Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 15 i------------------------------------------------------------1 Karlalið IBV í handbolta veturinn 2003 Vignir Svavarsson 18 ára skytta Eyjólfur Hannesson 21 árs markmaður Josep Bösze 28 ára homamaður/skytta Erlingur Richardsson Sigurður Bragason 31 árs þjálfari/línumaður 26 ára miðju-/homamaður Davíð Óskarsson 20 ára skytta Ingibjörn Þórarinn Jónsson 18 ára línumaður Jens Kr. Elíasson 18 ára homamaður Sindri Haraldsson 19 ára miðjumaður Sigurður Ari Stefánsson 21 árs skytta Jóhann Guðmundsson 24 ára markmaður Aðrir leikmenn: Björgvin Þór Rúnarsson 32 ára homamaður Zoltán Bclányi 35 ára homamaður Helgi Bragason aðstoðarþjálfari Robert Bognar 25 ára miðjumaður Magnús Sigurðsson 18 ára línumaður Kári Kristjánsson 19 ára línu-/homamaður Benedikt Steingrímsson 17 ára línumaður Ætium að búa til Eyjastemmninsu -sesir Erlinsur Richardsson, þjálfari ÍBV Leikir í suðurriðli 2003 Heimaleikir: Mið. 17.sep. 19.15 ÍBV-ÍR Mið. 24.sep. 19.15 ÍBV - Stjaman Sun. 28.sep. 16.00 ÍBV - HK Sun. 12.okt. 16.00 ÍBV-FH Mið. 12.nóv,19.15 ÍBV - Haukar Lau. 29.nóv. 16.00 ÍBV - UBK Lau. 13.des. 16.00 ÍBV - Selfoss Útileikir: Mið. l.okt. 16.00 UBK - ÍBV Lau. 18.okt. 16.00 Selfoss - ÍBV Lau. 25.okt. 16.00 ÍR - ÍBV Þri. 28.okt. 19.15 Haukar - ÍBV Sun. ló.nóv. ió.OOStjaman - ÍBV Sun. 23.nóv. hS.OO HK - ÍBV Lau. ó.des. 16.30 FH-ÍBV Fyrirkomulag íslandsmótsins Islandsmótið í karlaboltanum verður þannig að fyrst byrja liðin í riðlakeppni þar sem keppt er í tveimur, landshlutaskiptum riðlum, suðurriðli og norðurriðli. í desember lýkur svo riðlakeppninni og fara íjögur efstu liðin úr hvomm riðli fyrir sig í efri deild en hin liðin leika í neðri deild. Þar leika liðin innbyrðis og þegar þeirri deildarkeppni lýkur tekur við úrslitakeppnin. 1 hana komast sex efstu liðin úr efri deild en liðið í sjöunda sæti leikur um laust sæti í úrslitum gegn liðinu í öðm sæti í neðri deild. Efsta liðið í neðri deild á svo eitt sæti í átta liða úrslitum Islandsmótsins. Nýir leikmenn Björgvin Þór Björgvinsson úr FH Zoltán Belanyi úr Stjömunni Jóhann Guðmundsson úr Selfoss Josep Bösze frá Ungverjalandi Leikmenn femir Michael Lauritzen til Danmerkur Ríkharð Bjarki Guðmundsson Sindri Ólafsson í Fram Viktor Gigov Gylfi Birgisson hættur Spá leikmanna og þjálfara Karlaflokkur: 1. Haukar 2. Valur 3. ÍR 4. KA 5. HK 6. Fram 7. FH 8. Grótta/KR 9. Víkingur 10. Stjaman 11. ÍBV 12. Þór 13. Selfoss 14. Afturelding 15. Breiðablik I____________________________________________________________________I Erlingur Richardsson er með Eyjaliðið annað árið í röð en hann segir að undirbúningur hefði verið þokkalegur. „Ég hefði viljað hafa alla leikmennina í lengri tíma. Tókum ekki langt sumarfrí og æfingasókn hefur ekki verið frábær í sumar. Síðustu sex vikurnar hafa hins vegar verið mjög góðar og undirbúningurinn lfldega betri en í fyrra. Við fómm ekki í neina æfingaferð eins og hefur oft verið áður en í stað þess höfum við farið oftar til Reykjavíkur, tókum þátt í Reykjavíkurmótinu og svo kom Stjaman hingað. Þannig náum við svipuðum fjölda æfingaleikja og í fyrra.“ Hvemig líst þér á leikmannahópinn? „Þetta er nánast sami hópur og í fyrra sem gerir undirbúninginn allan mun léttari. í fyrra fómm við ekki yfir leikkerfi fyrr en um áramótin en núna getum við einbeitt okkur að öðm en leikkerfum. Kjaminn er þéttur í liðinu og hefur verið að spila lengi saman. Björgvin og Beló em reyndir leikmenn og falla vel inn í þetta og sömuleiðis Bösze. Allir útlending- amir em Ungverjar sem er mjög þægilegt.-1 Þið skoðuðuð Norðmann um helgina, finnst þér vanta einn leikmann til? „Já ég vonaðist eftir að Stallemo yrði sterkari en hann svo var, þannig að óliklegt er að samið verði við hann. En ég myndi gjaman vilja hafa einn sterkan leikmann í viðbót." Hver em markmiðin fyrir veturinn? „Mér finnst að við eigum að setja markið hærra en í fyrra. Við höfum mannskap í það en það em kannski 2- 3 lið sem eiga að vera betri en við. Núna eigum við hins vegar að geta strítt þeim og jafnvel unnið þau. Við stefnum á að komast í efri deild og í bikarnum stefnum við á að komast í það minnsta í átta liða úrslit. ÍBV hefur ekki náð miklum árangri í bikarnum og kominn tími á að breyta því. Fyrirkomulagið er núna þannig að liðin verða að byrja vel, það þýðir ekkert lengur að byrja af krafti eftir áramót en ef Eyjamenn styðja við bakið á okkur þá eigum við að ná langt. Við ætlum að reyna fá þessa gömlu góðu Eyjastemmningu en þá þurfum við aðstoð áhorfenda sem vonandi láta ekki sitt eftir liggja í vetur.“ julius@eyjafrettir. is Leifur Jóhannesson 18 ára homamaður Halldór S. Grímsson 18 ára markmaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.