Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 27. júlí 2000 Fréttir Landssímadeild karla: IBV 1 - IA0 ■■■ Gömlu mennirnir björg uðu heiðri Eyjamanna Á laugardag fór fram stórlcikur fyrrum stórvelda íslenskrar knatt- spyrnu þegar IBV tók á móti IA á Hásteinsvelli. Bæði lið hafa átt við svipuð vandamál að stríða, góður alhliða leikur sem skilar þó kannski litlum árangri og fáum mörkum. Það var því kannski ekki búist við mikilli markaveislu enda slíkt ekki oft upp á teningnum í viðureignum þcssara liða síðustu ár. Hlynur Stefánsson fyrirliði og aftasti maður liðsins skoraði sigurmarkið, annan leikinn í röð. Þetta mark Hlyns og frábær markvarsla Birkis Kristins- sonar tryggðu IBV 1-0 sigur í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var, eru ánægjuleg úrslit og kannski að heppnin sé gengin í lið með IBV. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi. Skagamenn byijuðu þó betur, voru meira með boltann og áttu hættulegan skalla sem vamarmenn vörðu á línu. Ingi átti svo ágætt skot úr vítateig sem Skagamenn vörðu á línu. Skagamenn skoruðu undir lok fyrri hálfleiks, en boltinn breytti um stefhu á sóknarmanni sem var réttilega dæmdur rangstæður. Staðan því í hálfleik 0-0 og ljóst að ÍBV þurfti að bjóða áhorfendum upp á meiri baráttu leikmanna en í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var með svipuðu sniði og sá fyrri. ÍBV var þó betri aðilinn og barátta leikmanna skilaði nokkrum ágætis færum. Hlynur átti m.a. þrumuskot í stöng en heppnin var ekki með honum í þetta skiptið. Skagamenn sóttu hins vegar hratt upp og skapaðist nokkrum sinnum hætta við mark ÍBV, en Birkir Kristinsson áttí stórleik og varði það sem á markið kom. Hlynur skoraði svo sigurmark- ið eftir ágæta homspymu Baldurs Bragasonar, sem hafði komið inn á sem varamaður. ÍBV hélt sínum hlut án teljandi vandræða. í IBV vantaði tvo leikmenn, þá Kjartan Antonsson, einn af betri mönnum liðsins í sumar og svo Tómas Inga Tómasson en eflaust hefði sóknarleikur IB V verið á öðmm nótum ef hans hefði spilað. Páll Almarsson kom inn í liðið fyrir Kjartan, leysti verkefnið með ágætum en átti í vandræðum með að koma boltanum á samheija og tefldi oft á tæpasta vað. Sláandi var hins vegar frammistaða útlendinganna tveggja, þeirra Momirs og Gorans en þeir komust engan veginn í takt við leikinn og fyrir vikið átti ÍBV ávallt í erfiðleikum á miðjunni þrátt fyrir ágætan leik Hjalta Jónssonar. Leikurinn var hins vegar lýsandi dæmi um knattspymuna sem boðið er upp á í Landssímadeild karla í sumar, góður og traustur vamarleikur en fátt um fína drættí í sóknarleik. Kristinn Jónsson var ánægður með stigin eftir leikinn. „Þetta var bardaga- sigur. Þetta var erfiður og jafn leikur enda átti maður alltaf von á því. Bæði hð þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að koma sér upp í þessa efri grúppu sem trónir við toppinn í deildinni og losna frá því að lenda í hópi neðstu liða. Þetta var kannski ekkert besti fótboltaleikur sem maður hefur séð en bæði lið fengu sín færi þannig að skemmtanagildi leiksins var kannski mikið.“ Tveir sigurleikir í röð, er liðið komið á beinu brautina? „Við emm að vona það, maður hefur kannski sagt það áður en mér finnst liðið hafi verið á uppleið alveg síðan í KR-leiknum. Þó við höfum tapað fyrir Grindavík í millitíðinni, þá var sá leikur bara jafn eins og þessi leikur og gat alveg eins endað með okkar sigri eins og þeirra. Næsti leikur hjá okkur er gegn Stjömunni og það verður erfiður leikur en ég lofa því að við munum ekki vanmeta liðið enda em þeir að beijast fyrir lífi sínu í deildinni," sagði Kristinn eftir leikinn. ÍBV 1 - ÍA 0 ÍBV spilaði Ieikkerfið 4-4-2: Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Páll Almarsson, Hlynur Stefánsson, Bjami Geir Viðarsson, Momir Mileta, Goran Aleksic, Hjalti Jónsson, Ingi Sigurðsson, Jóhann MöIIer, Steingrimur Jóhannesson. Varamaður sem kom inn á: Baldur Bragason Mark ÍBV: Hlynur Stefánsson. Undanúrslit Bikarkeppni kvenna: fBV 0 - Breiðablik 1 Konurnar eisa betra skilið ÍBV tók á móti Breiðabliki í undanúrslitum Coca Cola bikar- keppni kvenna á Hásteinsvelli sfðastliðinn sunnudag. Leikurinn var mikill rokleikur og án efa hefði leik karlaliða verið frestað við sömu aðstæður. En þrátt fyrir rokið fór leikurinn fram og náðu liðin að sýna ótrúlega góð tilþrif miðað við aðstæður. Blikarnir nýttu sér reynslu sína og lönduðu sigri sínum með frekar ódýru marki í fyrri hálfleik. ÍBV lék undan vindi í íyrri hálfleik. Liðið náði þó ekki að nýta sér með- byrinn og náði ekki afgerandi yfirburðum á vellinum. Elena Einis- dóttir átti þó að fá vítaspymu dæmda eftir tíu mínútna leik en afleitur dómari leiksins opinberaði kunnáttu- leysi sitt í knattspymuíræðunum með því að dæma ekki. Aftur var dóm- arinn í sviðsljósinu þegar markvörður Breiðabliks tók markspymu, vindur- inn feykti boltanum tíl baka í áttina til hennar og hún tók boltann upp án þess að nokkur annar á vellinum hefði komið við hann. Dómarinn sá ekki ástæðu til þess að dæma og vom áhorfendur allt annað en ánægðir með það. Upp úr þessu bmnuðu gestimir í sókn og skomðu sigurmarkið á frekar ódýran hátt. Seinni hálfleikur var mjög erfiður fyrir ÍBV enda spilað á móti rokinu. Þrátt íyrir það sóttu stelpumar nokkuð síðustu tíu mínútumar og vom nálægt því að skora en Kelly Shimmin skaut yfir úr upplögðu færi. Leikurinn rann sitt skeið og endaði með 0-1 tapi ÍBV. Leikmenn IBV hefðu átt að nýta sér vindinn í fyrri hálfleik og skjóta meira á markið. Til marks um skort á áræðni stelpnanna þá eiga þær aðeins fjögur skot á mark gestanna í fyrri hálfleik, þar af aðeins eitt langskot. Vindurinn var reyndar það sterkur að líklega var ekkert betra að spila með hann í bakið en þrátt fyrir það þá náðu leikmenn ÍBV að sýna ágætís spil sín á milli. Tapið á sunnudaginn var sárt en lið gestanna virtist líkamlega sterkara og Breiðablik er án efa besta kvennaliðið í dag. Kvennaknattspymu hefur fleygt mikið fram undanfarin ár og konumar hljóta að eiga betri dómgæslu skihð en KSI bauð þeim upp á þessum leik. AÐSTÆÐUR voru mjög erfiðar í leiknum, austan rok sem gerði leikmönnum ómögulegt að hemja boltann. Hér er Petra að halda boltanum fyrir Sigríði Ásu sem tekur útsparkið. Knattspyrna yngri flokkar: Zeljko Sankovic þjálfari 4. flokks karla Vantar heila kynslóð inn í fótboltann Lið fjórða flokks ÍBV hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu og því miður fyrir slakan árangur. Mikið hefur verið rætt um stór töp flokksins enda hafa tölurnar oft verið á annan tuginn sem er eitt- hvað sem Eyjamenn eiga ekki að venjast. Zeljko Sankovic yfir- þjálfari yngri flokka IBV og þjálfari 4. flokks sagði í samtali við Fréttir að um gamalt vandamál væri að ræða. „Einhvers staðar fyrir noklaum ámm hefúr tapast heil kynslóð af strákum í fótboltanum. Þessu eru bæði íjórði og þriðji flokkur að kynnast núna enda eru flokkamir mjög fámennir. Sem dæmi má nefna að í íjórða flokki í fyrra voru aðeins þrír leikmenn á elsta ári. Upp í annan flokk gekk svo ljöldinn allur af strákum, en aðeins þessir þrír gengu upp í þriðja flokk. Sama vandamál er í fjórða flokki og jafnvel fimmta flokki lfka. Þegar ég kom hingað vildi ég vinna í þessu og gera þá sem fyrir voru að betri leikmönnum. Ég vildi hafa allt að 6-7 æfingar á viku, en foreldrum og öðrum sem við kom málið þótti það of mikið og ég hef verið skikkaður til að fækka æfingum. Ástæður lélegs gengis flokkana eru margþættar en eitt af vandamálum er hversu erfitt er fyrir okkur að fá æfingaleiki, skiljanlega sökum legu Eyjanna, en á meðan við spilum 4-5 æfingaleiki við stelpumar þá em jafnaldrar þeirra að spila 15-20 æfingaleiki við jafnaldra sína. Ég reyni hins vegar að horfa ekki eins mikið í úrslit einstaka leikja, heldur vil ég gera góða knattspymumenn úr þeim sem æfa vel og reglulega. Það þýðir að oft er kannski bestí maðurinn í stöðu sem nýtist liðinu kannski ekki nógu vel, en nýtist honum hins vegar í framtíðinni. Einnig hef ég lagt áherslu á góða samvinnu við handboltann. Ég er hins vegar tilbúinn í að vinna með krakkana en búast má við að á næstu ámm verði árangur 3. og 2. flokks í lélegri kantínum,“ sagði Zeljko. Liðssfyrkur til Islandsmeistaranna Eins og fram hefur komið hefur Hind Hannesdóttir ákveðið að flytja til Reykjavikur og spila þar hand- bolta. Hópurinn í fyrra var mjög þunnskipaður og því fór hand- knattleiksráð á stúfana í þeirri viðleitni að styrkja hópinn, enda munu sænsku leikmennimir tveir, Anita og Mette ekki koma aftur til liðsins á komandi tímabili. Tveir leikmenn hafa nújjegar ákveðið að ganga tíl liðs við IB V, en báðar em þær ungar og mjög efnilegar stelpur. Ingibjörg Yr Jóhannsdóttir kemur frá ÍR en hún er rétthent skytta og er á tvítugsaldri. Hinn leikmaðurinn er Hafdís Hinriks- dóttir, systir Hjartar sem lék með ÍBV fyrir tveimur árum. Hún er örvhent og getur bæði spilað í homi og í skyttuhlutverki. Þorvarður Þorvaldsson í handknattleiksráði sagði að ráðið væri að leita að erlendum leikmanni, en sú sem þau höfðu í sigtinu hætti við á síðustu stundu sem setur allt á byrjunarreit. Þrátt fyrir það þá sagði Þorvarður að liðið væri í góðum gír og menn væm bjartsýnir á framhaldið. Þess má geta að ÍBV tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða og mun fyrri leikurinn líklega fara fram í byrjun október, en ekki hefur enn verið dregið um hverjir mótherjar ÍBV verða. Heimir hættir eftir tímabilið Heimir Hallgrímsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna, hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir þetta tímabil. Heimir sagði í samtali við Fréttir að hann hafi verið búinn að taka ákvörðun um málið fyrir löngu, þannig að tapið fyrir Breiðablik í bikamum hafði ekkert með málið að gera. Magnús ráðinn til ÍBV-íþróttafélags Magnús Sigurðsson, knattspymu- kappi, hefur verið ráðinn til starfa hjá aðalstjóm ÍBV. Starfsheitið er framkvæmdastjóri aðalstjómar ÍBV og mun hann að miklu leyti sjá um starfsemi yngri flokka ÍBV, bæði knattspymu og handknattleik ásamt því að sinna ýmsum tilfallandi verk- efnum. Framundan Fimmtudagur 27. júlí Kl. 18.OOIBV-KR3.fi. karla Föstudagur 28. júlí Kl. 20.00 ÍBV-Stjaman 2.fl. kvenna Kl. 20.00 ÍH-KFS Laugardagur 29. júlí Bikar 2.11. karla Kl. 14.00 ÍBV-Valur3.fl. kvenna Sunnudagur 30. júlí Kl. 20.00 ÍBV-Fram Landssíma- deild karla Þriðjudagur 1. ágúst Kl. 20.00 IBV-ÍA 2.fl.karla Miðvikudagur 2. ágúst Kl. 20.00 KFS-ReynirS. Kl. 20.00 Valur-ÍBV 2.fl. karla Úrslit leikja 4. flokks um helgina Fjölnir-ÍBV 7-3 í A-liðum Fjölnir-ÍBV 4-2 í B-liðum Fram-ÍBV 12-OÍA-liðum Fram-ÍBV 10-1 íB-liðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.