Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 11 Mjög sérstakt að vera einn í fjarnámi ✓ -Eg hef reynt það sjálf. Maður þarf að vera mjög skipulagður og búa yfir sjálfstrausti sem kemur manni áfram í náminu, segir Bergþóra Þórhallsdóttir, forstöðumaður Visku BERGÞÓRA: -Ég kem svo til með að minna fólk á hvaða námskeið eru að fara af stað en ef fólk skráir sig strax á námskeið sem byrja ekki fyrr en í október - nóvember mun ég hringja það út þegar nær dregur og minna það á. Það var í nógu að snúast hjá Bergþóru Þórhallsdóttur, forstöðumanni Visku, fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, í síðustu viku og er hún nokkuð sátt við hvemig til tókst. „Ég held að það eigi eftir að koma í ljós hvað út úr þessari vinnu kemur.en það verður metið á síðari stigum," sagði Bergþóra. Hún segist bera mestar væntingar til Námsvísis haustannar sem var dreift í öll hús í bænum og miðað við skrán- ingamar á mánudaginn virðist hann hafa hitt í mark. „Það er mikic búið að hafa sam- band og mikið unt að fólk skrái sig á námskeiðin. Þannig að ég er nokkuð bjartsýn. Nú þegar em fjögur nám- skeið komin af stað. Ég held að þegar fram í sækir átti fólk sig á hversu þægilegt er að hafa þennan möguleika heima í héraði. Fyrirtæki hafa þurft að glíma við erfiðar samgöngur þegar kemur að endurmenntun starfsmanna sinna. Það er líka oft mjög kostnaðar- samt en nú geta starfsmenn sótt námskeið hér heima.“ Yfirskrift Viku símenntunar var Fjamám og aðrar óhefðbundnar leiðir til náms. Aðstaða fjamema í Rann- sóknasetrinu og Franthaldsskóla var opin og möguleikar Eyjamanna á fjamámi vom í fyrirrúmi. „Námsvísirinn kynnir nær eingöngu námskeið sem verða í boði fram að áramótum. Kynningarnar í Viku sí- menntunar snemst um fjamámið og að mínu mati sinnum við fjamemum mjög vel hér í Eyjum, en betur má ef duga skal.“ Bergþóra sagði að á milli íjörutíu og fimmtíu manns stundi nú íjamám í Vestmannaeyjum. „Það em tólf hjúkr- unamemar, ellefu í rekstrarfræði og svo er talsvert af nemum í Kennara- háskólanum. Einnig er hér hjúkr- unarfræðingur í mastersnámi við Manchester háskólann og að minnsta kosti einn sem stundar tölvunar- fræðinám við Háskólann í Reykja- vík,“ sagði hún og bætti við að sig langaði til að ná þessum nemendum oftar saman og mynda þannig ákveðna hópkennd. Það er mjög sérstakt að vera einn í fjamámi. Ég hef reynt það sjálf. Maður þarf að vera mjög skipulagður og búa yfir sjálfstrausti sem kemur manni áfram í náminu. Ef fjamemi hittir reglulega aðra sem em í sömu spomm er ég viss um að það hjálpar til við námið. Maður þarf klapp á öxlina og smá- hvatningu frá öðmm, hvort sem manni finnst ganga vel eða illa.“ Bergþóra var sérstaklega ánægð með fund sem haldinn var á föstu- daginn með fjamemunum. „Ég kallaði þau saman á erindi sem nefnist Að blómstra f fjamámi, sem getur nýst þeim vel og var mjög vel mætt.“ Dagskrá föstudagskvöldsins var ekki eins vel sótt en Bergþóra segir að mjög gott efni hafi verið í boði. „Vangaveltur um fjamám á hafi úti var athyglisverður fyrirlestur og liggur nú ljóst fyrir að sjómönnum á hafi úti er ekkert að vanbúnaði að stunda fjamám í einhverju formi. Þeir geta sótt sér námspakka upp í skóla, í námssetmm eða í gegnum tölvupóst. Þá kom fram að Háskólinn á Akureyri hefur sýnt og sannað að hann er í fararbroddi hvað varðar fjarnám á háskólastigi VlSKA FER VEL AF STAÐ Viska er núna að fara inn í sitt fyrsta heila skólaár og er Bergþóra ánægð með hvemig til hefur tekisl hingað til. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en það er samt ennþá stór hópur sem áttar sig ekki á möguleikunum. Einhverjum kann að finnast of mikið verið að staglast á því hve menntun er mikilvæg. Þetta fer ekki jafnvel í alla en ég fullyrði að eitt lítið námskeið getur gefið manneskju heilan helling og kryddað oft tilbreytingarlausa tilvemna. Sumir hafa slæma reynslu úr skóla sent kemur kannski ekkert við getu þeirra til máns. Reynsla þessa hóps er ekki síður mikilvæg en annarra. Svo er menntun líka oft skemmtun, ég tala nú ekki um þegar maður getur valið viðfangsefnin sjálfur. Þar höfum við komið sterkt inn meðal annars með því að príla upp á fjöll og fara í úteyjar og fræðast um ömefni og sögu í leiðinni." Þar er Bergþóra að tala um nám- skeiðin Fimm tinda og Örnefni sem spilast dálítið saman undir leiðsögn Friðbjörns Ó.Valtýssonar og Ólafs Týs Guðjónssonar. í vikubyrjun fóru þau aftur af stað og enn er hægt að bæta við nemendum. Bergþóra er bjartsýn á framhaldið og segir mjög ánægjulegt að geta startað fyrstu námskeiðunum með nægum þátt- takendafjölda og það loli góðu um framhaldið. „Ég kem svo til með að minna fólk á hvaða námskeið em að fara af stað en ef fólk skráir sig strax á námskeið sem byrja ekki fyrr en í október - nóvember mun ég hringja það út þegar nær dregur og minna það á.“ Bergþóra segir að fundurinn með fjamemunum á föstudeginum hafi staðið upp úr annars vel heppnaðri viku símenntunar. „Eins fannst mér Markviss ráðgjafaþjónusta, sem símenntunarmiðstöðvarnar geta veitt fyrirtækjum, mjög athyglisverð. Hún var kynnl stjómendum fyrirtækja og stofnana. Það er alltaf að færast í vöxt að fyrirtæki fái ráðgjöf til að endur- mennta sitt fólk og það eru allar símenntunarmiðstöðvarnar farnar að sinna þessu nema við. Ég vona að það verði ráðin bót á því fljótlega. Ef við finnum áhuga þá munum við líklega fara af stað.“ Hún benti á að fyrirtæki geti jafnt fengið styrk fyrir sitt starfsfólk sem hóp eins og einstaklingar fá hjá starlsmenntasjóðum stéttarfélaganna. Um leið og skilningur á þörf endur- og símenntunar starfsmanna innan fyrir- tækja liggur fyrir er ekkert að vanbúnaði að leggja af stað í fræðslu- leiðangur með Visku. Viðbótarnám fyrir starfsnámsnemendur -til undirbúnings námi á háskólastigi er möguleiki sem Framhaldsskólinn býður upp á Eitt af því sem var kynnt í vélasal Listaskólans á föstudagskvöldið var viðbótamám fyrir starfsnáms- nemendur til undirbúnings námi á háskólastigi. Helga Kristín Kolbeins, áfangastjóri Framhaldsskólans, kynnti þessa athyglisverðu viðbót í skólanum. Raunar er þetta ekki alveg nýtt af nálinni þar sem þessi möguleiki hefur verið í boði fyrir iðnaðarmenn síðan 1999. Aðeins nokkrir skólar á landinu bjóða upp á þetta og hefur Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum nú þegar útskrifað nokkra eftir þessu kerfi. Þetta er þannig að nemandi sem hefur lokið þriggja til íjögurra ára starfsnámi getur lokið stúdentsprófi á einu ári við Framhaldsskólann eða tveimur ámm með vinnu. Þriggja til ljögurra ára starfsnám telst meðal annars vera; bifvéla- virkjun, fiskiðnaðarbraut, framreiðsla, húsasmíði, matreiðsla, málaraiðn, HELGA Kristín Kolbeins netagerð, rafvirkjun og skipstjórnar- braut svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem hafa lokið tveggja til þriggja ára starfsnámi hafa einnig möguleikann á þessu og tekur nám til stúdentsprófs með vinnu um þijú ár. Helga Kristín sagði að þetta væri gert til þess að auðvelda þeim sem hafa lokið starfsnámi leiðina að frekari menntun. „Það var lengi vel þannig að þegar fólk hafði lokið starfsnámi þá var ekki um neitt framhaldsnám að ræða,“ sagði Helga og bætti við að með þessu væri verið að reyna að breyta þessu enda er háskólanám alltaf að aukast og þetta auðveldar iðn- menntuðu fólki leiðina að háskóla- námi. Hún sagði þó ekkert stúdentspróf tryggja aðgang að öllu háskólanámi, kröfur háskóla væru misjafnar og stundum þarf nemandi jafnvel að fara í inntökupróf. I öðrum skólum eru settar ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa að uppfylla. Nemendur í viðbótamámi hjá okkur geta sjálfir í samráði við skólann skipulagt námið og sagði Helga að langflestir myndu kjósa að vera undanskildir tímasetu. „Þá skilar nemandinn verkefnum og tekur próf. Þetta er allt fólk sem hefur verið áður í skóla og veit hvaða kröfur eru gerðar og er fljótt að komast inn í námið.“ Hún bætti því við að þau hefðu í huga, ef nægilega stór hópur fæst í námið, að hafa tíma á kvöldin. Öld- ungadeildin í Framhaldsskólanum er einnig að fara af stað og verður boðið upp á byrjunaráfanga í stærðfræði og dönsku „Við höfum ekki kennt það í nokkur ár og erum ntjög ánægð að fá þáttöku í það núna. Svo verðum við líka með spænsku- og sálfræðiáfanga en þar verður mikið af okkar nem- endum en að sjálfsögðu er öðrum velkomið að sækja í þá áfanga líka.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.