Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. ágúst 2000 Fréttir 15 Landssímadeild karla: IBV 6 - Fram 1 Loksins - Loksins ÍBV liðið hefur valdið flestum stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í sumar, bæði með stöðu liðsins í deildinni sem og spilamennsku. Botninum var náð í síðustu viku þegar liðið tapaði á útivelli gegn Stjörnunni með tveimur mörkum gegn engu og var liðið farið að síga skuggalega mikið niður töfluna. En strákarnir eru meðvitaðir um eigið ágæti og vildu umfram allt sýna Eyjamönnum og öðrum stuðningsmönnum Iiðsins hversu öflugir þeir í raun eru. A sunnudagskvöld mætti IBV liðið Fram og er óhætt að segja að leikmenn liðsins hafi boðið upp á flugeldasýningu af bestu og fjölbreyttustu gerð. Lokatölur leiksins þýddu stórsigur IBV, 6-1 gegn andlausum andstæðingum sem verða að teljast heppnir að sleppa svo vel. Leikmenn IBV tóku öll völd á vell- inum strax í upphaft og var miðjan hjá liðinu gríðarlega sterk. Tómas Ingi var að spila sinn fyrsta heimaleik í langan tíma og var greinilega á þeim buxunum að sýna fjölmörgum áhorf- endum á Hásteinsvelli hvers hann er megnugur, enda byrjaði hann leikinn mjög vel og var hrein unun að horfa á hversu vel hann fer með knöttinn. Það var einmitt Tómas sem lagði boltann fyrir fætur Bjama Geirs í fyrsta marki ÍBV í leiknum. Bjami Geir þakkaði fyrir sig og þmmaði knettinum upp við samskeytin. En Tómas meiddist um hálfleikinn miðjann og þurfti að fara af leikvelli. Þá var komið að Steingrími að taka upp hanskann og halda uppi sóknarleik ÍBV. Stein- grímur skoraði þrjú mörk í leiknum, ásamt því að eiga að fá víti þegar hann var togaður niður af vamarmönnum Framara. Framarar náðu aðeins að spyma frá sér um miðjan seinni hálfleik og uppskám eitt mark, en Baldur Bragason kom ÍBV aftur á bragðið með ágætis skoti, í vamar- mann og í netið. Bjarni Geir var þó ekki sáttur við fjögurra marka sigur enda bætti hann við sjötta markinu með sannkölluðu þmmuskoti af 20 metra færi. Bjami Geir var sem óður maður upp við mark Fram og skoraði sjöunda mark IBV, en hann var dæmdur rangstæður og varð því að sætta sig við aðeins fimm marka sigur, 6-1. Tvo af fastamönnum liðsins vantaði í þennan leik, Ingi Sigurðsson tók út leikbann og Hjalti Jóhannesson á við meiðsli að stríða en það virtist ekki koma að sök enda er hópurinn hjá ÍBV breiður og ekki annað að sjá en að þeir sem komu inn í liðið hafí nýtt tækifærið til fulls. Steingrímur markahrókur virtist hafa fundið réttu skóna fyrir leikinn, en hann hefði hæglega getað bætt við í það minnsta við einu marki þegar hann komst einn inn fyrir vöm Fram og hafði nægan tíma til að athafna sig en markvörður Fram varði skot hans vel. Ungu strákarnir, Bjami Geir, Hjalti Jóns, Páll Almarsson og síðast en ekki síst Atli Jóhannsson, sem var að leika sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir IBV, sýndu að þeir em tilbúnir í slaginn og gefa eldri og reyndari mönnum ekkert eftir. Slæmu fréttimar em þær að Tómas Ingi tognaði aftan í læri sem þýðir að hann mun að öllum líkindum ekki spila með liðinu gegn Keflavík á fimmtudaginn en vonast er til þess að hann verði klár fyrir Evrópuleikinn. STEINGRÍMUR náði loks að sýna sitt rétta andlit í leiknum og virðist nú laus úr álagahamnum. Hér er hann umkringdur Hjalta Jónssyni, Bjarna Geir Viðarssyni, Hlyn Stefánssyni, Páli Almarssyni og Páli Guðmundssyni sem allir stóðu sig frábærlega í Knattspyrna yngri flokkar: 5. flokkur kvenna B-liðið Islcmds- meistari Iris Sæmundsdóttir fór með læri- sveina sína upp á fastalandiö, nánar tiltekið upp á Skipaskaga um helgina í úrslitakeppni Islands- mótsins í 5. flokki kvenna. IBV tefldi fram bæði A- og B-liðum og gerði B-liðið sér lítið fyrir og varð Islandsmeistari, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Breiðabliki sem reyndar endaði með jafntefli en Blikastúlkur höfðu áður gert jafntefli og því endaði IBV í efsta sæti úrslitakeppninnar. A-liðið tapaði öllum sfnum leikjum í úrslitum en sýndi miklar framfarir þrátt fyrir það og eiga framtíðina fyrir sér. Iris Sæmundsdóttir sagði í samtali við Fréttir að hún væri hæstánægð með allar stelpumar í sumar. „Stelp- umar hafa sýnt mjög miklar framfarir í sumar þannig að ég get ekki annað en verið ánægð með það. Þær vom félagi sínu og Vestmannaeyjum til sóma, bæði utan vallar sem innan í sumar og náðu góðum tökum á því sem fyrir þær var lagt. Eg er náttúmlega mjög ánægð með að fá íslandsmeistaratitilinn til Eyja enda ætla ég að taka mér smá pásu næsta sumar í þjálfuninni og sinna öðmm málum sem setið hafa á hakanum þannig að það er ágætt að fá titilinn svona í lokin. Ég býst hins vegar alveg við því að byrja svo aftur að þjálfa enda er þetta svo skemmtilegt að vinna með krökkunum og gefur manni mikið.“ 5. flokkur kvenna á eftir að fara í eitt mót í sumar, þannig að möguleiki fyrir fleiri titla er enn fyrir hendi. Höfðum gaman af þessu Anna Ester Óttarsdóttir er fyrirliði B- liðs ÍBV sem varð íslandsmeistari um helgina. Anna er jafnframt mark- vörður liðsins en í íjómm leikjum fékk hún aðeins á sig tvö mörk. Var erfitt að tryggja sér titilinn? „Já, maður var náttúmlega svolítið stressaður en þetta var samt mjög gaman og við höfðum bara gaman af þessu.“ Hvemig var svo úrslitaleikurinn ? „Við gerðum jafntefli við Breiðablik en þær höfðu sko gert áður jafntefli þannig að við unnum titilinn á fleiri stigum í úrslitum." Og er fyrirliðinn ekki ánægður með titilinn ? , Jú, rosalega." Emð þið búnar að spila marga leiki í sumar ? „Já, já. Við spiluðum náttúmlega þama á Akranesi, svo fómm við á Gull og Silfurmótið og auðvitað á Pæjumótið héma. Svo emm við að fara á Pæjumótið á Siglufirði eftir Þjóðhátíð.“ Og þið ætlið að sjálfsögðu að vinna þar ? ,Já, að sjálfsögðu." Úrslit leikja um helgina: A-lið ÍBV-Grindavík 1-3 ÍBV-ÍA 1-2 ÍBV-KA 0-2 ÍBV-Breiðablik 0-3 B-lið ÍBV-Haukar 3-1 ÍBV-Fjölnir 4-0 ÍBV-KA 2-0 ÍBV-Breiðablik 1-1 Sindri með níu mörk í Iveimur leikjum KFS er sem fyrr á toppnum í B-riðli 3. deildar en liðið hefur verið þar nánast frá því í vor. Möguleikar liðsins á að komast í úrslita- keppnina hafa aldrei verið meiri en nú og samkvæmt öllu ætti liðið að vera öruggt í úrslit. En það er mikið í húfi í næstu leikjum, ef liðið endar í efsta sæti þá mæta þeir liði í öðru sæti í D - riðli sem spilaður er fyrir austan og hlýtur það að teljast mun betri kostur en að mæta sterku liði Þróttar frá Neskaupstað, en jafritefli í tveimur síðustu leikjunum, gegn Reyni Sandgerði og Haukunt geta tryggt liðinu efsta sætið enda markatala liðsins með eindæmum góð og er liðið reyndar markahæsta meistaraflokkslið Islands í dag með 44 mörk skoruð í 10 leikjum. 25. júlí síðastliðin mætti KFS liði Gróttu sem er að mestu skipað fyrrverandi leikmönnum Akur- eyrarliðanna KA og Þórs. Leifur Geir Hafsteinsson hefur reyndar eitthvað spilað með þeim en var ekki með í þessum leik en einnig var ívar Bjarklind með liðinu áður en hann gekk í raðir KR. KFS kafsigldi gestina og sigraði í leiknum með níu mörkum gegn tveimur og ekki annað hægt að sjá að liðið sé í feikna góðu formi. Sindri Grétarsson var í miklum ham í þessum leik, skoraði sex mörk í öllum regnbogans litum. Þess má geta að Sigurði Bragasyni markverði KFS var vikið af leikvelli þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en það kom ekki að sök enda hópurinn sterkur hjá KFS. Mörk KFS: Sindri Grétarsson 6 Rúnar Svan Vöggsson, Óðinn Steinsson og Thierry Björn Amason. Mikilvægur útisigur KFS mætti svo ÍH síðastliðinn föstudag og fór leikurinn fram á gervigrasvellinum í Hafnarfirði. KFS mætti sterkt til leiks og kláraði nánast leikinn á fyrsta hálftímanum en þrátt fyrir yfirburði liðsins þá börðust heimamenn út allan leikinn sem gerði leikmönnum KFS dálítið erfitt fyrir. Sindri Grétarsson var enn á skotskónum og skoraði hann þrennu í leiknum. Sigurður Bragason tók hins vegar út leikbann í leiknum. Mörk KFS: Sindri Grétarsson 3, Kári Hrafn Hrafnkelsson 2. Framundan Miðvikudagur 2. ágúst Kl. 20.00 KFS-Reynir Sandgerðir Kl. 20.00 Valur-ÍBV 2.fl. kvenna Fimmtudagur 3. ágúst Kl. 20.00 Keflavík-ÍBV Lands- símadeild karla Miðvikudagur 9. ágúst Kl. 14.00 ÍBV-Valur4.fl. kvenna A Kl. 15.30ÍBV-Valur4.fl. kvennaB Kl. 19.00 ÍBV-Valur 2.fl. kvenna undanúrslit bikarsins Fimmtudagur 10. ágúst Kl. 19.00 ÍBV-Hearts Evrópu- keppni félagsliða á Laugardalsvelli

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.