Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003
9
MEÐAL gesta á fundinum voru þingmenn. Mynd BB.
Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar:
Kvótakerfið lifir ekki af þessa
hörðu stefnu sem hefur gilt
Guðmundur Halldórsson, formaður
Eldingar, félags smábátaeigenda á
Vestijörðum, var að vonum ánægður
með fund um línívilnun, sem haldinn
var á Isafirði á sunnudaginn. Alyktun
um línuívilnun strax í haust var sam-
þykkt.
Guðmundur segir í samtali við
Fréttir að fundargestir hafi verið hátt í
600 og mikill einhugur hafi verið á
fundinum. „Við vorum með nýtt form
á fundinum og fengum Ama Snævarr,
fyrrum fréttamann á Stöð 2, til að
stýra spumingaþætti fundarins og
gagnspyrja þingmenn En fundarstjóri
var Olafur Kristjánsson, fymim
bæjarstjóri Bolvíkinga. Við emm með
mikilvæg gögn af fundinum sem em
loforð okkar þingmanna um að þeir
muni flytja fmmvarp um línuívilnun
strax í haust ef sjávarútvegsráðherra
gerir það ekki. Einar Oddur tók af öll
tvímæli þegar hann sagði að Davíð
Oddsson. forsætisráðherra, muni
standa við gefin loforð um línuívilnun
eins og önnur loforð sem hann hefur
gefið í 20 ár sem borgarstjóri og
forsætisráðherra.“
Guðmundur sagði að Ami Mathie-
sen, sjávarútvegsráðherra, teldi sig
geta staðið við loforð landsfundar
Sjálfstæðisflokksins með því að setja
á 1% línuívilnun á næsta ári. Eins og
hann tjáði mér á fundi sem ég átti með
honum í vor „Ef ráðherrann ætlar að
tefja málið eða flækja tók fundurinn af
öll tvímæli um að hann hefur ekki
fylgi til þess. Okkar krafa er 20%
ívilnun á þorsk og 50% á aðrar
tegundir. Línuveiði er orðin stærsti
hluti útgerðar á Vestíjörðum þannig
GUÐMUNDUR í ræðustól á
Vestfjarðafundinum. Mynd BB
að þetta skiptir okkur miklu máli.“
Guðmundur sagði þetta neyðarrétt
þvf án breytinga á núverandi fiskveiði-
stjóm yrðu það örlög sjávarbyggða að
deyja drottni sínum hver af annarri.
Eins og raunin er að verða á Bíldudal,
Raufarhöfn og nú síðast Seyðisfirði
„Það er ljóst að kvótakerfið lifir
ekki af þessa hörðu stefnu sem hefur
gilt. Stórútgerðir fá núna úthlutað
80.000 tonna kvóta árlega á
úthafsmiðum, Flæmingjagrunni og
Barentshafi og víðar og þetta hafa þeir
notað til kaupa upp veiðiheimildir í
minni plássunum."
Guðmundur notaði tækifærið og
bar Vestmanneyingum kveðju en
hann var hér á vertíð 1958. „Þá vom
gerðir úl 100 bátar frá Eyjum og
þúsundir aðkomumanna kornu á
vertíð, annaðhvort á sjó eða til að
vinna fiskinn í landi. Þá reri allur þessi
floti á línu á haustin og fram í mars
þegar netavertíð tók við. Vest-
mannaeyjar hafa um aldir lifað á
bátaútgerð. Reyndar vom þá gerðir út
tveir nýsköpunartogarar frá Eyjum,
Bjarnarey og Elliðaey, en krafturinn
var í bátaflotanum. Þeir búa við gjöful
fiskimið eins og Vestfirðingar og
krafan sem stendur á bak við þetta allt
saman er að sjávarplássin fái að nýta
sér nálægðina við fiskimiðin eins og
þau hafa gert um aldur. Þess vegna er
það hrein firra að halda því fram að
verið sé að taka af Vestmannaeyjum
því skilyrði línuívilnunar er að landa
daglega. Hún á að gilda fyrir allar
stærðir af bátum og skipum og við
erum ekki á móti tækninni. Það má
nota beitningavélar en þær eiga ekki
að veita forgang umfram aðra.“
Að lokum sagðist Guðmundur sjá í
þessu mikla möguleika fyrir Vest-
mannaeyinga ekki síður en Vest-
firðinga. „Línuívilnunin gæti verið
hið gullna tækifæri fyrir Vest-
mannaeyjar að byggja upp aftur það
mannlíf sem var og þegar kemur að
því að fiytja þarf fólk til ykkar, verður
það gert um göngin sem vonandi
koma bráðlega," sagði Guðmundur að
lokum.
Lúðvík Bergvinsson:
LÍÚ þáði ekki bjarghringinn
Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður
og bæjarfulltrúi, sagði að sín skoðun
hefði komið fram í tillögu bæjar-
stjómar um 5% ívilnun til allra sem
landa afla til vinnslu í landi. Var
tillagan samþykkt samhljóða í
bæjarstjóm.
„Það er fráleitt ef stjómvöld ætla að
mismuna landsvæðum eins og kemur
fram í hugmyndum um línuívilnun.
Tillaga okkar var hugsuð sem innlegg
í þessa umræðu og samkvæmt henni
verður ekki um mismunun að ræða.
Það sem kemur manni á óvart eru fár-
ánleg viðbrögð formanns Utvegs-
bændafélagsins og fulltrúa LIÚ og það
er umhugsunarvert hverra hagsmuna
þeir em að gæta,“ sagði Lúðvík.
Hann sagði að 5% ívilnunin hefði
engin áhrif á báta sem selja aflann
erlendis og það gerði málið enn
skrýtnara. „Mér finnst því að þeir
skuldi landsbyggðinni svör við því
hvers vegna þeir vilja ekki skoða
þennan möguleika með okkur.“
Er möguleiki að Vestmannaeyingar
myndi samstöðu til varnar útgerð hér
eins og Vestfirðingamir gera? „Það er
rétt, með samstöðu sinni og öfiugri
kröfugerð hafa Vestfirðingar náð að
verja hagsmuni sína. Þegar við
lögðum tillöguna fyrir bæjarstjóm var
það gert með hag Vestmanneyja í
huga. Það hefur því ekki síður vakið
athygli mína að nú reynir Amar Sigur-
mundsson með öllum ráðum að koma
sér undan þeirri ábyrgð að hafa greitt
tillögunni atkvæði sitt. Þetta háttarlag
Amars rýrir þessa samstöðu. Tillagan
var hugsuð sem bjarghringur til LÍÚ
sem þeir vilja ekki sjá. Gerir viðbrögð
þessara herra enn athyglisverðari,“
sagði Lúðvík að lokum.
Aðalfundur Útvegsbænda:
Eðlilegt að allir
sitji við sama borð
-og jafnræði ríki
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
hélt aðalfund sinn á mánudaginn þar
sem hugmyndum stjómvalda um
línuívilnun var harðlega mótmælt.
í ályktun sem fundurinn sendi frá
sér segir að engin ástæða sé til þess að
að umbuna einum flokki útgerða á
kostnað annarra. Eðlilegt hljóti að
teljast að allir, sem fengið hafa út-
hlutað aflaheimildum, sitji við sama
borð og jafnræði ríki í atvinnu-
greininni.
„Línuívilnun, eins og hún er kynnt
á opinberum vettvangi, mun skerða
vemlega aflaheimildir Eyjamanna og
er þar síst á bætandi. Þannig hafa á
í atvinnugreininni
undanfömum ámm verið færðar frá
Eyjum aflaheimildir upp á nær 4.000
þorskígildistonn í þorski, ýsu, ufsa og
steinbít. Línuívilnunin myndi skerða
aflaheimildir Eyjamanna um allt að
2.250 þorskígildistonn til viðbótar. Sú
skerðing jafngildir því að taka úr
umferð tvo af alls 28 vertíðarbátum
Eyjamanna!
Útvegsbændur í Eyjum telja fráleitt
að stjómvöld stuðli að því að veikja
þannig efnahags- og félagslegar undir-
stöður byggðarlagsins og krefjast þess
að frá þessum áformum verði fallið
þegar í stað,“ segir í ályktuninni.
Drífa Hjartardóttir þingmaður:
Verðum að standa
við gefin loforð
Drífa Hjartardóttir, þingmaður sjálf-
stæðismanna í Suðurkjördæmi, sagði
að ekki yrði hjá því komist að standa
við loforð landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins og stjómarsáttmálans um
hnuívilnun.
En hvers á fólk í Vestmannaeyjum að
gjalda? „Það er mjög slæmt ef þetta
bitnar á sjávarplássum eins og Vest-
mannaeyjum. Það verður að reyna að
bæta upp með einhverjum hætti,"
sagði Drífa.
Nú þegar hafa um 4000 tonn af
bolfiski verið tekin af Vestmanna-
eyjum. Er ekki nóg komið? „Eg held
að það verði að skoða þetta í stærra
samhengi og ef hægt verður að bæta
þetta upp með auknum veiðiheim-
ildum verða Vestmannaeyjar að njóta
þess.“
Er þetta ekki einn og sami potturinn?
„Þetta er alltaf mikill vandi að taka
af einum og setja yfir á annan. Ég tel
að það verði að líta til þess að nú er
talað um að hægt sé að auka kvóta í
þorski og ýsu og staðir eins og Vest-
mannaeyjar verði þar ekki útundan.
I byggðakvóta er meira tekið af
Vestmannaeyingum en þeir fá og það
er því skiljanlegt að þeir séu ekki
sáttir."
Er það ekki skylda þín sem þing-
manns kjördæmisins að verja
byggðimar? „Ég tel að við geram það
með því að byggja áfram á núverandi
aflamarkskerfi og að við höldum
áfram að ná betri árangri við
uppbyggingu fiskistofna og auka
verðmæti aflans með auknu þróunar -
og rannsóknastarfi.
Við verðum að leitast við að styrkja
hagsmuni sjávarbyggðana og það
getum við meðal annars með því, eins
og segir í stjómarsáttmálanum, að
kanna kosti þess að styrkja forkaups-
réttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila.
Það má einnig nýta tekjur af veiði-
gjaldi til uppbyggingar í greininni."
Er ekki nóg komið af ofsóknum
ríkisstjómarinnar á hendur Eyja-
mönnum? „Ríkisstjómin hefur ekki
ofsótt Vestmannaeyinga, heldur þvert
á móti, það er hægt að sjá í gegn um
fjárlögin til margra ára,“ sagði Drífa
að lokum.
Þeir liggja kylliflatir
-segir Guðjón Rögnvaldsson
Guðjón Rögnvaldsson, útgerðar-
maður, segir að af samtölum sínum
við fulltrúa í sjávarútvegsnefnd sé
ekki annað að heyra en að þeir séu
hlynntir línuívilnun.
„Ég ræddi ekki við alla en þeir sem
ég talaði við em inn á línuívilnun,“
sagði Guðjón.
„Ég er á móti því þegar menn
komast upp með að vaða svona uppi
og hvað stjómmálamenn geta legið
kylliflatir fyrir þeim. Það eina já-
kvæða sem ég heyrði var að Jóhann
Arsælsson, sem sæti á í sjávar-
útvegsnefnd og samgöngunefnd,
sagðist vilja sjá göng til Vestmanna-
eyja eftir fimm til sjö ár.“