvö eitt, en Andrea skoraði sigurmarkið úr víti þegar tíminn var búinn.“ Ingibjörg segir að á þeim tíma hafi stelpumar í handboltanum verið 16 ára þegar þær gengu upp í meistaraflokk, en nú séu þær 20 til 21 árs. „A tímabili var tíminn alltaf að lengjast sem þær voru í yngri flokkunum og jafnvel talað um að það sé að eyði- leggja kvennahandboltann, vegna þess hversu seint þær skila sér í meistara- flokkinn. Þetta á kannski sérstaklega við úti á landi, þar sem litlir mögu- leikar eru á æfingaleikjum samanborið við Reykjavík þar sem lið eru að leika æfmgaleiki í hverri viku. Okkar æfingaleikir em við strákana í yngri flokkunum. Þeir em líkamlega sterk- ari en við og við eigum lítið í að dekka þá í skotlínunni. Og þeir draga ekkert af sér í þessum leikjum og reyna að lúskra á þessum kellingum," segir Ingibjörg og hlær. En styrkir það ykkur ekki enn þá meira fyrirvikið? „Þeir spila allt öðm vísi bolta, en til þess að æfa kerfi og slíkt þá er þetta allt í lagi og við emm bara að nota það sem við höfum, en þetta verður að vera svona svo að við fáum einhverja spilareynslu. Svo er það hins vegar annað mál að það er aðeins á Akureyri og Vestmannaeyjum þar sem stund- aður er kvennahandbolti utan Reykja- víkur.“ Ingibjörg segir að nokkrar breyt- ingar hafi orðið í kvennahand- boltanum frá því að hún byijaði að æfa og spila. , J>að er æft allt árið, áður fyrr var bara æft frá því í september og hætt þegar tímabilið var búið í apríl/maí. Einnig em kröfumar um betra líkamlegt form orðnar miklu meiri, enda er orðin miklu meiri harka og hraði í kvennaboltann. Aður átti kannski hvert lið eina eða tvær góðar skyttur, sem vom að skila tíu til tólf mörkum hvor, en núna er kominn maður í hverja einustu stöðu. Hins vegar hefur handboltinn alltaf verið þannig íþiótt að hún krefst mikils atgerfis, því þetta em slagsmál, en mannskapurinn er orðinn líkamlega sterkari. Það er til dæmis ekki svo langt síðan kvenfólk fór að lyfta og stunda þrekæfingar í handboltanum. Munur á æfingum, miðað við það sem var, er sá að þá var slegist og rifist, og ég man eftir því þegar ég var að bytja í meistaraflokki að það kom fyrir að einhver rauk út og skellti á eftir sér. Þetta þekkist ekki í dag. Mér finnst kannski að stelpumar í yngri flokk- unum mættu taka sér það til fyrir- myndar, en metnaðurinn hefur hins vegar alltaf verið til staðar. Þegar ég byrjaði átjáh ára gömul í meistara- flokki vom stelpumar að leggja sig hundrað og. tíu prósent fram alla æfinguna, þannig að stelpumar í yngri flokkunum mættu á staðinn.“ í Kennaraháskólann Þó að Ingibjörg hafi verið mjög upp- tekinn af handboltanum, fór hún í framhaldsnám í Kennaraháskólanum eftir að hafa lokið stúdentsprófi af viðskiptabraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. „Eg byrjaði í Kennaraháskólanum 1992 en áður fór ég sem au-pair til Boston og dvaldi þar í eitt ár. Mér fannst Boston mjög skemmtileg borg og var mjög heilluð af henni. Hún er mjög evópsk og er bæði háskólaborg og hafnarborg og fólk víðsvegar að. Mér fannst líka alltaf að Boston væri stærri útgáfa af Reykjavík, reyndar stefndi ég að því að fara í nám þama, en málin bara æxluðust þanning að ekkert varð úr því. En trúlega var það fjárhagshliðin sem varð til þess að ég hætti við, því það er rándýrt að fara í háskóla þama og ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig. Það var ekki mikið um handbolta í Ameríku, en ég spilaði þar softball sem er önnur útfærsla af baseball, nema að boltinn er stærri. Þátttaka mín í softball var hins vegar bara til gamans gerð með félögunum, en það var gaman að kynnast þessu. Eg held að ástæða þess að ég fór til Bandríkjanna hafi verið sú að mig langaði að til að breyta til. Ég var búin að fá alveg nóg af handboltanum á þessum tíma og held að ég hafi haft mjög gott af þessari ferð. Hins vegar held ég að eftir að ég kom heim hafi liðið um hálft ár áður en ég átti nokkuð í handboltann að gera héma heima og koma mér í form og fá tilfinningu fyrir boltanum." En hveming var í Kennarahá- skólanum? „Haustið eftir að ég kom að utan byijaði ég svo í skólanum og var þar í þrjú ár. Við vomm þijár frá Vest- mannaeyjum sem fómm til Reykjavíkur í nám, þar af ég og Stefí í Kennaraháskólann. En handboltinn var aldrei langt undan, því við fómm að spila með Stjömunni í Garðabæ í eitt ár. Þá bjó ég úti á Nesi og æfði með Stjömunni í Garðabænum, svo maður fór út á morgnana með íþrótta- töskuna, skólatöskuna og bananabúnt og var komin heim aftur um áttaleytið á kvöldin Það var ágætt að spila með Stjömunni og við lékum úrslitaleik í bikamum og töpuðum eftir tvífram- lengdan leik, einnig lentum við í úrslitum í Islandsmótinu. Það var hins vegar mjög gaman í Kennó. Þetta var eins og lítil ljölskylda þá, hins vegar gat maður lítið tekið þátt í félagslífinu í skólanum sem var mjög mikið, vegna þess hversu upptekinn maður var af handboltanum og auðvitað vom skólafélagar okkar orðnir pirraðir á okkur að aldrei var hægt að fá okkur með í neitt, nema kannski rétt undir vorið. Ég tala nú ekki um tvö seinni árin, þegar við spiluðum með ÍBV og fómm heim allar helgar. Við vomm þá fimm sem vomm uppi á landi, sem lékum með liðinu og vissar efasemdir um að þetta gengi. Vissulega var þetta erfitt og hellingsfóm í sambandi við námið, en vel þess virði. Við Stefí unnum mikið saman og tókum verk- efnin úr skólanum með okkur heim og unnum þau hér. Þetta krafðist smá skipulagningar og var bara spuming um að velja og hafna, en þetta hafðist allt á endanum. Við vildum heldur spila með ÍBV, en að spila með ein- hverju liði í Reykjavík." Handboltinn getur haft áhrif á sambönd Þegar þú nefnir þetta með að keppa fyrir sína heimabyggð þá er oft talað um að stelpumar endist skemur í handboltanum og jafiivel yfirleitt í íþróttum vegna þess að til skjalanna kemur riddari á hvítum hesti, sem síðan kallar á börn og buru, hvemig varmeð riddarann þinn? „Ég hef bara reynt að sameina þetta. Þetta tekur hellings tíma og kostar mikinn skilning. Auðvitað getur það verið fúlt að setja strákinn númer tvö þegar handboltinn er annars vegar, en það er einhvem veginn þannig að það sem maður tekur að sér vill maður gera vel. Þetta er bara spurning um forgangsröðun. Ég var í sambúð í sex ár, en það slitnaði upp úr því og trúlega hefur handboltinn spilað eitt- hvað inn í það. Þá var ég líka að spila með landsliðinu og allur aukatími fór í það, svo að við þroskuðumst í sitt hvora áttina, en núna hef ég verið í sambúð í hálft ár og það gengur ágætlega. En eins og ég segi, þetta er áhugamál og er hluti af manni sjálfum, sem ég hef brennandi áhuga á og maður fómar öllu fyrir það, en eftir því sem maður eldist þarf maður að leggja meira á sig.“ Fámennt lið en góðmennt Ingibjörg segir að liðið sem nú vann Islandsmeistaratitilinn sé að vísu fámennt, en á móti mjög góðmennt. „Hópurinn er lítill og við höfum ekki mátt við neinum meiðslum. Við eigum nóg af línu- og homamönnum, en höfum hins vegar verið í vand- ræðum með skyttur og ef einhver skyttan hefði dottið út í úrslitunum hefði ég ekki boðið í það. En liðið er núna mjög góð blanda góðra leik- manna.“ Hvemig hefur þinn handboltaferill verið með tilliti til meiðsla og kannski líka,hvert er hlutverk fyrirliða ? „Ég hef sloppið furðanlega vel og ekki hlotið nein stórvægileg meiðsl. Fyrirliði gegnir nokkuð veigamiklu hlutverki, en það er að peppa mann- skapinn upp og eins og fyrir leiki reynir maður að þjappa mönnum saman. Það er ekki til nein ákveðin fyrirliðatækni, en ég reyni að hamra á því jákvæða og koma einhverju skapi í liðið án þess að það fari út í illsku, eða mikla reiði. Þetta er spuming um baráttuandan; að vilja sigra, en ekki að vinna hlutina með hangandi hendi. Ég sjálf er seinþreytt til reiði, en ef sýður í mér get ég orðið mjög reið og það er ekki bara bundið við handboltann. Ég er ekkert rosalega þolinmóð en mjög metnaðarfull, og það er kannski galli að ég geri miklar kröfur til sjálfrar mín og vil þess vegna að allir í kringum mig geri það líka.“ Keppnisandinn og kennslan Nú ertu byrjuð að kenna aftur, hvemig koma þessi persónueinkenni fram í kennslunni? „Já ég byijaði að kenna aftur í des- ember síðastliðinum og ég held að keppnisandinn hjá mér fari ágætlega saman með kennslunni. Og krakk- amir tóku mér mjögvel og ekki síður eftir að við urðum Islandsmeistarar. En þeir gleyma því nú fljótt, held ég.“ Ingibjörg segir að næstu tvö til þrjú árin gætu orðið nokkuð erfíð í kvenna- handboltanum vegna þess meðal annars að enginn þriðji flokkur hefur verið í vetur. „I öðmm flokki em sex eða sjö stelpur, sem em allar að æfa með meistaraflokki. Við þurfum að vera þama nokkur ár í viðbót til að geta haldið úti meistaraflokki. Þær stelpur sem maður var að vonast til að héldu áfram hafa bara hætt, eða farið í fótboltann, en þar hefur gengið mjög vel líka. Fótboltinn hefur verið ríkjandi keppnisgrein í Eyjum og það hefur bitnað svolítið á handboltanum, en þegar vel gengur í handboltanum þá skilar það sér og við höfum fundið það núna í kvennahandboltanum. Það sem við verðum að gera er að halda vel utan um okkar fólk og fylgja þessu eftir. Núna em kröfumar til okkar líka mjög miklar, þar sem við erum Islandsmeistarar. Aframhaldandi vel- gengni byggir á því að halda sama mannskapnum og ég vona að eðlileg endumýjun verði í liðinu, og ef svo fer hef ég ekki áhyggjur. Ef alltaf er verið að byrja frá gmnni er hætt við að róðurinn verði erfiðari." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.