Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Fréttir
13
er um að ræða verslunarfólk, fiskverk-
unarfólk, sjómenn, verkafólk, iðnaðar-
menn o.fl. Þessu þurfum við að
bregðast við og m.a. hafa bæjar-
yfirvöld ákveðið að ráða einn
starfsmann í allt að sex mánuði til að
aðstoða núverandi starfsmann hjá
Svæðisvinnumiðlun Suðurlands til að
kynna fyrirtækjum í bænum hvaða
möguleikar eru í stöðunni.
Einnig þurfum við að takast á við
þá staðreynd að um 70 til 80 sjómenn
í Eyjaflotanum eru ekki búsettir eða
skráðir í Vestmannaeyjum og þannig
verður bærinn af tekjum sem hleypur
á tugum milljóna. í því efni verður að
höfða til aðila í útgerð að sameinast
með bæjaryfirvöldum að breyta þessu
hlutfalli. Einnig að reyna að ráða
heimamenn í plássin, sérstaklega
þegar eitthvað er um að sjómenn séu á
atvinnuleysisskrá. Ég hef fulla trú á
að útgerðaraðilar hér í bæ munu vera
vakandi fyrir þessu, miðað við samtöl
við nokkra þeirra í lok síðasta árs.
Aðrir þættir atvinnuleysis lúta að
því hvemig fiskast nú á næstunni í
uppsjávarfiski, hvemig við getum
styrkt verkefnastöðu fyrirtækja sem
em í iðnaði og einnig eflt verslun í
heimabyggð. Vonandi næst að koma
fyrirhugaðri matvælaverksmiðju að
Eiði í gang nú í þessurn mánuði og
veltur það á því hvemig bæjaryfir-
völdum tekst að fá aðila hér í bæ til að
koma að þeim rekstri. Þar myndi
vafalítið skapast ákveðinn fjöldi starfa
strax og sá fjöldi gæti stækkað eftir
því hvað fyrirtækið dafnaði fljótt og
vel.
Eflum ferðamannaiðnaðinn
Við þurfum einnig að ná að efla
ferðamannaiðnaðinn hér í Eyjum og
þar þarf að vinna að því að Vest-
mannaeyjar komist aftur inn á kort
erlenda ferðamannsins eftir að
Flugfélag íslands hætti að fljúga
áætlunarflug hingað. Islandsflug
hefur hins vegar sinnt þessari flugleið
með prýði frá þeim tíma en fargjöld
eru of há fyrir almenning og því hefur
farþegafjöldinn minnkað töluvert. Þá
kemur að því hvort ríkið eigi ekki að
styrkja þessa flugleið á sambærilegan
hátt eins og gert var á flugleiðinni til
Homafjarðar. I tengslum við íjölgun
ferðamanna er mögulegt að horfa til
eflingar á tengingunni við Bakkaflug-
völl og mögulegt samstarf við aðila í
ferðaþjónustu á Suðurlandi, og síðast
en ekki síst með nýrri og hraðskreiðari
feiju milli lands og Eyja.
Styttri siglingatími gerir þennan
möguleika fysilegri fyrir ferðaþjón-
ustuaðila og það er einnig það sem
kemur okkur sjálfum til góða sem og
fólkinu sem vill sækja okkur heim. Þá
gætum við með skemmri fyrirvara
farið upp á land og einnig væri fiutn-
ingsgetan talsvert meiri. Einnig þarf
að bæta aðstöðuna á Bakkaflugvelli
með nýrri flugstöð og klára að ganga
ffá slitlagi alla leiðina frá þjóðvegi 1
og að flugstöð. Vestmannaeyjar em
náttúruperla en það er sú auðlind sem
við eigum eftir að nýta okkur betur og
þar komum við aftur að því að slíkt
gerist einungis með samvinnu aðila í
ferðaþjónustu.
Jarðgöng eru lausnin
Samgöngur við Eyjar em samt sá
þáttur sem mun hafa áhrif á búsetu- og
atvinnuskilyrði til framtíðar. Við
munum með nýrri og hraðskreiðari
feiju finna fyrir breytingu til batnaðar
varðandi ferðamannastraum og hæg-
ara um vik fyrir okkur að komast til og
frá Eyjunum. Það eina sem verður til
þess að bæta og efla alla þætti sam-
félagsins er samt sem áður jarðgöng
milli lands og Eyja. Með þeim myndu
Eyjamar verða hluti af stærra atvinnu-
svæði og þær myndu gegna nýju
hlutverki í þjónustu stóm skipafé-
laganna. Atvinnutækifæmm myndu
fjölga, ferðamannastraumur myndi
aukast til muna og stofnanir eins og
Heilbrigðisstofnunin, Framhaldsskól-
inn. ásamt söfnum bæjarins, myndu
stóreflast.
Einhverjir hafa sagt að þá myndu
Eyjamar tapa sérstöðu sinni sem eyja,
en eftir sem áður snýst þetta um að
styrkja samfélagið og búsetu hér því
við viljum vaxa og dafna og halda
eftir sem áður þeim sérkennum sem
við emm þekkt fyrir. Vegagerðin
hefur staðfest að þessi framkvæmd er
möguleg en sé fjárfrek og það er rétt,
en það er einnig dýrt að endumýja
Herjólf á 15 ára fresti. Því er ég sann-
færður um að jarðgöng til Vest-
mannaeyja gætu orðið að vemleika
innan 10 ára ef farið yrði af stað á
þessu ári að vinna þá undirbún-
ingsvinnu sem þarf og er tímafrek.
Því væri það stór breyting í milli-
tíðinni að fá hraðskreiðari ferju til að
leysa núverandi Heijólf af ef það
gengur eftir og að sú ferja þjóni okkur
þar til göngin verða tekin í notkun.
Því treysti ég samgönguhópnum
sem er að starfa á vegum samgöngu-
ráðherra til að ákveða um hvemig
feijusiglingum verður háttað á næstu
ámm, en í framhaldi af því verður að
fara að huga að framtíðarlausn í
samgöngumálum Eyjanna. Fmm-
kvæðið í því máli verður að koma frá
okkur sjálfum á svipaðan hátt eins og
staðið var að gerð jarðganga undir
Hvalíjörð.
Margt að gerast
Að öðm leyti er margt að gerast á
eyjunni okkar fögm, viðbygging við
Hamarsskólann var vígð sl. mánudag
og þar með er skólinn einsetinn,
stofnuð var á sama degi Fræðslu- og
símenntunarstöð, VISKA, hér í Eyjum
með framlagi frá ríkinu, miklum
endurbótum við Iþróttamiðstöðina er
að ljúka á fyrri hluta þessa árs þar með
talin bygging nýs íþróttahús sem er ein
stærsta framkvæmd bæjarfélagsins
síðustu ára, 30 ár liðin frá upphafi og
lokum gossins á Heimaey og ýmsir
viðburðir verða á árinu tengdir þeim
tímamótum, áfram verður haldið við
endumýjun hafnarmannvirkja skv.
hafnaáætlun, við Heilbrigðisstofnun er
unnið að endurbótum, miklar fram-
kvæmdir hafa verið í gangi í
endumýjun húsnæðis og búnaðar hjá
Vinnslustöðinni og Isfélaginu, mið-
bæjarsvæðið er í endumýjun og vonir
standa til að verslunar- og íbúða-
bygging rísi þar og talsverðar
byggingarframkvæmdir em í gangi á
fasteignamarkaðinum.
Sá markaður hefur verið mjög
líflegur og fasteignasala verið mjög
lífleg skv. upplýsingum fasteignasala.
Nýlokið er byggingu parhúss í Bessa-
hrauni og í byggingu em einbýlishús í
Bessahrauni og í Norðurgarði sem og
tvö parhús í Stóragerði, eitt í Litlagerði
og fleiri aðilar að huga að byggingu
íbúða á árinu. Þetta sýnir að það er
hugur í fólki hér og að hér vilji fólk
setja sig niður til lengri tíma og jafnvel
til frambúðar.
Mannlegu málin
íþrótta-, æskulýðs- og menningarlíf er
sem fyrr öflugt og líflegt, og alltaf er
stefnt á að gera belur. Þessir þættir
hafa gert og munu gera áfram sam-
félag okkar auðugt enda er það fyrst
og fremst mannauðurinn sem við
eigum að horfa til. Eyjasálin er
eitthvað sem fæst hvorki keypt né seld
og það er hún sem gerir okkur svo
sérstök sem við emm og vonandi
breytist það aldrei.
Við eigum að einbeita okkur að því
að vinna jákvætt og uppbyggilega
fyrir Eyjamar og ef mál fara ekki eins
og best verður á kosið þá ber að taka á
því og koma þeim til betri vegar.
Neikvæðni smitar út frá sér og hefur
aldrei hjálpað til að koma góðum
málum á veg. Sú orrahríð sem hefur
staðið um málefni Þróunarfélagsins
hefur ekki gagnast okkur á neinn hátt
og því vona ég að í framtíðinni beri
okkur gæfa til að vinna þannig að
málum að í fyrsta lagi, verði betur
staðið að málum, og í öðm lagi að
gagnrýni á rétt á sér en hún verður að
vera uppbyggileg t.d. eins og alltaf er
haft að leiðarljósi í íþróttum.
Hins vegar trúi ég því að við bemm
öll hag Eyjanna fyrir brjósti en auð-
vitað verðum við ekki alltaf sammála
um leiðir. Markmiðið verður samt
alltaf það að setja Vestmannaeyjar í
fyrsta sæti og það gemm við með
samstöðu og þeim krafti sem býr í
samfélaginu okkar.
Að endingu langar mig að hvetja
Eyjamenn til þess að leyfa útijóla-
ljósunum lifa út mánuðinn til að lífga
upp á skammdegið, og jólaskreytingar
á vegum bæjarins munu verða uppi
allan mánuðinn. Hvet einnig bæjar-
búa til að taka virkan þátt í þeirri
dagskrá sem verður í gangi í tengslum
við 23.janúarnk.
Ingi Sigurðsson bœjarstjóri.
Rekstur bæjarsjóðs er
umfangsmikill og
fjárfrekur, enda hafa ýmis
mál verið færð frá ríkinu
og yfír til sveitarfélaganna.
Þvf skiptir það miklu máli
að leita allra leiða til að
geta nýtt það fjármagn sem
best og einnig að vera
vakandi fyrir því hvaða
möguleika Eyjarnar hafa
til að ná hingað rekstri á
vegum ríkisins eins og
hefur verið að gerast á
undanfömum ámm. Þar
má t.d. nefna aðila eins og
Fiskistofu, nám tengt
sjávarútvegi eins og
skipstjóra- og
stýrimannanám, neta-
gerðamám og annað
iðnnám sem tengist
þjónustu við
sjávarútveginn. Einnig ber
að nefna eflingu Rann-
sóknaseturs Háskólans.
Eygló Harðardóttir skrifar:
Byggðakvóta er úthlutað með
því skilyrði að hann sé unninn
í viðkomandi byggðarlagi
Vestmannaeyjar fengu úthlutað byggðakvóta í fyrsta skipti
í nýlegri úthlutun sjávarútvegsráðuneytisins. Góður
rökstuðningur var fyrir úthlutuninni þar sem mikils
samdráttar hefur gætt í störfum í fiskvinnslu og útgerð í
Eyjum á síðastliðnum ámm. M.a. hefur verið sýnt fram á
að bein línuleg tengsl séu á milli fólksfækkunar í
byggðarlaginu og fækkunar starfa í fiskvinnslu.
Sem höfundur
umsóknar um
byggðakvóta sem
Aðgerðarþjónust-
unni Kútmaga-
koti, Godthaab
Nöf og Hlíðardal
var úthlutað ný-
lega tel ég mig
knúna til að
bregðast við fréttapistli sem birtist í
Fréttum 3. janúar síðastliðinn undir
íyrirsögninni Byggðakvótinn
hefndargjöf: Urkynjun og sósíalismi
að vera með pólitíska potta.
Fólksfækkun og færri störf í fisk-
vinnslu
Vestmannaeyjar fengu úthlutað
byggðakvóta í fyrsta skipti í nýlegri
úthlutun sjávarútvegsráðuneytisins.
Góður rökstuðningur var fýrir úthlut-
uninni þar sem mikils samdráttar hefur
gætt í störfum í fiskvinnslu og útgerð í
Eyjum á síðastliðnum árum. M.a.
hefur verið sýnt fram á að bein línuleg
tengsl séu á milli fólksfækkunar í
byggðalaginu og fækkunar starfa í
fiskvinnslu.
í einangraðri sjávarbyggð eins og
Vestmannaeyjum, þar sem tæplega
helmingur allra unninna ársverka er í
sjávarútvegi, er um fátt annað að velja
þegar störfum fækkar en flytja á brott.
Þrátt fyrir erfitt atvinnuástand hefur
lítið af aflaheimildum verið selt í
burtu.
Eyjar eru því skólabókardæmi um
að hlutfall aflaheimilda skiptir ekki
mcstu máli varðandi byggðaþróun og
fólksfækkun, heldur hvar og hvemig
aflinn er unninn; beint í gáma, úti á sjó
eðaí landi.
Af hverju byggðakvóti?
Markmið laga um fiskveiðistjómun
vom tvíþætt; annars vegar „...að stuðla
að vemdun og hagkvæmri nýtingu
[nytjastofnanna] og tryggja með því
trausta atvinnu og byggð í landinu."
(Lög um stjóm fiskveiða, 1990 nr. 38
15. maí).
Flestir geta verið sammála um að
fýrra markmiðið hefur náðst að mestu
leyti en markmiðið um trausta atvinnu
og byggð í landinu er fjarri raunvem-
leikanum. Mikil fólksfækkun hefur
orðið í byggðum landsins á þessum
rúma áratug sem núverandi útfærsla
laga um fiskveiðistjómun hefur ríkt.
Færri störf þýða að fólki fækkar -
enginn efast um þann sannleika. Færra
fólk þýðir minni þjónusta fýrir þá sem
eftir sitja þar sem grundvöllur fyrir
þjónustu versnar. Ef ekkert er að gert
getur keðjuverkun farið af stað þar
sem enn fleira fólk flytur í burtu. Með
byggðakvóta er verið að reyna að
koma í veg fyrir áframhaldandi sam-
drátt og fólksfækkun og bæta fyrir
vankanta á núverandi útfærslu annars
góðra laga um fiskveiðistjómun.
Pólitískir pottar
Astæða er að minna á að úthlutun
byggðakvóta byggist einnig á eftirfar-
andi: „Úthlutun veiðiheimilda sam-
kvæmt lögum þessum myndar ekki
eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
(Lög um stjóm fiskveiða, 1990 nr. 38
15. maí).
Af hverju ekki? Vegna þess að
fiskurinn er eign íslensku þjóðarinnar
sem úthlutaði aflaheimildum í upphafi
úr sameiginlegum potti samkvæmt
reglum um veiðireynslu og skipaeign
ákveðinna einstaklinga og fýrirtækja í
þeirri trú að það væri best fýrir atvinnu
og byggð í landinu. Með byggðakvóta
er enn á ný verið að úthluta úr okkar
sameiginlega potti til að reyna að ná
þessum markmiðum laganna.
Byggðakvóta er úthlutað með því
skilyrði að hann sé unninn í viðkom-
andi byggðarlagi til að skapa störf og
auka verðmæti afurðanna.
Sanngjarnari skipting í næstu
umferð
Úthlutun veiðiheimilda til nýrra aðila
þýðir minni veiðiheimildir til þeirra
sem fyrir voru. Frá mínum bæjar-
dyrum séð er rökstuðningurinn ein-
faldur fyrir þessari aðgerð. Nýjum
handhöfum veiðiheimilda er ætlað það
hlutverk að gera betur í að tryggja að
sameign þjóðarinnar sé nýtt til að
tryggja atvinnu og byggð í landinu.
Mörg útgerðarfyrirtæki hafa staðið sig
mjög vel í sínu vörsluhlutverki og er
leitt að þau verða fyrir því að afla-
heimildir til þeirra minnki. 1 allri
sanngimi tel ég að í næstu skiptingu
ætti e.t.v. að líta til nýtingar hjá
einstökum handhöfum veiðiheimilda
með tilliti til framsals, löndunar og
nýtingar á afla (í gáma, sjóvinnslu eða
landvinnslu).
Þeir sem leigja frá sér afla eða flytja
hann beint út í gámum án þess að
bjóða til sölu á fiskmörkuðum eða
vinna hann á annan máta yrðu þannig
fyrir meiri skerðingu en aðrir þar sem
þeir væm ekki að uppfylla vörslu-
hlutverk sitt.
Að lokum vil ég þakka fyrir skýrt
svar útgerðarmannsins Magnúsar
Kristinssonar um að útgerðin hans
muni ekki sjá um að veiða aflann, - en
þegar er frágenginn samningur um
veiðar á byggðakvótanum.
Eygló Harðardóttir