Vestfirðir - 12.09.2013, Síða 1

Vestfirðir - 12.09.2013, Síða 1
Verum gáfuð og borðum fisk Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5 mín. Glæsilegur undirfatnaður frá Vanity Fair og Lauma. HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS Útsalan er hafin Erum á Facebook Vinsælu læknahal ararnir frá komnir í hvítu & svörtu. DEKKIN Á B E T R A V E R Ð I www.dekkjahollin.is Pantaðu dekkin á betra verði á: 12. september 2013 9. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN Vaxandi atvinnulíf og aukin bjartsýni ríkjandi á Bíldudal! Saga Bíldudals er samofin Íslands-sögunni, athafnamenn hafa komið og farið, skipst hafa á skin og skúrir. Einn mesti uppgangur athafna á Bíldudal var á tímum Péturs Thorsteinssonar fyrir og eftir aldamótin 1900 og svo aftur upp úr 1935, þegar Gísli Jónsson alþingismaður hóf atvinnusköpun á Bíldudal. Bíldudals grænar baunir svo og margir aðrir vöru- flokkar urðu þjóðkunnir. Má þar til dæmis nefna handsteiktar kjötbollur. Nú eru aftur tímamót og þorpið er að byggjast upp eftir langt hnignunarskeið. Íbúum fjölgar og atvinna eykst. Bjartsýni ríkir í þorpinu og ungt fólk er að flytjast heim. Aldrei að vita nema árin eftir 2011 verði talin uppgangstími í sögunni, rúmum 100 árum eftir tíð Pétur Thorsteinssonar. Margt er í boði þegar komið er til Bíldu- dals. Skrímslasetrið er frábær staður fyrir alla fjölskylduna, afar skemmtileg sýning og margt að sjá og upplifa. Tónlistarsafnið Melódíur minninganna þar sem Jón Kr. Ólafsson fer á kostum og aldrei að vita nema hann taki lagstúf eða setji plötu á fóninn. Á Tungunni eru minnisvarðar um atburði og fólk. Þar á meðal þau heiðurs- hjón Pétur Thorsteinsson og Ásthildi Thorsteinsson, ásamt minnisvarða um son þeirra Guðmund Thorsteinsson, listamann- inn Mugg en hann samdi og myndskreytti meðal annars hina sívinsælu barnasögu Dimmalimm. Það er einnig hægt að fá mjög skemmti- legan ratleik um þorpið hjá EagleFjord ferðaþjónustu, fá lánaðan árabát og róa út á voginn með færi, fara á sjóstöng eða sigl- ingu á söguslóðir Gísla Súrssonar. Setjast niður á veitingastaðnum Vegamótum og fá sér í svanginn. Það er því vel þess virði að dvelja um stund á Bíldudal, og það á hvaða árstíma sem vera skal. silvía björt Jónsdóttir og elva Lind bjarnadóttir voru á byrja í 3. bekk í Grunnskóla bíldudals í haust. Alls eru nemendur í skólanum 22 í vetur, og hefur þeim fjölgað milli ára, sem helst í hendur við svolitla fjölgun íbúa á bíldudal, sem er auðvitað afar ánægjuleg þróun. stelpurnar standa við minnisvarða um seglskipið Gyðu sem pétur thorsteinsson átti en það fórst með allri áhöfn 10. apríl 1910 og með því átta menn. mastrið kom upp í rækjutrolli 1953.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.