Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Side 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003
Sjávarútvegsnefnd á ferð - Hart tekist á um línuívilnun:
Vestfirðingar standa fast á sínu
-meðan þingmenn Suðurkjördæmis eru tvístígandi
SIGURGEIR Brynjar Kristgeirsson, las nefndarmönnum pistilinn þegar þeir hcimsóttu Vinnslustöðina.
Línuívilnun ætlað að styrkja stoðir byggðarlaga
-sem hafa misst frá sér aflaheimildir af ýmsum ástæðum, segir Einar Kr. Guðfinnsson
Sjávarútvegsnefnd Alþingis
var á ferð í Vestmannaeyjum
í síðustu viku og kynnti sér
stöðu greinarinnar í Vest-
manneyjum. Heimsóknin var
liður í ferð nefndarinnar um
Suðurkjördæmi. Hvorki for-
maður né varaformaður voru
með í för en Fréttir ræddu við
Einar Kristin Guðfinnsson
sem sæti á í nefndinni. Einar
er Bolvíkingur og er
óhræddurvið að halda uppi
vörnum fyrir sitt fólk á Vest-
fjörðum. Er hann staðfastur
málsvari línuívilnunar sem er
eitur í beinum útgerðar-
manna í Vestmannaeyjum.
Einar sagði það venju hjá sjávar-
útvegsnel'nd að fara einu sinni á ári og
kynna sér stöðu sjávarútvegs vítt og
breitt um landið og nú hefði nýtt
Suðurkjördæmi orðið fyrir valinu.
„Ámi Ragnar Ámason, formaður
nefndarinnar og fyrsti þingmaður
Suðurkjördæmis, komst því miður
ekki með en hann hafði skipulagt
ferðina af mikilli prýði," sagði Einar.
„Við höfum heimsótt sjávarútvegs-
fyrirtæki, stór og smá, allt frá fyrir-
tækjum sem em á markaði í Kauphöll
íslands til lítilla íjölskyldufyrirtækja.
Við höfum rætt við forráðamenn
þeirra, útgerðarmenn og verkalýðs-
leiðtoga og kynnst þannig stöðu mála
á hverjum stað.“
Miklar breytingar
Þegar rætt var við Einar hafði nefndin
lokið yfirreið sinni um Vestmanna-
eyjar. Sagði hann að ýmislegt hefði
vakið athygli sína og ekki síst þær
miklu breytingar sem hér hafa orðið í
sjávarútvegi. „Það er athyglisvert hvað
EINAR Kr. Guðfinnsson.
menn hér hafa náð að aðlaga starf-
semina breyttum forsendum. En
skilaboðin héðan til okkar stjóm-
málamannanna er að sem minnst eigi
að róta í kerfmu því menn verði að
eiga möguleika á að skipuleggja
reksturinn til lengri tíma og geta séð
fram fyrir tæmar á sér í þeim efnum. í
Vestmannaeyjum, eins og í öðrum
sjávarplássum, hafa orðið miklar
breytingar og sameiningar hafa leitt til
þess að útgerðarmynstur hefur breyst.
Við höfum fengið innsýn í þetta í
þessari ferð. Það hefur komið mér á
óvart hvað minni fiskvinnslufyrirtæki
skipta orðið miklu máli fyrir Vest-
mannaeyjar.
Stóru sjávarútvegsfyrirtækin, Isfé-
lagið og Vinnslustöðin , em vitaskuld
mjög leiðandi hér í sjávarútveginum
og raunar víðar og þar hefur orðið
mikil tæknivæðing, ekki síst í vinnslu
á uppsjávarfiski. Það var verulega
fróðlegt og skemmtilegt að sjá það.“
Á MÍNU SVÆÐI ERU ÖELUGAR
KRÖFUR UM LÍNUÍVILNUN
Það fór ekki hjá því að hugmyndir
ríkisstjómarinnar um línuívilnun
kæmu upp á borðið í viðræðum
sjávarútvegsnefndar við hagsmuna-
aðila í Vestmannaeyjum. „Ég er
þingmaður þess svæðis þar sem
kröfurnar um línuívilnun hafa verið
öflugastar og menn verið hvað
háværastir. Skilaboðin héðan era líka
skýr, menn vilja ekki sjá línuívilnun.
Það hefur verið skemmtilegt að eiga
samtöl við fólk hér um jressi mál og ég
hef skilning á þeim sjónarmiðum. En
ég er talsmaður smábáta- og línuút-
gerðar og hef ekki skipt um skoðun,“
sagði Einar.
Hann sagði að þessi ferð hefði nýst
sér vel í að kynnast nýjum viðhorfum
og öll umræða væri til þess fallin að
skilningur ykist manna á milli. „Ég tel
þess vegna æskilegt að fleiri en
stjómmálamenn heimsæki hveijir aðra
til að ræða rnálin og gera sér grein
fyrir lleiri sjónarmiðum. Mér datt það
til dæmis í hug í þessari heimsókn að
það geti verið mikið gagn að því að
forystumenn sjómanna og landverka-
fólks hér í Eyjum og víðar ræddu við
félaga sína á Vestfjörðum, eða
Norðurlandi. eða Vesturlandi um þessi
sjávarútvegsmál. Ekki síst línu-
ívilnunina og kæmu í gagnkvæmar
heimsóknir. Það gæti ekki annað en
verið gagnlegt að menn kynntust
sjónarmiðum hver annars.
Stjómmálamenn þekkja þetta vegna
þess að við förum víða vegna starfs
okkar og skiptumst á skoðunum. En
mér finnst að mikið vanti á að til að
mynda forsvarsmenn ólíkra atvinnu-
greina innan sjávarútvegs og for-
svarsmenn launafólks úr ólíkum
byggðarlögum tali saman. Menn
verða ekki endilega sammála, en
svona umræða dýpkar skilninginn.
Þetta held ég að eigi mjög við í sam-
bandi við umræðuna um línu-
ívilnunina. Unt hana og tengd mál
þurfa menn að tala saman og ættu að
gera það fyrr en seinna. Línu-
ívilnuninni er eingöngu ætlað að
styrkja stoðir byggðarlaga sem hafa
misst frá sér aflaheimildir af ýmsum
ástæðum og hafa ekki að öðra að
hverfa. Fyrir okkur sem eram
talsmenn hennar í einni eða annarri
mynd vakir það fyrst og fremst.“
Réttlæti hverra?
Er réttlæti í því að taka af einum og
færa öðram eins og mun gerast með
línuívilnun og yrði enn ein blóðtakan
fyrir Vestmannaeyjar? „Við höfum
með lagasetningu verið að koma til
móts við minni byggðarlög sem orðið
hafa undir í baráttu um fiskinn. Meðal
annars hafa smábátar fengið auknar
aflaheimildir, gripið hefur verið til
jöfnunaraðgerða og byggðakvóti verið
nýttur í þessum tilgangi. Sumum
ftnnst eflaust að verið sé að taka af
þeim réttinn með svona aðgerðum en
íbúar byggðarlaga án aflaheimilda
benda á að rétturinn til að lifa af
sjávarútvegi haft veriðtekinnafþeim.
Þessar aðgerðir hafa verið liður í því
að bæta hlut slíkra byggða. Lítil
byggðarlög sem byggt hafa á ftsk-
veiðum eiga enga möguleika án
allaheimilda. Flóknara er það mál nú
ekki.“
Þegar tölur LÍÚ um að línuívilnun
kosti Vestmannaeyjar um 2200
þorskígildi og upplýsingar sem komið
hafa fram um að héðan hafi horfið
milli 3000 og 4000 tonn vegna
stjómvaldsaðgerða vora bomar undir
Einar sagðist hann engar forsendur
hafa til að fara nánar ofan í þær.
„Þau byggðarlög sem hafa byggst
upp á útgerð smábúta og hafa misst frá
sér aflaheimildir eiga sinn rétt. Það er
ekki bara forsvaranlegt að þeim sé rétt
hjálparhönd, það er skylda okkar.“
Hvað með þá sem era að missa frá sér
björgina og sitja eftir með sárt ennið?
„Ég ætla ekki að gera lítið úr vanda
þeirra og kannski ætti slík umræða að
skerpa skilning manna á stöðu
byggðarlaga sem hafa verið að missa
frá sér afiaheimildir, meðal annars
vegna inngripa banka og jafnvel
opinberra lánastofnana sem með
handahófskenndum hætti sveifiuðu
brandi sínum gegn tilteknum fyrir-
tækjum og byggðarlögum. Þessi
byggðarlög eiga líka sinn rétt.
Staðreyndin er bara sú að við höfum
minna aflamagn til skiptanna til
dæmis í þorski. Það er sameiginlegt
vandamál okkar allra."
Órofa samstaða
Það hefur oft vakið athygli hvað þið
Vestljarðaþingmenn standið þétt
saman og þegar hagsmunir fjórð-
ungsins era í húfi falla allir
flokksmúrar., Já, það er rétt. Við eram
allir sprottnir upp úr vestfirskum
jarðvegi og vitum hvar eldurinn
brennur heitast hverju sinni. Þess
vegna teljum við rétt að láta ekki
dægurþras okkar í millum bitna á
baráttu okkar fyrir rétti byggðanna þó
svo að okkur greini einnig á varðandi
sjávarútvegsmálin. Því miður hefur
það gerst að við höfum misst fra okkur
miklar aflaheimildir og margt gott
fólk. Nú era þessar aflaheimildir unnar
annars staðar, gerð úr þeim verðmæti
og fólk leitar þangað sem það fær
vinnu. Þó við höfum náð árangri þá
hefðum við þingmennimir og íbúamir
viljað sjá styrkari stoðir undir
byggðarlögum á Vestfjörðum. Og þó
það sé þannig að utan Vestfjarða sé
stundum sagt að við séum frekju-
hundar sem sífellt séum að reyna að
soga aflaheimildir vestur, þá eram við
oft sakaðir um það fyrir vestan að hafa
ekki með nægilega dugmiklum hætti
staðið vörð um afiahlutdeild Vestfirð-
inga,“ sagði Einar K. Guðfinnsson að
lokum.
Samantektomar@eyjafrettir.is