Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Qupperneq 13
Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Fréttir 13 í ÞÁ GÖMLU OG GÓÐU DAGA hjá Flugfélagi íslands. Starfsfólk Flugfélagsins árið 1971 við afgreiðsluna að Skólavegi 4. Frá vinstri: Jónas Steinarsson, Diddi, Friðrik Karlsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Torfi Haraldsson, Andri Hrólfsson, Sigurgeir Jónasson. Á myndina vantar Áka Haraldsson sem sennilega hefur tekið myndina. MEÐ samstarfsmönnum í Flugturninum. Diddi og flugumferðar- stjórarnir Bjarni Herjólfsson og Einar Steingrímsson. DIDDI og Guðbjörg heima^ í Dverghamrinum. -Það er miklu veðursælla í vesturbænum. Eg held við myndum ekki vilja skipta þótt allt væri eins og áður var fluttum inn í það 1958. Það hús fór á kaf í ösku en var síðan grafið upp og stendur enn. Þegar við komum aftur til Eyja 1975 var það að sjálfsögðu óíbúðarhæft og við fluttum á Hilmis- götuna til Óla ísfeld og bjuggum þar þangað til við fluttum að Dverghamri 31 þar sem við höfum búið síðan. Eg var alltaf mikill austurbæingur og sagði einhvem tíma að ég myndi aldrei flytja í vesturbæinn. En nú er ég á annarri skoðun. Það er miklu sólrikara hér. Ef sól er á lofti þá er nánast alltaf sólskin hér. Þegar við vomm á Búastaðabrautinni þá drógu fjöllin úr því, bæði kvölds og morgna, Helgafell á morgnana og svo vestur- íjöllin á kvöldin. En héma finnst mér alltaf vera sólskin. Það var reyndar ósköp gott og indælt að búa á Búastaðabrautinni en það var vinda- samara þar. Við emm mjög ánægð héma í vesturbænum og ég held að við myndum ekki vilja skipta þótt allt væri eins og áður var.“ Óþarfi að eyða peningum í að leika sér Þú hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem tengist flugi. Hvemig hófst það? „Líklega hefur það byijað 1947. Þá flaug fjölskyldan, pabbi og mamma og við bræðumir, til Kaupmanna- hafnar. Þetta var þann 6. júní og flugið tók 8 klukkustundir, millilent í Glasgow. í dag er þetta farið á þremur tímum. Við fómm með DC-4 vél sem var fyrsta millilandaflugsvélin sem íslendingar eignuðust og þetta var önnur ferðin sem farin var til Kaup- mannahafnar. Tilefni þessarar ferðar var að heimsækja móðurfólkið mitt. Mamma var dönsk og amma mín bjó á Jótlandi, rétt vestan við Esbjerg svo og systkini mömmu. Þetta var skömmu eftir stríð og sambandið við ættingjana hafði verið mjög lítið á strfðsámnum. Þama vomm við svo allt sumarið í einstakri veðurblíðu, ég held að á þessum þremur mánuðum haft aðeins rignt tvisvar. Við bræð- umir vomm í sjónum og sólinni nánast hvem einasta dag og vomm eins og svertingjar þegar við komum heim. Ég man að það var skortur á flestu í Danmörku á þessum tíma, nema mat, af honum var nóg. En fatnaður og aðrar nauðsynjar vom af skomum skammti. Ég hef alltaf haldið góðu sambandi við ættingja mína í Danmörku, heimsótti ömmu aftur síðar og svo kom hún einu sinni í heimsókn hingað. Hún lést 1974, níræð að aldri og systkini mömmu em líka öll látin. Þótt ég sé danskur í aðra ættina get ég ekki státað af mikilli dönskukunnáttu. Ég skil dönsku ágætlega og get vel bjargað mér í henni en ég er enginn sérfræðingur í því tungumáli. En áhuginn á flugi. kom snemma enda vann ég hjá Loftleiðum og kynntist flugmönnunum vel. Ég byrjaði að læra flug og tók sólópróf 1949 en hef aldrei notað það. Á þeim tíma var ég ákveðinn í að læra flug. En það nám var dýrt. Ég fór í bank- ann og bað um lán til að kosta flugnám en var synjað. Forsendumar fyrir því vom að óþarfi væri að eyða peningum í að leika sér. Þar með var það úr sögunni og síðan hef ég ekki stjómað flugvél, hef reyndar stöku sinnum fengið að taka í á ferðum hér á milli. En þessi áhugi á flugi hefur líka komið fram í því að ég hef um margra ára skeið fylgst náið með veðri og veðurfari, ekki bara veðurfréttum í útvarpi og sjónvarpi, heldur með því að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig. Ékki síst með því að fylgjast með dýmnum, af þeim er margt hægt að læra hvað veðrið varðar, bæði hrossum, kindum og fuglum. Ég hef oft séð fyrir breytingar á veðri með því að fylgjast með þeim og háttemi þeirra. Dýrin em ör- uggustu veðurspámenn sem fyrir- finnast. T.d. geta mýsnar sagt manni til um hvemig veturinn á eftir að verða. í september í fyrra var ég að þrífa brekkuna austan við Flugstöðina og sá þá að óhemjumikið var af músaholum í brekkunni. Ég sagði þá að nú mætti búast við miklum austan- veðmm í vetur og það gekk eftir. Þama vom mýsnar að gera sér skjól fyrir þeirri átt.“ íhaldsmaðurinn þakkaði fyrir sig Hvemig stóð á því að þú varðst flugvallarstjóri ? „Steingrímur Amar, sem verið hafði flugvallarstjóri, lést um vorið 1980. Þá var ég verkstjóri í Fisk- iðjunni en var orðinn hálfþreyttur á frystihúsavinnunni. Ég hafði líka unnið við flugvöllinn hjá Steingrími nokkmm ámm áður og líkað vel. Agnar Kofoed Hansen var þá flugmálastjóri. Við vomm vel kunnugir og hann hvatti mig um að sækja um starfið. Þá sagði ég: „Agnar, ég er ekkert viss um að ég fái þetta starf.“ „Og af hvetju ekki?“ spurði Agnar. „Af því að ég er sjálfstæðismaður," svaraði ég. Á þessum tíma var Stein- grímur Hermannsson samgöngu- ráðherra og einhvem veginn átti ég von á því að hann myndi hugsa til sinna flokksmanna þegar þessu starfi yrði úthlutað. „Þetta er ekki spuming um pólitískan litarhátt, heldur spuming um þig sjálfan og starfið,“ sagði Agnar. „Sæktu um og svo skulum við sjá hvað setur.“ Ég sótti um og fékk starfið. Svo nokkmm mánuðum seinna kom Stein- grímur Hermannsson í heimsókn til Eyja. Ég hafði aldrei hitt hann áður en gekk til hans, kynnti mig og þakkaði honum fyrir að hafa valið mig til starfans. „Það kom aldrei annað til greina," sagði Steingrímur. „Það mæltu allir með þér í fiugráði og auk þess hafðir þú svo góð meðmæli að það var ekki hægt að ganga fram hjá þér.“ Ég þakkaði honum aftur og sagði að ég vonaðist til þess að reynast traustsins verður. Nokkm síðar átti ég erindi við Sigurgeir Kristjánsson hjá Olíufélaginu. Þá sagði Sigurgeir mér að Steingrímur hefði sagt við sig: „Ég er nú búinn að útvega mörgum fram- sóknarmanninum störf en enginn þeirra hefur enn komið og þakkað mér fyrir það. En svo kemur íhaldsmaður úr Vestmannaeyjum og þakkar mér.“ Sigurgeir sagði að Steingrímur hefði haft gaman af þessu. Síðan tók Pétur Einarsson við af Agnari sem flugmálastjóri. Pétur var mikill indælismaður og feiknalega klár í öllu sem hann tók sér fyrir hendur en sjálfum sér verstur og hætti sem flugmálastjóri eftir tiltölulega stuttan tíma. Okkur Pétri var vel til vina og ég sá mikið eftir honum úr starfi. Þegar hann hætti færði hann mér skjal þar sem hann ber á mig mikið lof fyrir vel unnin störf. Þessa viðurkenningu hef ég alltaf metið mikils. Það var gífurlegur drifkrafitur í Pétri en hann fór illa með sig.“ Ámi Johnsen á heiður skilinn Nú hafa allar aðstœður til flug- samgangna breyst gífurlega síðan þú varst að byrja þín afskipti af þeim. Hvað er eftinninnilegast í því? „Breytingamar eru svo miklar að ég hefði aldrei trúað þessu. Bara leng- ingin á brautunum. Austur-vestur- brautin var upphaflega aðeins 700 metra löng og ekki búið að taka úr öxlinni á Sæljallinu eins og síðar varð. Þá var verið að fljúga hingað á fjögurra til sjö sæta Anson-vélum. Svo komu Douglas-vélamar hingað 1948 og það var mikil breyting. Haldið var áfram að sprengja með tundurdufium sem voru flutt hingað með Anson-vélunum. 1968 var búið að lengja brautina upp í 1000 metra og byijað á þverbrautinni um svipað leyti. Eftir gos var svo þverbrautin komin í 1100 metra og austur-vesturbrautin í 1300 metra. Þessi lenging er meiri en mann hefði nokkum tíma órað fyrir í garnla daga. Líklega er þó eftirminnilegasti ein- staki atburðurinn þegar Keikó-vélin lenti hér og öll vandræðin sem fylgdu því þegar klæðningin þoldi ekki þungann. En þetta var hægt þó svo að enginn tryði því að hægt væri að lenda svona vél héma. Klæðningin sem sett var á brautimar 1990 er þó líklega stærsta og mesta framfarasporið, ekki síst fyrir allt umhverfi flugvallarins. Nú rýkur ekki yfirborðið burt eins og áður var og þurfti að skipta um yfirlag á vellinum á fimm ára fresti. Og svo ljósin sem sett vom á fjöllin. Það var framkvæmd sem margir hlógu að, sáu ekki tilganginn í því að koma fyrir einu Ijósi á fjalli. Líklega hefur þó engin framkvæmd við völlinn breytt jafnmiklu og þessi ljós. Þá gjörbreyttu nýju brautarljósin, sem sett vom upp í fyrra, öllu í flugsamgöngum. Ljósmagn þeirra er fimmfalt á við það sem áður var og brautimar sjást því miklu fyrr. Þessi atriði stuðla ekki bara að öryggi í fluginu heldur er unnt að fljúga mun oftar með tilkomu þeirra. Hér er nýr flugtum og ný flugstöð sem vígð var 1980 og svo endurbætt fyrir tveimur ámm. Öll aðstaða er orðin mjög góð enda hefur ótrúlega miklu fé verið varið til þessara fram- kvæmda. Það sem vantar í dag em tvö „strobeljós" til viðbótar, þá er þetta orðið frábært. Enginn einn aðili hefur unnið betur að þessu en Ámi Johnsen. Hann á allan heiður skilinn fyrir það sem hann hefur gert fyrir flugvöllinn í Vest- mannaeyjum. Hvernig tilfinning erþað fyrirmann í fullufjöri að hœtta vegna aldurs? „Það tók sinn tíma að ákveða að hætta en ég er alveg sáttur við það og klæjar ekki í puttana að fara að skipta mér af. Enda er þetta í góðum hönd- um í dag. Ég hef líka nóg að gera og læt mér ekki leiðast. Ég hef verið að mála, bæði fyrir sjálfan mig, dæturnar og barnabömin og hjálpa til við nýbygginguna í Akóges. Það er nóg að starfa. Áfram verður flogið til Eyja Nú eru miklar hrœringar í innan- landsfluginu, m.a. talað um að hœtta að fljúga til Eyja. Hvernig líst þér á framtíðflugs í Vestmannaeyjum? „Mér finnst það skelfilegt að samkeppnin skuli hafa haft í för með sér að búið er að leggja af flug til margra smærri staða. Þegar Flugfélag íslands var einrátt í fluginu var flogið til 11 staða á landinu en nú em þeir fjórir. Nú á samkeppni að vera af hinu góða en hún hefur drepið niður innanlandsflugið, því miður. Þannig átti þetta ekki að verða en er bara orðið það. Flugfélag Islands hefur sinnt flugi hingað um langt skeið, og það með tapi. Svo fá þeir skammir fyrir, bæði frá bæjaryfirvöldum og öðmm. Þetta finnst mér ranglátt. Á sínum tíma vom tvö flugfélög að fljúga hingað, auglýstar sex ferðir á dag en ég held því fram að þær ferðir hafi aðeins verið þrjár vegna þess að ferðimar vom allar á sama tíma, verið að bóka við tvö borð á sama tíma í sín hvora vélina. Þetta var skelfileg þróun og allir sáu að hún gat ekki staðist enda gerði hún það ekki. En ég hef ekki áhyggjur af því að það verði hætt að fljúga til Eyja. Fyrir rúmlega hálfri öld var keppsl við að fljúga hingað við fmmstæðar að- stæður. Nú hafa þær aðstæður allar gjörbreyst til hins betra og þá tala menn um að hætta flugi hingað. Mér finnst bara fáránlegt ef menn em að tala um það í alvöru að leggja af full- komnasta ferðamátann milli staða.“ Hvað er þér efst í huga þegar litið er yfirfarinn veg? „Það er margt. En ætli standi ekki upp úr hve heppinn ég hef verið með samstarfsfólk á lífsleiðinni, sama hver vinnustaðurinn hefur verið. Því góða fólki vil ég þakka fyrir samstarfið." Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.