Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri skrifar um áramót:
Vestmannaeyjar í fyrsta sæti
-Það gerum við með samstöðu og þeim krafti sem býr í samfélaginu
INGI: -íþrótta-, æskulýðs- og menningarlíf er sem fyrr öflugt og líflegt, og alltaf er stefnt á að gera betur. Þessir þættir hafa gert og munu gera áfram samfélag okkar auðugt
enda er það fyrst og fremst mannauðurinn sem við eigum að horfa til. Eyjasálin er eitthvað sem fæst hvorki keypt né seld og það er hún sem gerir okkur svo sérstök sem við
erum og vonandi breytist það aldrei.
í upphafi nýs árs vil ég óska
öllum Eyjamönnum nær og
fjær gleðilegs nýs árs og
farsældar á árinu með þökk
fyrir gamla árið. Eg er
bjartsýnn fyrir hönd Eyjanna á
þessum áramótum og tel að
við eigum mikla möguleika á
að bæta okkar stöðu jafnt og
þétt og nú sé tíminn til að
taka höndum saman og
vinna að því verkefni.
Samstaðan skiptir máli
Við áramót er það oft þannig að við
stöldrum við og förum yfir hver staða
okkar er bæði í einkalífinu sem og í
málefnum bæjarfélagsins. Liðið ár
hefur verið okkur öllum mjög misjafnt
eins og öll önnur ár, því einhver okkar
ganga í gegnum erfiðleika á meðan
önnur okkar ná að fullnægja mark-
miðum sínum. Ég hins vegar trúi því
staðfastlega að árið 2003 geti orðið
mjög árangursríkt og gæfuríkt á
margan hátt og það veltur bæði á
samstöðu okkar Eyjamanna og viljan-
um til að takast á við verkefnin sem
fyrir liggja á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt. í Vestmannaeyjum
býr kraftmikið fólk sem talar hreint út
og er tilbúið að láta verkin tala, og það
hefur sýnt sig í gegnum árin í
atvinnulífinu, íþróttalífinu og þeirri
samstöðu sem myndast hér þegar
hennar er þörf.
f því sambandi hef ég talað um það
að málefni bæjarins eru ekki einkamál
einhverra fárra útvalinna aðila heldur
varða þau okkur öll og því eigum við
að vera virk í því að koma hug-
myndum okkar á framfæri og vinna
þeim brautargengi með hjálp þeirra
sem stjóma bæjarfélaginu hverju
sinni. Sem dæmi um eitt slíkt mál er
sá byggðakvóti sem var úthlutað til
Eyja skömmu fyrir hátíðarnar. Þar
komu aðilar minni fiskvinnslustöðva
að máli við bæjaryfirvöld og óskuðu
eftir aðstoð þeirra við að bæta starfs-
umhverfi þeirra. Þar var m.a. rætt um
að sækja um byggðakvóta og var það
gert með hjálp Þróunarfélagsins, þrátt
fyrir að ýmsir aðilar væm að efast um
að möguleiki væri á slíkri úthlutun.
Aðilar héldu sínu striki og létu reyna á
þetta til fullnustu, og viti menn,
byggðakvóta var úthlutað til Eyja og
til þriggja aðila sem tóku þátt í ferlinu
frá upphafi. Þetta sýnir okkur að við
verðum að bera okkur eftir hlutunum
hvaða nafni sem þeir heita, því engir
aðrir hjálpa okkur í þeirri daglegri
baráttu sem við eigum í, og þá á ég
bæði við bæjarsjóð og fyrirtækin í
bænum. Með því ad sýna samstöðu
þá miðar okkur áleiðis.
Leita á allra leiða til að nýta
fjármagnið sem best
Rekstur bæjarsjóðs er umfangsmikill
og fjárfrekur, enda hafa ýmis mál
verið færð frá ríkinu og yfir til
sveitarfélaganna. Því skiptir það
miklu máli að leita allra leiða til að
geta nýtt það íjármagn sem best og
einnig að vera vakandi fyrir því hvaða
möguleika Eyjamar hafa til að ná
hingað rekstri á vegum ríkisins eins og
hefur verið að gerast á undanfömum
ámm. Þar má t.d. nefna aðila eins og
Fiskistoíú, nám tengt sjávarútvegi eins
og skipstjóra- og stýrimannanám,
netagerðamám og annað iðnnám sem
tengist þjónustu við sjávarútveginn.
Einnig ber að nefna eflingu Rann-
sóknaseturs Háskólans m.a í tengslum
við mögulegt þorskseiðaeldi hér í
Vestmannaeyjum. Margt fleira hefur
verið nefnt og gætum við þá leitað í
þau atriði sem komu fram við ráð-
stefnuna Eyjar 2010, en þar er ým-
islegt sem ekki hefur verið farið af
stað með.
Hlúum að því sem fyrir er
Fyrirtækin hér í bæ em mörg hver í
misjafnri stöðu og því ber okkur að
styrkja stöðu þeirra fyrirtækja sem em
hér í bæ áður en við fömm að leita
eftir nýjum fyrirtækjum. Hingað hafa
komið ný fyrirtæki á undanfömum
ámm og einnig hafa heimamenn sett á
stofn fyrirtæki sem mörg hver dafna
ágætlega. Þar væri talsvert langt mál
að nefna alla þá kraftmiklu aðila en
þeir em í fiskvinnslu, matvælavinnslu,
iðngreinum, verslun o.fl.
Okkur ber að styrkja þessu aðila í
þeirra rekstri með því að versla í
heimabyggð, vinna fiskinn í meiri
mæli í landi og beina þeim verkum
sem við viljum vinna til þeirra aðila
sem starfa við verktöku hér í bæ.
Þannig náum við að styrkja sam-
félagið í heild sinni til framtíðar og
gefa Eyjunum meiri möguleika á að
dafna á þann hátt sem við öll viljum
sjá. Það er að Eyjamar verði eftir-
sóknarverðar til búsetu, áhugaverðar
fyrir ferðamanninn og einnig góð
atvinnuskilyrði. Ég tel einnig að við
þurfum á að halda traustum fyrir-
tækjum eins og Vinnslustöðinni og
ísfélaginu sem með góðum rekstri
tryggja atvinnu jafnt á sjó sem og í
landi. Því fagna ég ásamt öðrum
Eyjamönnum kaupum tveggja Eyja-
manna á ráðandi hlut í Vinnslu-
stöðinni enda styrkir það samfélagið
þar sem aflaheimildimar verða hér
áfram. Þessi fyrirtæki, ásamt öðmm
íyrirtækjum í sjávarútvegi, þurfa að
dafna svo að atvinnan haldist stöðug
og að atvinnuleysið minnki.
Atvinnuleysi áhyggjuefni
Atvinnuleysi hér í Vestmannaeyjum
er talsvert í dag eða um og yfir 100
manns á skrá, og það er engan veginn
í lagi. Astæður þess em ýmsar enda
-OKKUR ber að styrkja þessu aðila í þeirra rekstri með því að versla í heimabyggð, vinna fiskinn í meiri
mæli í landi og beina þeim verkum sem við viljum vinna til þeirra aðila sem starfa við verktöku hér í bæ.
Þannig náum við að styrkja samfélagið í heild sinni til framtíðar og gefa Eyjunum meiri möguleika á að
dafna á þann hátt sem við öll viljum sjá, segir Ingi í áramótaávarpi sínu.