Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Síða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 17. júli 2003
Sparisjóðs-
dagurinn
SPARISJÓÐSdagurinn var á
laugardeginum í goslokum. Var
efnt til ýmissa leikja sem einkum
voru ætlaðir þeim ungu. Á eftir
grilluðu stjórn og starfsfólk pylsur
sem öllum stóðu til boða.
Tengdamömmusmj aður
Ég vil byrja ú því að lýsa undrun minni á að Sveinn á
Múla skyldi verða fyrir valinu sem matgœðingur þar
sem liann spurði okkur félagana hvort pylsur skyldu
soðrtar ípakkningunni eður ei og svo varð ég enn meira
hissa þegar Sveinninn skoraði á mig eftirað hann kom
í heimsókn til mín og ég var nýbúinn að steikja kleinur.
Hann horfði andartak á kleinumar og sagði: „Nei, hva,
bara kjúklingabitar! “ En livað sem þeim gömlu góðu
dögum líöur œtla ég að skutla hér saman matseðli sem
upplagt er að nota til að smjaðra við tengdamóður sína
þvíþar er alltaf gott að eiga prik eða tvö.
Þegar tengdó birtist ert þú búinn að setja púður-
sykursrönd á staup (bleytir kantinn á staupi með
sítrónusafa og stingur staupkantinum í púðursykur),
hellir í staupið 2cl af koníaki, lcl Contreu og Jyllir upp
með kampavíni.
Þessi fordrykkur er einn affáum sem virkar. Fyrir
utan að vera góður verður matarlystin svakaleg.
Léttur forréttur
fískbúðingur í dós erskorinn í fjóra parta, þú skerð
út litlar skálar úr hvetjum parti og setur í smurt
eldfast mótog bakarþangað til skálin fer að litast
lítillega. Á meðan tekurþú skellausan humar
og steikir í 150 gr afsmjöti og kryddar með
sítrónupipar, bœtir útí höipudiski og rækjum og
hellirgóðum slatta afhuítuíni yfir.
Síðan veiðirþú fiskmetið nánast strax upp úr og
setur út í einn hvítlauksost. Hrœrðu vel á meðan
osturinn bráðnar.
Settu fískmetið í fískbúðingsskálamar (sem
tengdó á eftir að dásama í bak og fyrir), helltu
sósunni yfir og stráðu smá steinselju yfir allt
dæmið.
Berið fram með vel kœldu Chardonnay og
hrísgrjónum
Hryggur
Aðalrétturinn erhryggur.
Þú byrjaráþví að flaka fituna (puruna) afí heilu
lagi og flakarsvo fíllet og lundir af.
Þú byrjar á því 2 tímum fyrir mat að setja
beinagarðinn í eldfast mót og leggur kiyddaða
puruna yfir hann.
Seturþetta inn í ofn og eldareins og hryggirvoru
eldaðir í gamla daga.
Á meðan tekurþú vöðvana niðurí litlar steikur og
leggurþœr í lög sem saman stendur af:
1 matsk. hvítlauksmauki
1 matsk. pipan ótarmauki,
5 matsk. hunangi,
4 matsk. dionsinnepi
og smá dilli
Snöggsteiktu kjötið (bara loka kjötinu) og settu
það í eldfast mót.
Skerðu 1 camembert ísneiðar og raðaðu á
steikumar. Hentu þeim í ofn í2 mín. í mesta lagi.
Taktu allt út, settu beinagarðinn á langan disk
raðaðu steikum á sinn stað á beinagarðinn og
leggðu punma yfír kjötið.
Aður en þú labbar með hrygginn út úr elhúsinu
hellirþú hálfu glasi afkoníaki yfírpuruna og
kveikir í og leggur varlega á borðið við hliðina á
Faustíno 1 rauðvíni, bökuðum kartöflum, gulum
baunumog fersku salati. Nú,þarsem
tengdamamma þín ernú afvelta og nálœgtþví
ástfangin afþér er þér óhœtt að sleppa
eftirréttinum og bjóða gömlu upp á kaffi og koníak
og að sjálfsögðu drekkurþú henni til samlœtis.
þar sem ég er í matar- og vínklúbbi þá er ekki úr vegi að skora á hinn meðliminn,
Jón Högna Stefánsson, vélstjóra á Drangavík.
N yf ce d d i xtt'j' §é v
Vestmannaeyingar
Þann 11. febrúar sl.
eignuðust Ingunn
Ragna Sæmunds-
dóttir og Heiðar
Kristinsson son
sem skírður hefur
verið Guðjón Ingi.
Hann var 8 merkur
og 47 sm við
fæðingu. Hér er
Guðjón Ingi með
ömmu sinni,
Guðmundu
Steingrímsdóttur.
Þann 17. apríl sl.
eignðustj-lalldóra
Knstín Ágústdóttir
og Sveinn
Matthíasson son
sem skírður hefur
verið Heimir Freyr.
Hann var 12
merkur og 48 sm
við fæðingu.
Fjölskyldan býr í
Vestmannaeyjum.
Bryggjudagur ÍBV á laugardaginn
Á laugardaginn verður hinn árlegi bryggjudagur ÍBV haldinn. Að vanda verður
mikið um dýrðir en þetta er í þriðja sinn sem handknattleiksdeild ÍBV stendur
fyrir miklum hátíðahöldum á bryggjunni. Verður bryggjudagurinn á Eim-
skipsplaninu milli klukkan 13 og 17.00 á laugardag. Boðið verður upp á mikið
úrval fiskmetis á hreint frábæru verði og eins verður kaffihús á staðnum þar sem
hægt verður að fá sér kaffi, kökur og vöfflur. Pylsur verða grillaðar og seldar
gegn vægu verði, aðeins hundrað kall fyrir pylsu og pepsí í dós. Boðið verður
upp á létt skemmtiatriði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. SJÓVE
verður með dorgveiðikeppni við Nausthamar hjá FES og hefst keppnin klukkan
eitt. Eyjamenn em hvattir til að taka þátt í bryggjudeginum, gera sér glaðan dag,
kaupa sér glænýjan fisk í soðið og njóta góða veðursins sem miðað við síðustu
veðurspá verður í Eyjum um helgina.
Myndin er frá bryggjudeginum í fyrra sem þótti mjög vel heppnaður og mæltist
úrvalið af fiski, sem var á boðstólum, vel fyrir.
a döfinni
16. - 20. Meislaramól GV í golfi.
17. -19. Tríkot á Lundanum.
19. 65 ára afmælismól Símans og GV.
19. Bryggjudagur frá kl. 13-17 á fimskipsplaninu.
24.-27. Islandsmólið í golfi.
26. 2. deild karla: KFS - KS kl. 16.00 á Helgafellsvelli.
30. Landsbankadeild kvenna: ÍBV - Valur kl. 20.00 á Hásteinsvelli.
31. Húkkaraballið.