Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 6
6
Frcttir
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Skólaslit Framhaldsskólans:
Alls útskrifuðust 32 á haustönn
Skólaslitaræða Baldvins Kristjánssonar skólameistara:
er vopn gegn alvinnuleysinu
Helgina fyrir jól út-
skrifuðust 23 með
stúdentspróf frá Fram-
haldsskólanum í Vest-
mannaeyjum. Eins
voru sex vélaverðir út-
skrifaðir, einn vélstjóri
af öðru stigi og einn
vélsmiður. Baldvin
Kristjánsson skóla-
meistari kom víða við í
ræðu sinni og skamm-
aðist meðal annars út í
hækkandi húsaleigu
FÍV án frekara framlags
frá ríkinu, eins kom
hann inn á vaxandi
atvinnuleysi í þjóðfél-
aginu og sagði mennt-
un eina vopn einstak-
lingsins gegn atvinnu-
leysi. Smári Jökull
Jónsson flutti ræðu
stúdenta og hafði hann
áhyggjur af kynjahlut-
falli þeirra sem út-
skrifast, aðeins 25%
þeirra eru strákar og er
þetta í samræmi við
það sem er að gerast í
framhaldsskólum á
landinu. Hann hvatti
strákana til að taka sig
á. Einnig kemur hann
inn á gæði þess að
vera í skóla þar sem
nálægðin er meiri og
taldi hann það veita
skólanum ákveðið for-
skot á aðra.
Sérstakar viðurkenn-
ingar voru veittar fyrir
framúrskarandi árang-
ur í hinum ýmsu
greinum. Hildur Sólveig
Sigurðardóttir og Elfa
r /
Asdís Olafsdóttir fengu
þrjár viðurkenningar
hvor.
Menntun
„Ég ætla svellkaldur að hetja mál mitt
á svartsýnishjali, þó það sé e.t.v. vottur
lítillar ræðusnilldar. Á móti kemur að
illu er best af lokið. Það er og til marks
um dómgreindarleysi undirritaðs að
embættismaðurinn Baldvin ætlar að
hafa skoðun eða öllu heldur gagnrýna,
en eins og flestir vita þá eiga
embættismenn ekkert með slíkt.
Þannig er mál með vexti að skólinn
okkar hefur löngum státað af því að
vera vel rekinn fjárhagslega og venju-
legast verið borð fyrir báru þegar
reikningar hafa verið gerðir upp í lok
árs. Nú bregður hins vegar svo við að
um þessi áramót verður reksturinn
neikvæður sem nemur einhverjum
milljónum króna. Um ástæður vil ég
ekkert fjölyrða en get þess þó að
húsaleiga var hækkuð á þessu ári urn
litlar 4,8 milljónir án þess á móti kæmi
hækkað framlag á fjárlögum.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að
leigan hækki enn um hálfa aðra
milljón og framlög enn óbreytt.
Reyndar eru og aðrar hækkanir sem
koma til og bjaga stöðuna, en húsa-
leigan ein og sér dugir til að koma
okkur öfugu megin við núllið. Það
sem hér er að gerast er einfaldlega
ekki sanngjamt. Við höfum á þessu ári
sem öll önnur ár gætt ýtrustu aðsjálni.
Hins vegar hefur leikreglum verið
breytt einhliða. Það er ekkert sam-
komulag um það af okkar hálfu að
húsaleiga skuli hækkuð og aðskiljan-
legasta kostnaði öðrum velt yftr á
skólann án þess þar hafi menn neitt
um hlutina að segja.
Ef ekki kemur til aukið fjármagn frá
því sem skólanum var upphaflega
ætlað í frumvarpi til fjárlaga næsta árs
þá verður voðalega lítið gaman að
vera til og ógjömingur að láta enda ná
saman. Það er þó ekki útséð um að
leiðrétting fáist þar sem framlög til
framhaldsskóla vom hækkuð um ein-
hverjar krónur fyrir lokaafgreiðslu
fjárlaganna. Ég heiti á ykkur öll sem
hér eruð að krossleggja ftngur og vona
það besta, það ætla ég að gera. Nú og
svo má alltaf lotta.
Annað sem brennur mjög á mér,
miður jákvætt, er slæmt atvinnu-
ástand. Það virðist nokk sama hvar
borið er niður á landinu að alls staðar
er ástandið bágborið. Og nú kunnið
þið að velta því fyrir ykkur hvað sú
umræða eigi hér erindi. Því er til að
svara að menntun er vopn einstak-
lingsins gegn atvinnuleysi. Það skiptir
máli í samkeppninni um atvinnuna að
hafa menntast. Þú verður sam-
keppnisfærari. Þetta sést e.t.v. best á
því að samkvæmt fréttum RUV
síðastliðinn þriðjudag, þá er at-
vinnuleysið áberandi mest í hópi ungs
fólks sem hætti námi að loknum
gmnnskóla og dreif sig út á vinnu-
markaðinn á síðasta þensluskeiði.
Þess vegna á ungt fólk að mennta
sig og þess vegna eigum við fúllorðnir
að hvetja bömin okkar og styðja til
náms.
En nóg af svartnættinu. Dagurinn í
dag er hátíðisdagur. Hann er slíkur í
a.m.k. tvennum skilningi. I fyrsta lagi
almennur hátíðisdagur með því að úr
þessu tekur dag að lengja. Það þýðir
að straumhvörf em að verða þegar
halli jarðmönduls breytir afstöðu til
sólar og í stað þess að daginn stytti í
sífellu hér á norðurhveli þá verður nú
hver nýr dagur örlítið lengri hinum
næsta á undan, að morgundagurinn
verður örlítið lengri en dagurinn í dag.
Og næstu sex mánuði munum við
upplifa slíka lengingu daganna. Bara
af þeirri ástæðu ætti okkur að vera létt
í sinni og við ættum að geta horft
bjartari augum fram á veginn.
Og dagurinn í dag er einnig sér-
legur hátíðisdagur nemenda sem em
að ljúka svo merkum áfanga sem
útskrift er. Og ég trúi að aðstandendur
útskriftamema séu sæmilega sáttir við
daginn. Gildir þá einu hvort að baki
útskriftinni em fleiri eða færri ár í
námi.
Annars er ég nú þess heiðurs
aðnjótandi í þriðja sinn á lífsleiðinni
að útskrifa nemendur. Hin fyrri skiptin
tengdust Ijarvem alvömskólameistara
Ólafs Hreins, þó íjarveran væri þá
skammvinnari en nú. Og úr því
alvöruskólameistari var hér nefndur.
þá átti ég við hann dálaglegt spjall í
vikunni. Hann bað fyrir kveðju til
ykkar allra og fól mér að bera ykkur
þann boðskap sem hann allajafna
flytur útskriftamemum. Það má segja
það samnefnara í ræðurn Ólafs í
gegnum tíðina að innræta mönnum
virðingu fyrir meðbræðmm sínum og
mjög oft sér í ræðum hans hvatningu
um samhjálp. Að við gætum gert
sjálfum okkur og öðmm lífið bæri-
legra með því að gera öðmm það sem
við viljum að þeir geri okkur.
Þessar áherslur Ólafs flyt ég ykkur
og tek heilshugar undir.
En ég vil líka leggja til frá eigin
brjósti. Einkum er eitt atriði sem ég
hef reynt sjálfur að hafa að leiðarljósi
og innræta mínum bömum. Þar fer
tryggðin eða hollustan við hvaðeina
sem maður tekur sér fyrir hendur. Að
sinna verkum sínum af kostgæfni og
þá e.t.v. að færast ekki meira í fang en
svo að unnt sé að skila sæmilega af
sér. Fátt veit ég dapurlegra en
grautarhátt sem tilkominn er af því að
menn em ekki að gera það sem þeir
best geta. Þeir leggja sig ekki fram
vegna þess þeir nenna því ekki, hafa
ekki áhuga og jafnvel þó þeir hafi
bæði nennu og áhuga, þá er enginn
tími af því menn sjást ekki fyrir. Ég
trúi því staðfastlega að hver sá sem
ekki leggur sig allan fram. eða sem
næst allan, sé að skapa sjálfum sér
vandræði og oftar en ekki vanlíðan.
Þetta íyrirbæri, sem kallast samviska,
nuðar og nauðar og þó manni lánist
tímabundið að loka á hana þá skýtur
hún alltaf upp kollinum aftur. Þó það
væri ekki nema bara til að losna undan
nuðinu þá borgar sig að gera sitt besta.
Ég tala nú ekki um þau óþægindi sem
maður sparar öðmm sem annars geta
þurft að taka til eftir mann.
Það vill reyndar svo til að flestir
nemendur sem nú voru að útskrifast
hafa tileinkað sér þann kost sem ég
hér brýndi, enda eru þetta fyrirtaks-
nemendur, sem njóta bæði vinsælda
og virðingar annarra nemenda og þá
ekki síður kennara. Ég hvet ykkur til
að halda áfram á braut hollustu og
tryggðar við viðfangsefnin á hveijum
tíma og ykkur mun áfram vel famast.
Að síðustu vil ég endurtaka ámaðar-
óskir mínar til útskriftamema og að-
standenda. Ég þakka öllum sem lögðu
hönd að því að gera athöfnina svo
hátíðlega, með blómum, viðurkenn-
ingum og öðmm aðskiljanlegasta
hættí,“ sagði Baldvin.
AÐ þessu sinni útskrifuðust 23 stúdentar,