Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003
19
Knattspyma Landsbankadeild karla: ÍA 0 - ÍBV 3 KA 3 - IBV 1
Frábær sisur 03 masaiendins
ÍBV mætti Skagamönnum á útivelli í
síðustu viku en IBV hefur ekki riðið
feitum hesti frá viðureignum fél-
aganna á Akranesi undanfarin ár. En
nú tókst Eyjamönnum að snúa
dæminu við. Gengi ÍBV hafði verið
rysjótt framan af sumri, liðið hefur
leiki feikivel á köflum en dottið niður
þess á milli. í leiknum gegn ÍA var
IB V greinilega í góðu formi því Eyja-
peyjar sigruðu Skagamenn sannfær-
andi, 0-3.
Magnús Gylfason gerði eina breyt-
ingu á liðinu frá því í síðasta leik.
Bjamólfur Lárusson kom aftur inn í
liðið eftir að hafa tekið út leikbann en
Bjami Rúnar Einarsson fór á bekkinn.
Þá færði Magnús Atla Jóhannsson í
ífamlínuna með Gunnari Heiðari. Þeir
kunnu þessu greinilega vel því þeir
áttu öll mörkin þijú sem IBV skoraði í
leiknum. Atli fann sig vel í fram-
línunni því auk þess að skora tvö mörk
þá lagði hann upp markið íyrir Gunnar
Heiðar.
IBV liðið lék sterkan vamarleik á
Skaganum, hélt sig aftarlega á vell-
inum og beið færis. Þessi leikaðferð
var lengi vel eitt af aðalsmerkjum IBV
og færði liðinu titla. Eyjamenn léku
svo síðari hálfleik einum fleiri þar sem
einum Skagamanninum var vikið af
leikvelli rétt fyrir leikhlé.
ÍBV spilaði 4-4-2
Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhann-
esson, Tom Betts, Tryggvi Bjamason,
Unnar Hólm Olafsson, Ian Jejfs,
Bjarni Geir Viðarsson, Bjarnólfitr
Lárusson, Andri Olafsson, Atli Jó-
hannsson, Gunnar Heiðar Þor-
valdsson.
Varamenn: Igor Kostic, Einar Hlöð-
ver Sigurðsson, Pétur Runólfsson
(kom inn á 80. mín), Bjarni Rúnar
Einarsson (kom inn á 73. mín), Hjalti
Jónsson (kom inn á 86. mín).
Mörk ÍBV: Atli 2 og Gunnar H. 1.
Skorti einbeitingu og baráttu
Á sunnudagskvöld mætti IBV svo KA
á Akureyri en eins og fyrir leikinn
gegn IA var búist við erfiðum leik
fyrir Eyjamenn. Sú varð raunin því
eftir að hafa sótt meira íyrstu mínútur
leiksins áttu leikmenn ÍB V fá svör við
leik KA manna sem vom mun
ákveðnari og sigmðu þeir sanngjamt
3-1.
Það er spuming hvort leikurinn á
Skaganum hafi stigið Eyjamönnum til
höfuðs því mikið vantaði upp á að
einbeiting leikmanna væri í lagi auk
þess sem baráttuna skorti.
Eins og áður sagði byrjuðu Eyja-
menn leikinn mjög vel og strax á
sjöttu mínútu fékk Gunnar Heiðar
ágætt færi sem markvörður KA
manna varði vel. En fyrsta mark
leiksins leit dagsins Ijós eftir stundar-
fjórðungsleik þegar Birki Kristinssyni
mistókst herfilega að koma boltanum
frá marki.
Hreinn Hringsson fékk boltann fyrir
utan teig og lét vaða á markið, boltinn
hafði viðkomu í vamarmanni ÍBV og
í netið. Sannkallað heppnismark
norðanmanna. Tíu mínútum síðar
hafði Ian Jeffs hins vegar jafnað
leikinn með góðu skallamarki eftir
glæsilega sendingu Hjalta Jóhannes-
sonar.
Annað mark heimaliðsins var svo
einkar klaufalegt. Tryggvi Bjamason
reyndi að skalla frá marki en boltinn
fór hátt í loft upp og börðust Tryggvi
og hinn norski framherji KA-manna,
Steinar Tenden um boltann á mark-
teigshominu. Tenden hafði betur,
skallaði aftur fyrir sig og boltinn fór í
háum boga yfir Birki í markinu og
endaði í netinu, enn og aftur heppnin
með KA-mönnum.
Þriðja mark KA-manna má svo
skrifa á vamarmenn ÍBV þar sem
Hreinn spólaði sig framhjá hverjum
leikmanni IBV á fætur öðrum og
skoraði svo með góðu skoti og staðan
í hálfleik 3 - 1.
Síðari hálfleikur var mun harðari
en sá fyrri og átti greinilega að láta
sverfa til stáls. Um miðjan hálfleikinn
fengu norðanmenn svo vítaspyrnu en
Birkir Kristinsson gerði sér lítið fyrir
og varði spymuna. Fátt annað
markvert gerðist í síðari hálfleik, KA
menn vörðu sinn hlut og niðurstaðan
því 3-1 taj> fyrir KA og sex stig til
þeirra frá IBV í sumar.
IBV spilaði 4-4-2
Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannes-
son, Tryggvi Bjarnason, Tom Betts,
Unnar Hólm Olafsson, lan Jeffs,
Bjarni Geir Viðarsson, Bjamólfur
Lárusson, Andri Olafsson, Atli Jó-
hannsson, Gunnar Heiðar Þorvalds-
son.
Varamenn: Igor Kostic, Pétur
Runólfsson (kom inn á 82. mín),
Bjarni Rúnar Einarsson (kom inn á
70. mín.) Einar Hlöðver Sigurðsson
(kom inn á 82. mín.), Hjalti Jónsson.
Mark ÍBV: lan Jeffs.
Landsbd. kvenna: Stjarnan 0 - IBV 0 Þróttur/Haukar 0 - IBV
Lítil von um titil þetta árið
ÞÓ íslandsmeistaratitillinn sé ekki lengur í augsýn hljóta ÍBV-stelpurnar
að eiga góða möguleika í bikarnum.
Visabikar kvenna:
Ætlum
að breyta
sösunni
-segir Heimir Hallgrímsson um
leikinn á morgun gegn Breiða-
bliki í undanúrslitunum
Á morgun, föstudag, leikur
kvennalið IBV sinn
mikilvægasta leik í sumar þegar
liðið mætir Breiðabliki í
undanúrslitum Visabikar-
keppninnar.
Leikurinn fer fram í
Kópavogi og hefst klukkan
20.00 en í hinum
undanúrslitaleiknum mætast
Valur og Stjarnan og fer sá
leikur fram í kvöld. Sagan sýnir
að líkurnar á að annaðhvort
IBV eða Stjaman komist í úrslit
séu litlar þar sem KR, Valur og
Breiðablik hafa nánast skipst á
að leika til úrslita í bikar-
keppninni undanfarin ár.
Heimir Hallgrímsson sagði að
leikmenn og forráðamenn IBV
ætluðu sér að breyta sögunni.
„Það er rétt, líkurnar eru á móti
okkur en það gerir verkefnið
einfaldlega skemmtilegra fyrír
vikið. Við ætlum okkur í
úrslitaleikinn enda emm við
búin að vinna KR og það væri
fúlt að hafa unnið besta Iiðið en
komast ekki í úrslitaleikinn. En
við gemm okkur grein fyrir að
þetta verður erfiður leikur enda
á útivelli og okkur hefur ekkert
gengið allt of vel á útivöllum í
sumar. Við höfum hins vegar
unnið Breiðablik, reyndar hérna
í Eyjum en af hverju ekki að
gera það aftur? Við óskum bara
eftir því að fólk á höfuð-
borgarsvæðinu mæti á völlinn
og styðji okkur, það myndi
virkilega hjálpa okkur í að
breyta sögunni,“ sagði Heimir.
Kvennalið ÍBV mætti Stjömunni í
Garðabænum en Eyjastúlkur hafa
undanfarin ár verið í miklum vand-
ræðum með að sigra í Garðabænum.
Stjömustúlkur eiga það til að leika
mjög öflugan vamarleik og þegar liðin
mættust á fimmtudag var ljóst að
heimaliðið lagði alla áherslu á vamar-
leikinn. Fyrir vikið náðu Eyjastúlkur
sjaldnast að ógna marki Stjömunnar
og lokatölur urðu 0-0.
Það var nauðsynlegt íyrir ÍBV að ná
í þrjú stig í Garðabænum ef liðið
ætlaði sér að eiga möguleika á ís-
landsmeistaratitlinum en KR-ingar
hafa náð afgerandi forystu í deildinni.
Vonir Eyjastúlkna minnkuðu stórlega
með jafnteflinu þar sem ólíklegt er að
KR-liðið eigi eftir að tapa mörgum
stigum það sem eftir lifir sumarsins.
Annars er fátt um leikinn að segja,
ÍBV sótti meira en heimaliðið stillti
upp þéttum vamarmúr og beitti
skyndisóknum en hvomgu liði tókst
að brjóta ísinn og niðurstaðan því
markalaust jafntefli.
Markmaðurinn reyndist erfiður
ÍBV lék svo gegn Þrótti/Haukum á
sunnudag og var búist við frekar auð-
veldum sigri ÍBV. Annað kom
reyndar á daginn því þrátt fyrir þunga
sókn IBV tókst aðeins að koma bolt-
anum þrívegis í netið og lokatölur 0-3
íyrir ÍBV.
Yfirburðir IBV vom miklir og fór
mestur hluti leiksins fram á leikhelm-
ingi heimaliðsins, Þróttar/Hauka. ÍBV
skapaði sér fjölmörg færi en síðasta
hindmnin var markvörður heima-
stúlkna, sem lék á als oddi í leiknum
og varði hvert skotið á fætur öðm.
Það var ekki fyrr en á 23. mínútu
þegar Margréti Lám Viðarsdóttur
tókst að koma boltanum í netið úr
vítaspymu eftir að brotið var á henni
sjálfri. Áfram hélt ÍBV að sækja og
færin létu ekki á sér standa en fleiri
urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.
f síðari hálfleik var allt enn við
sama heygarðshomið, Eyjastúlkur
sóttu látlaust en náðu ekki að koma
boltanum framhjá markverði Þróttar/-
Hauka. Það var svo undir lok leiksins
að Olgu Færseth tókst að finna leiðina
og fris Sæmundsdóttir gekk á lagið og
tryggði ÍBV þriggja marka sigur.
Mörk ÍBV: Margrét Lára Viðars-
dóttir, Olga Færseth og fris Sæ-
mundsdóttir.
Knattspyrna, 2. deild: Sindri 1 - KFS 3
Sindri sá um að afgreiða Sindra
KFS lék á laugardag gegn Sindra Homafirði á útivelli.
KFS hefur gengið ágætlega í 2. deildinni, var reyndar fyrir
leikinn í neðri hluta deildarinnar en við því mátti búast þar
sem KFS em nýliðar í deildinni. Allir sigrar Eyjamanna
höfðu til þessa komið á heimavelli en það breyttist á
laugardag því KFS sigraði Sindra 2-3.
Það var mikilvægt fyrir KFS að ná þremur stigum af
Sindramönnum því bæði lið em í neðri hlutanum og með
sigri gátu Eyjamenn losnað lítið eitt undan falldraugnum.
Erfitt ferðalag kom ekki niður á einbeitingu leikmanna
KFS því liðið komst yfir í leiknum, 0 -1 . Heimamenn
náðu hins vegar að jafna leikinn en KFS komst aftur yfir og
gott betur því staðan varð 1 -3 fyrir KFS. Heimamenn náðu
að minnka muninn og sóttu stíft síðustu mínútumar en
vömin hélt hjá KFS og fyrsti útisigur liðsins því staðreynd.
Það fyndna við sigurinn gegn Sindra var að Sindri
Grétarsson skoraði öll mörk KFS og lokatölur því Sindri 2
- Sindri 3.
Í!™"!!*reltir
Sindrí a
skotskónum
Sindri Grétarsson hefur heldur betur
fundið gömlu góðu skotskóna eftir
að hann byrjaði aftur að spila með
KFS. Eftir að hafa spila þtjá leiki
með liðinu er hann orðinn marka-
hæstur í 2. deild karla með níu
mörk. Skoraði Sindri tvö mörk í
fyrsta leiknum, í kjölfarið komu svo
fjögur mörk gegn Létti og urn
helgina skoraði Sindri þrennu gegn
Sindra frá Homafirði.
Nú er spuming hvort Chelsea sé
farið að renna hým auga til Eyja en
Hjalti Kristjánsson hefur látið hafa
það eftir sér að Sindri sé ekki til
sölu.
Marsrét Lára
osKaritas
með U-17ára
U-17 ára kvennalandslið íslands í
knattspymu heldur á sitt annað mól
á rúmum mánuði en um næstu
mánaðamót fara fram Olympíu-
leikar æskunnar og em þeir haldnir
í París.
Tveir leikmenn úr ÍBV em í
hópnum, þær Margrét Lára Viðars-
dóttir, sem lék einnig með liðinu í
opna Norðurlandamótinu á dögun-
um en Karitas Þórarinsdóttir bætisl
nú í hópinn. Margrét Lára var
fyrirliði liðsins í Norðurlanda-
mótinu á dögunum.
Tryggui og lan
í bann
Þeir Tryggvi Bjamason og Ian Jeffs
taka út eins leiks bann í næsta leik
sem er heimaleikur gegn Val.
Ástæða þess er að báðir fengu þeir
sitt fjórða gula spjald í leiknum
gegn KA sem þýðir sjálfkrafa eins
leiks bann. Þá fékk Bjamólfur
Lámsson einnig gult spjald sem
þýðir að með næsta spjaldi fer hann
í sitt þriðja leikbann á sumrinu.
Framundan
Fimmtudagur 17. júlí
Kl. 18.00 Valur-ÍBV 3. fl. karla
Föstudagur 18. júlí
KI. 20.00 Breiðablik-ÍBV Visabikar
kvenna.
Kl. 20.00 ÍBV-Leiknir R. 2. fl. ka.
Kl. 20.00 Selfoss-KFS.
Laugardagur 19. júlí
Kl. 14.00 HK-ÍBV 5. fl. karla
ABCD.
Kl. 15.00 Breiðablik-ÍBV 3. fl. ka.
Kl. 16.00 ÍBV-Þór/KA/KS 2. fl.
kvenna.
Sunnudagur 20. júlí
Kl. 12.00 IR-ÍBV 5.fl. karla ABCD
Kl. 13.00 Þór/KA/KS-ÍBV 2.fl.
kvenna.
Kl. 13.00 Keflavík-ÍBV 3.fl. karla.
Þrið judagur 22. júlí
Kl. 20.00 Leiknir R-ÍBV 2. fl. karla.
Kl. 20.00 Valur-ÍBV 2. II. kvenna.
Miðvikudagur 23. júlí
Kl. 17.00 ÍBV-Grindavík 4. fl. kv.
Kl. 17.00 ÍBV-KR 5. fi. karla
ABCD.