Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 4
6. Nóvember 2014 Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur starfað í áratug Í síðasta mánuði hélt Fjölbrauta-skóli Snæfellinga, FSN, í Grundar-firði upp á 10 ára starfsafmæli en skólinn var settur í fyrsta skipti haustið 2004. Margir gestir fluttu stutt ávörp þar sem farið var yfir sögu skólans og horft til framtíðar. Skólinn fékk margar veglegar gjafir í tilefni þessara tímamóta. Sturla Böðvarsson, for- maður Jeratúns ehf. , sem stofnað var vegna byggingar og reksturs hús- eignarinnar sem hýsir skólann færði skólanum að gjöf eina milljón króna. Að Jeratúni standa Grundarfjarðar- bær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Kvenfélagið Gleym- mér-ei í Grundarfirði færði skólanum hálfa milljón króna að gjöf sem skal verja til eflingar verkmennta- og list- greina við skólann. Í afmælinu voru flutt tónlistaratriði sem kennararnir Hólmfríður Friðjónsdóttir og Krist- björg. Hermannsdóttir fluttu. Skóla- meistari FSN er Jón Eggert Bragason og aðstoðarskólameistari Hrafnhildur Hallvarðsdóttir. Skólabyggingin í Grundarfirði. 4 Vesturland 18. tBl. 3. ÁrGanGur 2014 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Árlega velur tímaritið Frjáls verslun 100 áhrifamestu konurnar í íslensku þjóðlífi. Ekki eru allir sammála um niðurstöður þess vals, enda er þetta val en ekki kosning eða val í embætti. Ráðu- neytisstjórar eru ekki gjaldgengir en það vekur furðu að þær konur sem eru formenn þingflokka á Alþingi eru á listanum, en áhrif þeirra eru ekki mikil öllui jöfnu og t.d. datt formaður þingflokks Framsóknar alveg óvart inn á þing en hún vekur helst eftirtekt fyrir að byrja flestar sínar ræður á: ,,Við Framsóknarmenn!” Þarna eru formenn BHM og BSRB sem ekki hafa vakið neina athygli en annað er með formann VR, Ólafíu Rafnsdóttur. Nokkrir bæjarstjórar eru á listanum, m.a. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi en heldur er mikið í lagt að á listanum skuli vera allar konur sem eru bæjarstjórar eða sveitarstjórar. Það sama getur átt við konur sem eru fæddar með silfurskeið í munni, þær reka sín fyrirtæki sem þær fengu í arf ágætlega en eru margar hverjar ekki mjög áberandi. Hér vantar í hópinn t.d. Borghildi Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Fjárstoðar og Erlu Björg Guðrúnardóttur framkvæmdastjóra Marz, báðar mjög aktívir og áberandi stjórnendur. Enn nóg um það. Mikill fjöldi lítilla sjávarþorpa og dreifing þeirra um landið á sér rætur í eftirsóknarverðri nálægð við fengsæl fiskimið og mikilvægi strandsiglinga í samgöngum og verslun á fyrri hluta 20. aldar. Mörg smærri byggðarlög byggðust upp í kringum vélbátaútgerð og hefðbundna fiskverkun en endimörkum vaxtar var náð með uppbyggingu umfangsmikillar skutt- ogaraútgerðar og afkastamikilla frystihúsa í fjölmörgum byggðarlögum á 8. áratugnum. Með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er annars vegar stefnt að sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar með úthlutun aflaheimilda og hins vegar hagræðingu í sjávarútvegi með frjálsu framsali slíkra heimilda. Það hefur leitt til eflingar stórra útgerðafyrirtækja, tæknivæðingar í veiðum og vinnslu, betri starfsaðstæðna, fjölbreyttra og vel launaðra nýrra starfa í virðiskeðjunni og umtalsverðrar arðsemi sjávarútvegs. Byggðastofnun vekur m.a. athygli á þessum bláköldu staðreyndum í skýrslu til sjávarút- vegsráðherra. Fækkun starfa í veiðum og vinnslu, landfræðileg samþjöppun vinnslunnar og sá óstöðugleiki sem stafar af frjálsu framsali veiðiheimilda hefur jafnframt dregið mjög úr byggðafestu margra sjávarbyggða. Missir staðbundinna aflaheimilda og samdráttur í fiskvinnslu hefur haft því alvarlegri afleiðingar sem slíkar breytingar eru meiri og gerast hraðar, hlutdeild sjávarútvegs í atvinnulífinu er stærri og fjarlægð frá öðrum at- vinnusvæðum meiri. Jafnframt felur frjálst framsal aflaheimilda í sér óvissu um framtíðina fyrir allar sjávarbyggðir, óháð því hvort þær hafa hagnast eða tapað á fyrri tilfærslum . Hagræðing í sjávarútvegi hefur þannig aukið á þann vanda sem almennt steðjar að fámennum byggðarlögum vegna hækkandi menntunarstigs og sérhæfingar á vinnumarkaði og aukinnar kröfu um þjónustu og fjölbreyttari möguleika á ýmsum sviðum. Nýlega var haldin marktæk ráðstefna á Sjávarútvegsdaginn þar sem fjallað var um batnandi hag útgerðar og fiskvinnslu, bjartsýni í greininni, góðar markaðshorfur í sölu afurða og með batnandi gæðum á fiskafurðum fylgja hærri verð á íslenskum fiskafurðum á erlendum mörkuðum. Í lok þessarar viku verða stofnuð ný samtök í sjávarútvegi og samtökunum kosinn for- maður. Þar á að ræða um framtíð íslensks sjávarútvegs á breiðum grunni en m.a. eru bornar vonir til að ný samtök efli og bæti ímynd íslenskrar sjávarútvegsforystu á erlendri grund. Vonandi verða niðurstöður þeirra umræðna jákvæðar og framtíðin þá vonandi í takt við það. Nýrra samtaka bíður m.a. að gera kjarasamninga við sjómenn sem ekki hafa verið gerðir um langt skeið. Borið er við að óvissan um veiðigjald eigi þar stærstan hlut að máli, en ef sjávarútvegsráðherra leggur fljótlega fram lagafrumvarp þess efni á Alþingi kann að skapast grundvöllur til kjarasamninga í kjölfarið. Sjó- menn, sem og þjóðin öll, á það skilið eftir efnahagshremmingar síðustu ára. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Áhrifamestu konurnar og smærri sjávarbyggðir Leiðari Vökudagar á Akranesi til 9. nóvember - tónleikar, sögustund, leiksýning og þjóðahátíð meðal atriða Vökudagar bjóða uppá glæsi-lega dagskrá en þeir hófst 31. október og lýkur 9. nóv- ember nk. Meðal dagskrárliða sem þegar hafa glatt þá sem hafa fylgst með þessari metnaðarfullu dagskrá, er viðburðurinn Fjórir turnar – fjögurra turna tal sem er röð viðburða í fjórum mismunandi turnum á Akranesi. Hver viðburður stóð í um hálftíma. Sá fyrsti var í kirkjuturninum í Görðum, þá í Krossvíkurvita sem í daglegu tali er kallaður Guli vitinn, síðan að kirkju- turninum í Akraneskirkju og loks í Akranesvita á Breið. Allt voru það listamenn sem tengjast Akranesi á einhvern hátt sem sáu um atriðin. Lljósmyndasýning Vitans að Skóla- braut 26 – 28 stendur til 9. nóvem- ber. Í bókasafni Akranes var sýning hinna glötuðu verka sem er samsýn- ing íslenskra og erlendra listamanna ásamt völdum verkum úr safneign Nýlistasafnsins en sýningin stendur til 30. nóvember nk. Í kvöld, 6. nóvember, er afmæl- isdagskrá vegna 150 ára afmælis Bókasafns Akraness en bókasafnið rekur upphafi sitt til stofnunar Lestra- félags á Akranesi en stofnfundurinn var í Görðum 6. nóvember 1864. Bókasafn Akraness er elsta stofnun Akraneskaupstaðar. Um kvöldið verða Margrét Eir og Páll Rósinkranz með tónleika í Gamla Kaupfélaginu. Á föstudeginum er sögustund í anddyri Tónlistarskólans sem ætluð er börnum á aldrinum 2 – 8 ára, um kvöldið er karlakórinn Hreimur með tónleika í Tónbergi, leiksýningin „Síðbúin rann- sókn„í Bíóhöllinni þar sem hanskinn er tekinn upp fyrir Jón Hreggviðsson. Á laugardeginum er opnun sýningar í Akranesvita, en elstu deildir allra leikskóla Akraness komu í heimsókn á Breið og fengu sögulega kynningu um svæðið. Í framhaldinu unnu börnin listaverk sem þau tengdu við Breiðina. Um kvöldið er m.a. dansleikur körfuknattleiksdeildar ÍA. Þjóðahátíð í íþróttahúsinu Á sunnudeginum heldur Félag nýrra Íslendinga Þjóðahátíð í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Margar þjóðir munu taka þátt með ýmsum hætti, s.s. með sýnishorni af þjóðarréttum sem hægt verður að bragða á, skemmtiatriðum og fleiru. Nefna má söngvara frá Búlgaríu, Bollywood-dansara, söngv- ara frá Frakklandi og Írlandi, enska þjóðlagatónlist og afríska trommara. Það verður enginn svikinn af því að mæta þarna. Karlakórinn Svanir hélt tónleika á vitakaffi. Leikskólabörn sýna í Akranesvita.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.