Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 27. júlí 2000 Alltaf ögrandí að takast á við óvissuna í steininum segir Benthe Norheim sem gerir skírnarfontinn í stafkirkjuna Norska listakonan Marit Benthe Norheim hefur verið fengin til þess að gera skímarfont í stafkirkjuna sem vígja á næstkomandi sunnudag. Benthe tók þátt í myndlistarverkefniu „Hraun og menn“ í Eyjum í fyrra og var þess þá farið á leit við hana að hún gerði skímafontinn í stafkirkjuna. Tók hún vel í hugmyndina og hefur unnið að gerð lágmyndar á fontinn á lóð Áhaldahússins undanfarna daga. Benthe segir að hún hafi haft góðan tíma til að velta fyrir sér hugmyndum að fontinum og að hún hafi getað gengið beinl til verks um leið og hún hafði fundið stein sem hentaði hugmyndinni. „Ég var beðin um að gera þetta verk þegar ég var í Eyjum í fyrra og hef því haft góðan tíma til þess að hugsa um verkið heima, enda vildi ég standa klár að því þegar ég kæmi til Eyja að vinna verkið." Fonturinn er úr blágrýti (basalti) en það var Kristinn Pálsson, starfsmaður Ahaldahússins og annálaður grjót- hleðslumeistari í Eyjum, sem fann steininn en hann var um 400 kg, einn metri á hæð og 40 cm á kant þegar Benthe hóf að höggva í hann. „Ég sá steininn fyrir utan kofann þar sem gijótmölunin er austur á hrauni,“ sagði Benthe. „Og Kristinn gaf góðfúslegt leyfi til þess að ég fengi að nota steininn í skímarfontinn.“ Benthe segir að í fyrstu haft hún haft í huga að byggja myndefnið á kristnum táknum sem tengjast skíminni. „En á síðari stigum langaði mig að opna og víkka út tákngildi verksins svo að fólk gæti lesið merkingu þess án þess endilega að vera sérhæft í táknmáli kristninnar. Það er líka meira í anda minna eigin vinnubragða að verk mín séu opin og aðgengileg.“ Benthe segir að á miðöldum hafi trúarleg myndlist verið mjög skýr og opin. „Það var hægt að meðtaka hana nánast hvar sem var. Táknmerking og skilaboð slíkra mynda vom einnig mjög skýr innan hins auðuga og frjóa táknkerfís kirkjunnar, sem ég hef lengi verið heilluð af. Þetta er það sem ég velti fyrir mér þegar hugmyndin var Kristur breiðir faðm sinn mót hverjum þeim er skírist í stafkirkjunni Mannlífsflóran brýst úr úr steininum. Til vinstri má sjá hönd Krists eins og reyndar í öðrum kirkjum líka. leggjast á öxl einnar persónunnar. að mótast hjá mér. Svo vaknaði ég eina nótt og sá fontinn fyrir mér nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann. Ég fór síðan að gera skissur að fontinum og máta þær við stein sem hentaði en ég hafði reyndar ekki séð. Ég hafði hins vegar meira eða minna góða hugmynd um hvemig myndin ætti að líta út og steinninn sem ég fékk til að vinna í er mjög nærri hugmynd- um mínum. Ég vissi því að hverju ég ætti að leita.“ Benthe segir að fonturinn sem slíkur sé í hefðbundnum anda. „Myndefnið á hliðum fontsins er af standandi fólki, sem myndar hring um fontinn og nær tengingu við mynd Krists sem er á einu homi hans. Af hverju fólk? Jú það opnar marga túlkunarmöguleika. Það getur staðið fyrir mannkynið, eða hvaða einstaklinga sem er, eins og til vemdar baminu sem á að skírast. En einnig fólk sem er leitandi í óræðri framtíð. Ég vil samt að það komi fram að fólkið sem ég móta er fyrir mér ekki einhver óræður massi heldur vil ég undirstrika einstaklingseðli og einstaklingseinkenni þess. Þannig verða tengslin á milli persónanna í verkinu einnig mjög mikilvæg, því hver og ein segir sína persónulegu sögu. Þetta er eins og að frysta hluta af líft einstakra persóna, til að mynda er ein kvenpersónan ólétt. Allt er þetta hluti af vitund mannsins og lífi bamsins sem það á eftir að verða hluti af. Margir þessara einstaklinga sem em myndefni á fontinum vaxa líka út úr formi steinsins og takmarkast um leið af honum, en það er alltaf gaman að glíma við óvissuna sem felst í því." Benthe segir að hún haft í upphaft ekki ætlað að hafa mynd Krists á fontinum. „Það vantaði neðan á steininn á einu homi hans, svo að ég hélt að ég yrði að taka af honum sem nam þessu broti, en þegar ég fór að skoða form þess sem vantaði varð mér hugsað til grafarinnar sem Kristur var lagður í og upprisu hans. Kristur réttir hendumar út frá hliðunum, sem er eins og allt um lykjandi faðmur hans, en um leið krossfestingarmynd án krossins. Mynd hans á fontinum er því mögulega þrefaldrar merkingar og felur í sér bæði krossfestinguna, upprisuna og allt um lykjandi góðvild hans og faðm. Hendur Krists ná einnig að snerta persónumar sitt hvom megin við hann, sem ljúka hringformi myndarinnar á fontinum og má túlka sem blessun Krists og um leið er hann hluti þess hrings sem lífið kannski er, þó að tákngildi hans sé ólíkt öðram persónum lágmyndarinnar. Auðvitað verður tenging við kristnina sterkari með því að hafa mynd Krists á fontinum, heldur en ekki. En ég vil undirstrika þátt upprisunnar í túlkun myndarinnar og Krists sem frelsara og gleðigjafa.“ Benthe segir að hún haft viljað búa til persónulega Kristsmynd. „En auð- vitað mun hún eiga samræður við fólk á ólíkan hátt með ólíkan bakgrann." Varðandi skímarskálina á fontinum sagði Benthe að hún yrði formuð í steininn. „Hugmyndin var að forma tvo lófa efst á fontinn sem þjónuðu hlutverki skálarinnar, en ég er ekki alveg viss um hvemig ég leysi það atriði. En hins vegar mun ég halda grófleika steinsins og nýti mér sprangur sem eru í honum til að forma myndimar og heildarbygginguna. Steinninn er mjög fallegur og mér fannst nauðsynlegt að hann væri úr nýja hrauninu sem ímynd einhvers nýs sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur bæði bláan og rauðleitan litblæ sem gerir hann mjög lífrænan. Ég móta Kristmyndina meira en hinar persónumar, þannig að hún kemur meira fram, eins og hún vaxi út úr steininum eða brjótist úr viðjum hans. Benedikt Gestsson Benthe Norheim tekur sér augnabliks hvfld frá mótun skírnarfontsins sem prýða mun stafkirkjuna sem vígð verður á sunnudaginn kemur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.