Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Miðvikudagur 2. ágúst 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Föstudagur 5. ágúst Helgistund í Heijólfsdal við setningu þjóðhátíðar. Kór Landa- kirkju. Fimmtudagur 10. ágúst 14.30 Helgistund á Heilbrigðis- stofnun. Heimsóknargestir hjart- anlega velkomnir. Prestar Landakirkju þakka Vest- mannaeyingum hjartanlega fyrir þátttökuna við vígslu stafkirkj- unnar. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Um helgina verða hvftasunnu- ntenn með samkomur í Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð og þangað eru allir velkomnh'. Aðvent- KIRKJAN Vegna móts í Hlíðardalsskóla verða engar samkomur á laugaidag. Biblían talar sími 481- 1585 HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Inni eða úti Mikið úrval Stærstur hluti þjóðhátíðar- borðsins var hlaðinn árið 1977 Hér situr Birgir Guðjónsson við tréborð sem búið er að koma upp á þeim stað sem fyrirhugað er að hlaða nýtt þjóðhátíðarborð. Birgir segist reiðubúinn til aðstoðar við að hlaða það borð. Þjóðhátíðarborðið gamla komst rækilega til umræðu fyrir tveimur árum. Þá létu vondir menn í þjóðhátíðarnefnd fjarlægja það enda stóð það í vegi fyrir fram- kvæmdum á svæðinu vestan Tjarnarinnar, framkvæmdum sem þóttu orðið brýnar í nútíma þjóð- hátíðarhaldi. Raunar hefur aldrei verið alveg á hreinu með téð þjóðhátíðarborð, hvar það hafi í raun og veru staðið upp- haflega. Hið eina sem nokkum veginn er vitað með vissu, er að það var hlaðið árið 1874 vegna þjóð- hátíðarhalds. Arum saman var því lítill sómi sýndur og svo fór að menjar þesshurfu. Um miðbik aldarinnar var ákveðið að hlaða það að nýju á þeim stað sem fróðir menn töldu það hafa staðið upphaflega. Vom fengnir vanir og vandvirkir hieðslumenn til starfans. Ekki var þó hinu endurgerða þjóð- hátíðarborði sýndur meiri sómi en svo að það var lengstum nýtt sem undirstaða íyrir vatnstank þjóðhátíðar- tjaldsins og þótti raunar prýðisgott sem slíkt. Svo fyrir tveimur ámm átti sér stað, það sem áður er frá greint, að þeir hinir vondu menn í þjóðhátíðarnefnd létu vinnuvélar fjarlægja pallinn góða. OIli þessi framkvæmd miklu hugar- angri þeirra sem hér töldu fomminjar hafa verið fjarlægðar og spunnust af nokkur blaðaskrif. Varmáliðkærtog teknar skýrslur af meintum ódæðis- mönnum. Það mál mun enn ekki til lykta leitt. Nú hafa aftur á móti komið fram nýjar upplýsingar um borðið góða, upplýsingar sem legið hafa í þagnargildi í rúma tvo áratugi en hafa nú verið gerðar opinberar. Upplýs- ingar, sem leiða í ljós að borðið góða var enn yngra en menn höfðu talið, a.m.k. hluti þess, þar sem borðið var að stórum hluta endurhlaðið árið 1977 af sömu mönnum og stóðu að niðurrifi þess tveimur áratugum síðar. Unnu við frágang Tjamarinnar Meðal þeirra, sem hér koma við sögu, eru þeir Laufásbræður, Jóhann og Þorsteinn Jónssynir, og núverandi formaður þjóðhátíðamefndar, Birgir Guðjónsson. Sumarið 1977 vom þeir við störf í Dalnum þegar unnið var að hreinsun hans og tyrfingu. Þeir Birgir og Jóhann segjast hafa verið, ásamt fleirum, einn góðviðrisdag að vinna við frágang Tjamarinnar og undir- búning þess að steypa botn hennar. (Sú framkvæmd olli raunar miklu umróti og jaðraði að margra mati við helgispjöll. Aftur á móti vom óþrif slfk orðin og slysahætta að ekki þótti annað tækt en ganga varanlega frá botni tjamarinnar). Þeim Birgi og Jóhanni segist svo frá: Vasklega unnið „Þar sem við vomm að störfum við Tjömina, fylgdumst við einnig með stórvirkum vinnuvélum sem vom við að hreinsa ösku og vikur og veitti ekki af þar sem víða var allt svart. Sérstaklega höfðum við gaman af að fylgjast með ungum og vöskum bæjarstarfsmanni á vélskóflu, hann var að hreinsa svæðið vestan við okkur, svæðið við veitingatjaldið. Hann gekk hraustlega fram í sínu verki, bakkaði skóflunni upp á bakk- ann, þar sem hofið stendur venjulega, og tók gott tilhlaup niður slakkann til að ná sem mestu í skófluna. Síðan losaði hann úr skóflunni á vömbfl, tók nýtt tilhlaup og sóttist verkið vel. En svo tókum við steypukarlar eftir því að fleiri litbrigði vom tekin að koma upp með skóflunni en bara svart. Bæði mold og grjót fylgdu með. Að okkur læddist sá granur að verið væri að róta upp þjóð- hátíðarborðinu. í skjóli nætur Þegar við fómm að kanna málið kom í ljós að svo reyndist vera og sýndist okkur sem gröfumaðurinn knái hefði fjarlægt ríflega helming þess. Ekki var við hann að sakast, hann var aðkomumaður sem aldrei hafði verið á þjóðhátíð og vissi ekkert um þjóðhátíðarborð og aðra helgistaði. Hann hætti strax greftri á þessum stað þegar við tjáðum honum hvers kyns væri og sneri sér að öðmm vikurhrúgum. Aftur á móti þótti okkur hér ekki gott í efni og ákváðum að reyna að bæta úr eftir megni þó svo að við steypukarlar ættum hér enga sök. Ekki var unnt að safna saman því sem fjarlægt hafði verið, búið var að sturta því fyrir björg og sýnt að fá yrði annan efnivið. Úr varð að við fóram í skjóli nætur með vömbfl suður á eyju og hlóðum hann með gijóti úr gijótgörðum í hrauninu. Héldum síðan til baka, hlóðum borðið að nýju og tyrfðum yfir. Nú var enginn okkar það sem hægt er að kalla vana hleðslumenn en með góðum vilja tókst okkur að ganga þannig frá hlutunum að ekki var kvartað yfir borðinu fyrr en tuttugu ámm síðar þegar það var rifið.“ Arkitektúrinn okkur ekki heilagur Við ákváðum að halda þessu leyndu, aðallega vegna þess að við óttuðumst að fá skömm í hattinn fyrir að hafa tekið grjótið ófrjálsri hendi úr görð- unum. Þetta kom ekki upp á yfirborðið fyrr en í yfirheyrslum á síðasta ári, þá var leyst frá skjóðunni og kom flatt upp á marga. Við höfum svo sem ekki haft mikið samviskubit yfir þessu á þessum tuttugu ámm og höfum ekki tapað svefni vegna þess. Aftur á móti finnst okkur eðlilegt í öllu því tilfínningaróti, sem þetta mál hefur valdið, að fram komi að stærstur hluti borðsins, sem rifinn var fyrir tveimur áram, var ekki fomminjar heldur handaverk okkar steypukarl- anna frá árinu 1977. Okkur var á engan hátt sárt um þetta sköpunarverk okkar og undum því sáttir þótt það væri fjarlægt. Þessi arkitektúr okkar var langt frá því að vera okkur heilagur. Við getum auðvitað ekki svarað fyrir hinn helminginn af borðinu, þann sem hlaðinn var fyrr af vönu fólki.“ Klárir í slaginn að nýju ef óskað er Nú mun ætlunin, samkvæmt skipulagi fyrir Heijólfsdal. að endurreisa borðið, skammt frá þeim stað sem hitt stóð. Þeir félagar segjast fyllilega sáttir við þá niðurstöðu og vonast til að því borði verði meiri sómi sýndur en hinu sem nú er horfið, borðinu sem aðeins þjónaði sínu hlutverki á fyrstu þjóðhátíðinni. „Við emm meira að segja reiðubúnir að taka þátt í hleðslu nýja borðsins, ef þess verður óskað. Hljótum við ekki að teljast vanir hleðslumenn eftir þetta?“ sögðu þeir Birgir og Jóhann að lokum. Sigurg. Frjálsar: Árný Hreiðarsdóttir gerði það gott á íslandsmeistaramóti öldunga Þrefaldur Islandsmeistari og eitt íslandsmet Frjálsíþróttakonan Árný Heiðarsdóttir gerði góða ferð á Islandsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á laugardag. Þar keppti hún í flokki öldunga í þremur greinum, varð Islandsmeistari í þeim öllum og setti eitt íslandsmet í 45 ára Ilokki öldunga. „Þetta var nokkurs konar tilviljun. Það eru þrjú ár síðan ég hef notað gaddaskóna mína, síðan ég sleit hásin í Noregi 1977, hef ég ekkert keppt. Ég var eiginlega búin að sætta mig við að vera hætt. En veðrið var svo gott á laugardaginn og laust sæti í flugvélinni hjá Braga svo að ég skellti mér suður í hádeginu, fór á Kaplakrika- völlinn þar sem ég hóf keppni kl. 14 og var svo komin heim aftur kl. 19,“ sagði Árný. Árangur hennar var þessi: Langstökk m. atr. 4,91 m Kúluvarp 8,18 m (4 kg þyngd) Kringlukast 21,52 m (1 kg þyngd) Eins og fyrr segir var Árný í efsta sæti í öllum þessum greinum og árangurinn í langstökki er nýtt Islandsmet. „Þetta var rosalega góð tilfinning og mér var tekið fagnandi þegar ég kom heim,“ sagði Árný að lokum. ÁRNÝ er að vonum ánægð með árangurinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.