Vestfirðir - 12.09.2013, Síða 14

Vestfirðir - 12.09.2013, Síða 14
14 12. september 2013 BÍ/Bolungarvík: Stelpurnar í 4. flokki kvenna í úrslitum Íslandsmótsins Fjórði flokkur kvenna í Dalvíkurbyggð varð fyrir skömmu Íslandsmeistari í knattspyrnu í 7 manna bolta og mun þetta vera fyrsti Íslandsmeistaratit- illinn í knattspyrnusögu sveitarfé- lagsins. Eftir afar farsælt fótbolta- sumar í Norðurlandsriðli, þar sem stelpunar töpuðu aðeins einum leik, gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu í öllum sínum leikjum í úrslitakeppni Íslandsmótsins og stóðu uppi sem sigurvegarar. Í úrslitakeppninni kepptu þær við og unnu BÍ/Bol- ungavík 5-2, Gróttu 3-0 og Álftanes 3-0. Það var frábært hjá stelpunum í BÍ/Bolungarvík að komast í úrslit, jafnvel þótt þær mættu þar ofjörlum að þessu sinni. Þessi árangur ætti að vera þeim hvatnig til að gera betur næsta sumar, þær ættu að hafa fengið ,,blod på tanden”! séð til Ísafjarðarbæjar. markviss uppbygging fer fram á Ísafirði og bolungarvík í yngri flokkum knattspyrnunnar, bæði hjá strákum og stelpum. ekki er því óeðlilegt að reikna með að á næstu árum verði fleiri flokkar í úrslitum í yngri flokkum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Simbahöllin á Þingeyri er algjört draumakaffihús Í kaffihúsinu Simbahöllinni á Þingeyri er virkilega notalegt að koma og þiggja góðgerðir eins og kaffi og belgískar vöfflur. Þjónustan var líka til fyrirmyndar. Þetta gamla hús var áður í mikilli niðurníðslu og venjulega nefnt Draugahöllin af heimamönnum. Þau Janne Kristensen frá Dan- mörku og Belginn Van Hoeymissen gerðu húsið upp og reka þar kaffihús á sumrin. Upphaflega stóð til að gera húsið upp og selja það en þegar þessar gömlu og innréttingar sem segja merka verslunarsögu birtust undan draslinu var snarlega horfið frá því. simbahöllin á Þingeyri er auðfundin við aðalgötuna nánast beint á móti Landsbankanum. Gamlar innréttingar og gólf eru látin halda sér. Í þessum skúffum var geymdur sykur, hveiti og fleiri kornvörur og ausið úr skúffunum í poka fyrir viðskiptavinina. Þá var afgreiðslan mun persónulegri en hún er í dag á matvörumörkuðunum. Styttist í göngur og réttir á Vestfjörðum: Fyrstu réttirnar næsta laugardag Fjárréttir eru einn besti mæli-kvarðinn á að það er að koma haust. Í Strandasýslu er að venju allnokkrar fjárréttir enda hafa Strandamenn lengi verið nokkuð fjár- sterkir. Á síðustu árum hefur nokkuð dregið úr þeim fjölda fjár sem bændur heimta af fjalli, enda hefur sauðfjárbú- skapur hér á landi víða dregist nokkuð saman, ekki síst á Vestfjörðum en teltja má að þar sé á bilinu 20 – 25 þúsund fjár. Stór býli, eins og t.d. Laugaból í Ísafjarðardjúpi, voru með allt að 1.000 fjár á vetrarfóðrum en nú eru þau afar fá á þessu svæði og helst að nefna Indriða bónda á Skjaldfönn í því sambandi sem er með um 300 fjár. Dilkarnir frá Skjaldfönn hafa verið afar vænir, um 22 kg að meðal- tali enda fátt um kindur á víðfeðmu svæði og beitiland nóg. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um fjárréttir í mörgum svæðu, t.d. í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði þrátt fyrir að lögréttir eigi að vera í fjallskilasamn- ingum en bændur á þessu svæði eru ekki mikið af hafa fyrir því þó líklegt sé að smalað sé á réttum tíma. Ásvaldur Magnússon á Tröð í Ön- undarfirði, er réttarstjóri í Traðar- rétt, sem er skilarétt, sem verður 21. september nk. að hans sögn. Skilaréttir er einnig í Skutulsfirði og Dýrafirði, og vafalaust víðar. Ásvaldur segir bændur víða smala sjálfa sitt heimaland og reka heim og þá sé líklega víðar gert á vestan- verðum Vestfjörðum. Sláturhús eru engin á þessu svæði svo líklegt er að bændur sendi sláturlömbin til KVH á Hvammstanga og Sláturhús Vest- urlands í Borgarnesi, jafnvel víðar. Víða, t.d. á suðurfjörðum Vestfjarða, er refurinn að gera sauð- fjárbændum skráveifu, og reyndar æðarbændum líka, en talið er að í landinu séu 25 – 30 þúsund refir og á síðasta ári voru veiddir um 6 þúsund refir, eða aðeins um fimmt- ungur stofnsins, sem er auðvitað allt of lítið, því að meðan eykst refa- fjöldinn bara. Listinn hér að neðan yfir fjárréttir þarf því alls ekki að vera tæmandi og skal taka viljann fyrir verkið í því sambandi. • Melarétt í Árneshreppi 14. september • Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði 14. september • Hvalsárrétt í Hrútafirði 14. september • Kollafjarðarrétt í Reykhólahreppi 14. september • Broddanesrétt í Strandabyggð 15. september • Staðarrétt í Steingrímsfirði 15. september • Skarðsrétt í Bjarnarfirði 21. september • Króksfjarðarnesrétt í Reykhólahreppi 21. september • Kjósarrétt í Árneshreppi 21. september • Traðarrétt í Önundarfirði 21. september • Kinnarstaðarétt í Reykhólahreppi 22. september Flestar réttirnar bera upp á laugar- daginn 14. sepember, svo þann dag má búast við fjárrekstrum víða í nálægð réttanna. Þeir sem eru að ferðast um Vestfirði þessa daga eru vinsamlega beðnir að taka tillit til þess. Fjárréttir eru alltaf eftirsóknarverðar, fjárbændum heimta þar fé af fjalli en þéttbýlingar koma þar til að sýna sig og sjá aðra. Í réttum hittast sveitungar sem kannski hafa ekki sést alllengi, taka tal saman, væta kverkarnar og jafnvel taka lagið. Kýrnar fylgjast af athygli með því sem fram fer.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.