Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Fréttir
11
Stór skref í menntamálum í Vestmannaeyjum:
Einsetningu Hamarsskóla lokið
-og Freeðslu og símenntunarmiðstöðin Viska tekur til starfa
Síðasta mánudag var mikið um að
vera í skólamálum Vestmannaeyja
en þá var hluti viðbyggingar í
Hamarsskóla tekinn í notkun og
einnig var undirritaður
stofnsamningur fyrir Fræðslu og
símenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja sem hlotið hefur
nafnið Viska.
I Hamarsskóla voru teknar í
notkun þrjár nýjar kennslustofur
við hátíðlega athöfn. Tómas Ingi
Olrich, menntamálaráðherra, var
viðstaddur opnunina ásamt
ráðuneytismönnum, forsvars-
mönnum bæjarins, verktökum og
starfsmönnum skólans. Ráðherra
opnaði stofurnar formlega ásamt
Halldóru Magnúsdóttur,
skólastjóra Hamarsskóla.
Með tilkomu viðbyggingarinnar
er stórt skref stigið í sögu skólans
og einsetning hans orðin að
veruleika. Einnig skapast aðstaða
fyrir aukið félagsstarf, dans- og
tónlistarkennslu. Stofurnar eru
glæsilegar og vel búnar húsgögn-
um sem svara kröfum nútímans
en hæðir á borðum og stólum
nemenda eru stillanlegar.
Arnar Sigmundsson, formaður
skólamálaráðs, hélt ræðu við
opnunina og í máli hans kom fram
að aðalverktaki við viðbygginguna
var verktakafyrirtækið Steini og
Olli. Málningarvinnu önnuðust
Olafur Tryggvason og Viðar
Einarsson. Tréverk sá um
innréttingar og Geisli um raf-
lagnir. Píparinn - Þorsteinn
Finnbogason sá um pípulagnir og
Kristmann Kristmannsson. o.fl.
um múrverk. Þorvarður
Þorvaldsson annaðist dúklagnir
og Eyjablikk Ioftræstingu og fleira
stálverk. Þórður Magnússon sá
um jarðvegsvinnu og Hellugerð
Agnars um hellulagnir.
Arkitekt var Hallur Kristvins-
son, Arkinn ehf., sem líka sá um
arkitektateikningar, samræmingu
útboðsgagna innréttingar og
húsgögn. Teiknistofa PZ annaðist
útboðsgögn í vatns-, hita- og
frárennslislagnir, loftræstingu,
tréverk, burðarvirki og annan
frágang. Raflagnir sá Rafteikning
hf. um og eftirlit með verkinu
hafði Tækni- og umhverfissvið
Vestmannaeyjabæjar.
Stofnsamningur um Fræðslu og
símenntunarmiðstöð Vestmanna-
eyja var undirritaður í Fram-
haldsskólanum á mánudaginn.
Stofnaðilar eru átján en þeir eru:
Vestmannaeyjabær, Sparisjóður
Vestmannaeyja, Vinnslustöðin,
Isfélag Vestmannaeyja, Tölvuskóli
Vestmannaeyja, Tölvun, Eyjasýn,
Skipalyftan, Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja, Stjórnunarfélag
Vestmannaeyja,
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum, Háskóli íslands, Háskól-
inn á Akureyri, Verslunar-
mannafélag Vestmannaeyja,
Starfsmannafélag Vestmannaeyja,
Drífandi stéttarfélag, Verkstjóra-
félag Vestmannaeyja og Sveina-
félag járniðnaðarmanna. Fimm
manna stjórn var kosinn á stofn-
fundinum, Arnar Sigmundsson
var kjörinn formaður, en aðrir í
stjórn eru Páll Marvin Jónsson,
Davíð Guðmundsson, Guðrún
Erlingsdóttir og Baldvin
Kristjánsson. í varastjórn sitja,
Arnar Hjaltalín, Gunnar Gunn-
arsson og Jóhann Guðmundsson.
SKRTFAÐ var imdir stnfnsamning Viskn í Framhaldsskólannm af fnlltri'mm IX fyrirtækja og stnfnana sem stanrla afl fræðslnmiðstöðinni.
Viðstaddur var menntamálaráðherra, Tómas Ingi Orlich.
Stofnun Fræðslu og símenntunarstöðvarinnar:
Markmiðið að efla menntun í Eyjum
Páll Marvin Jónsson, forstöðumað-
ur Rannsóknaseturs Vestmanna-
eyja, segir að stofnun Fræðslu- og
símenntunarstöðvarinnar sé fram-
hald af því starfi sem unnið hefur
verið hér í fjarnámi við setrið ásamt
fullorðinsfræðslu við Framhalds-
skólann og Tölvuskóla Vestmanna-
eyja-
„Það var tímabært skref að stofna
séreiningu sem heldur utan um þetta
nám hér í Eyjum. Markmið Fræðslu-
og símenntunarmiðstöðvarinnar er að
efla menntun í Vestmannaeyjum með
því að standa fyrir fræðslustarfsemi
sem ekki heyrir undir námsskrár-
bundið nám á grunn- og fram-
haldsskólastigi, nema sérstaklega
verði um það samið. Miðstöðin mun
hafa forgöngu um fræðslu og fjar-
kennslu á sem flestum sviðum og
miðla því til almennings og atvinnulífs
í Vestmannaeyjum. Einnig mun hún
hafa samstarf við aðra aðila í landinu
sem sinna símenntun, endurmenntun
og menntun á háskólastigi og vera í
fararbroddi að nýtingu á bestu fáan-
legri Ijarkennslutækni hveiju sinni.“
Páll Marvin segir að í framhaldinu
verði gerður samningur við mennta-
málaráðuneyti sem leggur til níu
milljónir frá ríki eins og til annarra
fræðslumiðstöðva. „Síðan koma
stofnaðilar sem leggja fram stofnfé og
tryggja rekstrargrunn miðstöðvar-
innar. Það verður ráðinn maður til að
sinna Fræðslumiðstöðinni sérstaklega
og það má reikna með að framboð á
námi verði meira en verið hefur.
Næsta skref er að auglýsa stöðuna og
við reiknum með að starfsemin komist
á fullt í mars. Ég vil þakka góðar
viðtökur hjá fyrirtækjum sem hafa gert
þetta mögulegt og vonandi verður
þetta til að styrkja fjarmenntun og
endurmenntun í Eyjum,“ segir Páll
Marvin.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA við eitt af borðunum góðu í einni af
nýju stofunum.
Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri:
Allir geta nú
gengið að sínu vísu
-og þurfa ekki að flytja með sér dót ó milli staða
Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri
Hamarsskóla, segir viðbygginguna
gera það að verkum að hver
bekkjardeild og kennari hafi sína
stofu til umráða og þurfi ekki að
deila henni með öðrum.
„Auk þess er nú hægt að nota
fjölnota rými til kennslu á dansi og
tónmennt ásamt móttöku gesta. Ég sé
fyrir mér að þetta rými nýtist ef
nemendur, foreldrar eða aðrir vilja
standa fyrir fyrirlestrum, leiksýn-
ingum eða tónlistarstarfsemi. Það
eiga eftir að koma pallar fyrir áhorf-
endur og pallar sem nýtast sem leik-
svið. Við eigum líka eftir að fá tjöld
en ljósabúnaður er kominn. Ég held
við munum ekki átta okkur á því hvað
þetta á eftir að breyta miklu fyrr en
líður á önnina."
Halldóra segir jafnframt að meiri ró
og friður komi til með að ríkja á
göngum og í skólastofum. „Allir geta
nú gengið að sínu vísu og þurfa ekki
að flytja með sér dót á milli staða.
Húsgögnin í nýju stofunum eiga að
vera vinnuvæn fyrir kennara, hægt er
að hækka og lækka stóla og borð og
því þarf kennarinn ekki að bogra
þegar bömum er leiðbeint.
Við emm mjög ánægð með að
verkið skyldi standast áætlun og hvað
verktakar gengu vel um og tóku tillit
til skólastarfsins. Frágangur húsnæðis
er frábær og við emm öll í sjöunda
himni,“ segir Halldóra.