Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Qupperneq 13
Fimmtudagur 12. október 2000 Fréttir 13 Þórarinn Ingólfsson skrifar: Sýnum strák- unum okkar virðingu Ágætu Eyjamenn! Ástæða þess að ég sest niður og skrifa þetta bréf er úrslitaleikurinn í bikar- keppni KSÍ og þátttaka stuðnings- manna í honum. Við Eyjamenn á fastalandinu erum ánægðir með liðið okkar og þó svo að ekki haft unnist titill í sumar voru margar gleðistundir sem tengdust ÍB V á einn eða annan hátt. Sunnudaginn 24. september sl. var síðan hápunktinum náð þegar ÍB V lék úrslitaleikinn við ÍA sem því miður tapaðist eins og allir muna. Strákamir léku undir getu og hafa oft leikið betur í sumar. Hvað olli tapi ÍB V í þessum stærsta leik íslenskrar knattspymu er ekki mitt að dæma. Umgjörðin var öll hin besta og Eyjamenn mættu í stómm hópum til að styðja sína menn. Þó svo að þessir þættir hafi verið góðir urðum við að bíta í það súra epli að lúta í gras fyrir Skagamönnum. Áð leik loknum fengu strákamir okkar afhent silfur- verðlaun fyrir árangurinn. Hvar vom flestir stuðningsmenn liðsins þá? Þeir vom á leið út af svæðinu og gleymdu að fagna árangri strákanna. Við viljum auðvitað alltaf vinna en gleymum því ekki að strákamir vom að leggja sig fram og því eigum við stuðningsmennimir að sýna þeim þá virðingu að þakka þeim fyrir þeirra framlag. Án þeirra framlags gætum við ekki skemmt okkur á leik eins og þessum. Höfum þetta hugfast næst þegar leikir sem þessi fara fram og þökkum leikmönnum okkar fyrir þeirra framlag þó svo að við séum ekki alveg sátt við úrslitin. Þórarínn lngólfsson. ÞRAINN leiðir menn í allan sannleikann um kosti nýja súrefnisins sem er lyktarlaust. Húsey, nýr umboðsaðili ísaga: Lyktandi súrefni eykur hagkvæmni og öryggi ísaga og Húsey voru með kynningu í síðustu viku þar sem kynnt var ný gastegund og kynnt ýmis öryggis- atriði er lúta að meðferð gass. Kynningin fór fram í húsi Sveina- félagsins og mættu hátt í 40 manns. Þráinn Sigurðsson, sölustjóri málm- iðnaðarsviðs hjá Isaga, sagði að aðaltilgangurinn haft verið að kynna nýjan umboðsaðila í Eyjum en Húsey tók við umboðinu í sumar. „Þá vomm við að kynna nýja gastegund, ODOROX, sem er lyktandi súrefni sem er tilkomið vegna kröfu mark- aðarins," sagði Þráinn. „Súrefni er í eðli sínu lyktarlaust en með lyktinni eykst hagkvæmni og öryggi í notkun þess. Sem dæmi má nefna að fari súrefni úr 21% í 23% tvöfaldast brennsluhraðinn. Fyrst og fremst er þetta samt öryggisatriði því menn finna lykt löngu áður en hætta skapast. Þetta er ekki síst nauðsynlegt á stöðum eins og Vestmannaeyjum þar sem unnið er í lokuðum rýmum um borð í bátum. Þar má lítið bera út af. Það er því vel við hæfi að byrja herferðina hér í Eyjum,“ sagði Þráinn. Hann sagði að auk þess hefði verið farið lauslega yftr öryggisbúnað. „Þátttaka var góð og menn voru bæði áhugasamir og jákvæðir. Ég fékk margar góðar spurningar eftir fyrirlesturinn og var ekki annað að sjá en að menn væru ánægðir með framtakið," sagði Þráinn að lokum. ÞRÁINN: Það var ekki annað að sjá en að menn væru ánægðir með framtakið. Herjólfur hf.: Tapar þremur málum í héraðsdómi Nýlega var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Suðurlands dómur í múlum sem þrjár þernur á Herjólfi höfðuðu gegn Herjólfi hf. vegna vangreiddra vinnulauna. Öll málin voru höfðuð á sömu for- sendum. Þemumar þrjár töldu að út- gerðin hefði ekki greitt þeim tvöfaldan kvöldmatartíma, sem þeim hefði borið, á ámnum 1995 til 1997, í sunnudagsferðum og aukaferðum. Utgerðin greiddi yftrvinnukaup fyrir þann tíma en tekist var á um hvort henni hefði borið að greiða meira. í samningum segir að viðkomandi skuli hafa matartíma milli kl. 18 og 19 en þemumar sögðust nær undantekn- ingarlaust hafa unnið við þjónustustörf á þeim tíma. Dómamir féllu stefnendum, þem- unum, í vil og í dómsorðum Hér- aðsdóms Suðurlands segir að Herjólfur hf. skuli greiða Guðmundu Hjörleifsdóttur kr. 76.283 með dráttar- vöxtum, Auði Bám Ólafsdóttur kr. 28.783 auk dráttarvaxta og Bjameyju Valgeirsdóttur kr. 121.452 auk dráttarvaxta. Dráttarvextimir, fjár- hæðir þeirra og tímabil, em tíundaðir sérstaklega í hverjum dómi enda reiknaðir frá mislöngum tíma og á misháar Ijárhæðir hvetju sinni. Nokkra athygli vekur að máls- kostnaður, sem Herjólfur hf. þarf að greiða til stefnenda, vegna þessara þriggja mála, nemur 540.000 lo'ónum eða vemlega hærri upphæð en launagreiðslumar til þemanna þriggja. Þá má reikna með að Heijólfur hf. haft einnig mátt greiða sínum lögmanni eitthvað fyrir vikið og því vaknar sú spuming hver haft mest hagnast á þessum málarekstri. Alla vega er það ekki Heijólfur hf. NÚ þegar Herjólfur er á leið úr höndum Eyjamanna stendur stjórn hans í málaferlum við áhöfnina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.