Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Síða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Síða 22
22 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 30. nóvember: Kl. 10.00 Foreldramorgunn, heimavinnandi foreldrar hvattir til samfélagseflingar. Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun, dagstofu 3. hæð, heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.30 TTT. Tíu til tólf ára starf á fullu. Föstudagur 1. desember: Kl. 15.00 Æfmg, Litlir lærisveinar. Kl. 20.00 Litlir lærisveinar syngja á Hraunbúðum. Laugardagur 2. desember: Kl. 14.00 Útfararguðsþjónusta Gunnars Agústs Helgasonar. Sunnudagur 3. desember: Fyrsti sunnudagur í nýju kirkjuári. Kl. 11.00 Sunnudagaskóli. Fiðlu- sveit barna og unglinga úr Mos- fellsbæ leikur í stundinni. Kl. 14.00 Messa með altarisgöngu. Við l'ögnum nýju kirkjuári í messunni. Að henni lokinni verður árlegt aðventukaffi Kven-félagsins og jólabasar í Safnað- arheimilinu. Kl. 20.30 Æskulýðsfundur í kirkjunni með Óla Jóa og félögum. Mánudagur 4. desember: Böm af leikskólunum sjá leikritið „Ósýnilegi vinurinn" í kirkjunni. Kl. 17.00 Æskulýðsstarf fatlaðra í Safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 5. desember: Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar. Áfram heldur gamanið með Hrefnu og unglingununr. Miðvikudagur 6. desember: Kl. 12.00 Kyrrðar- og bænastund. Hægt er að koma bænaefnum til prestanna. Kl. 14.40 Fermingarfræðsla. Kl. 17.20 Fermingarfræðsla. Kl. 20.00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagurinn Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma- Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan Verið hjartanlega velkomin að leita Drottins meðan hann er að finna! Hvítasunnukirkjan Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Fimmtudagur 30. nóvember: Kl. 20.00 Samvera og bænastund. Laugardagur 2. desember: Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Knattspyrna: Páll Guðmundsson fram á ritvöllinn með Fjör í Eyjum______________ Sumar persónurnar koma kunnuslesa fyrir sjónir PÁLL fór í grunnskólana í síðustu viku og las upp úr bókinni. Hérna hafa krakkarnir í einuni 6. bekknum í Barnaskólanum stillt sér upp með honum og Hlyn fyrirliða. Skáldskapur er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar fótbolti er annars vegar og enn síður finnst manni líklegt að knattspyrnumaður nýti tómstundir sínar til að skrifa barnabækur. En það er einmitt það sem Páll Guðmundsson, leikmaður ÍBV undanfarin ár, hefur verið að gera. Liggja ekki eftir hann færri en þrjár barnabækur og gerist sú þriðja, Fjör í Eyjum, í Vest- mannaeyjum eins og nafnið bendir til. Söguhetjurnar eru Jonni, Birkir og Steini sem eiga sér fyrirmyndir í knattspymu dagsins í dag og má þar nefna Steingrím og Hlyn í ÍBV og Þormóð í KR. Sagt er frá ýmsum ævintýrum sem strákarnir lenda í og að sjálfsögðu kemur Keikó við sögu. Páll var staddur hér í síðustu viku að kynna bók sína og fór hann í grunnskólana með Hlyn Stefánsson fyrirliða ÍBV upp á arminn og las upp úr bókinni fýrir nemendur sem létu sér vel líka. „Þetta er þriðja Fjör-bókin mín,“ sagði Páll í samtali við Fréttir. Þriðja Fjör-bókin „Fyrsta bókin mín hét Fjör á Ólafsfirði og í ár koma út Fjör á Selfossi og Fjör í Eyjum,“ bætir Páll við en hann er frá Selfossi, býr á Ólafsfirði og spilar fótbolta með ÍBV. „í Eyjabókinni koma við sögu menn eins og Hlynur og Birkir hjá ÍBV og eins held ég að hægt sé að þekkja Edda Garðars í Sindra vallarstjóra. Bókin er gefin út í samvinnu við IBV og allur ágóði af sölunni rennur til félagsins. Með þessu vonast ég til að bókin seljist vel í Vest- mannaeyjum og eins ætla ég að fá ÁTVR, félag Vestmannaeyinga í Reykjavík, í lið með mér. Mér finnst líka gaman að vera í samstarfi við ÍBV því hjá félaginu er unnið mikið og gott starí' fyrir böm og unglinga. Bókin er ætluð krökkum á aldrinum 8 til 12 ára, allir sem hafa séð hana hjá mér eru rnjög jákvæðir og ég held að krakkar allt frá 4 ára upp í 15 ára geti skemmt sér við lestur hennar. Eðlilega tengist sagan ÍBV og fótboltanum en það er komið inn á aðrar iþróttir. Það er líka reynt að höfða til atriða sem skipta máli hjá ungu fólki.“ Alltaf haft gaman að skrifa Þegar Páll er spurður um kveikjuna að skrifum sínum segist hann alltaf hafa haft gaman að skrifa. „Ég er íþrótta- kennari og hef unnið rnikið við þjálfum. Sjálfur spila ég fótbolta þannig að það er ekki óeðlilegt að hann komið við sögu í bókum mínum. Ég hef líka fundið þörf hjá mér til að skrifa og ekki síst fyrir böm. Þessi saga er mjög létt og ég legg áherslu á að Fjör-bækurnar séu skemmtilegar og léttar aflestrar." Eins og fram kemur hér að framan eru Fjör-bækumar orðnar þrjár en Páll ætlar ekki að láta þar staðar numið. „Ég lít á þessi skrif mín sem kynningu og tilraun áður en ég fer að koma mér á framfæri á almennum markaði og þá með þyngri verk.“ Stefnir þú á að gefa út skáldsögur fyrir fullorðna? „Nei, ekki skáldsögur en ég ætla að koma bamabókum mín- um inn á alntennan markað. Svo væri gaman að skrifa bækur fyrir fullorðna og taka t.d. fyrir feril hjá íþróttamönnum." Óvíst með framhaldið hiá ÍBV Hvað með sjálfan þig, eigum við von á að sjá þig með ÍBV næsta sumar? „Þetta er búin að vera nokkuð flókin staða hjá mér undanfarið. Síðustu tvö ár hef ég spilað með ÍBV en með vinnu á Ólafsfirði sem ég yrði að segja upp ef ég ætla að spila með ÍBV næsta sumar. Ég er æskulýðs- og tómstunda- fulltrúi og núna hefur bæst við starf ferðamálafulltrúa. Ég kann vel við mig í þessu starfi en nú er komið að því að ég þarf að velja og hafna og ætli ég að spila með IBV næsta sumar verð ég að segja upp á Ólafsfirði. Mér líst ekki illa á að flytja til Eyja og það er verið að skoða möguleika á að ég fái hér vinnu. Það hefur verið biðstaða í mínum málum í allt haust og það væri best fyrir alla að það skýrðist sem fýrst,“ sagði Páll að lokum. Fjör í Eyjum verður til sölu í búðum í Eyjum og sjálfur stefnir Páll á að koma og árita bókina á jólamarkaði sem verður haldinn hér í desember. Handbolti: Yngri flokkarnir íý M Knattspyrna: Dregið í Símadeildinni Tap Hja strakum 03 stelpum Annar flokkur karla lék gegn FH á sunnudaginn og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum til þessa í vetur, hafa aðeins fengið tvö stig fyrir að sigra Aftureldingu sem ekki mætti til leiks. Strákamir eru hins vegar að taka miklum framförum og stóðu vel í gestunum framan af leiknum. ÍBV gaf hins vegar eftir í lokin og gestirnir sigruðu í leiknum, 26-23. Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Sig- urður Ari með 6 mörk en Sigþór og Davíð skomðu fjögur hvor. Unglingaflokkur ÍBV, sem er nýr flokkur í kvennaboltanum þar sem annar og þriðji flokkur hafa verið sameinaðir í einn flokk, spilaði tvo leiki hér í Eyjum uin helgina. Leikimir voru báðir gegn liði Fylkis númer eitt en leikið var á laugardag og sunnudag. Fyrri leikurinn tapaðist með sjö mörkum, 13-20 en stelpumar sýndu góðan karakter í seinni leiknum og unnu Fylkisstúlkur 17-12, en gestunum hefur verið spáð góðu gengi í vetur eyjafrettir.is dagblað á Netinu Karlarnir byrja í Kópavosi Nýverið var dregið í hvaða röð liðin mætast í efstu deildum knattspyrnunnar en efstu deild- irnar tvær skipta urn nafn og heita núna Símadeildin. Það er ekki hægt að segja annað en karlaliðið eigi fýrir höndum erfið- an útileik í fyrstu umferð þegar liðið mætir Breiðabliki í Kópavogi. Kvennaliðið fær Skagastúlkur í heimsókn og að öllu eðlilegu ætti ÍBV að eiga auðveldan leik fyrir höndum. Drátturinn lítur annars svona út: Símadeild karla 1. urnferð Breiðablik - ÍBV 2. umferð ÍBV - FH 3. umferð Fram - ÍBV 4. umferð ÍBV - KR 5. umferð Grindavík - ÍBV 6. umferð ÍBV - Keflavík, 7. umferð Fylkir - ÍBV 8. urnferð ÍBV - Valur 9. umferð ÍA - ÍBV 10. umferð 11. umferð 12. umferð 13. umferð 14. umferð 15. umferð 16. umferð 17. umferð 18. umferð IBV - Breiðablik FH-ÍBV ÍBV - Fram KR - ÍBV ÍBV - Grindavík Keflavík - ÍBV ÍBV - Fylkir Valur-ÍBV ÍBV - ÍA Símadeild kvenna 1. umferð ÍB V - ÍA 2. umferð Valur - ÍBV 3. umferð ÍBV - Breiðablik 4. umferð ÍBV - Grindavík 5. umferð Stjaman - ÍBV 6. umferð ÍBV - KR 7. umferð Þór/KA - ÍBV 8. umferð ÍA - ÍBV 9. umferð ÍBV - Valur 10. umferð Breiðablik - ÍBV 11. umferð Grindavík - ÍBV 12. umferð ÍBV - Stjaman 13. umferð KR - ÍBV 14. umferð ÍBV - Þór/KA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.