Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 Eigum að stefna á sigur gegn Þjóðverjum -segir Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson í spjallli við Fréttir - Er ánægður hjá Charlton HERMANN: Það vantaðl samt ekkert upp á stemmninguna og það er alltaf gaman að hitta strákana. Það er einmitt okkar styrkleiki, góð stemmning og góð liðsheild. A því iórum við langt. Mynd: G.Ásm. Einn þekktasti knattspyrnu- maður landsins um þessar mundir er án efa Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson. Her- mann hefur, síðan hann fór frá ÍBV árið 1997, gert garðinn frægan í ensku deildarkeppninni og hefur leikið í úrvalsdeildinni, 1. deildinni og sömuleiðis í 3. deildinni ensku í um hálft tímabil með Brentford. Her- mann hefur sömuleiðis spilað stórt hlutverk með íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár. Nú er staðan þannig að sæti á lokamóti Evrópu- mótsins er í þeirra höndum. Eg hitti á Hermann eftir landsleikinn gegn Þjóðverj- um, nánar tiltekið á skrifstofu KSI en þar hafði Hermanni verið afhent málverk sem hann fékk í tilefni þess að hafa spilað 50 landsleiki fyrir Islands hönd. Klikkuðum á að skora Byrjum aðeins á landsleiknum, ís- lenska liðið átti algjöran toppleik, var undirbúningurinn ekki frekar stuttur fyrir leikinn? „Jú, en við búum einfaldlega við þetta hjá íslenska landsliðinu að fá stuttan undirbúning fyrir okkar leiki. Enska liðið fær t.d. mun lengri tíma þar sem flestir leikmanna liðsins eru í Englandi en við komum alls staðar að. Það vantaði samt ekkert upp á stemmninguna og það er alltaf gaman að hitta strákana. Það er einmitt okkar styrkleiki, góð stemmning og góð liðsheild. Á því förum við langt. Það má eiginlega segja að í leiknum gegn Þjóðverjum, gerðum við allt rétt nema kannski að skora, það var það eina sem gekk ekki upp.“ Þjóðverjarnir pressuðu ykkur stíft í fyrri hálfleik en allt strandaði á vörninni. Finnst þér betra að spila í þriggja manna varnarlínu frekar en í fjögurra manna? „Eg er ekki frá því að það henti okkur betur að spila með þriggja manna vamarlínu. Við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur í undan- fömum leikjum og þetta hefur gengið mjög vel.“ Þér finnst gaman aðfara úr vörninni frain völlinn, þú hefur ekki hugsað þig tvisvar uin þegar spilað var gegn silfurliði heimsineistarakeppninnar, áður en skeiðað varfram á við? „Nei, nei. En það er rétt, ég hef gaman af því að fara aðeins fram völlinn og reyna mig í sókninni. Mestan hluta leiksins er maður bara að skalla boltann frá og sparka honum í burtu þannig að það er gaman að reyna sig í sókninni. í fyrra spilaði ég í stöðu afturliggjandi kantmanns eða eins og Englendingarnir kalla „wing back“ og fyrir vikið þurfti ég að bregða mér í sóknina þegar færi gafst. Svo get ég líka alveg kennt þessum guttum þama frammi sitthvað," segir Hermann og hlær. Nú eru nokkrir dagar liðnir frá leiknum, ertu ennþá svekktur með jafntefli gegn Þjóðverjum ? „Kannski ekki beint svekktur. Við vomm að spila einn okkar besta leik í langan tíma og Þjóðverjarnir voru í miklu basli með okkur. Þeir björguðu tvisvar á línu og við fengum miklu betri færi en þeir til þess að klára leikinn. En eins og ég sagði áðan þá gekk allt upp hjá okkur nema að skora þannig að við getum ennþá bætt okkur. Við vorum auðvitað mjög svekktir fyrslu mínútumar eftir leikinn en núna er maður fyrst og fremst ánægður með okkar leik og ekki síst stemmninguna á Laugardalsvelli. Það er engu líkt að spila fyrir fullum Laugardalsvelli og svo létu áhorfendur vel heyra í sér. Mín skoðun er sú að það vom Þjóðveijar sem náðu jafntefli gegn okkur en ekki við gegn þeim.“ Það hafa orðið miklar breytingar á gengi liðsins síðan Asgeir og Logi tóku við liðittu, hvað hefiir breyst? „Við höfum auðvitað breytt um leikkerfi og það fylgja oft ferskir vindar nýjum þjálfumm. Þegar Atli tók við landsliðinu náði hann mjög góðum úrslitum til að byrja með. Svo fékk hann mjög óvæga meðferð frá fjölmiðlum og fékk í raun aldrei vinnufrið. En Ásgeir og Logi eru mjög færir í því sem þeir eru að gera og eiga stóran þátt í þessu góða gengi landsliðsins." Ertu mikið að spá í stöðunni í riðlinum og möguleikum íslenska liðsins? ,,Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég velti þessu mikið fyrir mér. Staðan er góð eins og er og í rauninni er mér alveg sama hvernig leikur Þjóðverja og Skotlands fer. Þetta er í okkar höndum og ef við vinnum Þjóðveijana þá verðum við að minnsta kosti í öðm sæti. Það besta sem gæti gerst er að Þjóðverjamir vinni Skotana og við svo Þjóðverjana, þá yrðum við efstir og draumurinn um að spila á stórmóti eins og EM yrði að vemleika.“ Eigum við möguleika á að vinna Þjóðverjana á þeirra heimavelli? „Samkvæmt leiknum á Laugardals- velli þá eigum við ekkert að vera feimnir við að stefna á sigur. Þeir voru ánægðir með jafntefli þó að Ijölnúðlar í Þýskalandi hafi ekki verið það. Þetta verður samt mjög erfiður leikur, fullur leikvangur af þeirra stuðningsmönnum þannig að að- stæður verða allar erfiðari en á Laugardalsvelli. Eg hef reyndar heyrt að það sé mikill áhugi meðal Islendinga fyrir leiknum og vonandi að okkar stuðningsmenn láti í sér heyra.“ Heiður að Charlton sýndi MÉR ÁHUGA Snúum okkur aðeins að þér og ensku deildinni. Þú skiptir umfélag áður en síðasta tímabil var úti og fórst í úrvalsdeildarliðið Charlton. Þar sem félagsskiptaglugginn var ekki opinn þegar þú skiptir um lið þurftir þú að spila með varaliðinu. Var ekkert eifitt að vera utan við boltann síðustu vikur ensku keppninnar? „Eg var reyndar meiddur þegar Charlton keypti mig þannig að ég spilaði nánast ekkert með varaliðinu. Mér fannst það líka vera mikill heiður fyrir mig að tvö ensk úrvalsdeildarlið vildu kaupa mig þó að ég væri meiddur og yrði ekki leikfær fyrr en á næsta tímabili. Þegar ég var búinn að ná mér æfði ég með aðalliðinu síðustu vikumar. Svo var komið sumarfrí þannig að tíminn fór eiginlega bara í að ná sér af þessum meiðslum." Hvernigfélag er Charlton, miðað við þaufélög sem þú hefur spilað með? „Charlton er orðið rótgróið úrvals- deildarfélag. Það hefur verið að byggja upp sitt starf í úrvalsdeildinni undanfarin ár og stendur sig alveg ágætlega. Stjórinn, Alan Curbishley, virkar lika vel á mig og líka öll umgjörðin og ég held að þetta sé sterkasta liðið sem ég hef spilað með.“ Italski skaphundurinn Paolo Di Canio er nýgenginn til liðs við Charlton en hvemig kann Hemmi við hann ? „Hann er auðvitað snarklikkaður," segir Hemmi og hlær. „En að öllu gríni slepptu þá virkar hann mjög vel á mig. Hann er líflegur og lyftir öllu upp á hærra plan. Það er líka gott fyrir félag eins og Charlton að hafa einn svona leikmann sem stuðningsmenn liðsins þekkja." Enska úrvalsdeildin sú STERKASTA Hvemig er það svo að vera kominn enn og aftur upp íúrvalsdeildina? „Urvalsdeildin er auðvitað sú deild sem maður vill spila í. Þetta er ein af bestu deildum heimsins og héma er maður að kljást við stóm nöfnin í boltanum. Enska 1. deildin er auð- vitað mjög sterk líka en öll umgjörð í kringum úrvalsdeildina er svo miklu meiri og betri. Það em líka gerðar meiri kröfur, hraðinn er meiri þannig að leikmenn í úrvalsdeildinni verða betri knattspymumenn fyrir vikið.“ Fjölskyldan bjó í Ipswich á meðan þú spilaðir með liðinu þar, eruð þiðflutt til London? „Já, og við emm ekki í nema hálftíma fjarlægð frá þeim stað sem við bjuggum á þegar við vomm í London þannig að við könnumst vel við okkur héma.“ Nú er tímabilið á íslandi að klárast, hefurðu Jylgst eittlivað með því? ,Já, já. Við komum alltaf til Islands í nokkrar vikur á ári og þá kíkir maður alltaf á æftngar hjá liðunum. Eg fór t.d. á æfingu hjá ÍBV og eftir það töpuðu þeir ekki næstu leikjum þar á eftir. Ég hefði kannski átt að kíkja á æftngu hjá þeim um helgina,“ segir Hemmi og hlær. „IBV er með mjög ungt og efnilegt lið núna en reynslulítið. Þetta em ferskir strákar og nokkrir gamlingjar inn á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að halda sér uppi því framtíðin gæti verið björt. Ég vona bara að þeir græi KR-ingana í næstu umferð og klári svo síðasta leikinn á heimavelli. Annars fylgist ég vel með íslenska boltanum. Ég fer auðvitað á þá leiki sem ég get þegar ég er heima og svo fylgist ég með á netinu." Þá látum við þessu spjalli okkar við Hermann lokið í bili enda í nógu að snúast fyrir íslenskan landsliðsmann eftir landsleik þar sem ungir knatt- spymumenn bíða óþreyjufullur fyrir utan eftir því að fá að berja goðið augu. julius @ eyjafrettir. is ALFA-námskeið í Hvítasunnu- kirkjunni Hvítasunnukirkjan er að fara af stað með ALFA-námskeið í næstu viku. Því verður kynningarkvöld í Hvíta- sunnukirkjunni fimmtudagskvöldið 18. september, í kvöld, kl. 20.30 fyrir áhugasama. ALFA-mámskeið eru námskeið í kristinni trú sem hafa farið sigurför um heiminn. Á námskeiðinu er farið yfir gmnnþætti kristinnar trúar og hafa margir komist að raun um að þekking þeirra er ærið glompótt þegar á á að taka. ALFA- námskeiðin em haldin hér á landi í mörgum kirkjum, jafnt í þjóð- kirkjunni sem og fríkirkjum. Alls staðar er um sama námskeið að ræða, það er ekki sniðið að kenningu ákveðinnar kirkju. ALFA er í raun fyrir alla, hvort sem þeir eru kristnir eða annarrar trúar og ekki þarf að tilheyra þeirri kirkju sem námskeiðið heldur. Þátttaka í námskeiðinu er án allra skuldbindinga gagnvart þeirri kirkju sem heldur námskeiðið. Fyrir áhugasama sem ekki komast má hafa samband við Hvítasunnukirkjuna. Laun í fjarnámi Erindi frá tómstundafulltrúa Vest- mannaeyjabæjar var lagt fyrir fund íþrótta- og æskulýðsráðs þann 8. september þar sem óskað er eftir heimild til að sækja fjamám, eins og verið hefur. Um er að ræða þriðja ár af tjórum í tómstunda- og félagsfræði í Kennara- háskóla íslands og ljóst að námið nýtist í starfmu. Iþrótta- og æsku- lýðsráð lýsti sig hlynnt erindinu og beinir því til bæjarráðs að reglur um fjamám bæjarstarfsmanna verði endurskoðaðar meðal annars með tilliti til ofanritaðs. Bæjarráð tók svo fundargerðina fyrir á mánudaginn og samþykkti hana með þeirri undan- tekningu að afgreiðslu á þessu máli var frestað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.