Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. ágúst 2000 Fréttir 7 SIGURSVEIT kvenna, norska landsliðið. Suzanne Petterson er lengst til vinstri. Úrslit Nor Þessi varð árangur liðanna á mótinu: 'ðurl andam Karlaflokkur: Fjórl. ót Einst. sins Samt. 1. Svíþjóð 329 h 349 h 678 h Kvennaflokkur: Fjórl. Einst. Samt. 2. Finnland 334 h 350 h 684 h I.Noregur 217 h 222 h 439 h 3. Danmörk 335 h 353 h 688 h 2. ísland 215 h 225 h 440 h 4. Noregur 340 h 354 h 694 h 3. Svíþjóð 212 h 234 h 446 h 5. ísland 337 h 361 h 698 h 4. Finnland 217 h 230 h 447 h Af sex leikjum hvors dags töldu fimm hringir hjá 5. Danmörk 218 h 237 h 455 h körlunum. Af fjómm leikjum hvors dags töldu þrír hringir hjá í einstaklingskeppninni vom þessir með besta skor: konunum. 1. Daniel Gallahen Noregi 66 h. I einstaklingskeppninni vom þessar með besta skor: 2. Jussi Juhola Finnlandi 67 h 1. Ragnhildur Sigurðard. íslandi 70 h. 3. Janne Mommo Finnlandi 69 h. 2. Suzanne Petterson Noregi 72 h. 4. Niklas Bmzelius Svíþjóð 69 h. 3. Jenni Kuosa Finnlandi 74 h. A föstudeginum náðu Finnamir Henri Salonen og Jussi 4. Monica Gardemd Noregi 74 h. Juhola langbesta hring mótsins, léku fjórboltann á 62 höggum. RAGNHILDUR, til vinstri, setti vallarmet á laugardag. Hér er hún ásamt Olöfu Maríu Jónsdóttur, landsliðskonu. A milli þeirra er golfleikarinn Þóra Gissurardóttir sem ekki er enn komin í landsliðið. fugl með bestu lyst en aðrir lögðu ekki í hann. Það voru einkum stúlkumar sem afþökkuðu gott boð, ekki síst þegar þeim var sagt að þetta væri sami fugl og væri á flugi yfir vellinum dags daglega. „Den er sá vacker,“ sögðu þær og aftóku með öllu að leggja sér svo fallegan fugl til munns. I lokahófinu á laugardag var í forrétt boðið upp á grafinn lunda með piparrótarsósu og í aðalrétt léttsteikt lambafillet. Enginn matseðill var frammi og vissu gestir ekki hvað þeir vom að snæða sem kom ekki að sök þar sem miklu lofsorði var lokið á matreiðsluna sem Tómas Sveinsson sá um. I lok máltíðar benti veislu- stjórinn, Gunnar Gunnarsson for- maður, út um glugga Golfskálans og sagði að þar gæfi að sjá það sem á matseðlinum hefði verið, bæði fljúgandi og á íjórum fótum, þ.e.a.s. eftirstöðvamar sem sloppið hefðu undan veiðimönnum. Sigurg. ÞORSTEINN Svörfuður Stef- ánsson, dómari. Anders Bogebjerg kemur frá Danmörku. Svíinn Anders Wasberg er for- seti nefndarNM. Surtseyjarferð danskra landfræðinga Síðastliðinn fóstudag fór PH-Viking í siglingu út að Surtsey í blíðskapar veðri. Ferðin var farin vegna áhuga 27 danskra landafræði- kennara, sem verið höfðu á ferðalagi um Island, en auk þeirra fóru líka nokkrir áhugasamir Vestmannaeyingar með í Surtseyj- arferðina. Margt áhugavert bar fyrir augu, en ekki væru það ýkjur að segja að mesti spenningurinn hafi brotist út hjá Dönunum, þegar siglt var framhjá háyrningavöðu og útselskópur brosti sínu hlíðasta á klöpp í fjöruborði Surtseyjar. En að sjálfsögðu var það Surtsey sjálf sem vakti mesta undrun og aðdáun allra. Túlkur Danana í ferðinni var Páll Zóphóníasson og stóð sig með mikilli prýði í að tjá Dönunum helstu staðreyndir um Vestmanna- eyjar. Fararstjóri Danana var Leif Tang Lassen landafræðingur sem býr í Kaupmannhöfn, en aðalstarf hans er að kennsla landafræðikennara. Hann sagði að hópurinn væri væri í Félagi danskra landfræðinga í Danmörku, en í félaginu væru um þrjú þúsund félagsmenn. „Eg hef haft áhuga á íslandi í mörg ár og þá sérstaklega eldijöllum og jöklum. f upphafi sjöunda áratugarins kom ég til Islands með stórum leiðangri, en leiðsögu- menn okkar í þeim leiðangri voru dr. Sigurður Þórarinsson og Þorleifur Einarsson. Síðan hef ég komið nokkrum sinnum til Islands." Leif sagði að hann myndi koma aftur til íslands í lok september ásamt íjörutíu manna hópi dönsku- og landa- fræðikennara. „Þá vonumst við til þess að geta kynnt okkur fomsögumar og munum heimsækja skóla, auk þess sem við munum einnig koma til Vestmannaeyja.“ Leif sagðist aldrei hafa komið á land í Surtsey. „Ég var að læra landafræði þegar gosið byrjaði og Surtsey varð til, en vissulega yrði áhugavert að komast einhvem tíma í land. Ég er mjög ánægður með að hafa komist í þessa ferð og hópurinn er mjög áhugasamur, en ferðin til íslands er bæði vinnu- og skemmtiferð," sagði Leif. SURTSEY skartaði sínu fegursta í kvöldbirtunni. Danskir landfræðingar á bryggjunni eftir vel heppnaða ferð kringum yngstu eyju í heimi, Surtsey.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.