Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. apríl 2000
Fréttir
15
Knattspyrna: Viðtal við Tómas Inga Tómasson leikmann AGF______. .
Líkar vel hjá dönskum
TÓMAS Ingi og dóttirin Ruth.
Tómas Ingi Tómasson er einn
þeirra Eyjapeyja sem hafa haldið út
fyrir landsteinana til að stunda
atvinnumennsku í knattspyrnu.
Tommi spilaði með IBV á sínum
yngri árum, en hefur auk IBV
spilað með KR og Þrótti Reykjavík
í meistaraflokki en með þeim
síðarnefndu spilaði hann síðast
þegar hann var hér á landi 1998.
Það ár var Tommi nýkominn frá
Noregi þar sem hann hafði verið að
spila en hugur hans stefndi ekkert
frekar út í atvinnumennskuna aftur
enda maðurinn orðinn 28 ára.
ÍBV vildi mis ekki
„Þegar ég kom heim hafði ég mestan
áhuga á því að komast að hjá IBV. Ég
hafði æft með liðinu í smátíma
sumarið áður og sá að það bjó mikið í
liðinu og að liðið hefði sterkum
einstaklingum á að skipa. Ég var í
sambandi við forráðamenn IBV, en
vilji til samstarfs var ekki gagn-
kvæmur og því náði það mál ekki
lengra. KR var líka inni í myndinni,
en ég hafði ekki áhuga á að leika undir
stjóm Atla sem var að byrja með KR-
ingana. Willum Þór, þjálfari Þróttar í
Reykjavík, hafði samband við mig og
bauð mér að koma að kíkja á aðstæður
sem ég gerði. Ég vildi hins vegar
komast að hjá liði sem ætti raunhæfan
möguleika á að vera í toppbaráttunni
og var því ekkert allt of spenntur en
Willum hringdi nokkmm sinnum í
mig og lét mig ftnna fyrir því að ég
væri velkominn þangað. Ég ákvað í
framhaldi af því að slá til og gera
samning við Þrótt Reykjavík og spila
með þeim þetta tímabil. Fótboltalega
átti ég frábært sumar og ég verð að
segja það að það var gott að sýna þeim
mönnum, sem ekki höfðu trú á mér
fyrir tímabilið, að ég ætti enn nokkur
góð ár eftir,“ sagði Tommi.
Átti ekki von á að fara aftur út
„Þegar við komum heim frá Noregi á
sínum tíma áttum við alls ekki von á
því að fara aftur út enda var ég þama
28 ára gamall og lið úti em ekki bein-
línis á höttunum eftir 28 ára gömlum
íslenskum sóknarmönnum. En mér
gekk rosalega vel héma heima, varð
næstmarkahæstur í mótinu ásamt því
að spila vel og fljótlega fékk ég
nokkur tilboð sem hljómuðu ágætlega.
Við ákváðum því að fara út til
Eyjaliðin tvö í karlaboltanum, ÍBV
og KFS mættust á malarvellinum
síðastliðinn laugardag í deildar-
bikarkeppninni en þetta var síðasti
leikur liðanna í riðlakeppninni og
skipti ekki sköpum um hvort Iiðin
kæmust áfram eða ekki.
Eins og flestir vita er malar-
völlurinn nánast óhæfur fyrir knatt-
spymuleiki en þrátt fyrir það sýndu
bæði lið oft ágætis tilþrif. IBV var þó
betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi í
leikhléi með tveimur mörkum þeirra
Bjama Geirs Viðarssonar og Gunnars
Heiðars Þorvaldssonar, en mark
Gunnars var einkar glæsilegt þar sem
hann plataði alla vamarmenn KFS
upp úr skónum með einni gabb-
hreyfingu og eftirleikurinn var honum
auðveldur.
Danmerkur og ég gekk til liðs við
AGF. Ég fékk reyndar nokkur önnur
tilboð, bæði frá öðmm liðum á
Norðurlöndunum og svo frá öðmm
löndum eins og t.d. Hollandi, Belgíu,
Italíu og Kína, en það varð reyndar
ekkert úr þessum tveimur síðast-
nefndu, en óneitanlega hefði getað
verið mikið ævintýri að fara þvert yfir
hnöttinn og spila fótbolta. En AGF
varð fyrir valinu og ég hef ekki ennþá
séð eftir því. Reyndar gengur liðinu
ekkert allt of vel um þessar mundir, en
við emm í sætinu fyrir ofan fallsætið
þegar sjö umferðir eru eftir þannig að
við emm að beijast fyrir tilvemrétti
liðsins í efstu deild.“
AGF sr fornfræsur klúbbur
En hvemig félag er AGF? „Klúbb-
urinn er annar stærsti klúbbur
Danmerkur. Hann er staðsettur í
Arósum, sem er næststærsta borg
Danmerkur með um 260 þúsund íbúa
á svæðinu. Völlurinn, sem félagið á,
tekur um 16 þúsund manns, þar af sjö
I seinni hálfleik sótti KFS í sig
veðrið en IBV hafði þó áfram
undirtökin. Stefán Bragason minnk-
aði muninn fyrir KFS með góðu skoti
og þar við sat, 2 - 1 fyrir ÍB V í fyrstu
opinbem viðureign milli tveggja
meistaraflokksliða úr Vestmanna-
eyjum í langan tíma.
í 16-liða úrslitum dróst ÍBV gegn
liði Víkings en ekki er enn búið að
ákveða með leikstað eða leikdag, en
líklega verður leikið 1. maí. Ef ÍBV
vinnur Víking þá mun liðið mæta
sigurvegara úr viðureign IA og Fylkis
og ef IBV sigrar þar þá mun ÍBV
mæta annað hvort Dalvík eða FH, eða
Val eða Tindastól. Úrslitaleikur
deildarbikarsins verður 13. maí.
þúsund í sæti en eins og gengið hefur
verið að undanfömu þá hafa aðeins
um fimm þúsund manns mætt að
meðaltali á leikina hjá okkur. Fyrir
svona Ijómm ámm vom hins vegar að
meðaltali tíu þúsund manns á hveijum
leik en stjóm félagsins missti tökin á
rekstrinum og gerði alveg hræðileg
mistök sem félagið er enn að vinna sig
útúr.
Það var árið 1996 sem félaginu
gekk allt í haginn, AGF endaði
tímabilið í öðm sæti og vann bikarinn,
en stjómarmenn gleymdu hreinlega að
semja við sína bestu leikmenn og 6 - 7
þeirra hurfu á braut án þess að félagið
fengi svo mikið sem eina krónu fyrir
þá. Síðan þá hefur leiðin legið niður á
við, bæði á vellinum sem og rekstrar-
lega. Svo hefur AGF tekið dálitla
áhættu í leikmannakaupum, eins og
með mig en sumir hafa staðið sig.
Leikmannahópurinn er nokkuð stór,
30 Ieikmenn, ungir og efnilegir leik-
menn sem em að koma upp úr yngri
flokkum félagsins og á tímabili voru
þrettán leikmenn um tvær framherja-
stöður þannig að þetta hefur ekkert
verið auðvelt. En ég hef nú samt sem
áður verið að spila töluvert, meira
frekar en minna og þegar ég hef verið
laus við meiðsli er ég í það minnsta í
hópnum."
Líðurvel úti
En hvemig hefur gengið að aðlagast
dönskum lifnaðarháttum?
„Það hefur gengið mjög vel. Við
búum héma þrjú, ég, unnusta mín
Helga Lund og dóttir okkar Ruth sem
er ijögurra og hálfs árs og er orðin ansi
dönsk. En Helga er í arkitektaskóla og
við búum héma rétt við bæinn. Ég er
ekki nema svona fimm mínútur á
völlinn og tíu mínútur niður í bæ og
okkur líður mjög vel héma. Ég er
með þriggja ára samning við félagið
semrennurútídesember2001. Hvað
tekur við þá veit maður ekki. Það er
nýr þjálfari að taka við liðinu, gamli
þjálfarinn var látinn fara fyrir loka-
átökin og tveir taka við út tímabilið.
Svo á næsta tímabili tekur enn annar
þjálfari við þannig að maður veit
ekkert um framtíð sína hjá félaginu.
En ég sit ekki auðum höndum, ég er á
leiðinni á þjálfaranámskeið og ætla að
ljúka hæsta þjálfarastiginu héma úti,
en atvinnuknattspymumenn sleppa
við að taka fyrstu fjögur stigin. Svo
hef ég einnig lokið nuddnámi þannig
að ég hef að öðm að snúa ef málin
þróast þannig, en auðvitað langar
mann að vera héma lengur og ég
stefni að sjálfsögðu á það. En fyrst
ætla ég að klára tímabilið núna, ná
mér af þessum meiðslum sem hafa
verið að hrjá mig að undanfömu og
klára með stæl. Hitt skýrist- svo af
sjálfu sér, “ sagði Tommi að lokum
og bað fyrir kveðju heim.
Vinnudagur GV
1. maí
Undanfarin ár hafa félagar í GV
haft fyrir reglu að mæta til vinnu
við golfvöllinn þann 1. maí. Að
þessu sinni verður engin breyting á.
Hafist verður handa kl. 10 um
morguninn og unnið dl kl. 16 en þá
verður slegið upp grillveislu. Unnið
verður við hreinsun vallarins auk
lagfæringa á glompum og annars
sem til fellur. Klúbbfélagar vinna í
hópum þar sem hver hópur fær
úthlutað ákveðinni braut. Að þessu
sinni verður aðalverkið við nýja
vatnstorfæru eða tjörn sem verið er
að koma fyrir framan við flötina á
18. braut. Félagar em beðnir að
hafa meðferðis stunguskóflur og
hrífur. Rétt er að taka fram að
völlurinn verður lokaður fyrir spila-
mennsku þennan dag þar til vinnu
erlokið.
Mótaskrá GV komin
Búið er að ákveða niðurröðun á
mótum Golfklúbbs Vestmannaeyja
í sumar. Þar ber hæst Norðurlanda-
módð sem haldið verður hér dagana
26.-29. júlí. Þá verður Sveitakeppni
GSÍ15 ára og yngri haldin hér 20.-
23. júní og Landsmót 35 ára dagana
30. ágúst dl 2. sept. Golfævintýrið
verður 3.-7. júlí. Fimm opin mót
verða hér í sumar, Net og
Hampiðjumótið, Flugfélags íslands
mótið, Cantat 3 módð og Sjómanna
og útvegsmannamótið. Dagskráin
er þéttskipuð um nær hverja helgi
fram til 7. október, aðeins þjóð-
hátíðarhelgin sem fellur úr.
Páskamót GV
Mjög góð þátltaka var í fyrsta
golfmód ársins sem haldið er
utanhúss hjá GV. Alls tóku 44 þátt
í Páskamótinu sem fram fór á
páskadag í blíðuveðri.
Þetta var liðakeppni með forgjöf
þar sem tveir kepptu saman og
sameiginleg forgjöf látin gilda.
Þessi lið unnu dl verðlauna:
1. Ásgeir Þorv.-Snoni Gests. 63 h
2. Sigurgeir J.-Katrín Magn. 64 h
3. ÞórðurS.-Sigursveinn Þ. 64 h
Verðlaun vom í formi páskaeggja
eins og sæmir á páskum.
Flaggakeppni á
laugardag
Nk. laugardag verður Flagga-
keppnin haldin hjá GV og hefst
keppnin kl. 11. Fyrirkomulag
þeirrar keppni er þannig að hver
keppandi leikur þar til höggaljölda
hans með forgjöf er náð, þar stíngur
hann niður flaggi sínu og sigrar sá
er lengst kemst.
Misnotuðu 5 víti
Stelpurnar í 2. flokki ÍBV í hand-
boltanum mættu KA í átta liða
úrslitum bikarkeppninnar á þriðju-
daginn. Eyjastúlkur vom greinilega
ekki búnar að ná sér eftir slúttíð því
þær töpuðu með einu marki, 24 - 25
í framlengdum leik.
IBV hafði heldur frumkvæði í
leiknum en staðan í hálfleik var 9 -
9. í seinni hálfleik hélt ÍBV frum-
kvæðinu en norðanstúlkum tókst að
knýja fram framlengingu en staðan
að loknum venjulegum leiktíma var
19 - 19. ÍBV misnotaði 5 víti í
leiknum.
Markahæstar hjá ÍBV voru Guð-
björg, Hind og Bjamý með 6 mörk.
Handbolti: Sparisjóðsmótið í Eyjum
180 keppendur mæta
Nú um næstu helgi, dagana 28.-30. apríl, verður hér í Eyjum fjölmennt
handknattleiksmót fyrir 6. flokk stúlkna sem eru á aldrinum níu til ellefu
ára.
Níu félög hafa tilkynnt þátttöku í mótinu en samtals senda þau 27 lið í rnótið.
Þátttakendur verða því í kringum 180 auk farastjóra og þjálfara. Sparisjóðurinn
í Vestmannaeyjum er aðalstyrktaraðili mótsins og kemur veglega að því. Hægt
verður að fylgjast með úrslitum leikja á heimasíðu handknattleiksdeildar ÍBV
sem er http://www.ibv.is/handbolti Foreldrar og aðrir eru hvattir til að koma og
hvetja sín lið til dáða.
Knattspyrna: Deildarbikarinn
ÍBV komst áfram