Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 12

Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 12
 Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur St. 38-58 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is 12. september 201312 Fiskveiðiárið 2013 – 2014: Í fyrsta skipti úthlutað í blá- löngu, gulllaxi og litla karfa Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Úthlutunin fer fram á grund- velli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 381.431 tonni í þorskígildum talið samanborið við um 348.553 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Athygli vekur að upphafsúthlutunin í fyrra reiknuð í þorskígildum þess fiskveiðiárs var rúm 318 þúsund tonn. Hækkun í þorskígildistonnum milli ára stafar því að verulegum hluta af breytingum á þorskígildisstuðlunum, einkum vegna verðfalls í þorski, en einnig er um auknar aflaheimildir að ræða. Þannig hækkar úthlutun í þorski um 14 þúsund tonn og nemur rúmum 171 þúsund tonni. Úthlutun í gullkarfa fer í rúm 50 þúsund tonn og hækkar um 6 þúsund tonn og úthlutun í ufsa hækkar um 3 þúsund tonn. Þá er upphafsúthlutun i síld um 16 þús- und tonnum hærri en í fyrra, eða 79 þúsund tonn. Nú er í fyrsta sinn úthlutað í þremur nýjum kvótategundum, blálöngu, gull- laxi og litla karfa. Um bráðabirgðaút- hlutun er að ræða þar sem aðeins er úthlutað 80% aflamarksins í þessum tegundum. Afganginum verður út- hlutað eftir að útgerðir sem telja sig búa yfir aflareynslu hafa haft möguleika á að gera athugasemdir við úthlutun- ina. Athygli er einnig vakin á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Alls fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2013/2014. Mest aflamark fer til Brimness RE-27, rúm 9.500 þorskígildistonn eða 2,5% af út- hlutuðum þorskígildum. Fimmtíu stærstu fyrirtæk- in fá 86& aflamarksins Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og vex hlutur þeirra um 0,8% á milli ára. Alls fá 488 fyr- irtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða einum fleiri en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 11,2% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,8% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár. Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13.3% af heildinni samanborið við 14,2% í fyrra. Næstmest fer til Vest- mannaeyja eða 11,2% (0,6% aukn- ing frá í fyrra) og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 8,4% af heildinni (1,1% samdráttur frá fyrra ári). Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfær- slu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Úthlutað er til fleiri (smábáta með aflamark og krókaafla- mark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 441 samanborið við 427. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 19 milli ára og eru nú 282. Samkvæmt útgerðar- flokkun Fiskistofu fá skuttogarar út- hlutað 52,6% af heildaraflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 35,2%, smábátar með aflamark 1,2% og krókaaflamarksbátar 11,0%. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Skel- og rækjubætur Töluvert meira magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 2.360 þorskígildistonnum og fara þau til 120 skipa samanborið við 88 skip á fyrra ári. blálanga. Fiskurinn þykir herramannsmatur. Vestfirsk öfl á Kambsnesi Samband vestfirska kvenna lét reisa minnisvarða árið 1980 til heiðurs vestfirskum landnámskonum. Hann stendur á háhæðinni þar sem ekið er fyrir Kambsnes milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar. stytta, eða minnisvarði um vestfirskar konur.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.