Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 18. september Byggðastofnun vffl upplýsingar um stöðu mála Bæjarráð tók fyrir bréf frá Byggða- stofnun á fundi sínum á mánudag þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu hinna ýmsu mála í Vestmanna- eyjum. Byggðastofnun hefur ákveðið að uppfæra skýrslu stofnunarinnar frá október 2001 um stöðu sjávarbyggða. Kemur fram að vinna sé þegar hafin og bætast upplýsingar um land- búnaðarhéruð við. Markmiðið er að afla upplýsinga þannig að Byggða- stofnun geti á skjótan hátt metið atvik sem kunna að koma upp í einstaka byggðarlagi og brugðist við þeim. Sendu þeir spumingalista um almenn atriði og óska eftir svörum fyrir 20. september. Baðvörður og sex í æskulýðsmálin Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var gerð grein fyrir ráðningum í stöðu baðvarðar í Iþróttamiðstöðinni og í störf í félagsmiðstöð. Ásgeir Þor- valdsson var ráðinn í stöðu baðvarðar en alls bárust sex umsóknir. Þau Jóhann Ólafur Guðmundsson, Örlygur Helgi Grímsson, Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, Ólafur Kristján Guðmundsson og Kolbrún Stella Karlsdóttir voru ráðin í félagsmiðstöðina en þar bárust tíu umsóknir. Hvað var Andrés að gera í Færeyjum og Frakklandi? -Tekist á um skýrslugerðir vegna utanlandsferða Amar Sigurmundsson (D) kom með fyrirspum í bæjarráði á mánudaginn þar sem hann bendir á að á fundi bæjarstjómar 26. júní sl. hafi verið samstaða um að taka upp þá vinnureglu að ef bæjarfulltrúar og eða embættismenn bæjarins fæm í utanlandsferðir á vegum bæjarins skili þeir skýrslu um ferðina og hvaða árangri hún skilaði. I þessu sambandi var rætt um Frakklandsferð og Færeyjaferð fyrr- verandi forseta bæjarstjórnar sem farnar voru fyrr á þessu ári. Arnar sagðist gera sér grein fyrir því að ekki verði komist hjá nokkmm útgjöldum úr bæjarsjóði í þessu sambandi en spyr hvenær sé að vænta skýrslu um ferðirnar og hver kostnaður bæjarins varð. Meirihlutinn svaraði því til að Andrés Sigmundsson hafi gert munn- lega grein fyrir ferðunum í bæjarráði fyrir nokkru síðan. „Fyrrverandi meirihluti ákvað að senda þrjá fulllrúa í Frakklandsferðina sem farin var ásamt 23 nemendum í 8. bekk Barna- skólans ásamt tveimur kennumm og einum hjúkrunarfræðingi. Verið var að endurgjalda ferð franskra bama er komu hingað á síðasta ári. Um 1200 börn frá ýmsuin þjóðlöndum voru saman komin í Frakklandi í sambandi við verkefnið, Um vatnið. Gera má ráð fyrir að Arnari Sigurmundssyni hafi verið fullkunnugt um kostnað þessarar ferðar. Núverandi meirihluti ákvað að senda einn fulltrúa til Færeyja til að taka formlega upp vinabæjatengsl við bæjarfélagið Götu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla upplýsinga vegna kostnaðar þessara tveggja ferða, jafnframt var óskað eftir að lagðar verði fram skýrslur um kostnað, tilefni, árangur og fjölda ferða bæjarfulltrúa og embættismanna fráárinu 1990.“ Arnar bókaði þá að hann, sem formaður skólamálaráðs og bæjar- fulllrúi, hafi samþykkt ferð gmnn- skólabama til Frakklands ásamt fararstjórum. „Um það var og er enginn ágreiningur í bæjarstjórn. Sjálfsagt er að afla uplýsinga um utanferðir bæjarfulltrúa og embættis- manna bæjarins frá 1990 og leggja fyrir bæjarráð. Fyrirspurn minni er ósvarað og óska ég eftir að henni verði svarað innan tíðar af formanni bæjaráðs, sem var forseti bæjarstjómar þegar utanlandsferðimar áttu sér stað.“ Þá var komið að meirihlutanum: „Fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja tók ákvörðun um að senda þrjá fulltrúa bæjarfélagsins til Frakklands. Meirihluti bæjarráðs telur fullvíst að bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins hafi verið fullkunnugt um kostnaðaráætlun vegna fararinnar. Að sjálfsögðu verður orðið við beiðni bæjarfulltrúa minnihlutans, Amars Sigurmundssonar að afla þeirra upplýsinga sem um er beðið, ásamt frekari upplýsingum um kostnað vegna ferða undanfarinna ára.“ Brýnt að gera breytingar á samþykktum bæjarins -Er byrjað á því eða ekki, það er spurningin? „Bæjarráð samþykkir og beinir því til bæjarstjómar að hafin verði endur- skoðun á reglugerð um Samþykkt um stjóm Vestmannaeyjabæjar og fundar- sköp bæjarstjómar, jafnframt því að aðlaga nefndaskipan að nýju stjórn- skipuriti bæjarins og verkaskiptingu í stjórnun starfssviða." Tillöguna bar Arnar Sigurmunds- son (D) upp á fundi bæjarráðs á mánu- daginn. I greinargerð segir að nauð- synlegt sé að endurskoða reglugerð um stjórnun bæjarins og fundarsköp bæjarstjómar með reglubundnum hætti. „Síðasta breyting á reglu- gerðinni kom til framkvæmda haustið 2002, í kjölfar breytinga á verksviðun nokkurra nefnda sem kosnar eru af bæjarstjóm. I ljósi nýlegra skipulagsbreytinga við stjóm bæjarfélagsins og tillagna sem snerta endurskoðun á nefnda- skipan og áréttingu á starfsmanna- stefnu og upplýsingaskyldu sveitar- félaga er nauðsynlegt að hefja þessa endurskoðun. Á fundi bæjarstjómar 4. sept. sl. kom fram almennur vilji bæjarfulltrúa að fara í þessa vinnu á næstu vikum.“ Meirihlutinn bókaði þar sem fram kom að nú þegar hafi verið tekin ákvörðun að fara í þessa endurskoðun; „...eins og bæjarfulltrúanum Amari Sigurmundssyni hefur ítrekað verið gerð grein fyrir bæði á bæjarráðs- fundum og á bæjarstjórnarfundum. Undirbúningur að þessari vinnu er hafinn og því ástæðulaust að sam- þykkja tillögu, sem kveður á um að hefja vinnu sem þegar er hafm.“ Var svo samþykkt að vísa tillögunni frá. Arnar Sigurmundsson sagði þá í bókun að á síðasta fundi bæjarstjómar hafi skipulagsmál bæjarins verið mjög til umræðu. „í máli bæjarfulltrúa kom fram vilji til þess að fara í endur- skoðun á bæjarmálasamþykkt og var ætlun bæjarfulltrúa að fara sam- eiginlega í þessa vinnu. Bæjarsjóður hefur nú þegar varið rúmlega 3 milljónum kr. í úttekt á stjórnsýslu bæjarins. Með þessari lillögu er lagt til að nú taki bæjarfulltrúar og bæjar- stjóri við vinnu við þriðja áfanga í úttektinni. Þriðji áfanginn snertir endurskoðun á nefndarskipan og sam- þykkt um stjóm bæjarmála og sam- þykktir um fundarsköp bæjarstjómar. Ákvörðun um þessa endurskoðun ber að taka á vettvangi bæjarstjómar og hvergi annars staðar." Lúðvík Berg- vinsson (V) og Andrés Sigmundsson (B) sögðu þá í bókun að ekkert nýtt hafi komið fram hjá Arnari, hvorki í tillögunni né bókunum hans og ítrekuðu þeir fyrri bókanir meiri- hlutans og afstöðu. HÓLSHÚS og Bakaríið Viðberg. Eigendur fljúðar á efri hæðinni eru ónægðir með nábýlið við Vilberg. Bærínn á yfir sér málshöfðanir vegna skipulagsmála Að minnsta kosli tvö mál er varða skipulags- og byggingarnefnd veltast nú í kerfinu og virðist engin lausn í sjónmáli. Eigendur íbúðar hafa farið fram á það við Vestmannaeyjabæ að hann kaupi íbúðina vegna ónæðis af völdum atvinnustarfsemi sem rekin er í húsnæði við hliðina. Einnig hafa eigendur gistiheimilis kvartað vegna ónæðis frá skemmtistað sem er í áföstu húsi við gististaðinn. Friðbjörn Valtýsson, formaður skipulags og umhverfisnefndar, segir lögfræðing eigenda íbúðar í Hólshúsi hafa farið þess á leit í bréfi að bærinn kaupi húsnæðið vegna starfsemi Vilbergs. „Þau telja að skipulagsnefnd og bæjarfélagið hafi ekki staðið rétt að málum þegar veitt var leyfi til starf- rækslu bakarís að Bárustíg 7. Starf- semin hefst eldsnemma á morgnanna sem er breyting frá því sem áður var. Þama var kjötvinnsla á sínum tíma en það er orðið langt síðan. Fólk er orðið meðvitaðra um sinn rétt og ég á mjög auðvelt með að setja mig í þess spor. Ég vildi leggja mikið á mig til að leysa þessi mál en mér sýnist skipulags- nefnd og bæjaryfirvöld ófær um að taka á þeim vandamálum sem við er að glíma. Þetta mál er búið að vera mörg ár í kerfinu,11 segir Friðbjöm. Hitt málið em ítrekaðir kvartanir eigenda Gistiheimilisins Heimis vegna hávaða frá skemmtistaðnum Prófastinum. „Þorkell Húnbogason hefur hótað málsókn og við fómm yfir bréf frá honum á mánudag. Þar segist hann vera búinn að missa þolin- mæðina enda fari rekstur gisti- og skemmtistaðar alls ekki saman. Heilbrigðiseftirlit, ásamt skipulags- og bygginganefnd, hafa Ijallað um málið en það er á svipuðum stað og hin málin, engin lausn í sjónmáli. Það virðist vera vegna getu- eða dugleysis, nema hvort tveggja sé, til að leysa mál af þessum toga. Mér sýnist stefna í málsókn á hendur bænum enda hafa þessi mál verið mörg ár í kerfrnu." Innbrot í Hamarsskóla: Þar er engin lyf að hafa Að morgni laugardagsins 13. sept. sl. var tilkynnt um innbrot í Hamars- skóla, en brotin höfðu verið upp fjögur opnanleg fög. Talið er að stolið hafi verið einni fartölvu af gerð- inni HP 4500. Þá var grænum peningakassa sem geymdur var í eldhúsi stolið en í honum voru m.a. mjólkurmiðar, matarmiðar og eitt- hvað af peningum. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um hver eða hverjir þama vom að verki em hvattir til að hafa samband við lögreglu. Vera Björk Einarsdóttir, skóla- hjúkmnarfræðingur Hamarsskóla, hafði samband við Fréttir og sagði þetta vera annað innbrotið sem framið er í Hamarsskóla á stuttum tíma. I báðum tilfellum var mikið rótað í aðstöðu skólahjúkmnarfræðings og vildi hún koma því á framfæri að engin lyf em geymd þar eða í skólanum. Öll börn sem þurfa lyf fá þau heima og þar af leiðandi engin lyf skömmtuð á skólatíma. Tillögurnar kosta 3 milljónir Fyrir fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir svar frá Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra vegna fyrirspuma um greiddan kostnað til IBM business consulting service, vegna breytinga á stjómskipulagi Vestmannaeyjabæjar. Samtals vom greiddar rétt rúmar þrjár milljónir króna fýrir verkið og verður gert ráð fyrir upphæðinni við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri; Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.