Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 10
10 Frcttir Fimmtudagur 27. júlí 2000 Sauðir og menn MEIRIHLUTI tómstundabænda í Eyjum hefur öll sín mál í besta lagi, aftur á móti líða þeir fyrir trassahátt hinna sem hvorki hafa nennu né getu til að hafa sitt fé innan girðingar. Á undantörnum árum hefur rammt kveðið að því að sauðfé hefur gengið laust á Heimaey, þó svo að slíkt sé ólöglegt. Aðallega er það fé á norðvestursvæði eyjar- innar, Dalfjalli, Há og Klifi, sem farið hefur framhjá girðingum eða gegnum þær og gert mörgum lífið leitt. í kjölfar jarðskjálftanna, þann 17. og 21. júní, hefur svo keyrt um þverbak í þessum málum. Þær girðingar, sem áður héldu fénu illa, skemmdust verulega af grjóthruni og hefur féð síðan átt greiða leið á þá staði sem því þóknast. Fjárbændur hafa haft sér til málsbóta að afleiðingar skjálftanna séu ekki þeirra sök og þeir geti ekkert gert í málinu. Áhöld munu um hverjum beri að bæta skaðann á girðingunum eða hvort bændur skuli bera hann sjálfir. Skýr ákvæði í lögum í lögum um búfjárhald, frá 1991, segir að sveitarstjómum sé heimilt, til að koma í veg fyrir ágang búfjár, að ákveða að eigendum búfjár sé skylt að hafa það í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta þess. Rest, ef ekki öll sveitar- félög á landinu, munu hafa sett slíkar reglur, þar á meðal Vestmanna- eyjabær. I sömu lögum segir að um- sjónarmaður jarðeigna og dýraeftirlits skuli láta handsama og taka í vörslu bæjarins búfé, sem látið er ganga laust í bænum, gagnstætt fyrirmælum samþykktar. Ennfremur geta þeir sem fyrir ágangi verða, látið handsama ágangsfénað en þeir skulu skýra um- sjónarmanni jarðeigna og dýraeftirlits frá því tafarlaust. Eigendum slíks fénaðar ber að greiða allan kostnað sem af slíku leiðir og má láta selja búfénaðinn á opinberu uppboði til lúkningar kostnaðinum, verði fénað- urinn ekki leystur út innan sólarhrings. Enginn umsjónarmaður Gallinn við þetta kerfi og þessi lög, að því er snýr að Vestmannaeyingum, er að hér er enginn umsjónarmaður jarð- eigna og dýraeftirlits, a.m.k. ekki ennþá. Lögregla hefur lýst því yfir að þeim beri ekki að eltast við lausa- göngufé enda segir hvergi í lögunum að það sé hennar hlutverk. Meðan ekki er sérstakur umsjónarmaður af hálfu sveitarfélagsins, geta fjáreig- endur því í raun farið sínu fram eins og því miður hefur verið raunin á með suma þeirra. Ráðamenn bæjarins munu hafa fullan hug á að úr þessu verði bætt og umsjónarmaður verði ráðinn til að taka af allan vafa í þessum málum. Þau mál munu vera í athugun í nefndakerfi bæjarins. Leyfi til búfjárhalds Á Akureyri hafa þessi mál verið tekin föstum tökum. Þar fær enginn leyfi til búíjárhalds innan lögsagnarumdæmis Akureyrar nema með sérstöku leyfi bæjarstjómar. Þessi mál heyra þar undir umhverfisdeild. í reglugerð Akureyrarbæjar tekur slíkt búfjárhald til nautgripa, hrossa, svína, sauðljár, geita og alifugla. Þeir sem fá leyfi til búíjárhalds greiða fyrir það, ýmist ákveðna upphæð fyrir hvem grip eða fast gjald fyrir hvert leyfi. Skýrt er tekið fram að leyfishafi skuli hafa búféð í öruggri vörslu og beri hann ábyrgð á öllu því tjóni sem það kann að valda. Sé brotið gegn reglugerðinni má afturkalla leyfið og getur þá umsjónarmaður jarðeigna og dýraeftirlits (sem er til staðar á Akureyri) hlutast til um að búféð sé tekið úr vörslu eiganda og heimilt að selja það á opinberu uppboði eða slátra því. Bærinn leigir út beitiland Umhverfisdeild Akureyrarbæjar hefur einnig á sinni könnu útleigu beiti- landa. Leigðar em út spildur sem em um einn hektari að stærð og er ársleiga fyrir slíka spildu 4700 kr. Alls hefur bærirrn yfir að ráða 44 slíkum spildum og þyrfti fleiri til að anna eftirspum. Akureyrarbær á girðingar á landinu en viðhald þeirra er í umsjá leigu- takans og tekið fram í leigusamningi að honum sé skylt að hafa þær heldar. Þá er leigutökum skylt að hreinsa svæðið eftir þörfum, a.m.k. einu sinni áári. Enginn þykist ábyrgur Nokkrar vonir eru bundnar við að ráðning umsjónarmanns jarðeigna og dýraeftirlits í Vestmannaeyjum kunni að leysa eitthvað af þeim vandamálum sem upp hafa komið vegna lausa- göngu búfjár. Hingað til hefur hver bent á annan og enginn talið sig bera ábyrgðina. Á meðan hefur féð unað hag sínum hið besta og eigendur þess kært sig kollótta. Rétt er að taka fram að meirihluti tómstundabænda í Eyjum hefur öll sín mál í besta lagi, aftur á móti líða þeir fyrir trassahátt hinna sem hvorki hafa nennu né getu til að hafa sitt fé innan girðingar. í augum almennings em allir rollukarlar settir undir sama hatt og dæmdir eftir þeim sem hafa sitt fé á flakki um alla eyju. Engin leyfi í Eyjum Mál þeirra sauðbænda, sem átt hafa sitt fé í Dalfjalli og Há, hafa nú verið leyst tímabundið með aðstoð bæjarins sem útvegaði þeim land suður á eyju. Enn gengur þó fé laust í Herjólfsdal og nágrenni og gæti orðið vont mál þegar fyrir dymm stendur Norður- landamót í golfi og svo sjálf þjóðhátíðin. Sauðfé á lítið erindi á slíkar uppákomur. Hallgrímur Tryggvason, formaður landnytjanefndar, er sá sem hvað mest hefur mætt á í búíjármálum. Hann segist hafa heyrt af því skipulagi sem við haft er á Akureyri og segir að ýmsum hafi litist vel á það. Þó sé spuming hvort það kerfi henti í Vestmannaeyjum. Hallgrímur segist ekki vita til þess að sótt hafi verið um leyfi til búfjárhalds í Eyjum, alla vega ekki síðan hann tók sæti í land- nytjanefnd (Reyndar munu tveir aðilar hafa sótt um leyfi til að hefja nautgriparækt en talað fyrir daufum eymm sem er önnur saga). Þá munu búfjáreigendur ekki greiða fyrir afnot af beitilandi í Vestmannaeyjum. Hallgrímur segireinnig að til standi að ráða umsjónarmann með þessum málum og hafi helst verið rætt um að sameina það starfi garðyrkjustjóra. Sigurg. SAL00N UtiiárHtfmu Það bar ekki annað hærra í skemmtanalífí helgarinnar en Sumarstúlkukenpnina bar sem Lilia Biiirsi Arnsrímsdóttir stóð EIFf UNGU mennirnir í sýningunnu stóðu sig frábærlega, Gústaf, Ivar, Bjarki og Davíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.