Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 6

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 6
Má bjóða þér/ykkur á Kúnnakvöld í Model gjafahús Fimmtudaginn 6. nóvember KL: 19:00-22:00 Fjöldinn allur af glæsilegum tilboðum. Svo er líka svo gaman. Ekki missa af þessu !!! -15-30 % 6 6. Nóvember 2014 Ný Breiðafjarðarferja til Stykkishólms Að undanförnu hefur mátt sjá ferju í Slippnum í Reykjavík þar sem verið er að mála hana og lagfæra, inn- anborð sem utan. Á næstunni fer hún væntanlega vestur í Stykkishólm og leysir þá af hólmi eldri ferjuna. Nýja ferjan mun bera nafnið Baldur eins og fyrri ferjur. Hún er ekki mikið stærri en sú sem hefur verið i siglingum, tekur þó fleiri bíla og auðveldara verður að koma stórum flutninga- bílum með tengivagni fyrir í henni á ferð milli Stykkishólms og Brjáns- lækjar á Barðaströnd. Nýr baldur í Slippnum í reykjavík. Fjölmörg ónýtt tækifæri eru til uppbyggingar í Borgarbyggð Vinnustofa vegna vaxtarklasa-verkefnis í Bogarbyggð var haldin í lok síðasta mánaðar. Verkefnið er samstarfsverkefni Há- skólans á Bifröst, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæð- inu. Á vinnustofunni var farið yfir niðurstöðu vinnu síðustu mánuða á vegum skólans en tveir aðilar á vegum skólans hafa rætt við fjölda aðila. Á stofunni voru kynnt ýmis vaxtarver- kefni í Borgarbyggð þar sem fram koma mörg spennandi og áhugaverð verkefni eru í deiglunni. Ennfremur var bent á ýmis verkefni sem enginn er að vinna að og vantar að setja í réttan farveg. Flest vaxtarverkefnin eru í ferðaþjónustu en ennfremur eru ýmis verkefni tengd matvælavinnslu og almennri þjónustu. Miklar umræður sköpuðust um verkefnin og ýmsar hugmyndir voru reifaðar og skýrt kom fram að fjölmörg ónýtt tækifæri eru til upp- byggingar í Borgarbyggð. Mikið var rætt um nauðsyn þess að menn vinni saman og nýti þá stoðþjónustu sem í boði er. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort sérstakur vaxtaklasi verður að veruleika þar sem stofnað er til formlegs samstarfs í kringum einstök vaxtarverkefni. Starfsmenn Háskólans á bifröst, Jón bjarni Steinsson og Hallur Jónasson unnu að verkefninu undir leiðsögn sérstakrar verkefnisstjórnar á vegum Hákólans á bifröst og borgarbyggðar. Á myndinni eru Jón bjarni Steinsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarstjóri borgarbyggðar, Sigurður ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs, vilhjálmur egilsson rektor og Hallur Jónasson. Stjórnun og skipulagning heil- brigðisstofnana og heilbrigðis- þjónustu fjarri heimabyggð Jón Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Vestlendinga segir það enga framtíðarlausn að skera niður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, loka skurðsstofum og þjónustuverkum og flytja öll læknisverk á Landspítalann eða til Akureyrar. Það hafi verið stefna stjórnvalda undanfarin ár að láta heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni blæða út og nú er sú stefna að bíða skipsbrot. Íbúum landsbyggðarinnar sé gert að fara til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði. Jón Bjarnason bendir á að það hafi sýnt sig að Landspítalinn hefi enga getu til að taka á móti stór- auknum fjölda sjúklinga sem áður var sinnt á öðrum sjúkrahúsum. Hann má ekki hafa það sem stefnu að soga til sín öll læknisverk í landinu. „Landspítalinn á að helga sig sér- hæfðum aðgerðum og þjónustu. Þess vegna þarf að halda í virkri notkun bæði almennri og sérhæfðri aðstöðu og búnaði sem er til staðar víða um land. Kjör heilbrigðisstarfsfólks verða hinsvegar að bæta og þau verði með þeim hætti að hægt sé bæði að manna vel heilbrigðisþjónustuna og þróa hana tæknilega. Forkastanleg er framganga heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þór Júl- íussonar, sem beitir sér fyrir að leggja niður heilbrigðisstofnanir í heilum landshlutum og sameina hreyturnar í eina fyrir heila landshluta. Þannig verður nú ein fyrir allt Vesturland, ein fyrir alla Vestfirði, ein fyrir allt Norðurland, ein fyrir Austurland og ein fyrir allt Suðurland. Vestfirðingar hafa mótmælt lokun og sameiningu heilbrigðisstofnana. Tekist var hart á um heilbrigðis- málin, niðurskurð, lokanir og samein- ingu heilbrigðisstofnana í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Fór svo að hluti þingflokks VG neitaði að styðja fjárlagafrumvarpið með þeim mikla niðurskurði til heilbrigðismála sem þá var boðaður og formenn stjórnarflokk- anna vildu. Áform um lokanir fjölda heilbrigðisstofnana voru stöðvaðar í ríkisstjórn og af hluta þingmanna VG samkvæmt atkvæðagreiðslum frá þeim tíma. Það er því hálf hrokafullt að heyra fyrrverandi formann og vara- formann fjárlaganefndar í ríkisstjórn Jóhönnu að berja sér á brjóst í hinni alvarlegu stöðu sem heilbrigðismálin eru í nú. Þau veittust m.a. á sínum tíma með fúkyrðum að þjóðkirkjunni og biskupi sem þá hvatti til þjóðarstuðn- ings við Landspítalann. Það virðist því miður hafa skipt litlu máli hver fer með stjórnvölinn í ríkisstjórn síðust árin. Staðreyndin er sú að síðan 2003 hefur heilbrigðiskerfið smátt og smátt verið holað að innan. Brautin hefur verið rudd fyrir einkavæðingu, niðuskurð, lokanir og órökstuddar sameiningu stofnana. Hugtakinu heilbrigðisþjón- ustu var breytt í heilbrigðisrekstur, „segir Jón Bjarnason. Þingsályktunartillaga um þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna Á síðasta kjörtímabili lögðu þing- mennirnir Ásmundur Einar Daða- son, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir, Birkir Jón Jónsson, Sig- urður Ingi Jóhannsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fram þingsályktun- artillögu um beina þátttöku sveitar- félaga og starfsmanna heilbrigðis- stofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þar segir m.a. : „Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga sem tryggi beina þátttöku fulltrúa sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði viðkomandi heil- brigðisstofnunar. Markmiðið með frumvarpinu verði að auka íbúa- og atvinnulýðræði og að sjónarmið og óskir heimamanna og starfsmanna heilbrigðisstofnana ráði meiru en nú er þegar heilbrigðisþjónusta er skipu- lögð og þjónustu forgangsraðað. Fyrir starfsemi Landspítalans er mikilvæg öflug heilbrigðisþjónusta á lands- byggðinni og í nærsamfélagi fólks- ins. Jafnframt er öllum miklvægt að hafa tæknivæddan Landspítala og gott sér menntað fagfólk, staðsettan við innanlandsflugvöllinn. Það er þörf á þjóðarsátt um endurskoðað skipulag, forgangsröðun og fjármagn til heil- brigðisþjónustu landsmanna.“ Hvar eru efndirnar? Í þessum hópi þingmanna eru nú þrír þeirra ráð- herrar, og einn þingmaður Norðvest- urkjördæmis svo nú er þeirra valdið. Íbúar Vesturlands gætu spurt hvað hafi breyst með setu í ríkisstjórn og með stuðningi við ríkisstjórnina en íbúar sjá fram á lokun heilbrigðisstofnana og stjórnun þjónustunnar færða frá fólkinu á einn stað fjarri þeirra heima- byggð. Heilbrigðisstofnun vesturlands í Stykkishólmi og sjúkrahúsinu á staðnum er nú stjórnað frá Akranesi. Stjórnendur sjást þar nánast aldrei, sáralítið samband er við starfsmenn um framtíðarsýn eða daglegan rekstur sem getur ekki leitt til annars en vandræða eða jafnvel ófarnaðar. bein aðkoma starfsmanna og sveitarfélagsins að stjórnun stofnunarinnar er engin.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.