Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Eygló Harðardóttir skrifar:
Horft til framtíðar í Eyjum
Á nýju ári er gott að líta yfir
farinn veg um leið og maður
horfirtil framtíðar. Árið 2002
var að mörgu leyti erfitt ár
þar sem fólk hér í Eyjum og
um land allt fann
áþreifanlega fyrir samdrætti,
bæði í útgerð og fiskvinnslu.
Stór hluti ársverka Eyjamanna
hefur verið í sjávarútvegi og
er liú tæplega helmingur
allra unninna ársverka. Sýnt
hefur verið fram á að
landfræðileg einangrun og
hátt hlutfall ársverka í einni
atvinnugrein er mjög nátengt
byggðaröskun í viðkomandi
byggðarlagi. Er við horfum
nú til framtíðar er það sann-
færing mín að hægt sé að
snúa þessari þróun við.
Þekking og reynsla Eyja-
manna í sjávarútvegi gerir
okkur kleift að byggja á
grunni auðlinda okkar, sem
ég álít vera gjöful fiskimið,
einstaka náttúrufegurð Eyj-
anna og framkvæmdagleði
og vinnusemi Eyjamanna
sjálfra.
Fiskeldi
í minni framtíðarsýn á Vest-
mannaeyjar sé ég fyrir mér að við
byggjum enn frekar á gjöfum Njarðar
með uppbyggingu í fískeldi. I kvínni í
Klettsvík verða spriklandi hundruð
tonna af þorski og ýsu og Eyjamenn
verða í fararbroddi í tilraunum og
þróun á notkun neðansjávarkvía til
eldis á fiski. Tvær landstöðvar munu
rísa inni á Eiði eða við Stórhöfða þar
sem alin eru þorsk- og ýsuseiði og
e.t.v. flatfiskur á hagkvæmari máta en
á flestum öðrum stöðum á landinu
vegna aðgangs að nægum hreinum
heitum og köldum sjó.
Sjávarútvegur
Floti Eyjamanna myndi nýta sér bæði
hefðbundinn afla, s.s. sfld, loðnu,
þorsk og ýsu, sem og nýjar tegundir
eða nýjar veiðiaðferðir. Fiskeldi og
sjávarútvegur myndu styðja við hvort
annað þar sem slátrun eldisfisks tæki
við þegar vertíð lyki til að tryggja
rekstur fiskvinnslufyrirtækjanna allan
ársins hring. Sterk staða Eyjamanna í
aflaheimildum uppsjávarfisks, s.s. sfld
og loðnu, væri hægt að nýta til
fóðurgerðar f’yrir fiskeldi, bæði fyrir
heimamarkað og til útflutnings. Nýir
vaxtarbroddar yrðu til í fullvinnslu
matvæla þar sem fyrirtækin nýttu sér
til fullnustu nálægð sína við ferskasta
hráefnið og staðsetningu Vestmanna-
eyja, sem lokahöfn fyrir Evrópu-
siglingar skipafélaganna, til að koma
vörum sínum á markað.
Rannsóknir og menntun
Til stuðnings fyrirtækjum í sjávar-
útvegi og fiskeldi yrði unnið rann-
sókna- og þróunarstarf á heims-
mælikvarða á sviði sjávarlíffræði í
Rannsóknasetrinu. Nemendur við
æðri menntastofnanir landsins ynnu
að rannsóknaverkefnum í sjávarlíf-
fræði, undir handleiðslu færustu
sérfræðinga, til hagsbóta fyrir atvinnu-
lífið. Starfsemi setursins styddi síðan
við metnaðíu-fulla menntastefnu Fram-
haldsskólans í Vestmannaeyjum þar
sem nám í matvælaiðnaði með sér-
staka áherslu á störf í fiskeldi og
sjávarútvegi sem og ferðaþjónustu
myndu laða að nemendur alls staðar
að frá meginlandinu. Öflugt tengslanet
Rannsóknasetursins við vísindastofn-
anir um heim allan myndi tryggja
nemendum aðgang að nýjustu
þekkingu á sviði sjávarlíffræði og
nýtingu sjávarauðlinda.
Ferðaþjónusta
Áherslan yrði á sjálfbæra nýtingu
sjávarauðlinda til að sjávarútvegur og
fiskeldi gætu átt góða samleið með
uppbyggingu í ferðaþjónustu í Eyjum.
Undirstaða ferðaþjónustu yrði tryggð
með góðum samgöngum milli lands
og Eyja til að opna ferðamönnum
aðgang að einstakri náttúrufegurð,
ekki aðeins Heimaeyjar, heldur Vest-
mannaeyja allra. Áuknir atvinnu-
möguleikar myndu ijölga fólki í
bæjarfélaginu og auka þjónustu við
okkur öll, s.s. með fleiri verslunum og
veitingahúsum ásamt því að bæjar-
félagið væri betur í stakk búið að
standa undir kröfum okkar um
nútímasamfélag.
Núverandi staða
Er framtíðarsýn mín svo fjarri okkur í
tíma og rúmi?
-Næsta vor verður kominn þorskur í
Klettsvík sem Kví ehf. keypti af
Ocean Futures eftir að hafa fengið
úthlutað áframeldiskvóta.
-Undirbúningur er hafinn að stóru
kvíaeldisverkefni á landsvísu þar sem
Eyjamenn tækju að sér að sjá um
tilraunir á eldi í neðansjávarkvíum
fyrir opnu hafí.
-Stofnun Þorsks á þurru landi ehf.
endurspeglar vinnu sem hefur staðið í
þorskseiðaeldisstöð. Niðurstaða þeirr-
ar baráttu er að samstarf verður á milli
Þorsks á þurru landi, Fiskey,
Stofnfísks og Hafrannsóknastofnunar
um uppbyggingu þorskseiðaeldis á
Islandi með áherslu á kynbætur.
-Hugur er í starfsmönnum Rann-
sóknasetursins að þróa samstarf innan
setursins enn frekar í átt að önd-
vegissetri á sviði rannsókna og
þróunar í nýtingu sjávarauðlinda á
Suðurlandi, í samstarfi við innlenda og
erlenda aðila.
-Kaup á fyrirtækinu Islensk matvæli
endurspegluðu vilja manna til að þróa
enn frekar fullvinnslu matvæla í
Eyjum.
-Samhugur Eyjamanna í að þrýsta á
betri samgöngur skilaði sér í fleiri
ferðum og hugsanlega nýju skipi.
Það er kraftur og dugnaður Eyja-
manna sem hefur gert þetta samfélag
að því sem það er. Undirrituð hefur
sjálf staðið 1 mikilli baráttu við að fá
þorskseiðaeldi til Vestmannaeyja og
telur að það geti skilað bæjarfélaginu
aukinni velsæld til framtíðar.
Þorskseiðaeldi rennir síðan styrkari
stoðum undir starfsemi Rannsókna-
setursins og tilraunir með kvíaeldi
þorsks og svo framvegis. Hins vegar
er það alveg á hreinu að Eyjamenn fá
ekkert gefins og hefur verið mikill
þrýstingur frá áhrifamiklum aðilum
gegn því að þorskseiðaeldi byggist
upp hér. Ef við stöndum ekki saman
verður Eyjamönnum haldið fyrir utan
uppbyggingu eldis sjávartegunda.
Þeim mun mikilvægara er að allir
standi saman um uppbygginguna.
Eflaust höfum við öll okkar fram-
tíðarsýn á bæjarfélagið. Vonandi getur
mín sýn átt samleið með sem flestum
og við öll tekið undir að með nýju ári
koma ný tækifæri og nýir möguleikar.
Með heillaóskum um gotl nýtt árí
Eygló Harðardóttir,
framk\’œmdastjóri
Þorsks á þurru landi ehf.
Til stuðnings
fyrirtækjum í sjávar-
útvegi og fiskeldi yrði
unnið rannsókna- og
þróunarstarf á heims-
mælikvarða á sviði
sjávarlíffræði í Rann-
sóknasetrinu. Nemendur
við æðri mennta-
stofnanir landsins ynnu
að rannsóknaverkefnum
í sjávarlíffræði, undir
handleiðslu fæmstu
sérfræðinga, til hagsbóta
fyrir atvinnulífið.
Starfsemi setursins
styddi síðan við
metnaðarfulla
menntastefnu Fram-
haldsskólans í Vest-
mannaeyjum þar sem
nám í matvælaiðnaði
með sérstaka áherslu á
störf í fískeldi og
sjávarútvegi semog
ferðaþjónustu myndu
laða að nemendur alls
staðar að frá
meginlandinu.
Oddur Júlíusson
skrifar:
Verslum
hér í bæ
Þótt undarlegt
megi virðast
hafa kaup-
menn hér í bæ
verið að naga
augun úr hver
öðrum. Sér-
staklega á
þetta þó við
um Krónuna
sem Kaupás
rekur. Þeir gera það ekki
endasleppt, nú síðast fóru þeir inn á
jólatjáamarkaðinn og eyðilögðu
hann fyrir tveimur jólatrésölum
sem hafa þjónað okkur í tugi ára.
Við Eyjamenn verðum að gera það
upp við okkur hvort við viljum hafa
sérverslun hér í bæ eða ekki. Þessar
tvær blómabúðir eru ekki að velta
miklu á ársgrundvelli og þegar hver
pósturinn af öðrum er rifinn af þeim
af matvöru-búðakeðjum sem velta
hundruðum milljóna á ársgrund-
velli endar þetta ekki nema á einn
veg.
Krónan ætti að þjóna okkur
Eyjamönnum vel eins og
þeir hafa geit í vöruverði á
matvöm og breikka frekar
vömúrvalið heldur en að
naga blómabúðimar enda-
laust niður eins og þeir hafa
verið að gera, ekki bara í
jólatrjáasölunni.
Krónan ætti að þjóna okkur
Eyjamönnum vel eins og þeir hafa
gert í vöruverði á matvöru og
breikka frekar vöruúrvalið heldur
en að naga blómabúðimar enda-
laust niður eins og þeir hafa verið
að gera, ekki bara i jólatrjáasölunni.
Við Eyjamenn viljum kannski
bara hafa þetta eins og íbúar
Eyrarbakka og Stokkseyrar, nú eru
engar matvörubúðir þar. eftir að
Kaupás kom öllum á hausinn og
hættu svo síðan sjálfir.
Oddur Júlíusson.
Fulltrúar
Frjálslynda
flokksins á ferð
Þingmenn, framkvæmdastjóri og
frambjóðendur Frjálslynda
flokksins eru á ferð um
Suðurkjördæmi þessa dagana.
Haldið verður verður til
Vestmannaeyja, um Suðurland og
til Hafnar í Hornafirði. Fundirá
hverjum stað verða nánar
auglýstir. Frjálslyndi flokkurinn
býður fram lista í öllum
kjördæmum í kosningunum í vor,
en hefur ekki kynnt framboðslista
sína ennþá. Markmiðið með
fundaferðinni er að hitta
stuðningsmenn flokksins í
kjördæminu og virkja sem flesta
til starfa í þeirri baráttu sem
framundan er.
Sem fyrr leggur Frjálslyndi
flokkurinn megináherslu á að
gerbreyta núverandi kvótakerfi en
auk mikillar áherslu á byggðamál
hefur flokkurinn einnig skýrar
áherslur á öllum helstu sviðum
þjóðmála.
N