Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 22
22 Fréttir Fimmtudagur 27. júlí 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 27. júlí Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Laugardagur 29. júlí Kl. 10-13 Sóknarböm eru hvött til að mæta til lokafrágangs við hreinsun á Skanssvæðinu fyrir vígslu stafkirkjunnar. Kl. 16.00 Skímarguðsþjónusta í Landakirkju. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudagur 30. júlí Kl. 13.20 Vígsluhátíð stafkirkj- unnar hefst með lúðrablæstri við kirkjuna og skrúðfylkingu frá Skansvirkinu til kirkju með helgigripi hennar. Sjá nánar um hátíðahöldin við Hringskersgarð í fréttum blaðsins. Mikið af hátíðahöldunum fer ífam utan dyra og vígslan sjálf mun heyrast í hátalarakerfi á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir. Föstudagur 4. ágúst Helgistund við setningu þjóð- hátíðar í Heijólfsdal. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur - Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Lilja Óskarsdóttir. Laugardagur Kl. 20.30 brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma Ræðumaður: Snorri Óskarsson. Samskot til innanlandstrúboðs! Allir hjartaniega velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 29. júlí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481- 1585 STÚLKURNAR í 6. flokki A en þær stóðu uppi sem sigurvegarar á Gull og silfurmótum um síðustu helgi. Með þeim er Erna Þorleifsdóttir þjálfari. STÚLKURNAR í B- liðinu léku sama leikinn og er þetta glæsilegur endir á glæstu sumri hjá þeim. Myndir: Agnes og Guðmunda. Sjotti flokkur A 03 B hírtí sullið Stelpurnar 1 IBV 1 knattspyrnu gerðu góða ferð á Gull- og silfurmótið í Kópavogi sem fram fór um helgina. Stelpumar í 6. flokki A og B hafa gert það gott í sumar og héldu þær uppteknum hætti á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar og B-2 varð í fimmta sæti. I fjórða flokki gekk stelpunum líka vel. I flokki A-liða urðu þær í 3. sæti eftir leik á móti KA þar sem þær unnu með hlutkesti. B-liðið komst í úrslit og tapaði 5 - 0 en 2. sætið var þeirra. „Þetta er mikið af stelpum á yngra ári þannig að ég átti ekki von á þetta góðum árangri. Við eigum þama mikið af efnilegum stelpum sem eiga eftir að koma upp,“ sagði Sigríður Asa þjálfari stelpnanna. í íslandsmótinu er A-liðið í fjórða sæti í sínum og B-liði í efsta, hefur unnið alla sína leiki. Urslitin verða í kringum 20. ágúst. Fimmti flokkur IBV stóð sig einnig nokkuð vel. A-liðið lenti í 6. sæti, B- liðið í 4. og C-liðið í 7. sæti. íris Sæmundsdóttir þjálfari stelpnanna var nokkuð sátt við úrslitin, sérstaklega sagði hún að B-liðið hefði staðið sig vel. „Þær töpuðu fyrir KR í fram- lengdum leik og lentu á móti Breiðabliki í leik um 3. sætið. Honum töpuðu þær með einu marki, 0 - 1,“ sagði his. A og B liðin komust í úrslit í Islandsmeistaramótinu helgina á undan. Taka þær þátt í Hnátumóti KSI sem fram fer á Akranesi um helgina. Þar keppa 5 efstu liðin um íslands- meistaratitilinn. Rysjótt veður setti svip á mótið Myndatexti: Þeir Hörður Snævar Jónsson og Gísli Jónasson hafa í mörg ár borið hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi Sjómannamótsins. Bjarni Baldursson hefur ræst keppendur út í mótinu í 15 ár af 16 og á laugardag veittu forsvarsmenn mótsins honum sérstaka viðurkenningu í tilefni þess. AIIs tóku rúmlega 50 þátt í Sjómanna- og útvegsmannamóti Golfklúbbs Vestmannaeyja á laug- ardag. Hafa keppendur oft verið fleiri en iíklega hefur slæmt veðurútlit haft sitt að segja með þátttöku. Veður var heldur ekki eins og best verður á kosið og setti sitt mark á spilamennskuna. Þetta var í 16. sinn sem mótið er haldið og hafa sumir þátttakenda ofan af landi verið með í því á hverju ári. Keppt var í tveimur flokkum, starfandi sjómenn og útvegsmenn í öðrum en ailir aðrir í hinum. 1 flokki starfandi urðu þrír efstu þessir: 1. Magnús Sigurðsson GV 60 h. 2. Sigurjón H. Adolfss GV 67 h. 3. Jóhann P Andersen GV 69 h. Þrjár efstu konur í þeim flokki voru: 1. Erla Adolfsdóttir GV 74 h. 2. Gerða Halldórsd. GS 84 h. 3. Margrét Brynjólfsd. GG 85 h. Iflokki fyrrverandi sjómanna og gesta urðu þrír efstu þessir: 1. Gunnlaugur Axelss. GV 68 h. 2. Vignir F. Agústsson GR 69 h. 3. Gunnar Stefánsson GV 71 h. Þrjár efstu konur íþessum flokki voru: 1. JakobínaGuðlaugsdGV 75 h. 2. Magnúsína Ágústsd GV 75 h. 3. Fríða D. Jóhannsd. GV 82 h. Auk þessa fengu þeir verðlaun sem næstir voru holu í upphafshöggi á par 3 holum, svo og sá sem átti ná- kvæmast upphafshögg. Þá fengu þeir og verðlaun sem sýndu sérstök tilþrif. ísmar hf. gaf öll aðalverðlaun til keppninnar eins og undanfarin ár en auk þess styrkja margar útgerðir í Eyjum þetta mót. )li, eryjafrettir. is Ferskar íþróttafréttir alla daga

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.