Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 1
✓
H ERJOLFU R
Daglega
Frá Frá
V«itm.«yjum Þorl.höfn
8.15 12.00
Aukaferðlr:
Alla daga nema
þrl., mið. og laug. 16.00 19.30
HERJÓLFUR
Upplýaingasfmi: 481-2800 * www.hsrjolfur.is
30. árg. / 38. tbl. / Vestmannaeyjum 18. september 2003 / Verð kr.180 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
Á öllutn svidum!
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flótum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235 _ .
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
Skip Heildarlausn
og íflutningum
bílt E EIMSKIP www.eimskip.is • www.flytjandi.is • simi 4S13500
Stormviðri
í Bíóinu
í kvöld
-Sólveig Anspach, leik-
stjóri og aðalleikarar
verða viðstödd
Efnt verður til sérstakrar sýningar
á myndinni Stormy Weather,
Stormviðri, fyrir boðsgesti í
Bíóinu í Vestmannaeyjum, í dag,
fimmtudag kl. 18.00.
-Sólveig Anspach, leikstjóri,
kemur til landsins sama dag og
verður viðstödd sýninguna í Eyj-
um ásamt Diddu Jónsdóttur sem
lék annað aðalhlutverkið í mynd-
inni, nema „stormviðri" komi í
veg fyrir það.
Mireya Samper, sem leikur
annað aðalhlutverkið, verður
einnig viðstödd en Baltasar Kor-
mákur, sem er einn framleiðenda
auk þess að leika í myndinni,
verður fjarri góðu gamni þar sem
hann þarf að ná flugi til útlanda
snemma í fyrramálið.
Stormy Weather eða Stormviðri,
eins og myndin heitir á íslensku,
var valin til sýningar á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í vor þar
sem hún fékk lofsamlega dóma
gagnrýnenda.
Um þessar mundir er myndin
sýnd á hinni árlegu kvikmynda-
hátíð í Toronto, einni mikilvæg-
ustu kvikmyndahátíð ársins fyrir
Bandarfkjamarkað og Kanada. I
Toronto hefur myndin líka fengið
góða aðsókn og góða dóma.
Formleg frumsýning myndar-
innar hér á landi verður í
Háskólabíói á morgun en Bíóið í
Vestmannaeyjum sýnir myndina
á almennri sýningu kl. 21.00 í
kvöld að forsýningu lokinni og er
það viðburður í sjálfu sér því
þetta verður fyrsta almenna
bíósýning á myndinni í heim-
inum.
Ráðgert er að myndin fari í
dreifingu í Frakklandi í nóvember
en einnig verður henni dreift í
Belgíu, Hollandi og víðar á næstu
mánuðum. Samningaviðræður
standa yftr um dreifingu Storm-
viðris í Þýskalandi, Bandaríkj-
unum og Japan.
Eyjamenn, einstaklingar jafnt
sem fyrirtæki og bæjarstjórnin
öll, eiga stóran þátt f gerð mynd-
arinnar og stuðningur allra sem
að komu ómetanlegur. Þeir sem
að framleiðslunni komu, með
Sólveigu Anspach í broddi
fylkingar, senda Eyjamönnum
öllum ómældar þakkir fyrir sam-
starfiðf' segir í frétt um myndina.
GAMLI og nýi tíminn. í forgrunni er gamli slippurinn og Skipalyftan í bakgrunni. Mynd: Sæþór Vídó.
Enn eru að koma fram gögn hjá Þróunarfélaginu:
Sorgarsaga sem verður að ljúka
-og mikilvægt að menn læri af reynslunni, segir bæjarstjóri
Málefni Þróunarfélagsins hafa enn
og aftur dúkkað upp í bæjarstjórn
eftir að bókhaldsgögn fundust á
skrifstofu félagsins.
Bergur Elías Agústsson, bæjar-
stjóri og starfandi framkvæmda-
stjóri félagsins, hefur unnið að því
síðustu vikur að ganga frá bókhaldi
félagsins svo hægt verði að leggja
það niður. Hefur það dregist vegna
þeirra reikninga sem nú hafa verið
að koma í ljós.
Bergur sagði í samtali við Fréttir
að um væri að ræða þrjá plastpoka
af reikningum. „Þarna er um að
ræða bókhaldsgögn sem ekki hefur
verið komið til skila eða þau með-
höndluð samkvæmt lögum um
bókhaldsskil," sagði Bergur.
Hann sagðist ekki geta sagt til um
upphæðir í þessu sambandi enda
væri óljóst hvað væri greitt og hvað
ógreitt af þeim reikningum sem nú
hafa fundist. „Upphæðirnar skipta
kannski ekki meginmáli heldur það,
að ntenn sem hafa stjórnað félaginu
hafa ekki sinnt sínu starfí á fag-
legum nótum."
Bergur benti á þriðju grein stofn-
samnings um félagið þar sem segir
meðal annars að áhersla sé lögð á
að félagið sýni frumkvæði og
skipulögð og fagleg vinnubrögð.
„Þetta snýst um það, að ef þú ætlar
að veita öðrum ráð skaltu hafa
þokkalega hreint fyrir þínum
dyrum."
Aðspurður um hvort hann héldi að
um sakamál væri að ræða sagði
Bergur það vel hugsanlegt. „Aftur á
móti er ég í ákveðnu verkefni sem
framkvæmdastjóri félagsins. Eg hef
haldið einn fund þar sem ákveðið
var að leggja félagið niður. Það
hefði klárast í þessum mánuði
hefðu þessi gögn ekki dúkkað
svona upp.“
Hann sagði ekki aðalmálið hvar
reikningarnir hefðu fundist. „Þeir
fundust eingöngu vegna þess að ég
lét fara yfir öll gögn sem þama voru
inni," sagði Bergur sem vildi ekki
vera að velta sér frekar upp úr hvar
reikningarnir hefðu verið.
„Þessari sorgarsögu verður von-
andi lokið í næsta mánuði og nú er
mikilvægt að menn læri af
reynslunni."
Skiptar skoðanir
um línuívilnun
Sjávarútvegsnefnd var hér á ferð
í síðustu viku. Þar var m.a. rætt
um línuívilnun sem Eyjamenn eru
ósáttir við.
| BLS. 8 og 9
Fjömennt
kennaraþing
I dag og á morgun halda grunn-
skólakennarar þing í Eyjum og
verða þátttakendur um 330.
| BLS. 18.