Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Page 19
Fimmtudagur 8. maí 2003 Fréttir 19 endur? Líklegasta dreifing tilboða væm normaldreifð boð þar sem flestir væm um miðgildið, sem er sennilega næst sannvirði. En við verðum að selja þeim sem bjóða hæst. Gefum okkur dæmi: Meðaltal boða þeirra sem fá kvóta er 858 krónur meðan meðaltal heildar- innar er 556 krónur. Og þeir sem hæst bjóða reikna með góðum afla- brögðum. gera ráð fyrir góðu verði afurða, em jal'nvel bjartsýnni en aðrir um veðurfar, t.d. á loðnuvertíð. En þeir em jafnframt líklegastir til að hafa rangt fyrir sér. Þeirofmeta aðstæður sér í vil og eru þar með líklegastir til að fara á endanum illa út úr öllu saman, jafnvel fara lóðbeint á hausinn. Er þetta hið stöðuga umhverfi í sjávarútvegi sem við sækjumst eftir? Eg svara nei!! Gott nýlegt dæmi um svona hegðun er uppboð þriðju kynslóðar farsímarása í Evrópu fyrir tveimur til fjórum árum. Stóru evr- ópsku símafyrirtækin ofmátu hversu langt tæknin var komin, ofmátu áhuga símnotenda og gerðu ráð fýrir eilífum vexti nýja hagkerfisins. Afleiðingin er nú komin í ljós; gríðarlegur taprekstur félaganna og þau hafa veikst mikið ljárhagslega. Nú mega notendur eiga von á hækkandi símreikningum. Niðurstaðan er því sú að fyrirtækin og almenningur er verr settur en ríkið betur sett til skamms tíma en til lengdar dregur úr hagvexti. Þó ekkert verði um það fullyrt hefur hið skemmtilega væntanlega gerst: Þegar kemur að því að seilast í sjóði sem ríkið myndaði með tekjum af fyrningum blasir líklega við ó- skemmtileg sjón: Tómur ríkiskassi. Fjármununum hefur verið sóað í óarðbær gæluverkefni stjómmála- mannanna. En það er önnur hlið sem er ákaflega athygliverð með uppboð farsímarásanna og hún birtist hér á landi. Fjallað var með áberandi hætti um uppboð farsímarásanna í Morgun- blaðinu. Það ágæta blað hefur hins vegar flutt okkur fáar fréttir af erfiðleikum símafyrirtækjanna vegna uppboðanna og ef þær hafa birst eru þær öllu fyrirferðarminni en frásagn- imar af uppboðunum sjálfum áður." Áhrif á brottkast og umgengni „Það er alkunna að sjómenn kvóta- lausra eða kvótalítilla báta em líklegastir til að velja Fisk eftir verð- mætum í aflamarkskerfinu. Það er reyndar líka sami hvati í sóknarstýrðu kerfi eins og Guðjón A Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, upplýsti í Kastljóssþætti nú á dög- unum þegar hann sagðist hafa hent smáfiski, enda fékkst ekkert fyrir hann!! Þegar kemur að sóknarkerfi verður plássið í skipunum verðmætt auk afkastagetu fiskvinnslunnar. Þannig verður besti fiskurinn hirtur, hinu er hent. Þetta var útúrdúr, ég ætla að halda mig við fymingarleiðina. Með fyrningarleið og síendurtekn- um uppboðum kvóta yrði hvert fyrirtæki að ná kostnaðinum af kvóta- leigunni sem hraðast til sín svo einhver ávinningur væri af rekstrinum. Allir yrðu leiguliðar í útgerð og hag- urinn af því að ganga vel um auðlindina hyrfi. Ekki einasta mun brottkast aukast heldur hvers kyns svindl líka. Því hvað gerir sá sem stendur frammi fyrir miklum fjárhags- legum vanda í venjulegu fyrirtæki - ekki bara í sjávarútvegi - hann byrjar á að bjarga eigin skinni. Og ef ég þekki lánastofnanir rétt þá munu þær krefja eigandann um ábyrgðir vegna lána til fyrirtækisins þegar framtíð þess er svo ótrygg sem hún verður í fyrningar- kerfinu. En hvað með skuld vegna kvótaleigu til ríkisins? Hún verður látin mæta afgangi þegar illa árar þvf þar verður væntanlega engin persónu- leg ábyrgð. Hugsum okkur að íbúðamarkaður Islendinga væri seldur undir fym- ingarleið. Ríkið leigði þannig út hús til 10 ára í senn. Sæjum við leigj- andann halda eigninni við, leggja alúð í garð eða mála húsið reglulega? Haldið þið að leigjandinn dyttaði að þaki og gluggum eins og húseigendur gjaman gera? Væri ekki best fyrir viðkomandi að láta eignina bara drabbast niður til að halda búsetu- réttinum? Enginn hvati væri til að mála þakið, hirða garðinn eða dytta að grindverkinu í ljósi þess að leigjandinn hefði enga tryggingu fyrir að njóta þessara verka sinna nema í tak- markaðan tíma. Setjuni nú svo að Ieigjandinn gengi vel um, málaði og ræktaði garðinn sinn. Hvað gerist þá? Þá hlypu til menn sem gjaman vildu leigja íbúðina velhirtu og þessir keppinautar fæm að bjóða hærra hærra en ábúandi. Leigjandinn yrði þá annaðhvort að bjóða hærra eða sjá á eftir sinni ágætu íbúð í hendur annarra. Ræktarsemi hans gagnvart eign ríkisins kæmi honum þannig í koll! Sjá ekki allir skynsamir menn hvers lags vitleysa er hér á ferðinni?" Áhrif á fjárfestingar „Hver yrðu áhrifin á fjárfestingar í sjávarútvegi? Sæjum við sjávarút- vegsfyrirtæki fjárfesta í markaðs- setningu afurða sinna, þróun veiði- tækni eða bættri meðferð afla um borð í skipum sínum? Kannski í fyrstu umferð uppboðanna. En hvað gerðist í næstu umferð uppboða kvóta? Leiguverðið væri líklegl til að hækka að öðm óbreytlu vegna samkeppni og hvað er þá unnið hjá þeim sem fjárfesti í upphafi samanber leigj- andann sem ég nefndi áðan. Meiri kostnaður sjávarútvegsins og ávinn- ingur af Ijárfestingunni rynni til ríkisins. Og hér er komið að röksemd hagfræðinga fyrir álagningu auðlinda- skatts, þ.e. að að slík skattlagning væri hagkvæm og raskaði ekki hagkeifinu. En þá hugsa þeir í svokölluðum kyrrstæðum líkönum og reikna ekki með að maðurinn bregðist við nýrri skattlagningu, með öðrum orðum tengja þeir líkanið ekki við tíma og viðbrögð manna. I þessu tilfelli bregst sjávarútvegurinn við með því að hætta að fjárfesta og þegar til lengdar lætur dregst atvinnugreinin aftur úr þar sem hún getur ekki keppt um vinnuafl. Niðurstaðan er augljós: rikið skatt- leggur atvinnugreinina til fátæktar. Einhverjir munu væntanlega hanga í útgerð en það verður ekki eftirsóknar- vert.“ Eignarhaldsvandinn „Eignarhaldsvandinn er óleystur í núverandi kvótakerfi sagði Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar- innar, í sjónvarpsviðtali fyrir stuttu. Það er rétt hjá honum. I fyrstu grein laga um stjóm fisk- veiða er tekið fram að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Ýmsir telja þetta ákvæði jafngilda því að núverandi fiskveiði- stjómarkerfi sé ósamrýmanlegt lög- unum. En því fer fjarri að lagaá- kvæðið beri af- dráttarlaust að túlka með þessum hætti. í skýrslu auðlindanefndarer ítarlega Qallað um túlkun þessarar málsgreinar í fyrstu grein laganna og vitnað til álitsgerðar sem lagaprófessoramir Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygsson unnu fyrir nefndina haustið 1998. Að mati þeirra felst ekki í ákvæðinu nein yfirlýsing um réttindi til handa þjóð- inni sem jafna megi til hefðbundins einkaeignarréttar, heldur miklu fremur er þetta almenn stefnuyfirlýsing um að nýta beri nytjastofnana til hagsbótar fyrir þjóðina alla. Og með hvaða hætti verður það best gert: eignaupptöku og ríkisrekstri? Svarið við þeirri spum- ingu kemur í annarri málsgrein þess- arar sörnu greinar laganna en þar er tekið fram að markmið laganna séu þrenn: l.Að stuðla að verndun fiskistofn- anna, 2. að nýta stofnana á hag- kvæman hátt og 3. að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Hvernig tryggjum við markmiðið um vemdun fiskistofnanna? Með því að koma á sóknarmarki með tilheyr- andi ofveiði eða fyrningarleið sem felur í sér ríkisrekstur sjávarútvegsins og þá ágalla sem ég hef lýst? Tæp- lega. Og í beinu framhaldi ákvæðið um að nýta fiskistofnana á hagkvæman hátt? Fyrir hvem viljum við nýta fiskistofnana á hagkvæman hátt? Fyrir íslensku þjóðina í heild segi ég. Gerum við það á hagkvæman hátt með sóknarkerfi með tilheyrandi offjárfestingu og kostnaði? Gemm við það með fymingarleið sem dregur úr fjárfestingu og markaðssókn, eykur brottkast og leiðir til þekktrar sóunar ríkisrekstrarins? Örugglega ekki. En hvað með að tryggja beri trausta atvinnu og byggð í landinu? Gerum við það með því að grafa undan þeim fyrirtækjum sem nú starfa á lands- byggðinni? Eg sagði áðan að van- máttug fyrirtæki stæðu ekki undir traustri atvinnu og byggð í landinu. Heilbrigð, vel rekin fyrirtæki og heil- brigt atvinnulíf em hvarvetna undir- staða byggðar, atvinnu og velsældar hvar sem er í heiminum. Niðurstaða þessa er því augljós. Ákvæði 1. greinar fiskveiðistjómar- laganna um sameign þjóðarinnar á fiskistofnunum er steíhuyfirlýsing um að nýta beri nytjastofnana til hagsbótar fyrir þjóðina alla en ekki eignar- réttarákvæði ríkisins á fiskistofnunum. Og með því að skoða markmið sömu greinar er í mínum huga alveg ljóst að markmið um vemdun fiskistofna, um nýtingu stofnanna á hagkvæman hátt og um að tryggja ömgga atvinnu og byggð í landinu, nást ekki með sér- eignarrétti ríkisins. Hvergi í heim- inum hefur pólitísk útdeiling gæðanna leitt af sér hagkvæman rekstur eða lagt gmnn að traustri atvinnu og blómlegri byggð. Ég álít að eitt af mestu framfarasporum síðari tíma hafi verið að komast út úr millifærslukerfum og spillingu kommissaranna sem við fengum nóg af hér á árum áður. Við getum ekki, og megum ekki, snúa til baka til þeirrar leiðar undir yfirskini sameignar þjóðarinnar á auðlindinni sem leiðir til þess að yfirlýst markmið sömu laga um verndun fiskistofna, hagkvæma nýtingu og trausta atvinnu og byggð í landinu em þverbrotin." Rekstur Vinnslustöðvarinnar á síðasta ári Rekstrartekjur Vinnslustöðvarinnar námu 3.609 milljónum króna rekstrarárið 1. janúar til 31. des-ember 2002 ogjukust um 129 millj- ónir króna á árinu eða rúm 3,7%. Af framleiðsluverðmætum einstakra landdeilda jókst einungis framleiðsluverðmæti mjölverksmiðju, eða um 82% á milli ára. Framleiðsluverðmæti allra annarra deilda dróst saman en síldarfrysting dróst mest saman eða um um 58%. í heildina er samdrátturinn 2,8% í verðmætum. Framlegð landvinnslunnar dróst vemlega saman frá fyrra ári eða úr í 25,8% í 19,0% frá rekstrarárinu 2000 til 2001. Heildarafli skipa félagsins var rúm 86 þúsund tonn og jókst um 11 þúsund tonn á árinu og aflaverð-mæti um 37% á milli ára. Afla- verðmæti allra skipa félagsins jókst umtalsvert, en þó mest hjá Kap eða um 63% á milli ára. Munar þar mestu að Kap stundaði nú netaveiðar í fyrsta skipti í mörg ár. Rekstrargjöld án fjármagnskostnaðar og afskrifta vom 2.491 millj- ónir króna og hækkuðu um rúm 8%. Á meðan rekstrartekjur fiskvinnslu jukust um tæp 2% þá hækkuðu rekstrargjöld fiskvinnslu um tæp 15%. Launakostnaður landverka-fólks var óbreyttur á milli ára meðan launakostnaður sjómanna hækkaði um 50% á milli ára. Afskriftir fastaljármuna hækka nokkuð á milli ára, einkum vegna eignfærslu aflaheimilda sem fylgdu við sameiningu Undínu og Jóns Erlingssonar við Vinnslustöðina. Framlegð félagsins var 1.119 milljónir króna eða 31 % af tekjum samanborðið við 34% árið áður. Ef litið er til tíu ára tímabils kemur ánægjuleg þróun fram. Framlegðin hefur aukist mikið á tveim síðustu árum. En þrátt fyrir að framlegðin hafi aukist mikið er hún nú í íyrsta skipti nægjanleg til að standa undir eðlilegri íjárfestingaþörf fyrirtækisins og því að Þróun rekstrartekna 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 Tf sc OO os o fN o\ Os Ov Os o © s fN Tf vo t^ 00 <N o\ Os ON Ov o\ ON ON ON © ON Ov os Ov o\ ON ON ov V4 wm 1"H 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Fyrsti ársfjórðungur 2003 Rekstrartekjur félagsins drógust saman um tæp 11 % á fyrsta ársfjórðungi 2003 miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrargjöld stóðu aftur á móti í stað. 11% tekjusamdráttur félagsins þýðirþví 24% samdrátt framlegðar. Framlegð félagsins fyrir vextir og afskriftir nam 417 milljónum króna samanborið við 550 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Framlegðarhlutfallið er því 35,3% í ár samanborið við 41,5% í fyrra. Áætluð framlegð fyrsta ársfjórðungs var 408 milljónir króna og því í samræmi við afkomuna. Afskriftir hækka eins og gert var ráð fyrir. Fjármagnsgjöldin eru jákvæð um svipaða fjárhæð í ár og í fyrra þegar á heildina er litið. Þess ber þó að gæta að Vinnslustöðin beitir ekki verðleiðréttum reikningsskilum í ár og nrunar þar 34 milljónum króna. Hagnaður félagsins var 390 milljónir króna og dróst saman um 155 milljónir á milli ára eða 28,5%. Veltufé frá rekstri var 366 milljónir króna og dróst saman um 27% á milli ára. Þá stækkaði efnahagsreikningur félagsins nokkuð, einkum vegna aukinna veltufjármuna. Á sama hátt hækkuðu heildarskuldir um 658 milljónir króna frá áramótum, en nettóskuldir námu 2.795 milljónum króna og lækkuðu um 424 milljónir króna frá áramótum. Þróun þorskígilda Vinnslustöövarinnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.