Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Miðvikudagur 2. ágúst 2000 Vígsla og afhending stafkirkjunnar fór fram í frábæru veðri Höfðar til hins guðdómlega -Ræktar vonandi lítillæti, þakklæti og auðmýkt auk þess að miðla af fegurð sem er hluti hins guðlega, sagði formaður bygginganefndar Vígsla og afhending stafkirkjunnar fór fram á sunnudaginn í frábæru veðri að viðstöddu norsku konungshjónunum, forseta Islands og unnustu, forsætisráðherra íslands, kirkjumálaráðherrum Islands og Noregs, íjármálaráðherra, norskum og íslenskum embættismönnum, bæjarstjóm Vestmannaeyja og um 2000 gestum þar sem Norðmenn í sínum þjóðbúningum voru áberandi. Stafkirkjan er þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga í tilefni lOOOára kristnitöku. Forsætisráðherra tók við kirkjunni úr hendi norska kirkjumálaráðherrans. Hann afhenti hana biskupnum yfir íslandi og hann lét kirkjulykilinn í hendur Ama Johnsen formanni bygginganefndar sem síðan opnaði kirkjuna. Þá var kirkjan vígð og að því loknu tók við dagskrá sem lauk með uppfærslu Norðmanna á leikritinu Sverðið og krossinn. Athöfnin hófst með ræðu Ama Johnsen, formanns bygginganefndar. Hann byrjaði á að ávarpa Harald Noregskonung, Sonju drottningu, forseta íslands Ólal' Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson forsætisráðherra, biskupinn yfir Islandi herra Karl Sigurbjömsson, norska og íslenska ráðherra, bæjarstjórn Vestmannaeyja, alþingismenn og aðra gesti. Hlutkesti látið ráða staðarvali Hann sagði að hugmyndin að byggingu kirkju hér í Eyjum í tilefni 1000 ára Kristnitökuafmælis íslend- inga hafi þróast upp í ögrandi og metnaðarfullt verkefni sem blasi nú við. „Hugmyndin er sótt í frásögn Kristnisögu og Landnámu þar sem greint er frá því að árið 1000 hafí víkingarnir og kristniboðamir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason komið til Islands sem kristniboðar Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs. Kristnisaga segir frá því að um borð í skipum þeirra var tilhöggvið timbur í kirkju sem þeir áttu að reisa á fyrsta staðnum sem þeir kæmu til, en timbrið var gjöf Noregskonungs. Fyrsti staðurinn var Vestmannaeyjar. Frá því er greint að Gissur hvíti og Hjalti hafi rætt um það hvort reisa ætti kirkjuna sunnan eða norðan innsiglingarinnar og var varpað hlutkesti um staðarval. Kirkjan var þá reist á nokkmm dögum á Hörgaeyri, eins og segir í Kristni- sögu, þar sem áður vom hörgar og blót. Hörgaeyri er hér norðan inn- siglingarinnar og stendur hafnargarð- urinn, Hörgaeyrargarðurinn, á eyrinni en allt bendir til þess að eyrin sjálf hafi verið mun stærri fyrir 1000 ámm,“ sagði Ámi. Fyrsta hugmyndin sem kynnt var sóknamefnd og prestum Landakirkju. biskupnum yfir íslandi og forsætisráðherra var bygging lítillar kirkju. Tekið var jákvætt í málið og á almennum fundi í Safnaðarheimili Landakirkju var kjörin undirbún- ingsnefnd sem í voru Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Jóhann Friðfinnsson formaður sóknamefndar, sóknarpresturinn Bjami Karlsson, Páll Sigurjónsson forstjóri Istaks og sá er hér stendur og var formaður nefndarinnar. „Fyrstu skrefin vom að hafa sam- band við Norðmenn um hugsanlegan áhuga þeirra á að taka þátt í verkefninu. Þar nutum við aðstoðar og útsjónarsemi Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra sem þá var í fremstu röð talsmanna Norðurlandaráðs og við opnuðum málið við Jan P. Syse stórþingsmann og einn af forsetum norska þingsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Hann varð stórhrifinn af hugmyndinni og fylgdi henni fast eftir í Noregi ásamt góðum mönnum og fljótlega fengum við þau skilaboð að Normenn vildu vera meira en deltagere í verkefninu. Síðan liðu nokkur ár skrafs og ráðgerða, undir- búnings og ákvörðunar og það em líklega 3 ár síðan Jan P. Syse staðfesti óformlega við okkur Geir Haarde á fundi Norður-heimsskautsráðsins í Yellowknife í Kanada að Norðmenn myndu gefa kirkjuna. Þar kom að forsætisnefnd norska Stórþingsins og ríkisstjóm Noregs ákváðu að KARL Sigurbjörnsson biskup tekur við kirkjunni KRISTJÁN Björnsson sóknarprestur, Karl Sigurbjörnsson biskup, Bára Friðriksdóttir safnaðarprestur, Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fyrir aftan þau eru Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis og Trond Giske kirkjumálaráðherra Noregs. stafkirkjan skyldi verða þjóðargjöf Noregs til íslendinga á 1000 ára Kristnitökuafmælinu. Kærar þakkir til Geirs tyrir dygga aðstoð við að hleypa hugmyndinni af stokkunum." Undirbúningsnefnd var skipuð í Noregi undir fomstu Elisabeth Seip og byggingamefnd á íslandi undir stjóm þess er hér stendur. I byggingar- nefndinni eiga einnig sæti Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Skarphéðinn Berg Steinarsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Ármann Hösk- uldsson forstöðumaður Náttúmstofu Suðurlands og Kristján Bjömsson sóknarprestur. Kirkja Islands mun hafa forræði stafkirkjunnar í samstarfi við Þjóð- minjasafn íslands og Vestmanna- eyjabæ. Kirkjan að því er lýtur að kirkjulegum athöfnum, tónleikum, Þjóðminjasafn allt er lýtur að viðhaldi og varðveislu og bæjarstjóm Vest- mannaeyja er lýtur að feðamennsku. Mun byggingamefnd leggja til að ákveðin upphæð verði árleg á fjár- lögum til viðhalds stafkirkjunni sem er þjóðareign. Byggingamefnd hefur séð um að velja innanstokksmuni kirkjunnar utan altaristöfluna sem er gefin af norsku kirkjunni, en þar er um að ræða endurgerð af elstu altaristöflu Noregs kennda við Ólaf helga. Hún er talin vera frá 1300 -1320. Það hefur verið nær ársvinna sérfræðinga í Noregi að endurgera hana fullkomlega. Meðal muna í kirkjunni er skímarfonturinn sem er unninn úr bergi úr nýja hrauninu á Heimaey sem Stafkirkjan stendur á. ísfélag Vest- mannaeyja, Flugfélagið Atlanta og fleiri gefa skímarfontinn. Fyrir kirkjudymm er steinhella, gjöf frá Holtalen fylki í Noregi þaðan sem fyrirmynd Stafkirkjunnar er sótt og í FJÖLDI gesta skoðaði stafkirkjuna sem er hin mesta völundarsmíð klukknaportinu er kirkjuklukkan, gjöf 0g er hún prýdd fjölda listaverka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.